Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 2
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 Tenerife 14. febrúar í 7 nætur Frá kr. 119.900 með „öllu inniföldu“ Heimsferðir bjóða frábært verð á allra síðustu sætunum til Tenerife 14. febrúar Í boði er einkar hagstætt verð á Villa Adeje Beach íbúðahótelinu með öllu inniföldu. Athugið að mjög takmörkuð gisting er í boði! Einnig önnur gisting í boði á afar hagstæðum kjörum. Frá kr. 119.900 Villa Adeje Beach *** með “öllu inniföldu” Netverð á mann m.v. tvo fullorðna í búð með allt innifalið. STJÓRNMÁL Þór Saari, alþingis- maður Hreyfingarinnar, telur að koma ætti upp sama fyrirkomulagi við sölu stangveiðileyfa og er við úthlutun veiðileyfa á hreindýrum. Á spjallsvæði Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir Þór stanga- veiðimarkaðinn einkennast af því að framboð af ám sé tak- markað. Verð- ið hafi hækkað gríðarlega því eftirspurnin sé mikil. „Slík náttúruleg fákeppni – jafn- vel einokun – er almennt litin hornauga af samkeppnisyfirvöld- um flestra landa og það er reynt að tryggja hag neytenda,“ skrifar Þór sem kveður veiðirétt í ám og vötnum eiga að vera almannarétt- ur sem yrði svo úthlutað með sams konar hætti og hreindýraleyfum. „Veiðiám yrði skipt upp í mis- munandi flokka, verðin gerð aðgengileg fyrir almenning og síðan úthlutað úr potti samkvæmt því. Veiðiréttar„eigendur“ fengju borgað – en ekki eins mikið – og gætu hagnast áfram á sölu gisting- ar og fæðis,“ segir Þór. „Enginn á íslenska náttúru og þó bændur hafi nýtingarrétt á ám þá er gróðahugsjónin í því geimi komin alveg út úr kortinu,“ skrifar Þór sem telur þörf á að hugsa um stangveiði og hlunnindanýtingu út frá öðrum forsendum en hámarks- gróða fyrir nýtingarréttarhafann. Margir taka þátt í umræðunni á vef Stangaveiðifélagsins. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að „útlend- ingarnir“ séu ekki komnir til að vera og þegar harðnar enn meira á dalnum í evrulandi þá muni þeir halda að sér höndum og þegar krónan okkar styrkist þá verð- ur þetta enn erfiðara fyrir þá útlensku,“ skrifar Bjarni Júlíus- son, formaður félagsins. Stefán Páll Ágústsson segir hugmyndir um þjóðnýtingu veiði- hlunninda ekki nýja. Auðvitað vilji allir geta keypt góð veiðileyfi á mun lægra verði en nú þurfi að að borga. „Við myndum líka vilja geta keypt betri bíla og stærra húsnæði á miklu lægra verði en okkur býðst nú. Hvaða handstýr- ingar vilja menn setja á slík við- skipti?“ spyr Stefán Páll. Í samtali við Fréttablaðið seg- ist Þór alls ekki vera að óska eftir þjóðnýtingu á landi bænda. „Hugs- unin á bak við þetta er miklu djúp- stæðari en að ég vilji sjálfur getað keypt mér ódýrari veiðileyfi. Þetta snýst um það hvort einhver geti átt landið og átt náttúruna og hvern- ig eigi að ráðstafa aðgangi að nátt- úrugæðum. Það er réttlætissjónar- mið að íslenskir veiðimenn séu ekki hraktir út í að aðkoma þeirra að íslenskum veiðiám sé sú að þjóna útlendum auðjöfrum sem leiðsögumenn.“ gar@frettabladid.is Veiðileyfum í vötnum og ám verði úthlutað Þingmaðurinn Þór Saari segir gróðahyggjuna komna út úr korti í stangveiði. Venjulegir veiðimenn hrekist burt. Gera ætti veiðirétt að almannarétti og út- hluta stangveiðileyfum á sama hátt og nú er með hreindýraveiðileyfi. ÞÓR SAARI LAXÁRDALUR Þór Saari bendir á að leyfi í urrriðaveiði í Laxá í Laxárdal hafi kostað 17 þúsund krónur fyrir örfáum árum en kosti nú hátt í 50 þúsund. Veiðiám yrði skipt upp í mismunandi flokka, verðin gerð aðgengi- leg fyrir almenning og síðan úthlutað úr potti samkvæmt því. ÞÓR SAARI ALÞINGISMAÐUR HREYFINGARINNAR DÓMSMÁL Hvorki Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, né Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs bank- ans, mættu við þingfestu ákæru sérstaks saksóknara á hendur þeim í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjendur þeirra létu dómn- um hins vegar í té yfirlýsingar þar sem tvímenningarnir lýsa yfir sak- leysi sínu. Lárus og Guðmundur eru ákærð- ir fyrir umboðssvik gagnvart hlut- höfum í Glitni, með því að hafa lánað Milestone um tíu milljarða snemma árs 2008 án fullnægjandi trygginga. Lánið er talið hafa verið veitt svo Milestone gæti staðið í skilum við bandaríska bankann Morgan Stanley, sem ella hefði gengið að hlutabréfum Milestone í Glitni og sett þau á markað. Lárus býr erlendis og stundar þar nám og Guðmundur er einnig stadd- ur erlendis um þessar mundir. Þórður Bogason, lögmaður Guð- mundar, óskaði eftir því við þing- festinguna að saksóknari legði fram alla símhlerunarúrskurði gagnvart skjólstæðingi hans, en saksóknari svaraði því að engir slíkir úrskurð- ir væru til. Hann vildi ekki svara þeirri spurningu fréttamanna hvort sími Lárusar hefði verið hleraður. Verjendur hafa frest til 28. febrú- ar til að skila greinargerðum. - sh Sakborningar í máli sérstaks saksóknara gáfu yfirlýsingar frá útlöndum: Lárus og Guðmundur neita sök LÁRUS WELDINGGUÐMUNDUR HJALTASON Áslaug, hafa íslenskar stelpur skipt út rokknum fyrir rokkið? „Ja, það er nú trylltur spuni í rokk- inu líka.“ Áslaug Einarsdóttir stendur fyrir rokk- búðum fyrir stelpur á aldrinum 12 til 16 ára í sumar. SÝRLAND, AP Sýrlandsforseti kveðst enn hafa stuðning þjóðar sinnar og ætlar ekki að láta af embætti. „Við lýsum brátt yfir sigri,“ sagði Assad Sýr- landsforseti í ræðu sem sjónvarpað var beint frá Damaskus- háskóla í gær. „Þegar ég læt af embætti verður sú ákvörðun líka byggð á vilja fólksins.“ Ræðan er sú fyrsta sem for- setinn flytur eftir að hafa í síð- asta mánuði látið undan þrýst- ingi Arababandalagsins um að hætta árásum stjórnvalda á mót- mælendur. Hann áréttaði full- yrðingar sínar um að óróinn í landinu væri af völdum erlends samsæris og yrði brátt að baki. - óká Ræða í beinni útsendingu: Assad ætlar ekki að hætta BASHAR AL-ASSAD FINNLAND, AP Guggenheim-stofn- unin bandaríska hefur lagt til byggingu safns í Helsinki, höfuð- borg Finnlands. Stofnunin segir að listasafn í Helsinki yrði „markvert fram- lag“ til menningarlífs á Norður- löndum og í Eystrasaltslöndun- um, fái bygging þess samþykki borgaryfirvalda. Ákvörðun verð- ur tekin í borgarstjórn í næsta mánuði. Guggenheim-stofnunin rekur nokkur söfn víða um heim, þar á meðal í Þýskalandi, á Ítalíu, Spáni og eitt sem er í byggingu í Abu Dhabi. - óká Markvert menningarframlag: Hugleiða safn í Helsinkiborg Í HELSINKI Áætlað er að bygging Guggenheimsafns í Helsinki kosti 140 milljónir evra, eða um 22 milljarða króna. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Margfalt meiri hætta er á því að fólk fái hjartaáfall í kjölfar mikillar sorgar en ella. Fyrsta sólarhringinn eftir að hafa misst einhvern nákominn er fólk 21 sinni líklegra til að fá áfall og sex sinnum líklegra fyrstu vikuna. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem gerð var undir stjórn doktors hjá læknadeild Harvard-háskóla. Aðstæður tæplega 2.000 manns sem höfðu lifað af hjartaáfall voru skoð- aðar. Rannsakendur minna þó á að undirliggjandi hjartasjúkdómar séu venjulega til staðar þegar streita leiðir til hjartaáfalls, líkt og hjá syrgjendum. - þeb Rannsókn í Bandaríkjunum: Syrgjendur fá frekar áfall TÆKNI Sjónvarpsframleiðandinn Samsung hefur kynnt nýja teg- und af nettengdum sjónvörpum sem eru með stýrikerfi sem hægt er að uppfæra. Með þessu vill fyrirtækið fullvissa kaupendur um að sjónvörpin verði ekki úrelt í bráð, að því er segir í frétt BBC. Væntanlegir eigendur þessa nýja snjallsjónvarps munu geta skoðað netið með handahreyf- ingum frá sjónvarpssófanum og skipt um stöðvar með því að tala við tækið á einhverju af þeim 20 tungumálum sem það skilur. Þá mun sjónvarpið þekkja not- endur í sundur og geta lagað sig að kröfum hvers áhorfanda. - bj Samsung kynnir nýtt sjónvarp: Hægt að upp- færa stýrikerfi VEÐUR Truflanir urðu á dreifikerfi Landsnets í gær- kvöldi vegna óveðurs sem gekk yfir landið í gær, sem aftur olli því að rafmagn fór af álverinu og járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga, Hellisheiðar- virkjun og sjónvarpsútsendingar lágu niðri um tíma. Rafmagn var ekki komið á álverið á Grundartanga þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi en vonast var til að hægt yrði að koma því á fljótlega svo afstýra mætti stórtjóni. Rafmagn fór af víðar á landinu og var skammtað annars staðar. Vonskuveður var um land allt í gær og tjón varð víða. Á Austurlandi fuku þakplötur af húsum og gáma tók af skipi á leið að Grundartanga í Hvalfirði. Allt innanlandsflug lá niðri vegna veðursins og fjöldi vega um land allt var ófær. Hellisheiði var lokuð frá því í fyrrakvöld og útlit var fyrir að hún yrði ekki opnuð að nýju fyrr en í dag. Þar fór vind- hraði í þrjátíu metra á sekúndu í hviðum. Fjögur ár eru síðan heiðin hefur verið lokuð jafnlengi. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan í nógu að snúast, bílar festust og rákust hver á annan og ollu reglulega umferðaröngþveiti. Þá rifnuðu tré upp með rótum og rafmagn fór af umferðarljósum í mið- borginni. Í gærkvöldi var búist við því að veðrið yrði gengið niður fljótlega eftir miðnætti þótt hvasst yrði fram undir hádegi norðaustanlands. Spáð er skap- legu veðri næstu tvo daga en umhleypingum um helgina. - sh Hvassviðri og ofankoma gerði óskunda á landinu öllu í gær: Illviðrið sló út rafmagni víða BLINDBYLUR Þessir krakkar voru eflaust öllu lengur en venjulega á leið sinni heim úr skólanum í vonskuveðrinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG VÍSINDI Ný gögn sýna að risa- skjaldbökur, sem talið var að hafi orðið útdauðar fyrir 150 árum, séu enn á lífi, eða hafi verið það fyrir fimmtán árum. Við rannsóknir á skyldri teg- und skjaldbaka á Galapagos- eyjunum hafa fundist nokkrar skjaldbökur sem eru blending- ar þeirrar tegundar og útdauðu tegundarinnar. Sumir blending- anna eru um 15 ára, sem staðfest- ir að skjaldbökurnar sem áður voru taldar útdauðar eignuðust afkvæmi fyrir 15 árum. - bj Merki um útdauða tegund: Risaskjaldbökur eiga afkvæmi SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.