Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 24. mars 2011 Fyrir allnokkrum árum, þegar ég var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, flutti ég sýni þangað með mér af víði og öðrum mólendisplöntum sem ég hafði safnað í Mývatnssveit og ætlaði að nýta efniviðinn fyrir masters- ritgerð mína í vistfræði. Ég taldi mig hafa allt á hreinu, öll sýni þurrkuð, merkt í umslögum og tvöföldu lagi af rennilásapokum eins og innflutningsvottorðið, sem ég hafði meðferðis, sagði til um. Háskólinn minn hafði aflað undanþágu frá banni á innflutningi plöntu- og jarðvegs- sýna þar sem sýnt hafði verið fram á að öllum plöntuleifum og jarðvegi yrði fargað á dauð- hreinsaðan hátt. Þegar ferðast er til Bandaríkjanna þurfa ferða- menn að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að viðkomandi sé ekki að bera inn í landið plöntur eða matvæli frá öðrum löndum. Síðan eru á hverjum flugvelli eftirlitsaðilar sem fylgjast með að þessum reglum sé framfylgt og leita í farangri fólks. Ryðsveppur olli vandræðum Á tegundalistanum sem ég rétti landbúnaðareftirlitsmanninum var meðal annars einir, en þar sem ein- irinn okkar er á lista yfir friðaðar plöntur í Bandaríkjunum voru öll sýnin umsvifalaust gerð upptæk. Þau voru sett í rannsókn, þar sem í ljós kom að á hluta víðilaufanna fannst ryðsveppur, sem kom mér í enn verri vandræði. Ekki tekið hart á innflutningi Sú tillaga að breytingum á nátt- úruverndarlögum sem unnin var fyrir umhverfisráðherra og var nýlega til umsagnar tekur ekki eins hart á innflutningi framandi tegunda eins og gert er í ýmsum nágrannalöndum okkar, eins og dæmið að framan sýnir. Að vernda eins stórt landsvæði og Bandaríkin með þessum hætti hlýtur að vera gríðarlega kostnaðarsamt, en hagsmunir bandarískra vistkerfa, landbúnaðar og efnahags rétt- læta útgjöld vegna svo strangrar löggjafar. Eftir ítrekuð símtöl og loforð af minni hálfu um aðgætni urðu lyktir málsins þær að ég fékk sýnin í hendurnar, það er að segja öll nema víðinn með ryðinu og eininn. Gríðarlegir hagsmunir Á þessum tíma fannst mér við- brögð við sýnainnflutningnum nokkuð harkaleg, en sýndi þó fullan skilning. Mér var þá þegar ljóst hversu gríðarlegir hagsmunir voru í húfi og hversu alvarlegir skaðar höfðu orðið í landinu vegna bæði viljandi og óviljandi inn- flutnings lífvera til Bandaríkjanna. Sem dæmi má nefna að eitt sinn var kastaníutré verðmætasta harðviðartegundin í skógum austurstrandar Bandaríkjanna. Innflutningur á sýktri sendingu af garðplöntum frá Kína varð til þess að nærri milljarður trjáa dó og tegundin svo að segja hvarf úr skógunum. Ekki ljóst með ágengi Enn er ekki ljóst hvort einhverjar af þeim innfluttu trjátegundum sem plantað er á Íslandi reynist ágengar í náttúru landsins. Skógræktin hefur flutt inn um 150 trjátegundir af um 1500 kvæmum og geta að minnsta kosti 18 þeirra dreift sér út*. Líftími og lífsferill trjáa er almennt mun lengri og hægari en jurtkenndra plantna, en inn- flutningur trjátegunda hófst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir 1950. Til þess að skoða hvort áhætta sé fyrir hendi getum við litið til annarra landa og minnkað notkun þeirra tegunda sem í nágrannalöndunum haga sér á ágengan hátt eða eru á alþjóðlegum listum yfir tegundir sem taldar eru geta valdið skaða í náttúrulegum vistkerfum. Strangari reglur um innflutning lífvera eru einnig mikilvægar fyrir þá sem unna skógum og skógrækt. Eins og fram kom í fyrirlestri á ráðstefnunni ,,Fríða Björk – vax- andi auðlind“, sem haldin var 5. nóvember sl., er talið að þrír af fjórum helstu skaðvöldum í birkiskógum séu nýlega innfluttar tegundir smádýra. Þar á meðal er tígulvefarinn, sem er talinn geta valdið hvað alvarlegustum skaða. Á hverju ári berast fregnir af nýjum tegundum smádýra sem borist hafa til landsins. Yfirlit yfir ný smádýr á Íslandi má finna á vef Náttúrufræðistofnunar á slóðinni http://www.ni.is/poddur/ landnemar/. Ábyrgð færð yfir á innflytjandann Sá sem ber ábyrgð á að flytja til landsins ágenga, framandi lífveru verður almennt ekki fyrir miklu fjárhagslegu tjóni samanborið við þá sem skaðann þurfa að bera. Sem dæmi má nefna smitandi hósta í hrossum. Allir hestamenn og hrossabændur hér á landi urðu á síðasta ári áþreifanlega varir við áhrif óviljandi innflutnings á því smitefni sem olli sjúkdómnum. Skaði innflytjandans hlýtur að hafa verið hverfandi í samanborið við atvinnugreinina í heild. Í breyt- ingatillögunni á náttúruverndar- lögunum er aftur á móti leitast við að færa nokkra ábyrgð yfir á innflytjandann. Forskot að búa á eyju Við búum við þau einstöku skil- yrði hér á landi að búa á eyju þar sem hafið myndar náttúrulega vörn gegn innflutningi óæskilegra líf- vera til landsins. Þetta gefur okkur forskot gagnvart ágengum tegundum en þýðir alls ekki að við megum sofna á verðinum. Í lagatillögunum kemur fram að bannað verði að dreifa lífverum sem ætla má að ógni líffræðilegri fjölbreytni á landinu, sem ætti að vera hagsmunamál allrar þjóðar- innar og skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Breytingar á lögunum eru löngu tímabærar og nauðsynlegt er að íslensk lög gangi í takt við alþjóðlega samninga, lög og reglur í þessum málaflokki. Núverandi breytingatillögur munu auðvelda vernd íslenskrar náttúru til framtíðar, lágmarka efnahags- legt tjón af skaðlegum lífverum og jafnvel vernda heilbrigði manna og dýra. Ragnhildur Sigurðardóttir. Höfundur er skógarvistfræðingur og bóndi. * Sigurður Blöndal og Skúli Björn Gunnarsson, 1999. Íslandsskógar. Mál og mynd. Lesendabásinn Varúð varðandi innflutning framandi lífvera Ragnhildur Sigurðardóttir. Á síðastliðnum fimm árum hefur árlegur kostnaður við söfnun, vinnslu og dreifingu mjólkur og mjólkurvara á Íslandi verið lækk- aður um 1,8 milljarða króna á verðlagi 2010. Þessum ávinningi hefur jafnóðum verið veitt til kúa- bænda og til neytenda. Reyndar hefur verið gengið lengra því á þessum árum hefur líka verið gengið á eigið fé mjólkuriðnaðar- ins til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Á árinu 2010 tókst að snúa rekstri Mjólkursamsölunnar úr tapi í hagnað. Það var mikil- vægur áfangi og skiptir miklu fyrir bæði bændur og neytendur að lyk- ilfyrirtæki í matvælaframleiðslu í landinu standi styrkum fótum þótt hagnaðurinn hafi í sjálfu sér ekki verið mikill, eða um 1,6% af veltu. Kúabændur, sem eiga og reka mjólkuriðnaðinn, hafa fengið sinn hlut þeirrar hagræðingar sem náðst hefur í starfseminni vegna þess að hún hefur tryggt að hægt hefur verið að standa við ákvarðanir verðlags- nefndar búvöru um hráefnisverð til þeirra án þess að afurðavinnslu- fyrirtæki þeirra yrði fyrir varan- legum skakkaföllum. Ákvarðanir verðlagsnefndar um verðhækkanir út á markað til neytenda hafa ekki dugað fyrir hráefnisverðhækkunum og mismunurinn verið sóttur inn í fyrirtækið með lækkun kostnaðar og lækkun eigin fjár. Það má segja að verðlagsnefnd búvöru hafi gætt vel hagsmuna bænda og neytenda. En ákvarðanir hennar hafa líka sett mikla mark- aðs- og rekstrarpressu á mjólkur- iðnaðinn. Til að takast á við þetta mikla verkefni hafa stjórnendur Mjólkursamsölunnar endurskipulagt mjólkuriðnaðinn frá grunni. Enn er verið að vinna úr nokkrum þáttum þessarar endurskipulagningar, sem enn munu lækka kostnað í greininni. Hagræðingarvinnan Það má lýsa hagræðingarvinnu Mjólkursamsölunnar með nokkrum megindráttum:   #    !   - ingu vinnslunnar sem felst í því að öll ostaframleiðsla er staðsett á norðanverðu landinu. Við fram- leiðslu á einu ostakílói þarf 10 lítra af mjólk og því verða flutningar á afurðum á aðalmarkaðinn úr hráefni norðlendinga ódýrastir ef það flutt þangað sem ostur.     ' &'   vinnslustöðva. Í gamla framleiðslu- kerfinu var mikið óhagræði vegna þess að mörgum óhagkvæmum vinnslulínum var haldið úti í litlum og meðalstórum vinnslustöðvum. Þegar mest var voru 17 vinnslu- stöðvar starfræktar í landinu, en eru nú 7. =   !     á verkferlum vinnslunnar með því að nýta nýja tækni sem einfaldar verk og fækkar vinnandi höndum við hvern lítra sem fer í gegnum kerfið.     !     flutningakerfa með því að endurmeta akstursleiðir, stærðir flutningatækja, staðsetningu bíla og fleira. Þetta er meginviðfangsefni félagsins í breyt- ingum þessa dagana og mun skila að minnsta kosti 200 milljóna króna lægri árskostnaði.     !   - ing á daglegri stjórnun félagsins þar sem margfalt stjórnkerfi margra fyrirtækja hefur verið einfaldað í einu félagi. Síðasta skrefið í þeirri vinnu er að fækka millistjórnendum í minni vinnslustöðvum.     ='  _ dreifikerfa. Langmest áhrif hafði þetta í Reykjavík þar sem tveimur sölu- og dreifikerfum var steypt saman í eitt. Lækkun tilkostnaðar upp á 1,8 milljarða Allt þetta hefur skilað um 1,8 milljörðum króna í lægri árlegum tilkostnaði við söfnun, vinnslu, sölu, dreifingu og stjórnun. Þannig hafa þessar breytingar leitt af sér lægra vörurverð en ella. Það hefur aftur tryggt að í almennum samdrætti í matvörusölu hafa mjólkurvörur haldið sínum hlut og þannig í raun aukið hlutdeild sína á markaðnum. Þessi mikla kostnaðarlækkun hefur líka gert mögulegt að greiða hærra mjólkurverð til bænda en ella. Það er sennilega mikilvægasta framlag félagsins til samfélagsins í hinum dreifðu byggðum landsins þar sem landbúnaðurinn og ekki síst kúabúskapurinn er hryggjarstykkið í byggðinni. Íslensk mjókurframleiðsla mun í vaxandi mæli þurfa að takast á við innflutning á erlendum vörum frá alþjóðlegum fyrirtækjum sem eru 50 – 100 sinnum stærri en Mjólkursamsalan og njóta bæði hagkvæmni stærðar í rekstri sínum og umtalsvert lægra hráefnisverðs. Fyrir vikið má félagið ekki láta deigan síga í viðleitni til að lækka kostnað í starfseminni. Vitaskuld gera menn ekki jafn umfangsmiklar breytingar án þess að einhvers staðar taki í. En á móti er jafnaugljóst að ef ekkert hefði verið að gert og mjólkuriðnaðurinn setið aðgerðalaus hefðu stórir hlutar hans lent í stórkostlegum rekstrarerfið- leikum. Þessi vinna fór reyndar af stað vegna þess að sú var einmitt raunin. Samlög og vinnslustöðvar voru víða að komast í þrot. Það var fyrirfram ljóst að öll þessi vinna myndi verða erfiðust minni samfélögum þar sem MS hefur bæki- stöðvar. Þar gildir einu hvort um er að ræða tækninýjungar, sem fækka störfum, eða endurskipulagningu í starfseminni, sem leiðir til einföld- unar, minni umsvifa og jafnvel til þess að starfsstöð yrði lögð niður eins og á Blönduósi 2007. Það liggur í hlutarins eðli að töluverð tækifæri eru til hagræðingar í lítilli vinnslu- stöð með margar framleiðslulínur og smáar framleiðslulotur. Gott dæmi um þetta er stöðin á Egilsstöðum. Þar voru fimm megin framleiðslulínur þegar mest var, en er nú í raun aðeins ein sem framleiðir Mozzarellaost. Hún stendur traustum fótum vegna þess að við vinnsluna eru 90% af hrá- efnisvigtinni tekin úr mjólkinni og flutningskostnaður á markað verður því aðeins 10% af því sem myndi kosta að flytja mjólkina á markað í öðru formi, t.d. sem súrmjólk eða jógúrt. . Nú e r unnið að því að skjóta styrkari fótum undir vinnslustöðina í Búðardal með svipuðum aðferðum. Þar voru áður mjög margar vinnslulínur og smáar vinnslulotur. Framleiðslan í Búðardalsstöðinni hefur verið einfölduð og höfuðáherslan nú lögð á mygluosta. Til að byggja upp þá framleiðslu hefur Mjólkursamsalan lagt í miklar fjárfestingar í Búðardal. Markmið breytinganna er að tryggja að þær fjárfestingar skili ávöxtun. Mikill þrýstingur á mjólkuriðnaðinn Eins og getið var hér að framan hefur verðlagsnefnd búvöru sett mikinn markaðsþrýsting á mjólkur- iðnaðinn með því að heimilar verð- lagshækkanir á vörum, sem unnar eru úr 70% hráefnisins, hafa verið minni en hækkun neysluvísitölunnar í landinu. Stjórn og stjórnendur Mjólkursamsölunnar gera ekki ráð fyrir að þessum þrýstingi létti og líklegt sé að við bætist vaxandi inn- flutningur á mjólkurafurðum. Það skipti því miklu að halda áfram á sömu braut, hagræða í vinnslunni og lækka kostnað. Það má segja að flest stóru tækifærin hafi þegar verið nýtt og sú hagræðing verður ekki sótt aftur. Frekari árangur byggir á því að nýta mörg smærri tækifæri og jafnframt á því að leggja aukna áherslu á bætta nýtingu hráefna í rekstrinum. Þar liggja stærstu tæki- færin í að fullnýta mysuþurrefni, sem áður var kastað í sjóinn. Þessi þurr- efni geta skapað félaginu nýjar tekjur bæði hér innanlands og í útflutningi. Íslenskur mjólkuriðnaður á sér langa og glæsta sögu. Það hefur verið gæfa hans og eigendanna í sveitum landsins að jafnan hefur tekist að þróa fyrirtækin í greininni í takt við þarfir samfélagsins. Vöruþróun Mjólkursamsölunnar er mjög frjó og hefur skapað vöruúrval sem þjónar breyttu samfélags- og fjölskyldu- mynstri og öllum samfélagshópum. Félagið hefur mætt kröfum um fyrsta flokks vörur á hagkvæmu verði með hagræðingu sem nær til allra þátta starfseminnar. Mjólkursamsalan dreifir þessum vörum á sama verði til um 2.700 viðskiptavina um land allt, til stórmarkaða, smáverslana, mötuneyta, skóla og leikskóla, bensínstöðva og ferðaþjónustuaðila. Félagið leitast við að treysta stöðu sína á markaði með áherslu á þetta þrennt: frammúrskarandi vöruúrval á hagstæðu verði í góðri dreifingu um land allt. Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar. Hagræðing í mjólkuriðnaði – fyrir bændur og fyrir neytendur Höfuðstöðvar MS. Einar Sigurðsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.