Fréttablaðið - 11.01.2012, Blaðsíða 18
11. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR4
UPPLÝSINGATÆKNI
Þórður Snær Júlíusson skrifar
thordur@frettabladid.is
Fjárfestingafélagið Títan, sem er
í eigu Skúla Mogensen, greiddi
alls um 140 milljónir króna fyrir
5,17% hlut sem félagið eignaðist
í Skýrr í síðustu viku. Kaupverð-
ið var greitt með reiðufé. Miðað
við það verð sem Títan greiddi
fyrir hlutinn er heildarvirði hluta-
bréfa Skýrr tæplega 2,8 milljarð-
ar króna.
Tilkynnt var um kaup Títans Í
Skýrr á laugardag. Þá var einnig
sagt frá því að Skúli myndi setjast
í stjórn Skýrr á næsta aðalfundi
félagsins. Um hlutafjáraukningu
var að ræða og því þynntist eign-
arhlutur annarra eigenda Skýrr út
samhliða kaupum Títans. Fram-
takssjóður Íslands (FSÍ) er eftir
sem áður langstærsti einstaki eig-
andi Skýrr með um 75% eignar-
hlut. Til viðbótar eru um 40 aðrir
hluthafar í félaginu.
Skúli segir kaupin koma í
kjölfar þess að Skýrr keypti
allt hlutafé í Thor Data Center í
nóvember, en hann átti 33,7% hlut
í því félagi. „Það má eiginlega
segja að ég hafi kynnst Skýrr al-
mennilega í viðræðunum um Thor
Data Center sem leiddi til þess að
ég tók þá ákvörðun að fjárfesta í
félaginu. Það kom mér skemmti-
lega á óvart hvað það hafði náð
miklum árangri á skömmum
tíma.“ Spurður um hvort til greina
komi að auka við eignarhlut sinn
í Skýrr segist Skúli alls ekki vilja
útiloka það.
Gestur G. Gestsson, for-
stjóri Skýrr, segir kaup Títans
ekki tengjast viðskiptunum með
gagnaverið Thor Data Center að
öðru leyti en að aðilar hafi kynnst
í gegnum þær viðræður. Hluta-
fjáraukningin í Skýrr nú sé ekki
hluti af greiðslu fyrir hluti í Thor,
fyrir það félag hafi verið greitt
með reiðufé. Gestur vill þó ekki
gefa upp kaupverðið á Thor. „Að
ósk seljenda höfum við ekki gefið
það upp. Við höfum þó látið hafa
eftir okkur að kaupin hafi verið
hagkvæmari en að fara út í eigin
uppbyggingu á svona þjónustu.
Verðmiðinn var lægri en kostn-
aðarmat á eigin uppbyggingu.
Þar skipti miklu máli að það voru
komnir inn bæði innlendir og er-
lendir viðskiptavinir.“
Thor Data Center tapaði 146
milljónum króna á árinu 2010
samkvæmt ársreikningi sem fé-
lagið birti í nóvember í fyrra. Í
lok þess árs var eigið fé félagsins
um 330 milljónir króna og skuld-
ir þess um 48 milljónir króna. Fé-
lagið átti um 12,3 milljónir króna
í lausafé í lok árs 2010.
Stjórn Thor Data Center veitti
félaginu heimild til að taka víkj-
andi skuldabréfalán að saman-
lagðri fjárhæð allt að 150 millj-
ónum króna í byrjun september
2011. 1. nóvember 2011 var hlutafé
Thor síðan aukið um 100 milljón-
ir króna. Hluthafar greiddu fyrir
aukninguna með því að breyta
víkjandi skuldabréfum í nýja
hluti. Skömmu síðar var Thor
selt til Skýrr fyrir ótilgreinda
upphæð.
Greiddi 140 milljónir
fyrir hlut í Skýrr
Skúli Mogensen keypti rúmlega 5% hlut í Skýrr í síðustu viku. Hann greiddi um 140
milljónir króna fyrir. Heildarvirði hluta í Skýrr um 2,8 milljarðar króna.
UMSVIFAMIKILL Skúli Mogensen hefur verið mjög sýnilegur í íslensku viðskiptalífi síðustu
ár. Félag hans hefur meðal annars fjárfest í MP banka, WOW Air, Carbon Recycling
International, Securitas og CAOZ á síðustu misserum. fréttablaðið/Valli
Tveir af þremur skilanefndarmönnum Kaup-
þings voru skipaðir í slitastjórn bankans eftir
að skilanefndin var lögð niður um síðustu
áramót. Þeir Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og Theodór S. Sigurbergsson komu inn í slit-
astjórnina eftir að Héraðsdómur Reykjavík-
ur samþykkti beiðni þar um. Steinar Þór Guð-
geirsson, fyrrverandi formaður skilanefndar
Kaupþings, var því sá eini sem hætti störf-
um fyrir þrotabú bankans um síðustu ára-
mót. Þetta kemur fram í tilkynningu á heima-
síðu Kaupþings. Fyrrverandi skilanefndar-
menn hjá Landsbankanum og Glitni hafa allir
formlega hætt störfum.
Eftir breytinguna er slitastjórn Kaupþings skipuð fjórum aðilum.
Auk Jóhannesar og Theodórs sitja þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og
Davíð B. Gíslason í henni. Í tilkynningunni segir að fjölgunin sé
„til þess fallin að styrkja slitastjórnina í þeim verkefnum sem fram
undan eru“. Fréttablaðið greindi frá því í lok síðasta árs að stefnt
sé að því að hefja nauðasamningaferli Kaupþings á öðrum ársfjórð-
ungi næsta árs. Verði nauðasamningarnir samþykktir mun Kaupþing
verða breytt í eignarhaldsfélag í eigu kröfuhafa bankans.
Stefnt að nauðasamningum Kaupþings í vor:
Tveir úr skilanefnd í
slitastjórn Kaupþings
STEINAR ÞÓR GUÐGEIRSSON
Skýrr er stærsta upplýsingatæknifyrirtæki
landsins og á meðal þeirra tíu stærstu á
Norðurlöndunum. Hjá fyrirtækinu starfa um
1.100 manns, þar af um 600 á Íslandi og um
500 í Noregi, Svíþjóð og Lettlandi. Velta Skýrr á
árinu 2011 var um 24 milljarðar króna.
Skýrr komst í eigu Framtakssjóðs Íslands í
lok árs 2010 þegar sjóðurinn keypti dótturfélag
Landsbankans, Vestia, fyrir ótilgreinda upphæð.
Skýrr var þá hluti af Teymis-samstæðunni sem
var skipt upp í tvö sjálfstæð félög í fyrra, annars
vegar fjarskiptafyrirtækið Vodafone og hins
vegar upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr.
Í kynningu sem Finnbogi Jónsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri FSÍ, hélt í síðustu
viku kom fram að FSÍ hefði greitt samtals
4.850 milljónir króna fyrir 79% hlut í Teymi (Vodafone og Skýrr) og 100% hlut
í Plastprenti. Hann tilgreindi ekki hvað var greitt fyrir hvert félag.
STÆRSTA UPPLÝSINGA-FYRIRTÆKI LANDSINS
GESTUR G. GESTSSON
Fjármálaeftirlitið (FME) lagði
dagsektir á Stapa lífeyrissjóð
frá 22. desember til 26. desemb-
er á síðasta ári. Námu sektirnar
200 þúsund krónum á dag en Stapi
varð við athugasemdum eftirlits-
ins 26. desember.
Voru sektirnar lagðar á sjóð-
inn þar sem Stapi hafði ekki orðið
við ítrekuðum kröfum FME um
úrbætur á útivistunarsamningi
sjóðsins um rekstur upplýsinga-
kerfa. Taldi FME samninginn
ekki vera í samræmi við heil-
brigða og eðlilega viðskiptahætti
samanber lög um opinbert eftirlit
með fjármálastarfsemi.
Krafa FME laut að aðgangi þess
að upplýsingum frá hýsingaraðila
sjóðsins. Þá krafðist FME þess að
athuganir eftirlitsins gætu farið
fram á vinnustöð hýsingaraðila
en FME taldi slíkar athuganir
nauðsynlegan lið í eftirliti með
upplýsingakerfum sjóðsins. Loks
laut krafan að skyldu hýsingar-
aðila til að halda skrá yfir utanað-
komandi aðila sem hefðu aðgang
að tölvukerfinu.
Breyta þurfti samningi um rekstur upplýsingakerfa:
Dagsektir lagðar á
Stapa lífeyrissjóð í
desembermánuði
FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ FME taldi samning
sem Stapi hafði gert ekki í samræmi við
eðlilega viðskiptahætti samanber lög um
opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Myndavélarisinn Olympus hefur ákveðið að kæra nítján fyrrverandi
stjórnendur fyrirtækisins fyrir að skaða fyrirtækið vegna stórfellds
misferlis og blekkinga í kjölfar misheppnaðra fjárfestinga. Fyrrum
forstjóri og núverandi stjórnar-
formaður fyrirtækisins eru í þeim
hópi.
Málið snýst um um 200 millj-
arða króna tap sem varð af fjár-
festingum Olympus frá því á
tíunda áratugnum. Stjórnendur
reyndu markvisst og kerfisbund-
ið að breiða yfir tapið og það var
ekki fyrr en í október síðastliðn-
um sem upp komst um svikin.
Michael Woodford, sem gegndi
stöðu stjórnarformanns um stutta
hríð, vakti athygli á málinu, en
hann sagði sér hafa verið bolað úr
starfi vegna aðfinnsla sinna.
Hinir kærðu eru krafðir um
skaðabætur sem nema um 5,8
milljörðum, en opinberir aðilar
hafa einnig hafið rannsókn á málinu.
Gengi Olympus hrundi eftir að hneykslið kom upp, en eftir tilkynn-
inguna í gær hækkaði gengi fyrirtækisins um 20%. - þj
Stórfellt misferli og blekkingar hjá myndavélarisanum:
Olympus kærir 19
fyrrum stjórnendur
ÁHYGGJUFULLUR Shuichi Takayama,
stjórnarformaður Olympus, er meðal
þeirra nítján fyrrverandi og núverandi
stjórnenda fyrirtækisins sem hafa verið
kærðir fyrir aðild að milljarða mis-
ferli sem lagði fyrirtækið nær að velli.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Verð á hlutabréfum Haga hækkaði um 1,78 prósent í gær og
stóð í 17,15 krónum á hlut við lokun. Hefur verð bréfanna
aldrei verið hærra en þau voru skráð í Kauphöllina í kjölfar
útboðs á genginu 13,5 í desember. Velta með bréf í Högum
var tæpar 55 milljónir króna í gær.
Einnig voru talsverð viðskipti með hlutabréf í Marel í
Kauphöllinni í gær en velta nam tæpum 75 milljónum króna.
Hækkaði verð bréfanna um 0,39 prósent og stendur í 128,5
krónum á hlut.
Heildarvelta í Kauphöllinni í gær var 143,6 milljónir króna
og hækkaði úrvalsvísitalan OMXI6 um 0,91 prósent. Hún
stendur nú í 938,45 stigum en var 910,31 stig um áramótin.
55 milljóna króna velta með bréf í Högum í gær. Lokuðu í 17,15 :
Hlutabréfaverð Haga á uppleið
FINNUR ÁRNASON, FORSTJÓRI HAGA