Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGNýir bílar MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 20124 Bílaframleiðendur virðast leggja mesta áherslu á blendingsbíla og rafmagnsbíla en í vikunni verða margir slíkir kynntir til sögunnar. Svokall- aðir hugmyndabílar vekja ávallt mikla at- hygli enda eru þeir oft íburðarmikilir á að líta enda fátt til sparað. Oftar en ekki fara þeir þó ekki óbreyttir á göturnar. Hér má sjá nokkra hugmyndabíla sem kynntir voru á fyrstu dögum bílasýningarinnar. Nýjar hugmyndir kynntar í Detroit Alþjóðlega bílasýningin í Detroit í Bandaríkjunum hófst í vikunni og stendur fram til 22. janúar. Bílasýningin er ein sú stærsta í Bandaríkjunum enda á hún sér langa sögu. Fyrsta bílasýningin í Detroit fór fram árið 1907. Smart For Us hugmyndabíllinn var einn af fjölmörgum bílum sem kynntir voru til sögunnar á fyrsta degi bílasýningarinnar í Detroit. Sýningin verður opin almenningi frá 14. til 22. janúar. NORDIPCPHOTOS/AFP Lexus LF-LC. Acura NSX. BMW i8. Chevrolet Tru 140S. Volkswagen E-Bugster. ROLLS ROYCE RÝKUR ÚT Kreppan hefur haft lítil áhrif á bílaframleiðandann Rolls Royce. Sölutölur síðasta árs eru hærri en nokkru sinni og því ljóst að auðjöfrar um heim allan ásælast þessar glæsibifreiðar sem aldrei fyrr. Í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins er stærsti hópur viðskiptavina RR frá Kína en þangað voru seldir fleiri bílar en til Bandaríkjanna og Bretlands. Yfir þrjú þúsund og fimm hundruð glæsibifreiðar seldust á síðasta ári sem er þriðjungi fleiri en árið 2010. Rolls Royce fyrir utan lúxushótel í Sjanghæ í Kína. NORDICPHOTOS/AFP landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Þú velur þann bílasamning sem hentar þér Skilmála og nánari upplýsingar má fi nna á vefsíðu okkar, landsbankinn.is, eða hjá Bíla- og tækja ármögnun Landsbankans í Sigtúni 42. *Vildarkjör til Vörðufélaga og núverandi viðskiptavina Bíla- og tækja ármögnunar. Viðskiptavinir eiga að hafa val. Landsbankinn býður óverðtryggða bílasamninga með föstum vöxtum og hagstæð kjör á verðtryggðum og óverðtryggðum bílasamningum með breyti- legum vöxtum. Óverðtryggðir Fastir vextir8,95% Óverðtryggðir Breytilegir vextir8,55%* Verðtryggðir Breytilegir vextir7,80%* ÚR ORÐABÓKINNI Bifreiða -afgreiðsla -eftirlit -sala -skattur -skoðun -styrkur -stæði -stöð -vegur -verkstæði -verslun -vog.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.