Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 27

Bændablaðið - 26.07.2012, Qupperneq 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Alvöru þvottavélar, þurrkarar og strauvélar í öllum stærðum. Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Söluskrifstofa Smiðjuvegi 16 (rauð gata) - 200 Kóp. V e r k s m i ð j a - S t ó r u R e y k j u m - H ú s a v í k - S í m i 4 6 4 3 9 1 0 Sími 544 5200 www.sogin.is Íslensk framleiðslaí yfir ár70 Við smíðum allt frá stöku lista til klæðninga í stærstu tónlistarhús Gólflista, handlista og frágangslista í miklu úrvali Bandsagaðar klæðningar og panel Pallaefni og klæðningar úr harðviði Gegnheilar borðplötur og límtré Gerefti, tröppunef og þröskulda Eigum á lager Erum sérfræðingar í harðviði og framleiðum eikarklæðningar í hesthús, milligerði og hlið Leirvinnustofa og sýningarrými fyrir ferða- menn í „Bragganum“ í Birtingaholti Erna Skúladóttir í Birtingaholti í Hrunamannahreppi, dóttir Skúla Guðmundssonar og Láru Hildar Þórsdóttur, hefur opnað leirvinnustofu með sýningar- rými fyrir ferðamenn í gömlum herbragga á staðnum sem afi hennar, Guðmundur Ingvarsson, reisti í Birtingaholti 1968. Erna er með B.A. -próf í mynd- list með áherslu á keramik og er að fara í masternám í faginu í haust í Bergen í Noregi. „Viðtökurnar hafa verið frábærar, ekki síst hjá sveit- ungunum sem taka mér fagnandi með starfsemina. Þá finnst ferða- mönnum mjög spennandi að koma til mín og sjá hvað ég hef upp á að bjóða í þessum gullfallega bragga, sem gegndi hlutverki kartöflu- geymslu hjá afa til margra ára hér í Birtingaholti,“ sagði Erna. Opið er hjá henni í sumar frá mánudegi til fimmtudags frá 13:00 til 18:00 og á laugardögum og sunnudögum á sama tíma. Bragginn er einnig á Facebook. /MHH fyrir ferðamenn. Myndir / MHH í Bragganum. Sæt en samt ljót paprika á Flúðum Georg Ottósson, garðyrkjubóndi á Flúðum, hefur sett á markað ljóta en litfagra og mjög sæta papriku sem hefur slegið í gegn hjá neyt- endum. Paprikan, sem gestir fengu að smakka á Flúðum nýlega þegar Bylgjulestin var þar, fékk mikla athygli fyrir útlit sitt. „Já, útlitið vekur athygli, ekki síst hjá kven- þjóðinni en það er bragðið sem skiptir öllu máli og það svínvirkar. Paprikan er mjög sæt á bragðið og þykir einstaklega góð á grillið, í sal- atið eða bara þegar hún er borðuð ein og sér,“ sagði Georg, sem heldur hér á paprikunni með bros á vör. /MHH

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.