Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 2012 11 HEATHROW Smygl á 63 skammbyssum til Bretlands er litið alvarlegum augum í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/A BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi land- gönguliði í Bandaríkjaher á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi fyrir smygl á skammbyssum til Bretlands. Maðurinn, sem heitir Steven Neal Greenoe, játaði brot sitt, en hann bíður dóms í Greenville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Saksóknari segir manninn hafa falið 63 skammbyssur í far- angri sínum í nokkrum flugferð- um til Bretlands, en þar seldi hann vopnin. Bent er á að fátítt sé að breskir lögreglumenn beri vopn og það auki alvarleika brotsins. - óká Smyglaði byssum í flugi: Gæti setið inni í allt að 30 ár DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært meintan dópsala fyrir Héraðs- dómi Reykjaness. Manninum er gefið að sök að hafa í maí á síðasta ári verið með rúmlega níutíu grömm af mar- ijúana og tóbaksblandað kanna- bisefni sem hann ætlaði að selja. Efnin fundust við húsleit lög- reglu á heimili hans í Kópavogi. Þá reyndist maðurinn einnig vera með fimmtán þúsund krónur í reiðufé sem hann hafði fengið fyrir fíkniefni. Ákæruvaldið krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og að fíkniefnin og fjármunirnir verði gerð upptæk. - jss Með dóp og fjármuni: Ákærður fyrir fíkniefnasölu GRÆNLAND Leif Fontaine, for- maður Samtaka sjómanna og veiðimanna á Grænlandi, segir fjölgun sela við landið vera tif- andi sprengju. Hann segir fæðuna við norður- pólinn ekki vera nóga fyrir þær milljónir sela sem séu á svæðinu vegna banns Evrópusambands- ins við viðskiptum með sela- afurðir. Að sögn formannsins má sjá sel um allt norðurskautið. Hann vill að dönsk yfirvöld þrýsti á Evrópusambandið í þeim tilgangi að aflétta banninu sem hafi áhrif á viðskipti með sela- afurðir um allan heim. - ibs Grænlendingar áhyggjufullir: Fjöldi sela tif- andi sprengja ALMANNATRYGGINGAR Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 12,6 millj- arða króna árið 2011 miðað við árið á undan eða um 23 prósent samkvæmt bráðabirgðauppgjöri. Alls námu heildar- útgjöldin um 67,2 milljörðum, að því er kemur fram á vef velferðarráðuneytisins. Skýringar á auknum útgjöldum eru sagðar þríþættar. Í fyrsta lagi ákváðu stjórnvöld að hækka bætur lífeyrisþega í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í vor. Útgjöld vegna þess námu rúmum sex milljörðum króna. Í því fólst hækkun bóta um 8,1 prósent og 50.000 króna eingreiðsla til lífeyrisþega í júní síðastliðnum auk sérstaks álags sem bættist á orlofs- og desemberuppbót líf- eyrisþega. Í öðru lagi skýrast aukin útgjöld af því að fjármagnstekjur lífeyrisþega og tekjur þeirra úr lífeyrissjóðum hafa lækkað. Þar með hefur réttur þeirra til bóta almanna- trygginga aukist. Í þriðja lagi fjölgaði ellilífeyrisþegum um 4,6 prósent frá árinu 2010 til 2011. Sú fjölgun skýrist annars vegar af hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og hins vegar af því að fleiri eiga nú rétt til almannatrygg- inga en áður vegna fyrrnefndrar tekju- skerðingar. - ibs Útgjöld vegna bóta almannatrygginga jukust um 23 prósent milli ára: Heildarútgjöld Tryggingastofnunar 67,2 milljarðar TRYGGINGASTOFNUN Útgjöld til bóta vegna almannatrygg- inga jukust um 12,6 milljarða. Ofurpotturinn stefnir í 3.450 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is FYRSTI VINNINGUR STEFNIR Í 250 MILLJÓNIR ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 11. JANÚAR 2012 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 SÖ LU LÝ KU R KL . 1 7 LÖGREGLUMÁL Líkamsárás var nýverið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Að sögn lögreglu átti árásin sér stað í heimahúsi í bænum. Þar hafði maður, sem var gestkom- andi á heimilinu, orðið fyrir árás. Hann mun hafa verið sleginn í höfuðið með flösku. Afleiðingarn- ar voru þær að maðurinn hlaut skurð á höfði sem þurfti að loka með sjö sporum. Ástæða árásarinnar er enn óljós en lögreglan í Vestmanna- eyjum rannsakar málið. - jss Líkamsárás kærð í Eyjum: Sleginn með flösku í höfuð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.