Bændablaðið - 01.09.2011, Page 33

Bændablaðið - 01.09.2011, Page 33
34 Bændablaðið | fimmtudagur 1. september 2011 Ómar er fjórði ættliður í beinan karllegg sem býr á Litlu-Reykjum. Hann fór í félagsbúskap með for- eldrum sínum sextán ára gamall eða 1976 og þau Esther frá árinu 1983. Ómar og Esther byggðu nýtt íbúðarhús 1984, 300 kinda fjár- hús 1988, stækkuðu fjósið 1993 og byggðu nýtt mjólkurhús 2003. Býli? Litlu-Reykir. Staðsett í sveit? Í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Ábúendur? Þráinn Ómar Sigtryggsson, Esther Björk Tryggvadóttir, Valþór Freyr Þráinsson, Signý Valdimarsdóttir og Valdimar Óli Valþórsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ómar og Esther eiga 2 uppkomna syni; Valþór Frey og Hilmar Kára. Valþór lauk búfræðinámi við Landbúnaðarskólann á Hvanneyri 2007 og er þátttakandi í rekstrinum með foreldrum sínum en sambýliskona hans Signý, félagsráðgjafi og kenn- ari, vinnur á Húsavík. Þau eiga soninn Valdimar Óla, sjö mánaða. Hilmar Kári leigir hús á næsta bæ og vinnur í vél smiðjunni Grím á Húsavík. Sambýliskona hans er Karen Ósk, en hún á fyrir dæt- urnar Ester Evu 6 ára og Emelíu Björt 2 ára. Þau eru einnig mjög liðtæk við búskapinn. Stærð jarðar? Stærð jarðar er um 300 ha. Tegund býlis? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? Á bænum eru 34 mjólkurkýr, 65-70 geldneyti, 330 kindur, 20 hross og 12 hænur væntanlegar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Oftast vel, mjaltir hefjast rúmlega 7 á morgnana og þar sem þetta er blandað bú er í mörg horn að líta. Dauði tíminn er ekkert að þvælast fyrir. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það eru öll verk skemmtileg, bara mismikið. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi í blóma, með nýbyggðum húsum og ungu fólki. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru í ágætis farvegi á meðan við höfum góða málsvara fyrir okkur sem vilja sinna þeim. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við höldum okkur utan ESB og vinnum að því að auðvelda nýliðun í stéttinni. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Mjólkurvörum, kjötvörum og ull. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og reykt nautatunga. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steikt læri af vetur- gömlu, brúnaðar kartöflur og með- læti. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fengum lömbin árið 1988 eftir að vera 2 ár fjárlaus vegna riðuniðurskurðar. 8 2 9 5 6 7 2 3 1 4 5 3 8 2 8 1 7 6 3 3 9 5 8 7 1 2 5 9 5 6 8 1 6 1 4 2 2 3 3 5 6 4 1 6 9 7 2 8 7 9 1 6 3 1 7 2 9 6 5 7 1 7 9 6 5 8 6 4 3 2 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Nú er sá tími að renna upp þar sem náttúran gefur hvað mest af sér þegar kemur að matarafurð- um og því er haustið uppáhalds- tími margra matgæðinga. Því er ekki úr vegi að bregða á leik með berjum að þessu sinni þar sem bláberin eru sett á réttmætan og háan stall. Krydduð bláberjasulta Gerir um 200 ml af sultu Aðferð: Blandið bláberin smástund í mat- vinnsluvél, (nokkrar sekúndur). Sjóðið berin í litlum potti ásamt sítrónusaf- anum, kryddinu og agavesírópinu. Látið bullsjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel. Hellið í krukku. Geymist í viku en aðeins lengur ef krukkan hefur verið sótthreinsuð. Hægt er að nota hrásykur, ávaxtasykur eða xylitol í stað agavesírópsins. Bökuð bláberja-epli Fyrir kremið: Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Skerið eplin í tvo hluta og fjarlægið kjarnana. Setjið þau í eldfast mót og fyllið í holurnar með bláberjasultunni. Hakkið niður möndlurnar og dreifið þeim yfir. Bakið í um 30 mínútur. Berið fram með rjóma, ís eða sojaís. /ehg MATARKRÓKURINN 2 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Náttúrunnar unaðssemdir nýttar Bláber eru ein af þessum frábæru afurðum sem náttúran gefur af sér á þessum tíma og margt hollt og gott hægt að búa til úr þeim. Litlu-Reykir

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.