Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 32

Bændablaðið - 01.09.2011, Síða 32
33Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Sterkir hundar í landskeppni Smalahundafélagsins Smalahundafélag Íslands hélt sína árlegu landskeppni að Eyrarlandi í Fljótsdal um síðustu helgi. Keppt var í þremur flokkum og var góð mæting en alls voru 21 hundur skráður til leiks. Austurlandsdeild Smalahundafélagsins sá um fram- kvæmdina sem var til mikillar fyr- irmyndar en aðstæður þóttu afar góðar til keppni. Allir hundarnir voru af Border Collie tegund. Að sögn kunnugra var hópurinn sem keppti í A-flokknum gríðarlega sterkur en í efstu tveimur sætunum þar lentu hundar sem hafa verið fluttir inn fulltamdir. Það er því mikil áskorun fyrir hundaþjálfara hér á landi að gera enn betur í fram- tíðinni. Þá þóttu unghundarnir allir afar efnilegir og ljóst að innflutn- ingur til ræktunar síðustu ár er að skila góðum árangri. Það var mál manna að aldrei hefði sést jafn sterkur A flokkur og í ár og unghundarnir voru síðan allir mjög álitlegir þó þeir væru komnir mis- jafnlega langt í náminu. Dómari var Martin Calvin Jones frá Wales og nutu hundeigendur leið- sagnar hans varðandi hunda sína og einnig svaraði hann fyrirspurnum. Verðlaun voru gefin af fyrirtækinu Lífland og Fljótsdalshreppur styrkti keppnina. Úrslit voru eftirfarandi: Unghundar: 1. Svanur Guðmundsson - Tinni frá Staðarhúsum 127 stig samtals. 2. Aðalsteinn Aðalsteinsson - Kría frá Daðastöðum 127 stig sam- tals. 3. Sverrir Möller - Bjartur frá Ytra- Lóni. 121 stig samtals. B. Flokkur 1. Valgeir Magnússon - Snót frá Grundarfirði. 63 stig samtals. 2. Bjarki Benediktsson - Trúska frá Breiðavaði. 47 stig samtals. 3. Jón Geir Ólafsson - Snúður frá Garðabæ. 26 stig samtals. A. Flokkur 1. Gunnar Guðmundsson - Karven Taff 167 stig samtals. 2. Hilmar Sturluson - Dot frá Wales 154 stig samtals. 3. Elísabet Gunnarsdóttir - Skotta frá Daðastöðum, 146 stig sam- tals. Verðlaun fyrir besta hund keppn- innar hlaut Gunnar Guðmundsson fyrir Karven Taff og verðlaun fyrir bestu tík keppninnar hlaut Hilmar Sturluson fyrir Dot frá Wales. – H A U S T T I L B O Ð – VERKIN TALA Fr um Kuhn taðdreifarar Brandt haughrærur og mykjudælurKverneland plógar Thaler liðléttingar Tanco rúlluskerar og rúllugreipar BvL TopStar stæðuskerar Redrock haugsugur og mykjudælur Sigurvegarar í landskeppni smalahunda að Eyrarlandi í Fljótsdal. Til sölu Alda Eyjafjarðarsveit Alda Eyjafjarðarsveit samtals 533 fm þar af íbúðarhús 198,8 fm og fjórir hektarar af landi. Mikið uppgert og að hluta til nýtt hús sem er einstakt í sinni röð og skiptist í íbúðarhúsnæði annarsvegar og nýjar „vinnustofur“ og aðstöðu til leikja og skemmtunar hinsvegar. Húsið er staðsett á mjög fallegu svæði í Eyjafjarðasveit og bíður upp á mikla möguleika sem vinnu- stofur fyrir listamenn eða léttan iðnað, ferðaþjónustu, safn eða hvað annað sem hægt er að láta sér detta í hug. vinnustofur eru eins og fyrr segir allt að því nýjar .þ.e. allt nema sökkull og geta hæglega verið partur af íbúðarhúsi eða sér íbúðir ef til þess fást leyfi. Góðir möguleikar á að leigja, sér út vinnustofur eða íbúðarhúsið hvort sem vill. Óskað er eftir tilboðum í eigninna Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Holt Eignamiðlun í síma 464-7800 eða í tölvupósti á daniel@holtfasteign.is eða rognvaldur@ holtfasteign.is Frystikistur á frábæru verði Verð frá aðeins kr. 79.625,- *Frá 189L kistu upp í 567L kistu *Allar kistur eru á hjólum *Með læsingu á loki *Niðurfall fyrir afhrýmingu *Með hitamæli Nánari upplýsingar í síma 440-1800 & www.kaelitaekni.is Thorcars N O T A Ð I R B Í L A L E I G U B Í L A R ó d ý r a r i w w w . t h o r c a r s . c o m Verð frá kr. 3800 S.869 6133 erum í 110 RVK SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S ■ Vinnuþrýstingur 30-250 bör ■ 500-1000 ltr/klst ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50% HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX ■ Vinnuþrýstingur 30-160 bör ■ 230-600 ltr/klst ■ 15 m slönguhjól ■ Stillanlegur úði ■ Sápuskammtari ■ Túrbóstútur + 50%

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.