Bændablaðið - 26.07.2012, Side 29

Bændablaðið - 26.07.2012, Side 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 26. júlí 2012 Vélabásinn BMW G650 Sertao mótorhjól : Með fyrirmyndar ABS bremsubúnaði Fátt finnst mér skemmtilegra en að keyra gott mótorhjól á góðviðris- dögum og ekki hefur það verið afleitt sem af er sumri, enda hef ég verið duglegur að „mótorhjólast“. Mótorhjó la innf ly t jandinn Reykjavík Motor Center bauð mér að prófa nýtt mótorhjól af gerðinni BMW G650 Sertao, en það er með 652 cc einsstrokks vél sem á að skila 48 hestöflum og er 175 kg (fullt af bensíni 192 kg.). Hjólið er með 21 tommu framgjörð og 17 tommu afturgjörð sem gerir það jafnvígt á malarvegum og á malbiki. ABS bremsubúnaður til fyrirmyndar Hjólið sem ég prófaði var að fara sem leiguhjól til Biking Viking hjóla- leigunnar og var því útbúið með farangurstöskum og veltigrind sem aukabúnaði. Ég ók hjólinu um 80 km við misjafnar aðstæður og fátt sem kom mér á óvart, þó verð ég að hæla tæknimönnum hjá BMW fyrir hversu langt þeir eru komnir í þróuninni á ABS bremsubúnaðinum í hjólinu. BMW var einn af fyrstu fram- leiðendum mótorhjóla til að koma með ABS bremsubúnað í mótor- hjól í kringum 1992. Fyrst virkaði þetta einfaldlega ekki í beygjum og á möl, en nú 20 árum seinna má rífa í frambremsu í lausamöl án þess að eiga á hættu að splundrast beint á hausinn. Ég gerði nokkrar tilraunir á þessu á mismunandi hraða og alltaf var útkoman svipuð. Ég tók ABS bremsurnar af og prófaði að bremsa með og án þeirra og á 30 km hraða stoppaði ég 11 fetum fyrr án ABS en með því (ég vil benda á að ég tel mig hafa þokkalega kunnáttu til mótor- hjólaaksturs og bremsuhæfileika eftir 30 ár á mótorhjóli). ABS bremsur eru góðar á þessu hjóli, sérstaklega fyrir byrjendur, en þegar maður venst hjólinu mæli ég með því að ökumað- urinn reyni sig áfram án þeirra (sér- staklega á möl). Grófur gangur Gangurinn er svolítið grófur í mót- ornum, enda 1650 cc stimpill sem skilar tæpum 50 hestöflum og minnir hljóðið í mótornum í hægagangi óneitanlega á gamla Deutz d15 traktorinn sem til var í minni sveit þegar ég var strákur. Að keyra mótorhjól með svona stórar töskur er í fyrstu svolítið skrítið, en venst strax. Þó getur verið leiðigjarnt að vera með topptöskuna í miklum vindi ef maður er einn á hjólinu, en með farþega og topptösku er betra að keyra hjólið. Stillanleg fjöðrun Fjöðrunin er stillanleg og hægt að breyta stillingu á afturdemparanum á ferð, sem er gott ef fram undan er malarkafli. Eyðir um 4-5 lítrum á hundraðið Bensíneyðslan er ekki mikil, en mér sýndist ég hafa farið með innan við 4 lítra af bensíni á þessum 80 km sem ég keyrði hjólið og gæti trúað að meðaleyðslan á 100 km væri nálægt 4-5 lítrum á hundr- aðið. Lokaniðurstaða er að BMW G650 Sertao er ekta hjól til brúks fyrir flesta vegi í íslensku vegakerfi, semsagt mótorhjól til að nota. Góð kaup Verðið á Sertao er lægra en ég bjóst við, en án taskna er það um 2.100.000. Ég mæli þó eindregið með því að menn kaupi töskur og veltigrind undir mótorinn og bæti þar með tæpum 200.000 krónum við, en hjólið sem ég prófaði var með svoleiðis útbúnaði og kostar rétt um 2,3 „millur“ (persónulegt mat: góð kaup á mótorhjóli til almenns brúks). Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Send í sveit Auður Lilja Erlingsdóttir - Framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Hvar varstu í sveit og hvenær? „Ég var í sumardvöl frá unga aldri hjá afa mínum og ömmu á bænum Þrastahlíð í Breiðdalnum (foreldrum móður minnar). Ætli ég hafi ekki verið um fimm ára þegar ég fór ein með lítilli rellu þangað í fyrsta skipti og komin fram yfir fermingu þegar ég hætti að fara í sveitina því þá var ég farin að vinna." Ábúendur og tegund bús? „Afi minn hét Gísli Friðjón Björgvinsson og amma mín Sigurbjörg Snjólfsdóttir og þau bjuggu í Þrastahlíð og voru með fé. Ingibjörg dóttir þeirra bjó hjá þeim. Þar voru einnig þrjár kýr sem við handmjólkuðum, glæsilegar landnámshænur, endur, hundar og kettir. Á Hlíðarenda rétt við hliðina á Þrastarhlíð bjuggu Ásdís Gísladóttir systir hennar mömmu og Sissi (Sigurður Vilhelm Kristinsson) maður hennar. Þau voru með kúabú og á milli bæjanna var mikill og góður samgangur." Hvað var skemmtilegast? „Það sem var skemmtilegast við dvölina var félagsskapurinn, frelsið og náttúrufegurðin. Ég naut afar góðs atlætis hjá afa og ömmu. Á Hlíðarenda voru líka fleiri börn reglulega til sumardvalar og erfitt að láta sér leiðast í góðum félagsskap með næg verkefni alla daga. Í minn- ingunni finnst mér ég hafa vaknað snemma á morgnanna alla dag og farið beint út og komið inn seint á kvöldin." Hvað var erfiðast við dvölina? „Það erfiðasta við dvölina var söknuðurinn. Seinni hluta sumars var ég farin að sakna mömmu og pabba ansi mikið. Hefðin var að þau komu akandi að sækja mig í ágúst og ég man eftir því að hafa hlaupið að glugganum í Þrastahlíð í hvert skipti sem ég heyrði í bíl til að sjá hvort mamma og pabbi væru komin að sækja mig." Hvaða verk voru á þinni könnu? „Ég var frekar mikið dekurbarn í sveitinni, enda alltaf yngst. Eldri bræður mínir voru oft með mér og það mæddi meira á þeim við bústörf- in. Ég sá þó stundum um að mjólka fyrir afa og ömmu, sækja kýrnar fyrir Ásdísi og Sissa, svo var náttúrulega nóg að gera í heyskapnum." Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? „Það eru að sjálfssögðu fjöldi eftir- minnilegra atvika en ætli það sem sé eftirminnilegast sé ekki upplifun af einstakri og fallegri náttúru. Bestu minningar mínar tengjast fjall- göngum á Múlann, göngu meðfram Gilsánni og undir Göngufoss og að halda á troðfullum fötum af aðalblá- berjum úr berjamó." Skyldi dvöl þín í sveitinni eitthvað sérstakt eftir sig? „Dvölin í sveitinni hefur skilið margt eftir sig. Ég naut að sjálfs- sögðu félagsskapar afa og ömmu, systkina mömmu sem öll bjuggu fyrir austan sem og annarra ætt- ingja. Það eru tengsl og minningar sem ég myndi aldrei vilja vera án. Sömuleiðis lærði ég að vinna, starfa í hóp að sameiginlegu markmiði. Ég lærði að umgangast og bera virðingu fyrir náttúrunni og dýrum sem og hversu mikils virði það væri fyrir afkomu okkar að vanda til verka í þessu samhengi." /fr Auður Lilja Erlingsdóttir BMW G650 Sertao Fullbúið með töskum og upphitiuðum handföngum. Myndir / HLJ Það tók ekki nema 30 sekúndur að taka töskurnar af hjólinu.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.