Bændablaðið - 01.09.2011, Side 27

Bændablaðið - 01.09.2011, Side 27
28 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Líf og starf Ræktunarstarf íslenskrar naut- griparæktar tekur mið af fjöl- þættum markmiðum þar sem samþætt er áhersla á afurðaeigin- leika annars vegar og eiginleika sem tengjast lífsþrótti og endingu hins vegar. Kynbótagildi einstakra gripa er metið á grundvelli allra tiltækra upplýsinga um gripinn sjálfan og alla þekkta áa hans, en upplýsingarnar eru vegnar saman í eina samræmda kynbótaein- kunn. Meðal þeirra eiginleika sem valið er fyrir og tengjast hæfni og endingu eru júgur- og spenagerð svo og staðsetning spena. Þessir eiginleikar eru metnir á grund- velli upplýsinga sem fengnar eru með skoðun og mati ráðunauta á nær öllum kúm sem koma inn á skýrslur. Í meginatriðum er matið framkvæmt á fyrsta mjaltaskeiði og alls eru metnar um það bil 5000 kýr á hverju ári. Dómstigarnir, sem notaðir eru, eru tveir. Annars vegar einkunna- skali þar sem metnir eru fjórir eigin-         fyrir hvern þeirra. Þessir eiginleikar eru:  Júgur, gerð og lögun  Júgurskipting og -festa  Staðsetning spena og lengd  Lögun og gerð spena Þessir eiginleikar eru samsettir og byggja á mörgum smærri þátt- um, sem hver um sig þarf að upp- fylla ákveðnar kröfur til að samsetti eiginleikinn geti hlotið hæstu ein- kunn. Vegna þessa getur sá gripur sem fær næsthæstu einkunn fyrir samsettan eiginleika verið nokkuð frábrugðinn öðrum sem fær einnig næsthæstu einkunn fyrir sama samsetta eiginleikann. Dómarnir byggjast því á mati þess sem dæmir kýrnar um hve mikið skuli draga frá hæstu einkunn hvers eiginleika, við það að einstakir þættir innan hans uppfylli ekki settar kröfur. Hins vegar er um að ræða línu- legan dómstiga þar sem hverjum eiginleika er lýst á ákveðnu bili             skalanum eru ystu líffræðilegu mörk hvers eiginleika. Sumir af eiginleik- unum hafa kjörgildi í þessum ystu mörkum en kjörgildi annarra liggur nærri miðju dómstigans. Því er ekki hægt að leggja saman einkunn fyrir einstaka eiginleika og fá heildar- mynd af gripnum. Línulegi skalinn er því lýsing en ekki mat og þar er lýst eftirfarandi eiginleikum:   # $& '* +  &  ' +  & < >' +  & >QX' +  ZX  >' +  ZX '* +  Z[ X '* + *Kjörgildi Á grundvelli þessara upplýsinga eru reiknaðar kynbótaeinkunnir fyrir alla þessa eiginleika sem birtast í HUPPU fyrir hvern grip. Þá er reiknuð samræmd kynbótaeinkunn fyrir júgur og spena. Einkunnirnar fyrir júgur og spena eru samsettar á eftirfarandi hátt. Kynbótaeinkunn, júgur = (Júgureink. eldri skala )*0.5+ júgur- festa (Nýja)*0.1 + júgurband (Nýja) *0.1+ júgurdýpt (Nýja)*0.3 Kynbótaeinkunn, spenar = (Spenaeink. eldri skala)*0.7 + spena- lengd (Nýja), )*0.05 (Þvermál*(- 1 ))*0.05+ staðsetning*0.2 Helstu gallar í júgurgerð eru illa upp borin júgur og slök júgurfesta. Við notkun dómstiganna er lögð sérstök áhersla á að refsa kúm sem eru með slaka júgurfestu og mikla júgurdýpt. Þetta endurspeglast í kynbótaeinkunninni, þar sem mikil áhersla er á að velja gegn mikilli júgurdýpt. Helstu spenagallar eru langir spenar og illa staðsettir framspenar. Í kynbótaeinkunninni endurspeglast þetta með mikilli áherslu á staðsetn- ingu spena. Árangurinn af ræktunarstarfinu ræðst af mörgum þáttum s.s. arfgengi eiginleikanna, þátttöku í ræktunar- starfinu og hversu vel er staðið að upplýsingaöfluninni. Hvað varðar arfgengi fyrir þeim eiginleikum sem hér um ræðir, þá er það almennt meðalhátt og innbyrðis tengsl þeirra jákvæð. Í nýlegu B.S.-verkefni \ 'Z > ]>^   birtar niðurstöður útreikninga á arfgengi fyrir þessa eiginleika og  #<_\    Tafla 1: Arfgengi nokkurra júgur- og spenaeiginleika Eiginleikar h2 Júgur, gerð og lögun 0,14±0,01 Júgurskipting og festa 0,10±0,01 Staðsetning spena og lengd 0,24±0,01 Lögun og gerð spena 0,12±0,01 Júgurfesta 0,15±0,01 Júgurband 0,08±0,01 Júgurdýpt 0,18±0,01 Spenalengd 0,34±0,02 Spenaþvermál 0,24±0,02 Staða framspena 0,11±0,01 Þar sem matið á þessum eigin- leikum er huglægt þá er mikils um vert að það sé eins samræmt og kostur er. Til þess að tryggja þessa samræmingu hittast ráðunautar einu sinni á ári til þess að fara yfir verkefni liðins árs og yfirfara matið á einstökum þáttum dóm- stiganna. Þessi aðferð hefur gefist vel og skilað árangri, bæði hvað varðar að nýta dreifni dómstiganna og auka samræmi í dómum. Þegar skoðuð er þátttaka í rækt-      ` \  kúm á búum með skýrsluhald og þar með koma nær allar fyrsta kálfs kýr til dóms. Því miður eru allt of margar þeirra undan heima- nautum og nýtast þannig ekki í ræktunarstarfinu. Hin síðari ár hafa orðið umtalsverðar erfða- framfarir fyrir eiginleikana júgur og spena. Frá því að farið var að nota BLUP-aðferðafræðina við mat á kynbótagildi hefur erfða- framför fyrir þessa eiginleika [ < q  >z{      | >z{   síðustu ár. Ná má enn meiri árangri í ræktunarstarfinu fyrir þessa eiginleika, en virkast í því skyni er að auka notkun sæðinganauta á kostnað heimanauta og þar með fjölga nautum í afkvæmarannsókn og stækka afkvæmahópa. Með samstilltu átaki ætti það að vera auðvelt í framkvæmd, öllum til hagsbóta. Kynbætur fyrir júgurgerð og spenum Fjóstíran Verulegar breytingar hafa orðið á búfjáreign landsmanna, nýtingu beitilanda og búskaparháttum síðustu áratugina. Vetrarbeit fyrir sauðfé er að mestu aflögð, er enn töluvert nýtt fyrir hross en mikið gefið með, og í heildina nýtir hrossastofninn um það bil jafn mikla úthagabeit og fjárstofninn í landinu. Til sauðfjárbeitar er úthaginn, bæði heimalönd og afréttir, nýttur í tengslum við ræktað land, vor og haust, með hagkvæmum hætti víðast }& _ >  q~    ^[[  >   ||  hross og hefur þróunin verið sú síðustu árin að eftir mikla fækkun  [ $&~ [ |~ litlar breytingar orðið á fjártölunni. Hrossin urðu flest á síðasta áratug [ >& ~   Fjöldi bænda í landbótum Hvað lausagöngu og vörslu varðar kemur allt búfé við sögu, þó mest sauðfé og hross. Jörðum með búfé fækkar, fjárbúum hefur einnig fækkað og sum þeirra hafa stækkað á seinni árum, aukin þörf er fyrir girðingar, einkum í heimalöndum, en afkoman í sauðfjár- og hrossabú- skap leyfir ekki mikinn kostnaðar-  [< z >\   gerðar til góðra beitarhátta, ágæt þátttaka er í gæðastýringu í sauð- fjárrækt og töluverð í hrossarækt, og víða um land stunda bæði sauð- fjár- og hrossabændur uppgræðslu lands og aðrar landbætur. Ógirtir eða illa girtir vegir með aukinni umferð gegnum lönd bænda valda z >  >      hafa hagsmunaárekstrar komið upp á nokkrum stöðum þar sem sam- býli búfjárbeitar, einkum sauðfjár- beitar, og t.d. skógræktar, hefur ekki verið skipulagt með markvissum og raunhæfum hætti. Sauðfjárræktin hefur verið og er greinilega enn sú búgreinanna sem er veigamesta undirstaða búsetu og byggðar víðast hvar í dreifbýli. Það lagaumhverfi sem varðar lausagöngu og vörslu búfjár tekur mið af hérlendum hefðum og aðstæðum í flestu tilliti, nema helst hvað varðar girðingarákvæði vegalaga. Afréttarlög, girðingarlög, búfjárhaldslög, reglugerðir um vörslu búfjár, girðingar og gæðastýringu í sauðfjárframleiðslu, svo og fjallskila- samþykktir og samþykktir sveitar- félaga um búfjárhald, gefa ágætt svigrúm til ýmissa úrbóta í landnýt- ingarmálum, m.a. til að bæta sam- býli sauðfjárræktar og skógræktar enda úrelt sjónarmið að líta á þessar búgreinar sem andstæður. Beitarskógar liður í búskógarrækt Eðlilegt er að tengja saman skógrækt og skipulega fjárbeit í skóg- lendi sem lið í búskógrækt (e. agro- € Z     ýmissa annarra aðila í Landnámi Ingólfs Arnarssonar gefur m.a. góð fordæmi um raunhæfar úrbætur, en hafa skal í huga að aðstæður eru mjög breytilegar og því þarf að huga að hverju sveitarfélagi fyrir sig þegar verið er að draga úr lausagöngu og gera kröfur um aukna vörslu búfjár. Búnaðarþing mótaði þá stefnu fyrir all mörgum árum að úthaga- < [_z ># > [ í sátt við landið og í anda sjálfbærrar þróunar. Gæðastýringin fellur vel að  [ }&   ` sauðfjárræktarinnar í gæðastýringu þar sem Landgræðsla ríkisins hefur vottað landnýtingarþáttinn sam- #   [   ‚ ƒ Auk samstarfs við sveitarstjórnir þurfa Landgræðslan, Skógræktin og Vegagerðin að taka virkan þátt í bættri skipulagningu með bændum í samræmi við lög og reglur, svo sem varðandi girðingarkostnað. Í hverju sveitarfélagi ætti m.a. að hugleiða flokkun lands með tilliti til sauð- fjárræktar, skógræktar og annarra landnota. Fordæmið úr Landnámi Ingólfs Arnarsonar gæti vísað veg- inn að því að sauðfjárhaldið yrði lagað að skógræktarsjónarmið- unum, en þar sem fjárbúskapur er útbreiddur og veigamikill vegna afkomu bænda og viðhalds byggðar yrðu skógræktarsjónarmiðin löguð að sauðfjárhaldinu. Alhliða lausa- göngubann er ekki raunhæfur kostur. Lausaganga og varsla búfjár; lög, hefðir og hagsmunir Framtíðarsýn bænda Ólafur R. Dýrmundsson, Bændasamtökum Íslands Magnús B. Jónsson Ráðunautur í nautgriparækt

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.