Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Nýir bílar11. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 3 Tveir nýir bílar frá Hyundai koma til landsins nú í vetur. Þetta eru annars vegar ný kynslóð af fólksbílnum i30 og hins vegar glænýr bíll frá Hyundai sem heitir i40,“ segir Bjarni Sigurðsson, sölustjóri Hyundai og Renault hjá Ingvari Helgasyni og B&L. Vinsæll bíll i30 er að sögn Bjarna frábær bíll í alla staði. „Hann kemur í stað hins mjög s vo á reiða n- lega i30 bíls sem við höfum selt í miklu magni undanfarin ár,“ segir Bjarni. Hin nýja útgáfa hefur fengið fágað útlit en aðrar breyting- ar er ný 1,6 dísilvél sem skilar 126 hestöflum. „Þrátt fyrir að vélin sé stærri mengar hún innan við 100g sem er besti árangur hjá nokkrum bílaframleiðanda í þessum stærðar- flokki með þetta öfluga vél,“ upplýs- ir Bjarni. Hann segist bíða í ofvæni eftir að kynna nýja i30 til sögunnar en verðið verður frá 3.090.000 krón- ur miðað við núverandi forsendur. i40 í stað Sonata i40 er nýr bíll frá Hyundai sem kynntur verður til sögunnar í vetur. „Hyundai i40 tekur við af hinum mjög svo lofaða Hyundai Sonata, bíl sem fyrir löngu hefur sannað ágæti sitt og endingu meðal annars hjá leigubílstjórum,“ segir Bjarni. Hann telur i40 setja ný viðmið hjá Hyundai hvað varðar hönnun og glæsileika. „Þetta er bíll fyrir vandláta.“ Uppgefin eyðsla á sjálfskipt- um i40 með 136 hestafla dísilvél er ekki nema 5,1 lítri á hverja 100 km í langkeyrslu en beinskiptur fer hann í 4,1 lítra og mengar ekki nema 119g. Ný fólksbílalína Renault Ingvar Helgason og B&L kynnir nýja fólksbílalínu Renault laugar- daginn 14. janúar næstkomandi. „Þar ber helst að nefna hinn rúmgóða Renault Meg- ane III Sport Tourer en það er þriðja k y nslóð a f skutbílaút- færslunni af Megane,“ segir Bjarni. N ý i b í l l - inn er nokkuð stærri en forverinn og er þarna á ferðinni fjölskyldubíll með miklu skottplássi. „Lítil eyðsla, hagstætt verð og mikið rekstraröryggi gerir þetta líklega að bestu bílakaupun- um í dag,“ útskýrir hann. Eyðslan á sjálfskipum dísil skutbíl er uppgefin aðeins 3,7 lítr- ar á hverja 100 km í langkeyrslu. „Eftir okkar bestu upplýsing- um er hún sú lægsta sem þekk- ist hjá nokkrum sjálfskiptum bíl í þessum flokki,“ segir Bjarni og bætir við að bíllinn mengi lítið eða 110g, sé þar með visthæfur bíll hjá Reykjavíkurborg og fái því frítt í stæði ásamt því að greiða ein- ungis lámarks bifreiðagjald eða 5.000 kr. tvisvar á ári. Sjálfskipt útgáfa bílsins kostar 3.690.000 kr. sem þykir afar hagstætt. „Til stóð að kynna bílinn mun fyrr en þar sem allir bílar seldust áður en þeir komu til landsins var ákveð- ið að bíða með það þar til nægjanlegt magn væri komið í framleiðslu fyrir okkur til að anna eftirspurn.“ Tveir nýir frá Hyundai og ný fólksbílalína frá Renault Í vetur koma tveir nýir bílar til landsins úr smiðju Hyundai. Annars vegar fólksbíllinn i30 og hins vegar i40 sem tekur við af Hyundai Sonata. Þá kynnir Ingvar Helgason nýja fólksbílalínu frá Renault í janúar. Meðal annars hinn rúmgóða Renault Megane III Sport Tourer. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri nýrra bíla. Hyundai i40 Hyundai i30 Nú í febrúar er væntanlegur til lands-ins nýr og spennandi fjórhjóladrifs-bíll frá Subaru. Þetta er tímamótabíll sem er enn ein skrautfjöðrin í hatt Subaru sem er þekkt fyrir mikil gæði og áreiðan- leika,“ segir Rúnar Bridde, sölustjóri Subaru og Nissan hjá Ingvari Helgasyni. Bíllinn sem um ræðir ber nafnið XV og flokkast sem eins konar sportjeppi. „Subaru XV er mjög umhverfisvænn og er CO út- blástur ekki nema 153 g/km sem þykir mjög lágt fyrir bíl með 2,0 lítra bensínvél, sjálf- skiptur og fjórhjóladrifinn,“ segir Rúnar og bætir við að eldsneytiseyðsla sé einkar lág, eða aðeins 6,6 lítrar í blönduðum akstri. „Subaru XV verður boðinn hér á Íslandi með ríkulegum búnaði og má sem dæmi nefna bakkmyndavél, VDC-skriðvörn, 17“ ál- felgur, fullkominni og nýrri CVT stiglausri skipt- ingu sem lágmarkar elds- neytiseyðslu, Bluetooth- símabúnaði og svo mætti lengi telja,“ telur Rúnar upp. Hann segir athygli vekja hve veghæð bíls- ins sé mikil, en hún er 22 cm, sem sé það mesta sem þekkist í þessum flokki bíla. „Það er því ljóst að Subaru XV er eins og sérsniðinn fyrir ís- lenskar aðstæður,“ segir hann. Áætlað söluverð á Subaru XV, ríkulega búnum, er um 5,6 milljónir. Spennandi dísilvélar Von er á nýjum og mjög spennandi dísilvél- um í Nissan Qashqai nú í febrúar og mars á þessu ári. „Stærsta nýjungin frá Nissan á þessu ári er gríðarlega öflug og spar- neytin 1,6 lítra dísilvél sem skilar 130 hestöf l- um og 320 NM í togi en það gerir hana að kraft- mestu 1,6 lítra dísilvél í heim- inum,“ segir Rúnar og bætir við að þrátt fyrir þetta sé vélin einkar umhverfis væn. CO útblástur sé ekki nema 135g og eldsneytiseyðslan einungis 5,1 lítri í blönduðum akstri. „Það er sérlega lágt miðað við fjórhjóladrifinn jeppling.“ Qashqai verður í boði með þessa vél í SE útfærslu sem er mjög ríkulega búinn bíll. „Rúsínan í pylsuendanum er svo verðið en beinskiptur Nissan Qashqai SE 1,6 dCI mun kosta aðeins 4.990.000 krónur. Í lok mars verður kynntur Nissan Qashqai með nýrri og endurbættri 2,0 lítra dísilvél í sjálfskiptri SE útfærslu. Sem fyrr er verðið hagstætt, 5.990.000 krónur sem er hagstæð- asta verð á sjálfskiptum dísiljepplingi í dag að sögn Rúnars. Meðal staðalbúnaðar í Niss- an Qashqai má nefna bakkskynjara, hand- frjálsan Bluetooth-símabúnað, litaðar aftur- rúður, stillanlegt fjórhjóladrif, tvískipta sjálf- virka tölvustýrða loftkælingu og margt fleira. Spennandi nýjungar í boði Nokkrar nýjungar verða í boði hjá Subaru og Nissan þetta árið. Subaru XV sportjeppinn er glæsilegur á að líta og umhverfisvænn. Þá er von á nýjum dísilvélum í Nissan Qashqai í febrúar. Rúnar Bridde sölustjóri veit meira. Rúnar Bridde, sölu- stjóri nýrra bíla. Subaru XV Nissan Qashqai Renault Megane III Sport Tourer

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.