Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Fréttir Guðrún Gauksdóttir mun gegna for mennsku í Æðar ræktarfélagi Íslands fram að aðalfundi félags- ins í haust þegar kosinn verður nýr formaður í stað Jónasar Helgasonar, sem lést þann 20. janúar sl. Guðrún er frá Kaldaðarnesi í Flóa, lögfræðingur að mennt og dós- ent við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur setið í stjórn Æðarræktarfélags Íslands frá 2004. Netfang Guðrúnar er gudrungauks@ru.is. Að öðru leyti hefur stjórnin skipt þannig með sér verkum að sr. Guðni Þór Ólafsson frá Melstað er gjaldkeri og Ásta Flosadóttir, Höfða er ritari. Í varastjórn er Erla Friðriksdóttir, Stykkishólmi. Nýr formaður tekur við Æðarræktar- félagi Íslands fram á haust Forsvarsmenn Bændasamtakanna fóru á fund Jóns Bjarnasonar sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra síðastliðinn föstudag og afhentu honum ályktanir Búnaðarþings 2011. Þar á meðal var ályktun um ESB-málin þar sem bændur setja fram varnarlínur sínar í viðræðum við sambandið. Fyrir hönd Bændasamtakana fóru á fundinn þau Haraldur Benediktsson formaður BÍ, Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri og Erna Bjarnadóttir hagfræðingur samtakanna. Jón Bjarnason þakkaði forsvars- mönnum samtakanna fyrir ályktan- irnar og sagðist heils hugar taka undir með þeim hvað varðar afstöðu þeirra til Evrópusambandsaðildar. Samkvæmt ályktun BÍ um afstöð- una til ESB er farið fram á að stjórn- völd kanni nú þegar afstöðu ESB til varnarlína Bændasamtakanna, sé það ætlun þeirra að standa vörð um íslenskan landbúnað. Þess var farið á leit við ráðherra að hann kæmi þessum skilaboðum skýrt til skila við ríkisstjórn Íslands. Í ályktuninni segir einnig m.a.: „Búnaðarþing 2011 ítrekar andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu. Miklir atvinnu- hagsmunir bændastéttarinnar eru í húfi og telur þingið þessum hags- munum betur borgið utan þess. Hagsmunir og afkoma bænda tengj- ast ótvírætt hagsmunum íslenskra neytenda og byggðum landsins. Búnaðarþing telur að fæðuöryggi þjóðarinnar verði því aðeins tryggt að fullu með því að Ísland standi utan sambandsins.” Skuldamál bænda Farið var yfir hinar ýmsu álykt- anir Búnaðarþings á fundinum með ráðherra, m.a. um fjármál bænda og úrvinnslu lánastofnana. Í ályktuninni um þetta mál segir m.a.: „Búnaðarþing 2011 ítrekar fyrri ályktun frá fyrra ári um fjár- mál bænda. Í ljós hefur komið að seinagangur í úrvinnslu skuldamála bænda hefur leitt til fjölgunar þeirra búa sem eiga í fjárhagslegum erfið- leikum. Niðurstaða Hæstaréttar frá liðnu sumri og breytingar á löggjöf virðast ekki haft þau áhrif sem vænst var gagnvart bændum.” /TB/HKr. Ráðherra afhentar ályktanir Búnaðarþings 2011: Stjórnvöld kanni nú þegar afstöðu ESB til varnarlína BÍ Frá Búnaðarþingi 2010 kom ályktun þar sem óskað var eftir því að á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands yrðu unnin drög að viður- kenndum staðli fyrir ræktanlegt land, til leiðbeiningar við skipu- lagsvinnu og stefnumótun í land- nýtingu. Ályktuninni var beint til umhverfisráðuneytisins og Skipulagsstofnunar og í kjölfarið voru fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneyti, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), Landgræðslu ríkis- ins og Skipulagsstofnun kallaðir saman til að ræða með hvaða hætti best væri að standa að slíkri vinnu. Áslaugu Helgadóttur, prófessor við LbhÍ, var síðan falið að gera drög að slíkri skilgreiningu í samstarfi við þau Svein Runólfsson landgræðslu- stjóra og Hafdísi Hafliðadóttur hjá Skipulagsstofnun – og nú liggja fyrir tillögur þeirra. Brýnt að halda landinu til haga „Málið á sér í raun langan aðdrag- anda. Við Jónatan Hermannsson höfum nú í nokkuð mörg ár vakið máls á mikilvægi þess að svona skil- greining liggi fyrir. Með vaxandi kornrækt verður ljóst að akuryrkju- land er ekki ótæmandi auðlind – og okkur hefur fundist nauðsynlegt að minna á það. Því höfum við vakið athygli skipulagsyfirvalda á því hversu brýnt það sé að reyna að halda þessu landi til haga og verja með einhverjum hætti – svo það fari ekki í einhverja aðra landnotkun. Fleiri hafa svo tekið undir þetta með þeim afleiðingum að málið endaði á Búnaðarþingi í fyrra. Málið var einnig tekið fyrir í nefnd um athugun á notkun og varðveislu ræktanlegs lands á Íslandi, sem skilaði af sér skýrslu til sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra í febrúar í fyrra,“ segir Áslaug. Í skýrslunni sem Áslaug vitnar til segir að „mikilvægt [sé] að rækt- unarland sé skilgreint með tilliti til fyrirliggjandi upplýsinga, m.a. um jarðveg og veðurfar. Staðall verði gerður fyrir gott ræktunarland. Með gerð staðals yrði mat á eiginleikum lands markvissara í tengslum við skipulagsgerð.“ „Okkar tillaga er á svipuðum nótum og er í raun ætluð til að vera eins konar hjálpartæki fyrir skipulagsyfirvöld til að geta afmarkað akuryrkjuland. Við reynd- um svo að flokka landið frekar niður eftir verðmæti þess. Það er brýnt að vernda verðmætasta landið, í það minnsta í fyrstu umferð, og gefa því einhvers konar hverfisvernd eins og núverandi skipulagsreglugerð býður upp á,“ segir Áslaug. Áslaug segir ekki ljóst hvað gerist í framhaldinu. „Það er undir Skipulagsstofnun komið hvernig þar er farið höndum um tillögurnar. Ég veit að sveitarfélög bíða eftir því að fá leiðsögn í þessum málum. Hitt veit ég ekki; hvort þetta á einungis að vera einhvers konar viðmið, sem menn fara eftir ef þeir svo kjósa, eða hvort þetta verður neglt meira niður.“ Minnisblað um tillögurnar var sent Búnaðarþingi 2011 til umræðu. Í blaðauka um jarðrækt og vorverk hér í blaðinu, á blaðsíðu 17, er þetta minnisblað að finna. /smh Tillögur að skilgreiningu akuryrkjulands í skipulagi: Verðmætt land verði varið – hjálpartæki fyrir skipulagsyfirvöld Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tekur við álykt- unum Búnaðarþings 2011 úr hendi Haraldar Benediktssonar, formanns Bændasamtaka Íslands. Mynd | HKr. Rekstur Norðlenska var góður á liðnu ári; ársveltan var 4.120 millj- ónir króna og jókst um 11% á milli ára og þá skilaði félagið um 171 milljónar króna hagnaði á árinu 2010. Árið á undan var félagið rekið með 78 milljóna króna tapi. Eigið fé, sem var neikvætt í byrj- un árs, var því orðið jákvætt um 95 milljónir króna í árslok. Skuldastaða félagsins batnaði verulega og skuldir hafa lækkað umtalsvert á milli ára, sem gerir félagið rekstrarhæfara en áður. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Hagnaður ársins var til kominn vegna leiðréttra erlendra lána og lækkandi vaxtastigs í landinu auk hagræðingar í rekstri. Gætt hefur verið mikils aðhalds og tekið á flestum rekstrarliðum og fyrirtækið er nú á góðri siglingu út úr krepp- unni. „Mikilvægast er að hlúa að fyrirtækinu og halda áfram að styrkja innviði þess,“ segir í skýrslu stjórnar. Fram kom hjá Sigmundi Ófeigssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska, að árið hefði verið erfitt framan af, en er á það leið orðið meira jafnvægi í rekstrinum. Útflutningsmarkaðir löguðust umtalsvert seinnihluta árs auk þess sem veik króna styrkti afkomu útflutnings. Verð fyrir útflutt kjöt hækkaði verulega, m.a vegna skorts á lambakjöti á erlendum mörkuðum. „Þetta hafði í för með sér hærra skilaverð á útfluttu kjöti, sem og möguleika á auknum útflutningi, sem skapaði meira jafnvægi á heimamarkaði. Félagið er þó mjög viðkvæmt fyrir sveiflum í krónunni, eins og önnur fyrirtæki sem flytja út vörur,“ sagði Sigmundur. Stjórn Norðlenska er skip- uð þeim Heiðrúnu Jónsdóttur, Garðabæ, sem er stjórnarformaður, Ingva Stefánssyni, Teigi, varafor- manni, Geir Árdal, Dæli, ritara, Aðalsteini Jónssyni, Klausturseli, meðstjórnanda og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, Reykjavík, meðstjór- nanda. Varamenn eru: Þórarinn Ingi Pétursson, Grýtubakka 1, Gróa Jóhannsdóttir, Hlíðarenda og Jón Benediktsson, Auðnum. /MÞÞ Rekstur Norðlenska skilaði 171 milljónar króna hagnaði Viðsnúningur varð í rekstri Mjólkursamsölunnar (MS) á árinu 2010. Samkvæmt ársskýrslu félagsins nam hagnaður eftir skatta 293 milljónum króna en á árinu 2009 var tap upp á 242 milljónir króna. Sölutekjur námu tæpum 16,9 milljörðum króna, sem er talsvert umfram áætlanir. Þá var rekstrarkostnaður tæplega 594 milljónir króna, sem er talsvert undir áætlunum. Höfuðstöðvar MS eru í Reykjavík, en auk þess eru starfsstöðvar í Búðardal, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mikil lækkun á kostnaði Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir að meginástæður rekstrarbatans séu m.a. þær að félaginu tókst að lækka söfnunar-, vinnslu- og afsetningar- kostnað um 200 milljónir króna á árinu 2010, þrátt fyrir margvíslegar kostnaðarhækkanir. Þá sé í pípunum enn frekari hagræðing á ýmsum þáttum sem ætti að geta skilað svip- uðum sparnaði. Meðal kostnaðarhækkana eru tvennar launahækkanir, í árslok 2009 og á miðju ári 2010, auk hækkana á launatengdum, opinberum gjöldum. Til að mæta þeim kostnaðarhækk- unum var stöðugildum fækkað um 5% og dregið úr yfirvinnu um 16%. Raunlækkun árlegs launakostnaðar frá árinu 2007 nemur rúmum 500 milljónum króna. Í ársskýrslunni kemur fram að einnig hafi tekist að lækka kostnað við nær alla þætti starfseminnar. Þá er tekið til þess að nú er greitt fyrir umframmjólk í samræmi við tekjur af útflutningi. Í desember 2009 hækkaði heild- söluverð mjólkurvara um 3,5%. Var það mikilvægt fyrir reksturinn í ljósi þess að félagið hafði ekki fengið heimild til að hækka vöruverð á árinu 2008 til samræmis við 4% hækkun á hráefniskostnaði. Unnið hefur verið að því að endur- skoða rekstrarþætti félagsins í því augnamiði að ná fram meiri hag- ræðingu. Vinnslustöðvum hefur verið fækkað, samruni varð í greininni og flutningakerfi einfaldað. Þá hefur einnig verið lögð áhersla á að endur- skipuleggja mjólkursöfnun og vöru- flutninga, sem byrjaði þegar að skila árangri á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að hagræðingin í félaginu komi að fullu fram á árunum 2011 og 2012. /HKr. Viðsnúningur í rekstri Mjólkursamsölunnar á árinu 2010: Úr tapi í 300 milljóna króna hagnað Ný Áburðarhandbók Út er komin ný og endurgerð Áburðarhandbók Áburðar- verksmiðjunnar. Bókin byggir á áburðartegundum Áburðarverksmiðjunnar en hún er ætluð bændum, ráðunautum og öllum þeim sem nota áburð. Mikið af nýju efni er bætt við fyrri útgáfu sem kom út árið 2001. Ritstjóri þeirrar bókar og aðal- höfundur var Magnús Óskarsson áburðarsérfræðingur og kennari á Hvanneyri til margra ára. Í nýju bókinni eru m.a. greinar um búfjár- áburð, tillögur um áburðarnotkun við mismunandi aðstæður ásamt leiðbeiningum um meðferð áburðar og dreifingu. Þá er einnig fjallað um jarðvegssýnatöku og áburðaráætlanir auk endurræktunar túna. Í frétta- tilkynningu frá Fóðurblöndunni, sem er útgefandi, segir að von- andi verði handbókin bændum og öðrum ræktendum leiðarvísir við val á áburðartegundum og stuðli að áhrifaríkri notkun á áburði. Það voru þeir Sigurður Þór Sigurðsson og Pétur Pétursson sem ritstýrðu. Áburðarhandbókin er fáanleg hjá Fóðurblöndunni og er dreift endur- gjaldslaust. Sigurður Þór Sigurðsson og Pétur Pétursson eru ritstjórar nýrrar Áburðarhandbókar sem Fóðurblandan gefur út.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.