Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2012 13 Ef ég væri ríkur,“ söng Tevje mjólkurpóstur. Um þessar mundir ganga margir með biskup- inn í maganum. Ég er ekki frá því nema ég finni fyrir breytingu eða kannski eru það bara leifar af jóla- átinu. Staðan er óljós en skýrist trú- lega á næstu vikum, þ.e. hvort með- ganga er hafin eða hvort megrunar gerist þörf. Fyrsti þröskuldurinn er aldur- inn því í kirkjunni er maður ekki kominn í fullorðinna manna tölu fyrr en í kringum fimmtugt, helst fimmtíu plús. Að hafa síðan hvorki gefið út bók né heldur geta státað af því að vera af biskupsættum er ekki vænlegt veganesti. Ekkiseta á Kirkjuþingi og þátttökuleysi í þotu- liði þjóðkirkjunnar mun síst duga til árangurs. Hljótt er um áskoranir og hvatningarsímtöl eru fá (engin). Þar með er framboðið eitt eftir og er þá þegar orðið talsvert umfangsmeira en eftirspurnin. Öllum er þó frjálst að láta sig dreyma og syngja, líkt og Tevje gerði forðum, en þó ekki um ríki- dæmi eins og hann heldur um biskups dæmi. Ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm. Ef ég væri di ri ri ri ramm, … ég mundi da ra ri ri ri ramm: Öflugt starfsfólk og góð tengsl … byrja á því að velja mér gott teymi til að vinna með. Í því mundi vera skapandi fólk með ólíka reynslu og bakgrunn en eiga það sameiginlegt að þykja vænt um kirkjuna og vera annt um framtíð hennar. Biskup er leiðtogi og verð- ur að eiga sér gott bakland. … ráða öflugt fólk í störf biskups- ritara, starfsmannastjóra og fjöl- miðlafulltrúa. Verandi karl væri nauðsynlegt að a.m.k tvö af þess- um þremur störfum væru skipuð konum. Með því að ráða starfs- mannastjóra væri hægt að tryggja góða yfirsýn og gott utanumhald á öllu því góða fólki sem starfar í kirkjunni. Kirkjan á að vera til fyrirmyndar þegar kemur að ráðn- ingum og því að hlúa að starfsfólki sínu. Gríðarlega þýðingarmikið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf í þjónustu kirkjunnar og þar skiptir máli að viðkomandi hafi víð- tæka reynslu og þekkingu á fjöl- miðlum. … skapa mér þannig starfsum- hverfi að ég geti verið í góðu sam- bandi við fólk vítt og breitt um landið. Hér reynir á skipulag og gott samstarfsfólk. Nauðsynleg for- senda uppbyggingar og mögulegra breytinga er að hlusta á fólkið sem ber uppi starfið í söfnuðunum – og taka mark á því. Til að þetta sé mögulegt þarf að stokka upp skipu- lag á Biskupsstofu og tryggja að framkvæmdasýsla geti sem mest verið á annarra höndum en bisk- upsins. Opinn, hlustandi og leitandi … gera mér far um að endurnýja heit kirkjunnar við þjóðina, með því m.a. að efla samræðurnar um gildin sem við viljum lifa eftir. Réttlæti, umhyggja, heiðarleiki og traust. Þetta eru bara orð en ef orðin fá rödd og hjörtu sem slá þá fara góðir hlutir að gerast. Biskup þarf að tala skýrri röddu þegar kemur að viðfangsefnum sem snúa að jafn- rétti og félagslegu réttlæti. Um leið þarf hann að vera óspar á hrós og tala bjartsýni inn í vonleysi og oft á tíðum niðurdrepandi umræðu hversdagsins. Meistarinn frá Nas- aret er fyrirmynd í þessu eins og svo mörgu og erindi kirkjunnar er ekki leiðindi heldur fagnaðarerindi. … vera sem oftast í góðu skapi og vanda mig í samskiptum við fólk. Leiðarvísir: Nærgætni, virðing og skilningur. Og muna að mistök eru til að læra af þeim. … vera opinn, hlustandi og leitandi. Biðja fyrir, uppörva, hlúa að, hvetja og styðja fólk til góðra verka. … taka þátt í að byggja upp öfluga kirkju sem þjónar fólki um allt land. Og stuðla að enn frekari þátt- töku fólks í starfinu og eins þegar kemur að ákvörðunartöku á vett- vangi kirkjunnar. Þar á meðal á Kirkjuþingi sem fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Lillablái liturinn … hvetja til gagnrýninnar og opinnar umræðu um kirkju og kristni í landinu. Vinna undir því markmiði að kirkjan sé fyr- irmyndarhreyfing þegar kemur að jafnrétti, lýðræði og vönduð- um vinnubrögðum. … fagna fjölbreytileikanum í samfélagi okkar og stuðla að samræðum á milli ólíkra lífs- skoðana og trúarbragða. … gæta þess að vera einlægur og ekta og segja alltaf satt. Hver segir að biskupsaldur- inn sé 50+? Tæplega fertugur biskup væri tákn nýrra tíma í kirkjunni. Óléttu biskupsefnin bíða við þröskuldinn og verður spennandi að sjá. Sjálfur ætla ég í megrun. Annars held ég reynd- ar að lillablái liturinn mundi fara mér óskaplega vel … já, ef ég væri biskup. Da ra, rí ra ra ra, ri ra ra ra, rí ra ra ra ramm! Gleðilegt nýtt biskupsár! Ef ég væri biskup Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspít- alalóðinni við Hringbraut „stór- slys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögð- um annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og sam- göngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir. Guðjón er ekki hrifinn af stað- arvalinu, og hefur miklar efa- semdir um fyrirhugaða sam- göngustefnu nýja spítalans. Sú stefna gerir kröfu um að þeim starfsmönnum spítalans sem koma gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum fari fjölgandi en þeim sem koma einir á einkabílum fækki. Umhverfis- og samgönguráð og skipulagsráð borgarinnar hafa lagt áherslu á að þessi stóri vinnustaður taki upp vistvæna samgöngustefnu. Guðjón spyr vantrúaður hvort vænta megi „byltingar í ferðamáta Íslendinga“ og hvort menn muni fara hér „hjólandi í öllum veðr- um“? Guðjón fullyrðir að vega- lengd milli heimilis og vinnustað- ar muni aukast á næstum árum sem þýði að starfsfólk spítalans muni búa æ dreifðar í borginni. Byggðaþróunin, segir Guðjón, leiðir „augljóslega“ til að þess að borgin byggist í austur og norður. Það muni á endanum leiða til þess að Hringbrautin verði jaðarsvæði. Fullyrðing Guðjóns kann að vera nærtæk ef horft er til byggðaþróunar síðustu áratuga en hún er engu að síður röng. Í drögum að endurskoðuðu aðal- skipulagi borgarinnar, sú endur- skoðun hófst fyrir nokkrum miss- erum, er gert ráð fyrir að borgin hætti að þenjast út og vaxi þess í stað öll inn á við. Gert er ráð fyrir byggingu 14.500 íbúða til ársins 2030, þar af tæplega 12 þúsund í Vatnsmýri, við Mýrargötusvæði og í miðborg og inn við Elliðaár- ósa. Með öðrum orðum sagt: Það verða engin ný úthverfi skipulögð eða byggð í Reykjavík næstu ára- tugina. Við eigum nú þegar mikið af ágætum úthverfum. En síhækk- andi bensínverð og gríðarlegur samfélagslegur kostnaður sem hlýst af dreifðri og gisinni byggð er þegar farinn að skapa mikla eftirspurn eftir íbúðum sem eru miðsvæðis í þéttri byggð. Byggða- þróunin verður sú að fjarlægð- in milli heimilis og vinnustaðar minnkar frá því sem nú er. Hringbrautin er og verður þungamiðja í borginni. Raunar er það svo nú þegar að helmingurinn af starfsfólki Landspítalans býr í hjólafjarlægð (innan við 14 mínút- ur á hjóli) frá Landspítalanum og fjórðungur er innan við 14 mínút- ur á tveimur jafnfljótum. Því yrði ekki til að dreifa ef spítalinn yrði byggður í Keldnaholti eða við Víf- ilsstaði. Þangað þyrfti næstum hver einasti starfsmaður að koma á bíl. Starfsmennirnir munu vera um 4.500 Samkvæmt ítarlegri ferðavenju- könnun meðal starfsmanna Land- spítalans sem gerð var í októ- ber og nóvember síðastliðnum finnst 87% starfsfólksins auðvelt að komast til og frá vinnu. 73% starfsmanna koma ein á bíl en þeir voru um 80% árið 2008. Um 60% starfsmanna geta hugsað sér að nota annan samgöngumáta, svo sem hjól, strætó eða vera fótgang- andi. Þetta eru merkilegar tölur. Ég tel að sú samgöngustefna sem er verið að móta fyrir nýja Land- spítalann svari kalli tímans og komi til móts við óskir 60% starfs- manna sem geta hugsað sér aðra samgöngumáta en að vera alltaf á sínum einkabíl. Ef borgaryfirvöld nýta ekki þetta tækifæri til að setja fram kröfur um vistvæna samgöngu- stefnu, verða öll orð um vistvænt skipulag i Reykjavík hjómið eitt. Ég minni líka á, að gefnu tilefni, að æ fleiri sérfræðingar á sviði lýðheilsu vekja athygli á því að vel skipulagt borgarumhverfi, aukin hreyfing og vistvænn ferðamáti bæta lýðheilsu. Það er því til mik- ils að vinna þegar samgöngustefna stærsta fyrirtækisins í borginni er mótuð. Byggðaþróun og samgöngustefna Trúmál Óskar Hafsteinn Óskarsson prestur á Selfossi Nýr Landspítali Hjálmar Sveinsson fulltrúi í skipulagsráði og umhverfis- og samgönguráði Hvað á ég að gefa litla barninu mínu að borða? Miðvikudaginn 18. janúar kl. 20 - 22 Miðvikudaginn 25. janúar kl. 20 - 22 Námskeiðið verður haldið í Heilsuhúsinu Lágmúla 5. Hægt er að skrá sig á netfangið: ebba@pureebba.com eða í síma 775 4004. Verð kr. 3.500,- Ath! Takmarkaður fjöldi. EBBA GUÐNÝ kennir hvernig búa má til hollan og góðan mat fyrir börn frá 6 mánaða aldri.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.