Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 4
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4
Ég var ekki látin vita af þessu, mér
var ekki gert viðvart.
ÁLFHEIÐUR INGADÓTTIR
FYRRVERANDI HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
HEILBRIGÐISMÁL „Mér er algjörlega
misboðið með þessari ákvörðun.
Hún er vissulega fyrsta skref, en
þetta er hluti af svo miklu stærra
og meira máli,“ segir Álfheiður
Ingadóttir, formaður velferðar-
nefndar Alþingis og fyrrverandi
heilbrigðisráðherra.
Að mati Álfheiðar á umsvifa-
laust að bjóða öllum konum með
P.I.P. brjóstafyllingar að láta fjar-
lægja púðana þeim að kostnaðar-
lausu. Kostnaðinn eigi ríkið svo að
sækja á það fyrirtæki sem flutti
inn púðana annars vegar, og setti
þá í konurnar hins vegar. Í þessu
tilviki er þetta einn og sami aðil-
inn, Jens Kjartansson, lýtalæknir
og yfirlæknir lýtalækningadeilda
á Landspítalanum.
Ríkisstjórnin ákvað í gær að
bjóða öllum þeim 440 konum sem
fengið hafa P.I.P. púðana á árunum
2000 til 2010 og eru með íslensk-
ar sjúkratryggingar að koma í
ómskoðun sér að kostnaðarlausu til
að kanna ástand púðana. Séu púð-
arnir lekir tekur ríkið þátt í kostn-
aði við að fjarlægja þá. Áætlaður
heildarkostnaður vegna þessa er á
bilinu 800.000 til 6.000.000 króna.
Álfheiður var heilbrigðisráð-
herra í apríl árið 2010, en þá barst
landlæknisembættinu tilkynning
um að P.I.P. púðarnir hefðu verið
teknir af markaði í Evrópu. Þeir
hafa þó verið bannaðir í Banda-
ríkjunum síðustu tíu ár. Embættið
hafði eftir litsskyldu með innflutt-
um læknavörum á þeim tíma, en
nú er það í höndum Lyfjastofnunar.
Geir Gunnlaugsson landlækn-
ir segist hafa tekið þá ákvörðun
þegar tilkynningin barst árið 2010
að senda út bréf til allra lýtalækna
og láta það í þeirra hendur að veita
sjúklingum sínum upplýsingarnar.
Hann veit ekki til þess að púðarnir
hafi verið settir í eftir að upplýs-
ingarnar bárust.
Álfheiði barst ekki tilkynning
um málið í sinni ráðherratíð.
„Ég var ekki látin vita af þessu
máli, mér var ekki gert viðvart,“
segir hún. „En mér þykja það mjög
mikil tíðindi að púðarnir hafi verið
bannaðir í tíu ár í Bandaríkjunum.
Mér þykir afar skrýtið að það bann
hafi ekki borist hingað fyrr en árið
2010.“
Í Fréttablaðinu í febrúar á síðasta
ári kom fram að landlæknir hafi
ekki upplýsingar um brjóstastækk-
anir sem gerðar eru á Íslandi. Þar
er haft eftir landlækni að verið sé
að kalla eftir þeim upplýsingum, en
það gangi treglega að fá þær.
Geir segir að nú hljóti sérfræð-
ingar að sjá að það liggi á upplýs-
ingunum í ljósi umræðunnar.
„Við vonumst til þess að vera
búin að fá þessar upplýsingar í
vikulok,“ segir hann.
sunna@frettabladid.is
GENGIÐ 10.01.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
217,9961
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,43 124,01
190,91 191,83
157,90 158,78
21,230 21,354
20,607 20,729
17,889 17,993
1,6053 1,6147
188,79 189,91
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson
orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
facebook.com/siminn.is
50% afslátturaf öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest gæsluvarðhaldsúrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur yfir karl-
manni sem er grunaður um að
hafa smyglað um tíu kílóum af
amfetamíni, rúmlega átta þúsund
MDM- töflum og umtalsverðu
magni af sterum til landsins.
Manninum er gert að sæta
gæsluvarðhaldi til 31. janúar.
Hann er sakaður um að hafa
reynt að smygla fíkniefnum til
Straumsvíkur frá Hollandi í októ-
ber á síðasta ári.
Tveir menn sitja í gæsluvarð-
haldi vegna málsins. - jss
Grunaður um eiturlyfjasmygl:
Gæsluvarðhald
framlengt Álfheiði misbýður lausn
ríkisins vegna sílíkonpúða
Formaður velferðarnefndar og fyrrverandi heilbrigðisráðherra telur að ríkið ætti að bjóða öllum konum
með P.I.P. fyllingar að láta fjarlægja þær þeim að kostnaðarlausu. Landlæknir vissi af gallanum árið 2010.
SÍLÍKONHAUGUR Í SUÐUR-FRAKKLANDI Efnt var til mótmæla við höfuðstöðvar Poly Implant Prostheses (PIP) í Suður-Frakklandi
síðasta vor. Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða þeim 440 konum sem fengið hafa P.I.P. brjóstafyllingar og eru tryggðar að koma í
ókeypis ómskoðun til að skoða púðana og láta fjarlægja þá séu þeir lekir. NORDICPHOTOS/AFP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
17°
6°
8°
8°
8°
6°
7°
7°
22°
11°
17°
8°
23°
0°
9°
15°
4°Á MORGUN
Hæg vestlæg eða
breytileg átt, vaxandi
vindur um kvöldið.
FÖSTUDAGUR
Strekkingur V-lands
annars hægari.
3
54
6 5
-6
-5
-5
-5-5
0
1
-2
-1
-3
-3
-4
-5
-2
-1
-9
6
8
7
5
6
12
7
23
7
185
11
4
FROST OG ÞÍÐA
Það lítur út fyrir
frost á landinu í
dag og á morgun
en svo hláku þegar
kemur fram á
föstudag. Sunnan
og vestan til verður
einnig talsverð
rigning og þar má
því búast við asa-
hláku. Hvort hlákan
dugar til að taka
upp snjó og klaka
er alls óvíst.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
MENNTUN Nýr leikskóli verður
formlega tekinn í notkun í Garða-
bæ í dag. Fyrstu börnin hafa þó
verið þar frá því á mánudag.
Leikskólinn Akrar er eini leik-
skólinn á höfuðborgarsvæðinu
sem hefur verið í byggingu und-
anfarið ár, en hann er 814 fer-
metrar og hefur verið rúmt ár í
byggingu.
Með tilkomu nýja leikskól-
ans verður áfram hægt að bjóða
öllum börnum leikskólapláss um
átján mánaða aldur. Um hundrað
börn munu geta verið í leikskól-
anum, í fjórum deildum. - þeb
Tekinn í notkun í Garðabæ:
Hundrað börn í
nýjum leikskóla
LEIKSKÓLABÖRN Fjórar deildir fyrir 100
börn verða í leikskólanum Ökrum.
HEILBRIGÐISMÁL Oddfellowreglan hefur
undirritað viljayfirlýsingu um að regl-
an færi Landspítalanum að gjöf fram-
kvæmdir við líknardeildina í Kópavogi.
Eins og komið hefur fram í Frétta-
blaðinu á að sameina starfsemi líknar-
deildanna á Landakoti og í Kópavogi með
fjölgun rúma í Kópavogi. Við samein-
inguna fækkar þó rúmum í heild.
Að því er kemur fram í frétt
Oddfellow reglunnar varð líknardeildin
í Kópavogi að veruleika 1. ágúst 1997
fyrir tilstilli reglunnar á 100 ára afmæli
hennar. „Hún hefur síðan komið með öfl-
ugum hætti að stækkun deildarinnar,
opnun dag- og göngudeildar hennar og
gerð kapellunnar þar,“ segir á vefsíðu
Oddfellowa. Eins og við fyrri áfanga
líknardeildarinnar mun Oddfellowregl-
an taka að sér að framkvæma og kosta
nauðsynlegar breytingar á húsi átta, þar
sem verður dag- og göngudeild, og á húsi
níu þar sem verður legudeild. Þetta verð-
ur gert í samráði við starfsmenn rekstr-
arsviðs Landspítala sem einnig leggur til
hönnun breytinganna og nauðsynlegar
framkvæmdir utanhúss.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdum
við hús níu ljúki 1. apríl næstkomandi og
að við hús átta verði verklok 1. október á
þessu ári. Heildarkostnaðurinn er áætl-
aður 101 milljón króna. - gar
Landspítalinn fær öflugan stuðning Oddfellow-reglunnar við stækkun líknardeildar sinnar í Kópavogi:
Gefur vinnu og búnað í 101 milljónar framkvæmd
LÍKNARDEILDIN Í KÓPAVOGI Oddfellow-reglan hefur haft veg og
vanda af uppbyggingu líknardeildar í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA