Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Nýir bílar11. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 5 Lúxusjeppinn er nú með hagkvæma og umhverfismilda vél en nokkru sinni. M 250 BlueTEC er með sparneytinni, fjögurra strokka dísilvél. Hún uppfyllir EU6 mengunarreglugerðina eins og vélin í 350 Blue TEC gerir sömuleiðis en hún er endur- hönnuð 3,0 lítra V6 dísilvél. Báðar gerðirnar eru sparneytnari en engu að síður aflmeiri en fyrri gerðir. M 250 BlueTEC 4MATIC eyðir einungis rúmum sex lítrum á hundr- aðið sem er 2,4 lítrum minni eyðsla en hjá fyrri gerð. Koltvísýringslosunin er einung- is 164 g/km sem er talsvert minna en hjá öðrum jeppum í þessum stærðarflokki. M 250 BlueTEC er því í mjög hagstæðum vöru- gjaldaflokki hér á landi vegna þess hve um- hverfisvænn hann er. Jeppinn kemst 1500 km á einum, 93 lítra tanki, sem skilar honum hringinn í kringum Ísland og gott betur. Samt er jeppinn með krafta í köggl- um því vélin skilar 204 hestöflum og togið er 500 Nm. Stærri dísilvélin skilar heilum 258 hestöflum en eyðir aðeins 7,4 lítrum í blönduðum akstri. „Mercedes-Benz hefur náð þessum at- hyglisverða árangri með nýrri kynslóð BlueTEC-dísilvéla og BlueDIRECT-bens- ínvéla með SCR-útblástursbúnaði,“ segir Sigurður Pálmar Sigfússon, sölustjóri Mercedes-Benz hjá Öskju. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóð- inni og eftirspurnin mikil. Við erum búin að selja um tíu M-Class þótt enn hafi jepp- inn ekki verið kynntur hér á landi,“ segir Sigurður. Hann segir að grunnverðið á M 250 BlueTec sé 10.590.000 kr. en M 350 Blue- Tec kostar frá kr. 11.790.000 kr. Mikill staðalbúnaður Sigurður segir að nýja kynslóðin af M-lín- unni sé með óvenju mikið farangursrými og það mesta í flokki lúxusjeppa. „Staðal- búnaður í öllum gerðum M-línunnar er nú ECO start/stop aðgerð sem drepur á vélinni t.a.m. þegar stöðvað er á rauðu ljósi. Þessi búnaður ásamt nýrri sjö þrepa 7G-TRONIC PLUS sjálfskiptingu og yfirbyggingu sem hefur lægstu loftmótstöðu í f lokki jeppa, stuðlar að enn frekari eldsneytissparnaði. Þá er 4MATIC-kerfið einnig staðalbúnað- ur en það deilir vélarafli og snúningsvægi til allra fjögurra hjóla bílsins eftir þörfum hverju sinni. Þetta á jafnt við þegar ekið er á bundnu slitlagi sem í torfærum. 4MATIC- kerfið bætir veggrip og stefnustöðugleika bílsins og eykur snerpu hans og öryggi í akstri. Þá er fáanlegur ýmis aukabúnaður í allar gerðir M-línunnar m.a. nýtt fjöðrun- arkerfi sem er með höggdeyfum með að- lögunarhæfni (Active Curve). Á ójöfnum vegum sér kerfið til þess að fjöðrunin býr yfir mýkt og þægindum en þegar ekið er á meiri hraða býður það upp á meiri stífleika sem eykur stöðugleika bílsins,“ segir Sig- urður. Ný kynslóð M-línunnar frá Mercedes Benz Þriðja kynslóð M-línunnar frá Mercedes-Benz er væntanleg til Íslands í vikunni. M-línan setur ný viðmið í flokki jeppa vegna lítillar eldsneytisnotkunar og lítils koltvísýrings í útblæstri. Í nýju línunni lækkar eldsneytisnotkunin um allt að 28% miðað við fyrri gerðir. Sigurður segir að M-Class hafi verið mjög vinsæll á Íslandi. Nú þegar sé mikill áhugi á nýju kynslóðinni og eftir- spurnin mikil. Kia Rio er í boði með þremur eyðslugrönnum og umhverfis- vænum vélum sem skila bílnum í lágan vörugjaldsflokk og tryggja þar af leiðandi betra verð. „Dísil- vélarnar eru 1,1 og 1,4 lítra og bens- ínvélin er 1,4 lítra og verður sá bíll fáanlegur sjálfskiptur. Með 1,1 lítra dísilvélinni eyðir Kia Rio að- eins 3,2 lítrum í blönduðum akstri samkvæmt upplýsingum frá fram- leiðanda. Bíllinn skilar 75 hestöfl- um og koltvísýringslosunin er að- eins 85 g/km. Kia Rio er því mjög hagkvæmur og umhverfisvænn og setur raunar ný viðmið hvað þetta tvennt varðar miðað við að hann er ekki knúinn öðrum aflgjöfum,“ segir Þorgeir Pálsson, sölustjóri Kia hjá Bílaumboðinu Öskju. Hann bætir við að með stærri dísilvélinni sé bíllinn mjög kraft- mikill, togið feikigott og bíllinn mjög skemmtilegur og sportleg- ur í akstri. „Bensínvélin er einnig óvenju umhverfisholl og eyðslu- grönn. Hún skilar 107 hestöflum og mengar 124 g/km sem er einnig góður árangur í markmiðum KIA að framleiða bíla með sem lægst- um CO útblæstri,“ segir Þorgeir. Hagkvæmur og ríkulega búinn bíll Nýr Kia Rio er mjög mikið breytt- ur í hönnun og aksturseiginleikum miðað við forverann. Heildarútlitið er sérlega vel heppnað með renni- legum hliðum og rísandi línu aftur eftir bílnum sem gefur honum mjög sportlegt yfirbragð. Stórt loftinn- takið að framan er auk þess mjög f lott og sportlegt sem og nett og ávöl afturrúðan. Innrýmið er einn- ig mjög vel hannað og vandað. Kia Rio er mjög rúmgóður miðað við bíl í B-stærðarflokki. Plássið er prýði- legt bæði fyrir ökumann og farþega og skottið er rúmgott eða alls 288 lítrar. ,,Kia býður 7 ára verksmiðju- ábyrgð á öllum bílum sínum og er eini bílaframleiðandinn sem býður svo langa ábyrgð sem gerir öryggi kaupandans mun meira og endur- söluverðið hærra þar sem ábyrgð- in færist á milli eigenda,“ segir Þor- geir. Grunnverð á nýjum Kia Rio er 2.497.777 kr. Kia Rio sópar að sér verðlaunum Kia Motors er einn mest vaxandi bílaframleiðandi heims og sendir nú frá sér hvern endurhannaðan bílinn á fætur öðrum. Kia-bílarnir hafa fengið mikið lof fyrir flotta og nútímalega hönnun og hafa sópað til sín hönnunarverðlaunum víða um heim. Heildarútlit Kia Rio þykir vel heppnað, með rennilegum hliðum og sportlegu yfirbragði. SPENNANDI KIA OPTIMA Á LEIÐINNI Kia Optima er væntanlegur síðar á þessu ári en þar er um að ræða fal- legan og spennandi bíl í C-stærðarflokki. Mikil eftirspurn er eftir bílnum í Bandaríkjunum og Asíu og því hefur Kia vart náð að anna eftirspurn hvað varðar framleiðslu bílsins. Ekki er enn ljóst hvenær á árinu Optima kemur til Íslands eða hvaða útfærslur af bílnum verða í boði. NÝR OG ENDURHANNAÐUR KIA PICANTO Kia Picanto hefur verið endurhannaður frá grunni og þykir hönnun bílsins ákaflega vel heppnuð. Bíllinn hefur þegar unnið til alþjóðlegra verðlauna fyrir fallegt og frísklegt útlit. Tvær nýjar bensínvélar eru í boði, 1,0 og 1,2 lítra sem báðar eru mjög sparneytnar, með lágt mengunargildi og eru því mjög umhverfishollar. Bíllinn fæst fimm dyra og beinskiptur en auk þess er hann í boði sjálfskiptur með 1,2 lítra vélinni. Grunnverð á nýjum Picanto er 1.997.777 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.