Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 14
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR14 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Leikfélag Reykjavíkur var stofnað þennan mánaðardag árið 1897 er tveir hópar áhugamanna um leiklist sameinuðu krafta sína. Félagið er elsta leikfélag sem starfað hefur óslitið á Íslandi og jafn- framt eitt elsta starfandi menningarfélag landsins. Helsti hvatinn að stofnun þess var bygging Iðnaðarmannahússins við Tjörnina sem í daglegu tali var kallað Iðnó. Allir stofnendur Leikfélags Reykjavíkur voru áhugamenn og því fóru æfingar og allt starf leikhússins fram utan venjulegs vinnutíma. Fyrsta frumsýning félagsins var í desember 1897 í hinu nýja húsi Iðnó. Þá voru frumsýnd tvö dönsk leikverk með söngvum, Ferðaævintýrið eftir A. L. Arnesen og Ævintýri í Rósenborgargarði eftir Johan Ludvig Heiberg í leikstjórn Indriða Einarssonar. ÞETTA GERÐIST: 11. JANÚAR 1897 Leikfélag Reykjavíkur var stofnað STEINÞÓR SIGURÐSSON náttúrufræðingur (1904-1947) fæddist þennan dag. „Það verður að teljast skylda okkar sem menningarþjóðar að þekkja sem ítrast okkar eigið land.“ Merkisatburðir 1922 Insúlín er notað í fyrsta sinn til að vinna á sykursýki í manni. 1935 Amelia Earhart verður fyrst kvenna til að fljúga einmenn- ingsflug frá Havaí til Kalíforníu. 1944 Togarinn Max Pemberton frá Reykjavík ferst með allri áhöfn, 29 manns. 1972 Austur-Pakistan verður Bangladess. 1973 Réttarhöld í Watergate-málinu hefjast. 1974 Fyrstu sexburar sem lifa af fæðast í Höfðaborg í Suður-Afr- íku. 1980 Nigel Short, fjórtán ára, verður yngsti alþjóðlegi skákmeist- ari heims. Okkar ástkæra Magnea Hrönn Stefánsdóttir Austurgerði 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 4. janúar. Útförin fer fram frá Háteigskirkju, fimmtu- daginn 12. janúar nk. kl. 13.00. Jón Höskuldsson Kristín Jónsdóttir Heiðar Ingi Ólafsson Mikael Bjarki Heiðarsson Guðríður Jónsdóttir Egill Einarsson Jón Stefán Sigurbjörnsson Marín Hallfríður Ragnarsdóttir Salbjörg J. Thorarensen Stefán Már Stefánsson Lára Margrét Traustadóttir Höskuldur Jónsson Guðríður Jónsdóttir Yndislegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, bróðir, barnabarn og tengdasonur, Valdimar Viðar Tómasson Fjallalind 147, Kópavogi, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut að morgni 7. janúar. Anna Karen Kristjánsdóttir Tómas Hrói Viðarsson Kristján Ari Viðarsson Steinar Viðarsson Tómas Sveinbjörnsson Sigurður S. Tómasson Eva María Grétarsdóttir Pétur Valdimarsson Anna Lára Hertervig Kristján Halldórsson Olga Guðnadóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, Guðmundur Gíslason lést 7. janúar síðastliðinn. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Erna Adolphsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Guttormsdóttir Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, laugardaginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Kristín Finndís Jónsdóttir Jón Helgi Jónsson Ragna Sólveig Eyjólfsdóttir Gunnar Magnús Jónsson María Stefánsdóttir og ömmubörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur minnar, mágkonu og frænku okkar, Önnu Steinunnar Sigurðardóttur Drápuhlíð 39. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík fyrir hlýhug og góða umönnun. Flosi Hrafn Sigurðsson Hulda Sigfúsdóttir Ágústa Lyons Flosadóttir Sigurður Flosason Þrítugasta vetrarmót norrænna jarð- fræðinga stendur nú yfir í Hörpu og sækja það um 300 manns. Mótin eru haldin á tveggja ára fresti á Norður- löndunum fimm, þannig að tíunda hvert ár koma þau í hlut Íslendinga. „Þessi þing varpa góðu ljósi á fjölbreytileika og gæði rannsókna sem fara fram á Norðurlöndunum,“ segir doktor Þor- steinn Sæmundsson, formaður Jarð- fræðafélags Íslands. Sjö meginþemu eru á ráðstefnunni og undir þeim rúm- lega 30 undirþemu eftir umfjöllunar- efnum, að sögn Þorsteins sem telur upp ísaldarjarðfræði, eldfjallafræði, jökla- fræði, landmótunarfræði, veðurfræði og jarðskjálfta. „Það eru öll jarðvísindi undir. Við erum líka að tala um olíujarð- fræði, jarðhitann og fleira. Það er bara verst að geta ekki hlýtt á öll erindin, þau eru svo fróðleg.“ Af spennandi rannsóknum sem fjallað er um á ráðstefnunni nefn- ir Þorsteinn eina sem Jan Mangerud, prófessor frá Bergen, lýsti í allsherjar- fyrirlestri í gær sem allir gestirnir gátu setið. „Við Úralfjöllin hafa fundist 33 þúsund ára mannvistarleifar norðan við heimskautsbaug og spurningin er hvort þar hafi nútímamaðurinn verið á ferð eða Neanderdalsmaðurinn. Þetta er langt norðan við þau mörk sem talið er að Neanderdalsmaðurinn hafi búið á í Evrópu.“ Annar allsherjarfyrirlestur var um veðurfars- og sjávarstöðubreytingar sem hinn þýski Stefan Rahmstorf hélt. „Rahmstorf er einn allra fremsti vís- indamaður heims í sínu fagi og það var mjög gaman að fá hann hingað,“ segir Þorsteinn. Hann gleymir heldur ekki íslensku kollegunum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni sem var með fyrirlest- ur um áhrif sprengigosa, Helga Björns- syni sem fjallaði um jöklarannsóknir á Íslandi og útlitið í upphafi 21. aldar né Þóru Árnadóttur sem heldur fyrirlestur á morgun um aflögun jarðskorpunnar á Íslandi. „Svo hélt forsetinn okkar, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, flotta ræðu við setningu mótsins. Það hefði mátt halda að hann væri jarðfræðingur þegar hann stóð í pontu.“ Þrjár ferðir eru skipulagðar í dag til að gefa mótsgestum kost á að sjá Ísland í vetrarklæðnaði, á Reykjanesið, að Eyjafjallajökli og um gullna hringinn. „Það er erfitt að skipuleggja janúarferð- ir um Ísland löngu fyrirfram en veðr- ið virðist ætla að leika við okkur, sam- kvæmt spánni,“ segir Þorsteinn. „Nú verðum við bara að vona að vegirnir séu færir.“ gun@frettabladid.is DR. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON: 30. VETRARMÓT NORRÆNNA JARÐFRÆÐINGA Verst að geta ekki hlýtt á öll erindin, þau eru svo fróðleg DR. ÞORSTEINN SÆMUNDSSON „Þingið varpar góðu ljósi á fjölbreytileika og gæði rannsókna sem fara fram á Norðurlöndunum,“ segir Þorsteinn um þrjátíu ára afmælismót norrænna jarðfræðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.