Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 32
11. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR6 BYGGINGAVÖRUR Þórður Snær Júlíusson skrifar thordur@frettabladid.is Danska byggingavörukeðjan Bygma Gruppen A/S mun stofna nýtt félag utan um rekstur Húsa- smiðjunnar á Íslandi í kjölfar þess að hún keypti rekstur fyrirtækis- ins. Við það munu skuldir og skuld- bindingar Húsasmiðjunnar ehf. á 2,5 milljarða króna færast yfir til hins nýja félags. Möguleg endur- álagning skattayfirvalda upp á 700 milljónir króna og möguleg sekt samkeppnisyfirvalda vegna meints ólögmæts samráðs Húsasmiðjunn- ar við samkeppnisaðila sína verða skildar eftir á gömlu kennitölunni ásamt eignum upp á 240 milljón- ir króna. Enn fremur munu þær 800 milljónir króna sem Bygma greiddi fyrir Húsasmiðjuna verða eftir á henni og fara upp í sektar- greiðslurnar verði þær að veru- leika. Þetta kemur fram í skriflegu svari Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), fyrrum eiganda Húsasmiðjunnar við fyrir spurn Fréttablaðsins um málið. Bygma tók við rekstri Húsa- smiðjunnar í byrjun árs 2012. Tilkynnt var um kaup Bygma Gruppen A/S á Húsasmiðjunni ehf., sem á og rekur Húsasmiðj- una, Blómaval, Ískraft og HGG, mánudaginn 19. desember síðast- liðinn. Kaupverðið var sagt vera 3,3 milljarðar króna, sem í fólst yfir- taka á 2,5 milljarða króna skuld auk þess sem 800 milljónir króna áttu að greiðast til FSÍ, fyrrum eiganda félagsins. FSÍ hélt þó eftir ábyrgð gagnvart tveimur mögu- legum skuldbindingum gagnvart íslenskum yfirvöldum, sem urðu til áður en FSÍ eignaðist félagið. Fréttablaðið greindi frá því 21. des- ember að FSÍ hefði auk þess haldið um 240 milljónum króna af eignum Húsasmiðjunnar þegar félagið var selt til að tryggja skaðleysi hans gagnvart annars vegar mögulegri endurálagningu opinberra gjalda vegna meintra skattabrota sem má rekja til samruna eignarhalds- félaga við Húsasmiðjuna á árunum 2003-2006. Hins vegar er um að ræða mögulega sekt vegna meintra samkeppnislagabrota Húsasmiðj- unnar, Byko og Úlfsins. Fyrirtækin eru grunuð um ólögmætt verðsam- ráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru. Samkvæmt upplýsingum frá FSÍ verða þessar skuldbindingar skildar eftir inni í gamla Húsa- smiðjufélaginu ásamt ofangreind- um eignum og kaupverðinu. Bygma Gruppen A/S stofnaði tvö félög á Íslandi í nóvember og desember 2011. Annað heitir Bygma Íslands ehf. og hitt Bygma Ísland Holding ehf. Þessi félög munu halda utan um eignarhald á Húsasmiðjunni og öðrum félögum í hennar eigu. Nýtt félag utan um Húsasmiðjuna Bygma stofnar nýtt félag utan um Húsasmiðjuna. Mögulegar sektir vegna meintra skattalaga- og samkeppnislagabrota eru skildar eftir á gömlu kennitölunni. ENDURMAT Í kynningu Finnboga Jónssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra FSÍ, í síðustu viku kom fram að kaupverð sjóðsins á Húsasmiðjunni hefði verið 250 milljónir króna. Fyrirtækið var metið á 0 samkvæmt drögum að endurmati. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Í skriflegu svari FSÍ til Fréttablaðsins vegna málsins segir: „Þessi leið var farin í samráði við lánardrottna félagsins. Í söluferlinu komu upp mál sem mjög óvíst er hvaða fjárhagslegu áhrif hafi á Húsasmiðjuna, svo sem rannsókn samkeppnisyfirvalda í vor og ágreiningur um ákveðin skattaleg málefni. Ekki var mögulegt að kaupandi tæki við þeim óvissuþáttum og því eru viðskiptin útfærð með þeim hætti að selja eignir og rekstur, ásamt því sem kaupandi tekur yfir allar skuldir og rekstrartengdar skuldbindingar. Með sölunni eiga nægir fjármunir að verða eftir til að standa straum af mögu- legri endurálagningu skatta og mögulegri samkeppnissekt. Þegar úr þessum óvissuatriðum hefur verið leyst, getur eigandinn leyst upp félagið og leyst til sín þá fjármuni sem þá verða eftir.“ FSÍ SEGIR NÆGA FJÁRMUNI EFTIR Lánshæfiseinkunn nokkurra evru landa kann að verða lækk- uð áður en mánuðurinn er úti, samkvæmt upplýsingum frá matsfyrir tækinu Fitch Ratings. Löndin sem um ræðir fást við skuldabyrði og hægan vöxt efna- hagslífsins. Um er að ræða evrulöndin Ítalíu, Spán, Belgíu, Írland, Sló- veníu og Kýpur, en öll eru þau á „neikvæðum horfum“ í einkunna- gjöf Fitch. Lægri lánshæfiseinkunn skipt- ir löndin miklu máli, því þá kann að verða dýrara fyrir þau að afla lánsfjár á mörkuðum. Þannig hefur skuldakreppa í Evrópu að hluta dýpkað fyrir tilstilli ein- kunnagjafar matsfyrirtækja. Matsfyrirtækið er þess þó full- víst að ekki kvarnist úr samstarfi evruþjóðanna 17 næsta árið. Sér- fræðingar þess hafa þó áhyggj- ur af bágum efnahagshorfum og hvetja Seðlabanka Evrópu til að setja aukinn kraft í aðgerðir til lausnar skuldakreppunni. Markaðir fylgjast grannt með þróun mála í Ítalíu, þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins. David Riley hjá Fitch segir að þar sé að finna „vígstöðvar“ evrópsku skuldakreppunnar. „Framtíð evrunnar ræðst við borgarhlið Rómar,“ sagði hann á ráðstefnu í Lundúnum í gær. Þótt halli á ríkisrekstri Ítalíu sé tiltölulega lítill í samanburði við stærð efnahagslífsins eru skuldir landsins gríðarmiklar, að mati Fitch. Á næstunni þurfi landið að afla sem nemur 360 milljörðum evra, eða sem nemur 56.880 milljörðum íslenskra króna. - óká Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch boðar einkunn skuldugra evruríkja fyrir janúarlok: Örlögin ráðin við borgarhlið Rómar ÞJÖKUÐ LÖND Eldri kona betlar í miðbæ Milanó á Ítalíu skömmu fyrir jól. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bláa lónið hf. tapaði 856 þús- und evrum, um 135,2 milljónum króna, á árinu 2010. Alls námu rekstrartekjur félagsins 16,8 milljónum evra, tæpum 2,7 millj- örðum króna. Þar af skilaði að- gangseyrir 6,3 milljónum evra, tæpum milljarði króna, í kassann. Þetta kemur fram í ársreikningi Bláa lónsins hf. sem skilað var inn til ársreikningaskráar um miðjan desember síðastliðinn. Samkvæmt verðskrá sem fé- lagið birtir á heimasíðu sinni kostar 4.800 krónur fyrir full- orðinn einstakling að fara í Bláa lónið. Meðlimir í Vinaklúbbi þess fá þó sérkjör. Í ársreikningnum kemur fram að „þann 30. september 2010 voru tilteknir starfsþættir samstæð- unnar færðir yfir í ný félög utan samstæðunnar. Tilgangurinn með skiptingunni var að skerpa á áherslum í rekstri og auka áhersl- una á kjarnastarfsemi félagsins. Þau félög sem urðu til við skipt- inguna heita Hótel Bláa lónið ehf., Blue Lagoon Internation- al ehf., Hreyfing Fasteignir ehf. og Hreyfing eignarhaldsfélag ehf.“. Þar segir enn fremur að „ef kröfuhafi í félagi, sem tekið hefur þátt í skiptingunni, fær ekki fullnustu kröfu sinnar í því félagi sem kröfuna skal greiða ber hvert hinna þátttökufélag- anna óskipta ábyrgð á skuldbind- ingum sem stofnast höfðu þegar upplýsingar um skiptingaráætl- unina voru birtar“. HS Orka á 24,4% hlut, Lands- bankinn 24,3% hlut og Hvatn- ing ehf., á 17,3% hlut. Eigendur Hvatningar eru meðal annars Grímur Sæmundsen og Edvard Júlíusson. Samtals skuldar Bláa lónið hf. 24,9 milljónir evra, 3,9 milljarða króna, eftir skiptinguna. Félagið metur eignir sínar á 36,7 milljón- ir evra, 5,8 milljarða króna. Næst á eftir aðgangseyri hafði félagið mestar tekjur upp úr vörusölu eða 4,2 milljónir evra, um 664 millj- ónir króna. Félagið hefur einkaleyfi til árs- loka 2044 frá HS Orku hf. til notk- unar á jarðhitavökva Í Svarts- engi. - þsj Fær milljarð í aðgangseyri á ári: Bláa lónið tapaði 135 milljónum 2010 BLÁA LÓNIÐ Félagið er með einkaleyfi til ársloka 2044 til notkunar á jarðhitavökva í Svartsengi. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hefur fært 40,7 milljarða króna á afskriftar- reikning frá bankahruni. Þ a ð s v a r a r t i l 13 , 3% af meðaleign- um sjóðsi ns á þeim árum sem afskrift- ir voru færð- ar í reikning sjóðsins. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, fyrrum fjármála- ráðherra, við fyrirspurn Vigdís- ar Hauksdóttur. Í svarinu kemur fram að mestur hluti afskriftanna er endanlegur en að hluta er um varúðarniðurfærslur að ræða vegna óvissu um endurheimt- ur. Um helmingur afskriftanna, 20,3 milljarðar króna, er vegna afskrifta á tapi á skuldabréfum banka, sparisjóða og annarra fjármálastofnana. Skuldabréf urðu annars flokks kröfur við setningu neyðarlaganna þegar innstæður urðu forgangskröfur. Í svarinu kemur einnig fram að á tímabilinu 2004-2008 hafi starfsmenn sjóðsins alls farið „í 30 ferðir þar sem kostnaður var greiddur af öðrum en líf- eyrissjóðnum. Það voru sex nú- verandi og fyrrverandi starfs- menn við eignastýringu hjá sjóðnum sem fóru í þessar ferð- ir, en þær voru í samstarfi við 14 fyrirtæki. Sum þeirra voru með starfsstöðvar í fleiri en einu landi og sum voru heimsótt oftar en einu sinni. Þau lönd sem sótt voru heim voru: England, Bandaríkin, Danmörk, Noreg- ur, Frakkland, Holland, Skot- land, Þýskaland, Spánn, Rúss- land og Tékkland. Stjórnarmenn sjóðsins tóku ekki þátt í þessum ferðum“. Sex starfsmenn fóru í 30 boðsferðir: LSR hefur afskrifað 40,7 milljarða króna frá bankahruni VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Fjármálaeftirlitið hefur sam- þykkt samruna Tinda Verð- bréfa hf. við Auði Capital. Fé- lögin munu héðan í frá starfa undir nafni Auðar Capital. Í tilkynningu sem send var út vegna kaupa Auðar á Tindum í nóvember síðastliðnum sagði að með kaupunum muni verðbréfa- miðlun bætast við núverandi þjónustuframboð fyrirtækisins. Þá styrkist fyrirtækjaráðgjafar- þjónusta þess. Vilhjálmur Þorsteinsson tók við starfi stjórnarformanns af Höllu Tómasdóttur á sama tíma og tilkynnt var um kaupin. - þj Niðurstaða Fjármálaeftirlitsins: Samþykktu samruna Tinda við Auði Capital

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.