Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20126 Grænu lánin hafa hlotið frá-bærar viðtökur,“ segir Ást-hildur Kristjánsdóttir, for- stöðumaður hjá Ergo, en svoköll- uð græn lán eru til fjármögnunar á þeim bílum sem losa 0-120 g CO á hvern ekinn kílómetra. Ergo hefur frá upphafi boðið viðskiptavinum sínum græn lán og hafa þau verið helmingur lána til einstaklinga. „Við höfum því ákveðið að framlengja sérkjör við fjármögn- un á þessum bílum og fellum niður lántökugjöld vegna grænna bílalána út júnímánuð 2012,“ út- skýrir Ásthildur. Á síðustu árum hefur eldsneytis- kostnaður í heiminum aukist og bílaframleiðendur hafa í auknum mæli farið að framleiða bíla sem eyða minna eldsneyti og menga minna. Ásthildur segir það mark- mið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. „Fólk er einnig farið að spá mun meira í rekstrarkostnaðinn við bíl og samanburður milli ára sýnir að meðaleyðslugildi á ný- skráðum bílum hefur á einu ári lækkað úr 7,9 l/100 km í 5,6 l/100 km. Meðalútblástursgildi hafa einnig lækkað um það bil um 50 g/km. Ergo vill styðja við þessa þróun og hjálpa viðskiptavinum sínum að spara, vernda umhverf- ið og efla þjóðarhag með því að fjármagna nýrri bíla sem að eyða og menga minna,“ segir Ásthildur og bendir heimasíðu Ergo, ergo.is, til upplýsinga. „Á vef Ergo höfum við lagt mikla áherslu á að hafa góðar reiknivélar þar sem viðskipta- vinir geta reiknað bílalán út frá sínum forsendum til dæmis hvað þeir geta greitt á mánuði, hvað þeir eiga mikla útborgun eða eftir verði bílsins,“ segir Ásthildur. „Einnig eru þar „grænar“ reikni- vélar frá Orkusetri, sem sýna svart á hvítu hvernig val á spar- neytnum bíl getur sparað háar fjárhæðir. Þar er meðal annars hægt að sjá hversu miklu bíllinn þinn eyðir í bensín og hversu mikið hann mengar. Einnig er hægt að sjá samanburð á eyðslu, útblæstri og bifreiðagjöldum bíltegunda auk þess sem bíllinn þinn getur fengið eyðslueinkunn eftir því hvað hann eyðir miklu eldsneyti. Það er athyglisvert hvað grænu lánin okkar hafa fengið mikla at- hygli og hvað landinn er í meiri mæli farinn að velta eyðslu- og umhverfisþáttum fyrir sér. Við sjáum þetta einnig í fjármögnun á öðrum vistvænum verkefnum,“ segir Ásthildur. Grænu bílalánin njóta vinsælda hjá viðskiptavinum Ergo Hækkandi eldsneytisverð hefur leitt til þess að bílaframleiðendur sjá hag sinn í framleiðslu sparneytinna bíla sem menga minna. Ergo styður þessa þróun og býður viðskiptavinum svokölluð græn lán til kaupa á slíkum bílum. Lántökugjöld verða felld niður á grænum lánum út júní 2012. Ásthildur Kristjánsdóttir, forstöðumaður hjá Ergo segir markmið Ergo að aðstoða viðskiptavini við að taka upplýsta ákvörðun þegar þeir kaupa bíl og að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. MYND/BERNHARD KRISTINN Ergo býður græn bílalán til þess að styðja við fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Græn bílalán standa til boða við kaup á bílum í útblástursflokkum A, B og C og eru þau án lántökugjalda út júnímánuð 2012. Kannaðu kosti grænna bílalána á ergo.is. Suð urla ndsb raut 14 sím i 44 0 44 00 www .erg o.is erg o@ ergo .is Framtíðin er E N N E M M / S ÍA / N M 4 9 8 6 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.