Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag SLYS „Í huga sjómannsins hljóta þessar mín- útur að hafa verið eins og margir klukku- tímar. Í raun tók það samt ekki nema þrjár til fjórar mínútur að ná honum um borð eftir að við sáum hann fyrst,“ segir Olve Arnes, flugstjóri björgunarþyrlunnar sem fann og bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni, bátsverja á Hallgrími SI 77, á miðvikudag. „Hann er afar sterkur maður, sérstaklega andlega, tel ég.“ Arnes segir í viðtali við Fréttablaðið að björgunin hafi gengið ákaflega vel miðað við aðstæður, en komið hefur fram að aftaka- veður var á slysstað. Arnes segir að það fyrsta sem Eiríkur Ingi sagði eftir að hann kom um borð í þyrluna voru skilaboð um að halda leitinni áfram. Gaf hann fljótt og vel mjög nákvæmar upplýsing- ar sem einfölduðu aðgerðir á slysstað. „Hann gaf strax upplýsingar sem hann taldi að gætu leitt til þess að félagar hans myndu finnast.“ Arnes segir að Eiríkur hafi verið í afar góðu ásigkomulagi. „Við ætluðum varla að trúa þessu, enda voru aðstæður hrikalegar. Sjórinn ískaldur og öldurnar búnar að færa hann aftur og aftur á kaf“, segir Arnes. Eiríkur Ingi er köfunarkennari, eins og hann greindi þyrluáhöfninni frá. „Það er engin spurning að það hefur haft mikið að segja um björgun hans enda ekki fyrir hvern sem er að komast frá þessu,“ segir Arnes. Arnes segir að endurskin af björgunargalla Eiríks Inga hafi orðið til þess að áhöfn þyrl- unnar veitti honum athygli. Þá hélt Eiríkur sér í olíutunnu en náði að veifa til þyrlunnar og gera vart við sig. Hann segir að engin tilviljun hafi ráðið því að Eiríkur Ingi fannst svo fljótt eftir að þyrlan kom á vettvang. Nákvæm staðsetning lá fyrir um slysstað vegna upplýsinga frá neyðarsendi skipsins. Rek á braki úr skipinu hafi síðan ákvarðað leitarsvæðið, sem leiddi til þess að áhöfnin kom auga á Eirík í sjónum. - shá SAMKEPPNI Samkeppniseftirlitið (SE) vill að búvörulög verði tekin til endurskoðunar til að auka sam- keppni hér á landi. Eftirlitið telur að slíkt yrði neytendum og öllu þjóðfélaginu til bóta. Þetta kemur fram í tillögum sem SE leggur fram í nýrri skýrslu um verðþró- un og samkeppni á dagvörumark- aði sem kynnt var í gær. Steingrímur J. Sigfússon, ráð- herra landbúnaðar- og samkeppn- ismála, segir ekki standa til að kollvarpa landbúnaðarstefnunni vegna samkeppnislegra ástæðna. Þó komi til greina að gera breyt- ingar á gildandi fyrirkomulagi. Í skýrslu SE segir að mikil- vægt sé að stjórnvöld grípi til aðgerða til að efla samkeppni. Það eigi ekki „síst við um mál- efni er varða vinnslu og sölu land- búnaðarafurða. Ljóst er að yfir- völd hafa ekki dregið fullnægjandi lærdóm af þeim jákvæðu áhrifum sem reynslan sýnir að heilbrigð samkeppni getur haft á ýmis svið landbúnaðar.[...]Með hliðsjón af ofangreindu telur Samkeppnis- eftirlitið m.a. mjög mikilvægt að búvörulög verði tekin til endur- skoðunar með það að markmiði að jafna samkeppnisstöðu og auka virka samkeppni á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir neyt- endum og þjóðfélaginu öllu til hagsbóta“. Steingrímur segist ánægður með skýrsluna en að ekki standi til að kollvarpa þeirri landbúnað- arstefnu sem er við lýði þrátt fyrir tillögur SE. „Þarna vegast á ýmsir ólíkir hagsmunir. Frá hreinu sam- keppnislegu sjónarmiði má færa rök fyrir slíkri endurskoðun. Hinum megin frá koma sjónarmið sem snúa að fæðuöryggi og byggð í landinu. Landbúnaður ætti sér ekki tilverugrundvöll á Íslandi ef innflutningur væri óheftur. Ég sé því ekki fyrir mér að við förum að kollvarpa landbúnaðarstefn- unni bara vegna þess að það yrði jákvætt í samkeppnislegu tilliti. Það getur komið til greina að gera breytingar á fyrirkomulaginu en þá þarf líka að ná fram öðrum markmiðum til að við getum stað- ið vörð um innlenda framleiðslu og innlendan matvælaiðnað. Við verðum að geta staðið undir 50% af matvælaframleiðslu til að stuðla að fæðuöryggi.“ - þsj/sjá síðu 10 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011 Föstudagur skoðun 16 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Háskólar Lífið 27. janúar 2012 23. tölublað 12. árgangur Ég sé því ekki fyrir mér að við förum að kollvarpa landbúnaðarstefn- unni bara vegna þess að það yrði jákvætt í samkeppnislegu tilliti. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON SJÁVARÚTVEGS - OG LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA Við ætluðum varla að trúa þessu, enda voru aðstæður hrikalegar. Sjórinn ískaldur og öldurnar búnar að færa hann aftur og aftur á kaf. OLVE ARNES FLUGSTJÓRI HÁSKÓLARFÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 KynningarblaðFrumkvöðlastarfAlþjóðlegt námSamkeppnishæfniFjölbreyttir möguleikarÖðruvísi námForskot í atvinnulífinu HJÁLPARHÖND ÚT Í ATVINNULÍFIÐHáskólinn í Reykjavík er eini háskóli landsins sem býður núverandi og fyrr-verandi nemendum sínum upp á atvinnuþjónustu.„Markmið Atvinnuþjónustunnar er að aðstoða nem-endur skólans við innkomu á vinnumarkaðinn, aðstoða þá við gerð góðrar ferilskrár og hjálpa þeim í gegnum atvinnuviðtöl,“ útskýrir Gréta Matthíasdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu HR sem einnig þjónustar fyrirtæki við að nálgast hæft starfsfólk í gegnum atvinnuauglýsingar.„Atvinnuþjónustan endurspeglar markaðinn og er mikilvæg fyrir nemendur. Fyrirtækjum þykir eftirsóknar-vert að sækja þekkingu og reynslu úr hópi útskrifaðra nemenda og störfin sem bjóðast eru oft sérfræðistörf sem tengjast viðskiptafræði, lögfræði, tölvunarfræði ogtækni- og verkfræði,“ upplýsir GrétaÍ Gréta Matthías-dóttir er ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. MYND/STEFÁN FRAMTÍÐARMARKMIÐUM NÁЄVal á námi er val á framtíð og lífsstíl. Því er mikilvægt að starfa við það sem maður hefur köllun til og nýta eldinn sem býr innra með manni gagnvart vinnunni,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður Stúdentaþjónustu HR. Hún segir sjálfsagt að leita til náms- og starfsráðgjafa við upphaf náms því sjálfsþekking sé grunnur að farsælu náms- og starfsvali.„Framtíðarstarf þarf að henta bæði áhbjóð Sigríður Hulda Jónsdóttir, for-stöðumaður Stúd-entaþjónustu HR. MYND/ANTON T rylltur áhugi minn á borgum ýtti mér út í að nýta skipti-námið við HR og ég mæli óhikað með þessu ævintýri við aðra nemendur,“ segir Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi sem er nýlentur á fósturjörðinni eftir að hafa lokið einnar annar skipti-námi við Kwantlen Polytechnic University í Vancouver í Kanada.„Ég var svo heppinn að fara utan til náms með tveimur bestu vinum mínum,“ segir Friðrik. „Við komum til Kanada um hásum-ar og höfðum nokkrar vikur til að skoða okkur um, en síðan tók við önnur og ekki síðri upplifun sem var að búa í Vancouver sem heimamaður og sækja þar ein-stakan háskóla í yndislegri borg þar sem andrúmsloftið er eins af-slappað og skemmtilegt og gerist, og stutt er í fallega náttúru, á skíði og ströndina,“ segir Friðrik sem heillaðist af fögru landi og þjóð.„Kanadamenn eru ákaf lega vinalegir og okkur leið aldrei eins og útlendingum. Skólinn var sam-bærilegur við HR en minni og með afmarkaðar bekkjarstærðir sem ég kunni afskaplega vel. Þá undrað-ist ég oft hversu kennslan var stór-kostleg, sem og uppbygging náms-ins. Þessi lífsreynsla reyndist því ekki bara ævintýrið að komast til útlanda heldur líka að sækja af-burða góða menntun og þurfa ekki að fórna henni með því að fara á spennandi stað,“ segir Friðrik sem fékk námið vestra metið í HR. „Það sem stendur upp úr er að þurfa að spjara sig uppa á eigin spýtur og kynnast öðru samfélagi, en ekki síst að eignast dýrmæta vináttu heimamanna og annarra skiptinema sem eflaust helst ævi-langt.“ Guðlaug Matthildur Jakobsdótt-ir hjá Alþjóðaskrifstofu HR segir skólann hafa um 170 samninga við háskóla í flestum heimsálfum.„Nemendur HR borga skóla-gjöld sín hér en hafa kost á eins til tveggja anna námi við skóla er-lendis, þar sem skólagjöld eru tölu-vert hærri. Þannig veitum við nem-endum færi á námi erlendis, sem annars gæti verið býsna dýrt,“ út-skýrir Guðlaug, en á síðasta ári sendi HR yfir 90 íslenska nemend- ur utan til skiptináms og tók á móti um 150 erlendum skiptinemum til Íslands. „HR leggur mikla áherslu á að nemendur öðlist alþjóðlega færni, eins og tungumálakunn-áttu og menningarlæsi. Skipti-nám erlendis eykur víðsýni og gildi námsins. Reynslan er góð og nemendur koma sáttir og ánægð-ir til baka. Skiptinámið lítur vel út á ferilskránni og eykur án efa samkeppnishæfi einstaklingsins á vinnumarkaði. Það sem situr eftir eru vinabönd úti um allan heim og ævintýrið sjálft – skipti-námsdvölin. Því þegar nemendur stíga út fyrir þægindarammann bíða þeirra töfrar og draumar sem rætast.“ Draumar sem rætastNám við Háskólann í Reykjavík felur í sér óvænt ævintýr og upplifanir fyrir nemendur sem velja skiptinám við erlenda háskóla sem hluta af háskólanámi sínu. Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi segir hafa komið sér á óvart hversu auðvelt er að fara út í skiptinám og hvetur háskólanema til að skoða vel þennan möguleika innan HR. MYND/HAG Háskólinn í Reykjavík er öflugur háskóli í nánum tengslum við atvinnulífið. „Við einbeitum okkur að þeim fagsviðum sem liggja til grundvallar atvinnu- lífinu, en kjarnasvið HR eru tækni, viðskipti og lög. Þar hefur háskólinn byggt upp framúrskarandi nám og öflugt rannsóknar- og nýsköpunarstarf,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Í dag er HR öflugastur íslenskra háskóla á þessum sviðum. Við útskrifum tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, helming þeirra sem klára viðskipta- menntun og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. Háskólinn í Reykja- vík er enn fremur öflugastur í rannsóknum á þessum kjarnasviðum.“ Ari Kristinn segir HR leggja áherslu á virk tengsl við atvinnulíf- ið. „Við fáum sérfræðinga úr atvinnulífinu til að koma að kennslu og sækjum raunhæf verkefni sem nemendur vinna í samstarfi við fyrir- tæki og stofnanir. Þannig er tryggt að hinn sterki fræðilegi grunnur sem nemendur fá í náminu sé vel tengdur við viðfangsefnin sem tekist er á við í atvinnulífi nútímans. Áhrif þessa sjást skýrt í því hversu eftir- sóttir útskrifaðir nemendur HR eru í atvinnulífinu.“ „Við hrærumst í alþjóðlegu umhverfi. Nauðsynlegt er að nemendur fái tækifæri til að afla sér tengsla, reynslu og samskiptafærni sem nýt- ist þeim í þessu umhverfi. Áhersla er því lögð á að erlendir kennarar séu hluti af náminu á Íslandi og að nemendur hafi tækifæri til að fara í skiptinám erlendis,“ segir Ari Kristinn.„Umfram allt er HR persónulegur háskóli þar sem nemendur fá góða þjónustu, eru í virkum samskiptum við kennara og fá framúr- skarandi námsaðstöðu.“ Útskrifaðir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík eru eftirsóttir Ari Kristinn Jónsson Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Veitingastaður með áherslu á hráefni úr heimabyggð verður opnaður í Vestma naeyjum í byrjun sumars. Íslenskt súkkulaði frá Nóa Síríus er notað í búðing og ýmsa eftirrétti á kaffihúsi í East Village í New York sem ber heitið Puddin´ by Clio. Kaffihúsið sérhæfir sig í sælkera-eftir- réttum. Eigandi og kokkur á staðnum kynntist súkkulaði Nóa Síríus í Whole Foods M rket og notar nú 70% Konsum súkku laðið sem uppistöðu í réttum sínum. www.freisting.is BLÁSKEL & HVÍTVÍN 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. FERSKT & FREISTANDISPENNANDI SJÁVARRÉTTATILBOÐ 27. JANÚAR 2012 HRAFNHILDUR OG BUBBI EIGA VON Á BARNI Í SUMAR FLOTTAR Í FORSETANN HUGRÚN Í KRONKRON BARNSHAFANDI ENGIN LOGNMOLLA HJÁ SIF JAKOBS Matur í Magna Gísli Matthías Auðunsson opnar veitingastað í Magnahúsinu í Vestmannaeyjum. allt Smjörbragð án transfitu. Frábær í Bearnaise og til steikingar á flestum mat. www.maxi.is Jurtaolia með smjörbragði Ertu nógu þroskaður fyrir bragðið? ms.is/odalsostar ÍS LE N SK A S IA .IS M SA 5 63 72 1 2. 20 11 Vilja endurskoða búvörulög Samkeppniseftirlitið telur það neytendum og þjóðfélaginu öllu til bóta ef búvörulög yrðu endurskoðuð. Steingrímur J. Sigfússon ætlar ekki að kollvarpa núverandi landbúnaðarkerfi en útilokar ekki breytingar. HVESSIR Í dag hvessir af suðaustri með úrkomu fyrst SV- til. Má búast við 13-20 m/s V-til seinnipartinn. Hlýnar í veðri um allt land fram á kvöldið. VEÐUR 4 -2 2 -4 -1 0 Flugstjóri telur köfunarkunnáttu Eiríks Inga Jóhannssonar hafa skipt sköpum: Augnablik eins og klukkutímar Engin kraftaverk á Króknum Bárður Eyþórsson er að gera frábæra hluti með Stólana í körfunni. sport 34 Tískufyrirmyndir úr fortíðinni Steinunn Sigurðardóttir er sýningarhönnuður kjólasýningar í Þjóðminjasafninu. menning 26 Fjör á jeppa í snjónum Útvarpsmaðurinn Svali blótar ekki ofankomunni. lífsstíll 30 ILLFÆRT AÐ TUNNUNUM Það mæðir mikið á sorphirðumönnum Reykjavíkurborgar eins og öðrum sem þurfa að athafna sig úti við í fannferginu þessi dægrin. Snjóþyngslin hafa valdið ýmiss konar töfum um land allt og sumir týndu heilu bílunum í sköflum. sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.