Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 46
11. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26LÖGIN VIÐ VINNUNA LA BOHÈME GIACOMO PUCCINI HULDA BJÖRK GARÐARSDÓTTIR GISSUR PÁLL GISSURARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR GARÐAR THÓR CORTES ÁGÚST ÓLAFSSON HRÓLFUR SÆMUNDSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON LEIKSTJÓRI: JAMIE HAYES LEIKMYND: WILL BOWEN BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LÝSING: BJÖRN BERGSTEINN GUÐMUNDSSON MIÐASALAN HEFST Á MORGUN KL. 12 Í SÍMA 528 5050 OG Á HARPA.IS FRUMSÝNING 16. MARS KL. 20 50% afslátturaf öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans facebook.com/siminn.is „Tónlistin hefur komið auðveldlega og hljómar mjög vel. Við skemmt- um okkur mjög vel,“ segir banda- ríski upptökustjórinn Jacquire King. King er staddur hér á landi og stýrir nú upptökum á nýjum lögum hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Einhverjum laganna verður mögulega bætt við plötuna My Head Is an Animal sem hljómsveit- in sendi frá sér hér á landi í fyrra, en kemur út á heimsvísu á vegum útgáfurisans Universal í ár. „Við ætlum að reyna að klára fimm lög og það hefur gengið mjög vel,“ segir King, sem býr í Nashville í Bandaríkjunum og hefur tekið upp með hljómsveitum á borð við Kings of Leon, Cold War Kids og Modest Mouse ásamt tón- listarfólki á borð við Noruh Jones og Tom Waits. Hann stýrði til að mynda upptökum á plötunni Only by the Night með Kings of Leon, sem hefur selst í milljónum eintaka um allan heim. En hvernig finnst honum að vera staddur á norður í Atlantshafi að vinna með ungri, íslenskri hljómsveit? „Allar hljómsveitir sem hafa orðið stórar byrja einhvers staðar. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og ég nýt þess að dvelja á Íslandi,“ segir King. „Ég hef gaman af því að vinna með ungum listamönnum og hjálpa þeim að læra á plötugerð- arferlið. Ég sýni þeim það sem ég kann og er hluti af ferlinu. Það er spennandi.“ Maureen Kenny hjá Universal- útgáfunni kynnti King fyrir Of Monsters and Men í október á síð- asta ári. Hann hafði ekki heyrt um hljómsveitina, en varð að eigin sögn mjög áhugasamur um að taka að sér verkefnið fljótlega eftir að hann heyrði tónlistina. „Ég heyrði strax að þau væru hæfileikarík og vel spilandi. Þau voru búin að gera plötu sem ég hefði haft gaman að því að gera. Lögin eru góð og hljómsveitin flytur þau vel,“ segir hann. „Ástæðan fyrir því að ég vildi koma til Íslands var sú að þau gerðu plötuna sjálf og stóðu sig vel. Mér fannst mikilvægt að koma til þeirra og taka upp þráðinn þar sem þau skildu við hann, í staðinn fyrir að fá þau til Bandaríkjanna og gera allt öðruvísi. Ég vildi ekki að nýju lögin yrðu frábrugðin þeim sem eru á plötunni.“ Jacquire King dvelur á landinu í tvær vikur í viðbót, en segist ekki búast við að gera margt annað en að vinna með Of Monsters and Men. „Veðrið býður ekki upp á margt annað,“ segir hann í léttum dúr. „Ég dvel í miðbænum og þegar veðrið er í lagi fer ég í göngutúra. Ég fór í nýja tónlistarhúsið í gær sem er ótrúlega falleg bygging. Ég vona að ég komist meira út um næstu helgi.“ atlifannar@frettabladid.is JACQUIRE KING: VIÐ SKEMMTUM OKKUR MJÖG VEL Þekktur upptökustjóri með Of Monsters and Men „Hann bauðst til þess að hita upp fyrir okkur ef við myndum koma saman á nýjan leik,“ segir Biggi í Maus um kollega sinn Gisj í Maus. Gisj van Veldhuizen og félagar í Maus hafa ákveðið að breyta nafninu sínu í Mauz. Ástæðan er sú að Biggi í Maus kvartaði yfir nafni hollensku sveitarinnar, enda hefur hljómsveitin hans einka- réttinn á nafninu í Evrópu. Engu að síður munu Gisj og félagar spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi á fimmtudaginn undir nafninu Maus því of seint var að breyta því í tæka tíð. „Þetta var allt á vingjarnlegu og fallegu nót- unum,“ segir Biggi um tölvupóst- inn sem hann fékk frá Gisj í gær. Biggi óttaðist að aðdáendur hinnar íslensku Maus héldu að hún ætlaði að spila á Eurosonic og sú var raunin. „Þetta er svo lítill heimur. Um leið og þeir voru aug- lýstir á Eurosonic byrjaði ég að fá tölvupóst um hvort við værum að fara að spila. Eftir að internetið kom geta tvær hljómsveitir ekki lengur heitið sama nafni.“ Biggi og félagar í Maus spiluðu síðast saman í október 2004, eða fyrir rúmum sjö árum. Aðspurður segist hann ekki búast við endur- komu í bráð, enda búa tveir liðs- menn Maus erlendis. En kemur til greina að Mauz hiti upp fyrir Maus ef af henni verður? „Auðvitað. Það yrði ógeðslega flott en ég ætla ekki að borga undir þá flugfarið.“ - fb Mauz vill hita upp fyrir Maus MÁLIÐ TIL LYKTA LEITT Biggi í Maus er ánægður með að hin hollenska Maus ætli að breyta nafninu sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hlaupagarpurinn Guðmundur Guðnason brá á það ráð á dögunum að setja tréskrúfur undir hlaupaskóna sína til að geta fótað sig í hálk- unni. „Ég var búinn að leita lengi að einhverri lausn sem virkar hvort sem maður er í hálku eða á beru malbiki,“ segir Guðmundur, sem hleypur fimm daga vikunnar, sama hvernig viðrar. Samanlagt um 70 til 90 kílómetra. „Ég sá hvernig ástandið var síðasta föstudag. Það var búin að vera glerhálka og ég ætlaði að hlaupa á laugardagsmorgun, þannig að ég græjaði þetta á föstudagskvöldið. Ég fór inn í bílskúr, fann mér tréskrúfur og skellti þeim undir gamla hlaupaskó sem ég átti og þetta svínvirkaði.“ Guðmundur setti myndir af „nýju“ hlaupaskónum sínum á Facebook og vöktu þær mikla athygli hlaupafélaga hans. „Þeir voru að forvitnast hvernig þetta hefði gengið. Einhverj- ir ætluðu að græja þetta strax fyrir sig.“ Ekki veitir af því enda hafa margir dottið illa í hálkunni að undanförnu, þar á meðal vinur hans sem fór út að hlaupa og rotaðist eftir að hafa runnið á hausinn. „Það er stórhættulegt oft og tíðum þetta færi, þannig að ég er ánægð- ur með að vera kominn með einhverja lausn.“ Guðmundur vakti athygli í sumar þegar hann hljóp í kringum landið til styrktar krabba- meinsveikum börnum ásamt eiginkonu sinni og tveimur öðrum. Sjálfur hleypur hann í vinnuna á hverjum morgni úr Garðabæ til Reykjavíkur og var einmitt fljótari á staðinn í gærmorgun en vinnufélagi hans sem kom akandi úr Hafn- arfirðinum, enda umferðin afar hæg vegna slæmrar færðar. - fb Með tréskrúfur undir hlaupaskónum Í STARTHOLUNUM Guðmundur í hlaupagallanum rétt áður en hann hljóp heim úr vinnunni seinni partinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í HLJÓÐVERINU Jacquire King ásamt hljómsveitinni Of Monsters and Men. Hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Kings of Leon og Modest Mouse, en er nú mættur til landsins til að taka upp með Of Monsters and Men. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég hlusta mest á Cörlu Bruni og Mugison. Hann er alveg að slá í gegn núna.“ Heiða Björg Bjarnadóttir hjá Myconcept- store.is alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.