Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 15

Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 15 þau standa og grotna niður. Það varð síðan úr að við fórum út í þetta ævintýri. Við byrjuðum á því að moka út úr fjósinu jafnframt því að hefja borun eftir heitu vatni árið 2003. Eftir það fórum við að byggja hér upp veitingasalinn og höfum svo haldið áfram með þetta.“ Borunin leiddi til þess að nú er búið að setja upp sundlaug í gömlu útihúsunum og þar fyrir utan eru heitir pottar, ferðafólki til mikillar ánægju. Unnið að tvöföldun á gistirými „Við erum nú að byggja við og meira en tvöfalda gistirýmið. Þarna verður nýtt 10 herbergja hús og þar af verða tvö stór fjölskylduherbergi. Við von- umst til að geta tekið þetta að ein- hverju leyti í notkun næsta sumar. Þar sem við erum að byggja þetta að mestu sjálf ræðst þetta þó af því hvað við komumst yfir.“ Unnið í takt við afkomu Eðlilega fylgir mikið rask slíkum framkvæmdum og segir Stella einstaka gesti hafa látið það fara í taugarnar á sér. Við þessu sé þó lítið að gera, þar sem einungis sé byggt í takt við hvað starfsemin gefi af sér. „Öll innkoma hér fer í uppbygg- inguna og við höfum ekkert tekið út úr fyrirtækinu heldur þvert á móti lagt inn í það talsverða fjármuni. Við fengum þó styrk úr Framleiðnisjóði í upphafi en annars höfum við borgað þetta úr eigin vasa.“ Ágætu tjaldstæði hefur verið komið upp á túninu fyrir neðan bæinn og smám saman hefur verið unnið að því að bæta þar salernis- og baðaðstöðu. Við tjaldstæðið hefur einnig verið komið upp skemmtileg- um leiktækjum fyrir krakka. Stella viðurkennir þó að enn sem komið er henti tjaldstæðið ekki líkamlega fötluðum einstaklingum. Úr því sé þó hægt að bæta í gistirýminu á staðnum, þar sem herbergi eru til staðar með aðgengi fyrir hjólastóla. Úr skólastjórnun í ferðaþjónustu Stella kemur úr gjörólíku vinnuum- hverfi en hún var áður skólastjóri og kennari á höfuðborgarsvæðinu í tuttugu ár. Þar af var hún skólastjóri í Digranesskóla í tvö ár og síðan í Hjallaskóla í Kópavogi í átján ár. Aðspurð hvort ferðaþjónustuhlut- verkið sé ekki mikil viðbrigði segir Stella að allt snúist þetta um að fást við fólk. „Einu sinni kennari, ávallt kennari,“ segir Stella og vísar þar í fræg einkunnarorð skáta. „Ég hef líka haft gaman af að vera með krakka hér í kennslu. Þá er ég í skólanefndinni í Súðavík svo ég hef ekki alveg slitið tengslin við kenn- arastarfið.“ Útlendingar sækjast eftir að komast þar í vinnu En hvernig ætli það gangi að ráða starfsfólk til ferðaþjónustu í sveit, langt frá meginskarkala þéttbýlisins á höfuðborgarsvæðinu? „Það hefur í rauninni gengið mjög vel. Það er einkum mikil ásókn frá útlendingum að komast í svona störf. Við fáum mun fleiri fyrirspurnir en við getum nýtt. Þetta er auðvitað kjörið tækifæri fyrir útlendinga að koma til landsins, kynnast fólkinu og vinna um leið. Víða í þeim löndum sem þetta fólk kemur frá er atvinnuleysi mikið og kannski litlir möguleikar fyrir ungt fólk að komast í vinnu. Nú, svo fáum við líka talsvert af fyrirspurnum frá ungum Íslendingum, en ekki mikið frá full- orðnu fólki. Það er því ekki hægt að segja annað en að starfsemin gangi bara vel og þetta er afskaplega gaman,“ segir Stella Guðmundsdóttir. /HKr. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). HJÓLBARÐAR FYRIR TRAKTORA, VINNUVÉLAR OG LANDBÚNAÐAR TÆKI VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA 568 2020. BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459 BKT AGRIMAX RT-657 DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW HELLUHRAUNI HFJRAUÐHELLU HFJ 568 2020 SÍMI Í nýbyggingunni í Heydal munu verða 10 herbergi og þar af tvö stór fjölskylduherbergi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.