Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 12
12 11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 R eglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla tók loks gildi hér á landi nú um áramótin en níu ár eru liðin síðan slík reglugerð tók gildi innan Evrópusambandsins. Gildistöku þess hluta reglugerðarinnar sem tók til mat- væla var þó frestað síðastliðið haust þrátt fyrir mótmæli meðal annars Neytendasamtakanna og Samtaka lífrænna neytenda. Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla er til komin vegna harðrar andstöðu evr- ópskra neytenda við erfðabreytt matvæli. Sú andstaða er ekki ein- ungis vegna þeirra heilsufarslegu áhrifa sem erfðabreytt matvæli eru talin geta haft heldur einnig vegna mögulegra óafturkræfra umhverfisáhrifa vegna erfða- breyttrar ræktunar. Íslenskir neytendur hafa til skamms tíma ekki gefið þessum atriðum mikinn gaum þótt meðvitund þeirra hafi vissulega aukist. Velta má fyrir sér hvers vegna íslensk yfirvöld hafa dregið lapp- irnar í þessu máli. Því miður er líklegt að forsvarsmenn Samtaka lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík hafi á réttu að standa í því mati sínu að í ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs hafi hagsmunir íslenskra neytenda lotið í lægra haldi fyrir hagsmunum nokkurra fyrirtækja sem flytja inn matvæli frá landi þar sem þetta viðhorf er einnig við lýði, þ.e. hagsmunir fjölþjóðlegra matvæla- framleiðenda eru teknir fram yfir hagsmuni neytenda. Íslenskir neytendur voru lengi fremur skeytingarlausir um þau matvæli sem þeir lögðu sér til munns, mun áhugalausari en neyt- endur grannþjóða okkar. Sem betur fer virðist ákveðin vitundar- vakning hafa átt sér stað. Þá vakningu má í fyrsta lagi rekja til aukins áhuga neytenda á heilsu sem leiðir til þess að menn velta meira fyrir sér en áður hvað þeir láta ofan í sig, bæði með tilliti til næringargildis og mögulegra óæskilegra aukaefna. Í öðru lagi eru þeir stöðugt fleiri sem taka neysluákvarðanir að einhverju leyti á siðferðislegum forsendum. Viljinn til að skila jörðinni að minnsta kosti jafngóðri til niðjanna eins og við sem nú erum á dögum tókum við henni, og helst betri, mótar ákvarðanir fleiri og fleiri. Að sama skapi fer þeim fjölgandi sem hafna því að leggja sér til munns kjöt og aðrar dýraafurðir nema meðferð dýranna hafi verið viðunandi. Krafan um að upplýsingar um matvæli séu aðgengilegar neyt- endum hefur aukist undanfarin ár og mun aukast enn frekar. Eðli málsins samkvæmt heyrist hún hæst frá þeim sem vilja sniðganga matvæli með tiltekið innihald og/eða ef tiltekin skilyrði um aðbúnað dýra eru ekki uppfyllt, nú eða að þeir vilja ekki kaupa matvæli frá tilteknu upprunalandi. Skilmerkilegar merkingar matvæla eru samt sem áður hags- munamál allra neytenda, hvort sem þeir hyggjast sniðganga þau eða ekki, því meðvitaðir neytendur vilja vita hvað þeir leggja sér til munns. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Nafnabylgjan sem ríður yfir eftir fremur óljós orð forsetans um eigin stöðu og endurkjör í vor á eftir að hjaðna. Eflaust kristallast álitleg framboð úr henni seint í vetur. Líklegast er að 5 til 10 manns reyni söfnun meðmælenda og fjár- muna, og skipuleggi snarpa framboðs- hrinu. Með það í huga verður að telja það galla, að ekki skuli að lokum kosið aftur og þá milli tveggja efstu frambjóðenda. Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forsetaembættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Sérhver for- seti ákveður embættisfærslu sína innan stjórnarskrárrammans sem er auð- vitað sá gamli, enn um sinn. Vilji nógu margir kjósendur aðrar áherslur en hjá núverandi forseta, eða þeim þar næsta á undan, geta þeir einfaldlega ráðið til um það. Ýmsir telja embættið stórpólitískt til frambúðar og auglýsa jafnvel eftir „sterka manninum“ til að stjórna land- inu. Þetta er tálsýn og fjarri lýðræðis- reglum og -hefðum landsins. Sá veldur sem á heldur auk þess sem bæði núver- andi stjórnarskrá og tillögur Stjórnlaga- ráðs eru langt frá einhvers konar for- setaræði. Forsetaframbjóðendur verða að svara mörgum lykilspurningum um mótaða afstöðu sína til samspils for- seta, Alþingis og ríkisstjórnar, um helstu heimsmál og um menningu og mann- líf heima og heiman og þá duga ekki almennar, loðnar eða vinsælar yfirlýs- ingar. Á þetta má minna hér og nú og einnig á að menn, karlar og konur, dragi andann djúpt og komi framboðsmálum almennt upp úr hjólförum sem einkennast af sífelldri skimun eftir þekktum andlitum úr fjölmiðlum. Meira þarf til. Meira kjöt á beinin Forseta- embættið Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur Ég hef áður bent á, í blaðagrein, að núverandi forseti hefur ekki breytt forseta- embættinu til frambúðar; ekki frekar en forsetinn sem gegndi stöðunni í 16 ár, næst á undan honum. Fyrirspurn um stefnu Stjórnmálamenn eiga að hafa skýra stefnu í sem flestum málum, að öðrum kosti er ekki hægt að meta verk þeirra eða fýsileika til fylgilags kjósenda við þá. Þingmenn gera sér vel grein fyrir þessu og því eru þeir duglegir við að spyrja ráðherra út í stefnu þeirra í stórum málum sem smáum. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suður- kjördæmi, er einn þeirra og í nóvemberlok spurði hann innanríkisráðherra um hver stefna hans væri varðandi veg í námu í Hamra- garðaheiði, en sú var notuð við gerð Landeyjahafnar. Ráðherra þurfti tíma sinn til að svara fyrirspurninni, enda um viðamikið mál að ræða, og svarið barst ekki fyrr en í gær. Umsamin framkvæmd Sigurður Ingi hafði áhyggjur af því að mjókkun vegarins hefði í för með sér mikið jarðrask. Ráðherra bendir í svari sínu á að búið sé að mjókka veginn og það hafi tekið innan við viku. Þá hafi mjókkunin verið hluti af verkinu og í sam- ræmi við umhverf- ismat. Spurning Sigurðar sneri því að því hvort ráðherra ætlaði að virða verksamninga og umhverfismat. Um það þarf trauðla að spyrja. Skemmtileg tilviljun Framboð Guðmundar Steingrímssonar og Besta flokksins á landsvísu hefur, eins og allir vita, fengið nafnið Björt framtíð. Um þetta hefur verið skrafað á vefsíðum, en framboðið missti af því tækifæri að koma nýja nafninu inn í jólaboðin. Til þess kom það of seint fram. Skemmtileg tilviljun er að félagið sem stendur að framboðinu heitir Félag áhugafólks um bjarta framtíð og ætti því að una nýja nafninu vel. kolbeinn@frettabladid.is Ertu ekki örugglega með Sjónvarp Síma ns? facebook.com/siminn.is Reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla tekur loks gildi. Að vita hvað maður borðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.