Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 26.07.2012, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 201216 Handverkshátíðin við Hrafna- gilsskóla verður haldin í 20. sinn dagana 10.–13. ágúst næst- komandi og á sama tíma verður haldin landbúnaðarsýning á svæðinu í tilefni af 80 ára afmæli Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Í tilefni sýninganna hefur verið blásið til samkeppni um best prýdda póstkassa sveitarinnar. Íbúar hafa tekið virkan þátt og má nú sjá handverksprýdda póstkassa um alla sveit. Dagana 7. júlí til 10. ágúst gefst almenningi tækifæri á að velja best prýdda póstkassann en kjörkassar standa frammi hjá ferðaþjónustuað- ilum sveitarinnar. /MÞÞ Prúðbúnir póstkassar í Eyjafjarðarsveit Horfur varðandi berjasprettu eru afar mismunandi eftir land- svæðum en eins og staðan er nú lítur út fyrir að ágætis spretta sé á Vestfjörðum. Borgarfjörður og Snæfellsnes lofa líka góðu, en aftur á móti er útlitið á norðan- og austanverðu landinu ekki eins gott. „Þetta lítur ekki vel út,“ segir Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum í Dalvíkurbyggð, en hún fór um liðna helgi í vettvangsferð, m.a. um Þorvaldsdal þar sem jafnan hefur verið mikið og gott berjaland. Hún segir að þar og eins í Dalvíkurfjalli hafi birkifeti gert sig heimakominn eitt árið enn, en þetta er þriðja sum- arið í röð sem hann gerir usla í berja- löndum út með Eyjafirði. „Það er eitt og eitt svæði inn á milli þar sem hægt verður að fá eitthvað af berjum, en ég held það sé samt þegar orðið ljóst að það verða engin stóruppgrip hér norðan heiða,“ segir Sigurbjörg sem hyggst leggja land undir fót og halda vestur á firði til að ná sér í ber þetta sumarið. „Það er auðvitað verulega svekkjandi að sjá hvernig staðan er hér fyrir norðan.“ Þurrkar, vorhret og birkifeti Sigurbjörg segist nánast engin krækiber hafa séð í ferð sinni og telur mikla þurrka í sumar, hret í maí og birkifeta valda þar mestu. Aðalbláber voru skammt á veg komin á þroska- brautinni, einungis örsmáir vísar hér og hvar og þá hafði birkifetinn skemmt mikið af lyngi. „Auðvitað veit maður ekki hver þróunin verður, það hefur rignt hressilega núna og það gæti bjargað einhverju ef sólin lætur svo sjá sig inn á milli, skin og skúrir eru það sem mestu skiptir núna,“ segir Sigurbjörg en kveðst þó ekki viss um að hægt verði að bjarga berjaárinu 2012 svo glatt, hvernig sem viðrar. Sigurbjörg segir svipað ástand uppi á teningnum á Austurlandi og eftir því sem hún hafi komist næst sé útlitið best á Vestfjörðum. Sjálf muni hún leggja land undir fót og halda vestur á firði í berjaleit þetta sumarið. Rosalega svekkjandi Birkifeti hefur enn á ný gert óskunda í berjalöndum, m.a. í Eyjafirði og segir Sigurbjörg þetta þriðja árið í röð sem hann skilji eftir sig slóð eyðileggingar á berjalyngi. „Hann hefur lagt undir sig tugkílómetra- svæði og ég held að því miður getum við ekki varist þessum vágesti,“ segir hún. Stór berjasvæði í Ólafsfirði og Fljótum voru hrikalega illa útleikin eftir birkifeta í fyrrasumar, að sögn Sigurbjargar. „Þetta er rosalega svekkjandi, því það var margt sem benti til þess að þetta yrði gott berja- ár.“ Hún segir almenning í auknu mæli fara í berjamó, það sé mikil búbót að næla sér í ber fyrir veturinn og úr þeim megi útbúa ýmislegt fleira en bara sultur. „Þetta er því mikið tjón fyrir almenning,“ segir hún. Veisla hjá mönnum og fuglum Berjavinir halda úti heimasíðu og miðla einnig upplýsingum á fés- bókinni, en þar má m.a. lesa að Snæfellsnes lofi góðu, eini ókostur- inn við tínslu í þjóðgarðinum þar sé sá að einungis sé leyfilegt að handtína. Góðar berjafréttir berist úr Borgarfirði og þar stefni í góða berjasprettu. Frá Ísafirði bárust einnig góðar berjafréttir og sums staðar þegar komin vel æt krækiber. Gott berjaland er í Mjóafirði og þar er útlitið ágætt hvað aðalblá- ber varðar, en talið að lítið verði um krækiber. Jóhanna Jónsdóttir frá Hunkubökkum sendi línu inn á fésbókarsíðu Berjavina og segir að vel líti út með berjasprettu í Skaftárhreppi þar sem ber séu þegar orðin sæmilega þroskuð. „Flest lyng þakin berjum svo hér verður veisla hjá mönnum og fuglum þegar þau verða orðin safarík og sæt,“ segir Jóhanna. /MÞÞ Horfur á berjasprettu eru afar mismunandi eftir landsvæðum - Gott útlit á Vestfjörðum en verra fyrir norðan og austan Mynd / MÞÞ Mynd / Sigurbjörg Snorradóttir á Krossum Voru menn hengdir í Gálgaklettum eða eru þeir einungis tilvalinn stað- ur til henginga? Upplitsviðburður júlímánaðar, laugardaginn 28. júlí kl. 14, verður fræðsluganga í Reykholti í Biskupstungum, en þar er fjöldi örnefna sem tengist gálgum. Í göngunni skoðar Skúli Sæland sagnfræðingur sennilegar skýringar á þessum óhugnanlegu örnefnum. Einnig segir hann frá öðrum örnefn- um í uppsveitum Árnessýslu sem tengjast aftökum og andlátum. Þá verða rifjaðar upp aftökur fyrri alda og sagt frá alræmdu morðmáli í Tungunum frá síðari hluta 18. aldar. Lagt verður upp í gönguna frá Reykholtsskóla kl. 14 og tekur gangan um einn og hálfan til tvo tíma. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er hressing innifalin. Verði veður óhagstætt er möguleiki að komast í skjól á Kaffi Kletti í lok göngunnar, þar sem göngufólki gefst næði til að skrafa saman og hlýða á samantekt leiðsögumanns. Júlíviðburður Upplits laugardaginn 28. júlí: Gálgaganga í Reykholti Þingeyjarsveit: Hafralækjar- og Litlulaugaskóli sameinaðir Allar skóladeildir Hafralækjar- skóla og Litlulaugaskóla í Þingeyjarsveit verða samein- aðar í eina stofnun frá og með 1. ágúst næstkomandi. Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri þessarar nýju stofnunar en auglýst hefur verið eftir nýju nafni á hana. Um er að ræða grunnskóla, leikskóla og tón- listarskóla. Markmið með sameiningu skól- anna er fjórþætt, að halda starfsemi á öllum stigum á báðum stöðum og að þróa samstarf nemenda, foreldra og starfsfólks. Ávinningur sem stefnt er að með þessari aðgerð á að vera félagslegur, námslegur og faglegur. Ekki er gert ráð fyrir róttækum breytingum á skólastarfinu í heild, en mestar verða breytingarnar í grunn- skólahlutanum þar sem gert er ráð fyrir að hver nemandi fari einu sinni í viku í akstur á milli skólanna. Nýta aðstöðu á hvorum stað Markmiðið er, að því er fram kemur í bréfi til foreldra sem birt er á frétta- vefnum 641.is, að nýta sem best þær aðstæður sem eru á hvorum stað, íþróttaaðstöðuna á Laugum og verkgreinaaðstöðuna á Hafralæk og efla tengsl milli nemenda og starfs- fólks skólanna. Þetta hefur í för með sér að einn skóladagur í viku mun lengjast sem nemur um það bil einni kennslustund. Þessi lenging er til komin vegna þess tíma sem tekur að aka á milli staða, en hann gefur líka möguleika á sameiginlegum íþróttaæfingum á Laugum sem við- bót við skóladaginn. „Sameiginlegt verkefni okkar allra“ „Ljóst er að þegar lagt er upp með verkefni sem þetta er erfitt að komast hjá því að einhverjir hnökrar skjóti upp kollinum, en jafnframt geta líka skapast ófyrirséð tækifæri. Við lítum svo á að það sé sam- eiginlegt verkefni okkar allra í sam- félaginu að láta vita af því sem betur mætti fara og leita lausna og tækifæra í sameiningu. Við þurfum öll að standa saman um að láta þetta verkefni takast vel og nýta þau sóknarfæri sem það gefur okkur til farsældar fyrir nemendur og samfélagið í heild,“ segir í bréfi skólastjórnenda til foreldra.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.