Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 20
20 27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR
Ég, Þórir Jökull Þorsteinsson, hef ákveðið að gefa kost á
mér til embættis biskups Íslands.
Þessi ákvörðun mín hvílir á því
að ég sé réttilega til þessa kall-
aður eins og þau önnur sem hug
hafa á að leiða hið kirkjulega
samfélag flestra Íslendinga. Þá
hafa allmörg úr hópi vina og fyrr-
verandi sóknarbarna ýmist nefnt
þetta eða hvatt mig til þessa.
Með því að gefa kost á mér lýsi
ég yfir sjálfstæði mínu og frelsi
samvisku minnar í anda kristins
manns. Biskupsembætti þetta til-
heyrir á sinn hátt öllum skírðum
Íslendingum sem láta sig þjóð-
kirkjuna varða sem trúarsam-
félag sitt. Verkefnið er að varð-
veita eininguna innan þess
samfélags kristinna manna sem
er hin evangelísk-lútherska þjóð-
kirkja Íslands.
Framundan eru erfiðleikar
sem þjóðkirkjan þarf að mæta
og getur með Guðs hjálp sigrast
á með uppbyggilegum hætti og
endurnýjun. Fátt hefur á síðari
árum gert þjóðkirkjusamfélag-
inu meira gagn sem kirkju en
samfelld árás vantrúaðra á hana.
Því miður hafa viðbrögð okkar
oftsinnis litast af því viðhorfi að
þessar atlögur væru lítið þakkar-
efni. Í víðri veröld er þó ekkert
samfélag sem ríkulegar fékk en
kirkjan þá brýningu í morgungjöf
að þakka mótlæti og andstreymi
af manna völdum, hvort sem þeir
væru innan kirkju eða utan. Allt
er það tilefni til að hún megi læra
af því og finna á ný að hún er
samfélag lífs og frelsunar. And-
streymið sem þjóðkirkjan hefur
mætt er fyrst og síðast eindregin
gagnrýni af ýmsum toga, stund-
um fjandsamleg og óverðskulduð
en stundum alls ekki.
Staða þjóðkirkjunnar sem
stofnunar í íslenzka ríkinu er
gjarna höfð að skotspæni sem
engan skyldi undra því sá tími er
liðinn að henni dugi sem trúfélagi
að vísa til félagslegra, pólitískra
og sögulegra viðmiða einna sem
ekki megi víkja frá og láta þar við
sitja réttlætinguna. Okkur ber að
hafa í huga að forsendur sérstöðu
evangelísk-lútherskrar kirkju
í ríkinu eru flestum gleymdar
eða að engu hafðar. Við blasir að
engum er greiði gerður með eilíf-
um núningi út af skipan og stöðu
þjóðkirkjunnar sem oftar en ekki
sækir inntak sitt í þann útbreidda
misskilning að hún sé eindregin
ríkisstofnun, sem er fjarri sanni
þó einhverjar leifar þeirrar skip-
anar sé enn að finna.
Ný stjórnarskrá mun að breyttu
breytanda ráða þessu til lykta á
þann hátt að landsmenn geti við
unað.
Öllu hugsandi fólki er ljóst að
engin kirkja á þess kost að öllum
líki við hana, hún getur í þeim
skilningi ekki verið öllum allt,
hún hefur heldur ekki tilgang í
sjálfri sér eins og stundum virð-
ist gengið út frá. Tilgangur henn-
ar er fólginn í því að boða fagn-
aðarerindið meðal Íslendinga.
Okkur hættir að mínu viti til að
gera of mikið úr þýðingu þjóð-
kirkjunnar hvað varðar póli-
tískar og samfélagslegar áherzl-
ur á hverjum tíma. Fólk saknar
kirkjunnar en ekki réttarhyggju
manna eða hinna og þessara skoð-
ana þeirra. Þær eru og verða legío
en Jesús Kristur er í gær og í dag
hinn sami og um aldir! Við erum
enda mötuð stöðugt á málefnum
yfirstandandi tíma til góðs og ills
en nærvera kirkjunnar og starf
réttlætist ekki af slíkum vindum
sem koma og fara. Sjálfum þykir
mér líklegt að það viðhorf sé orðið
útbreitt meðal landsmanna að þá
varði, hvað eigið framferði varð-
ar, litlu hvað þjóðkirkjan segir
eða ekki segir.
Kirkjunnar er því að boða
mönnum og birta lífið í Kristi og
þann kærleika sem útilokað er að
fallið geti úr gildi og sem ber í sér
uppbyggilegan aga og umhyggju í
senn. Það er ekki allt líf sem lifað
er, segir orðtakið og inntak þeirra
orða má vel heimfæra til þess sem
kirkjunni kemur og henni er af
Guði ætlað að sá til með boðun
sinni en fyrir hana eignast fólk
lífsfyllingu og þá einlægu gleði
sem upplýsingu Jesú Krists fylgir.
Því miður er vonin um þetta hnoss
stundum umgengin sem væri hún
einber heimska, órar eða uppgerð
og því er annað góss látið koma
hennar í stað. Verum ekki þrælar
manna, skrifaði postulinn.
Án Krists getur enginn maður
þegið neitt af því sem erindi
hans gengur út á en sá sem það
gerir mun í anda sínum finna sig
heima. Sem biskup bæri ég ofan-
ritað fyrir brjósti. Þá hef ég látið
í ljós það viðhorf mitt að draga
þurfi úr kostnaðarsömum umsvif-
um embættis biskups Íslands og
efla á móti biskupsembættin á
stólunum fornu í Skálholti og
á Hólum. Þar ættu, til uppörv-
unar söfnuðunum, að sitja full-
gildir biskupar hvor í sínu stifti.
Ég gæti rakið hér inntak starfa
minna og reynslu í þjónustu þjóð-
kirkjunnar en kýs að svo komnu
að leggja hér við hjarta mitt.
Þeim öðrum sem nú bera sig eftir
embætti biskups Íslands óska ég
blessunar og alls velfarnaðar,
minnugur þess að Guði er ekkert
um megn og fel ég honum þetta
mál allt. Í tilefni dagsins er hér
gamall húsgangur.
Ef heiðríkt er og himinn klár,
á helga Pálus messu,
mun þá verða mjög gott ár,
maður upp frá þessu.
Á Pálsmessu, 25. janúar, 2012,
Þórir Jökull Þorsteinsson.
Eitt sinn gekk ég tímabundið úr trúfélagi eftir að helstu leið-
togar þess ákváðu að sýkna æðsta
prestinn án dóms og laga. Ég vil
ekki ganga úr þjóðfélaginu eftir
samþykkt Alþingis á 3ja ára afmæli
búsáhaldabyltingarinnar 20. janú-
ar sl. um að meta hvort falla eigi
frá málshöfðun á hendur Geir H.
Haarde, fyrrverandi forsætisráð-
herra, fyrir Landsdómi.
Ég tel að Alþingi geti ekki aftur-
kallað landsdómsmál úr lögform-
legum farvegi. Rök mín snerta ekki
málið efnislega heldur fyrirkomu-
lagið við að koma lagalegri ráð-
herraábyrgð fram.
Í andstöðu við stjórnarskrána
Í fyrsta lagi kveður 29. gr. stjórnar-
skrárinnar skýrt á um að auk sam-
þykkis Alþingis þurfi atbeina for-
seta og ráðherra til þess að fella
niður saksókn gegn ráðherra fyrir
Landsdómi. Þegar stjórnarskrá-
in felur einhverjum ákvörðunar-
vald þýðir það að annar getur ekki
tekið sér það vald. Dæmi eru nefnd
í lengri útgáfu á visir.is.
Niðurfelling saksóknar er í öðru
lagi samkvæmt stjórnarskránni
meðal sérverkefna (d. prerogativ)
ráðherra og forseta – sem löggjafi
og dómstólar mega ekki seilast í.
Þingheimur væri í þriðja lagi
undir óeðlilegum þrýstingi ef þing-
menn ættu í raun að meta efnislega
sök í stað Landsdóms.
Síðast en ekki síst er ákvörðun
Alþingis um að fjalla um aftur-
köllun eftir að málið er komið fyrir
Landsdóm í andstöðu við samdóma
umfjöllun fræðimanna á sviði
stjórnskipunarréttar í 99 ár eins
og prófessor við Háskóla Íslands,
Róbert Spanó, hefur rakið. Afstaða
hinna gengnu fræðimanna þarfnast
eðli málsins samkvæmt ekki ítar-
legs rökstuðnings þar sem stjórn-
arskrárákvæðið er skýrt og rök
þeirra óháð málinu, dægursveiflum
og hagsmunum nú.
Hvað ráðherraábyrgð varðar er
hvorki fyrir hendi stjórnskipunar-
venja né lagaheimild sem flytur
vald til þess að fella niður saksókn
frá forseta og ráðherra.
Taka ber fram að mér var neit-
að um lögfræðiálit Alþingis í mál-
inu og hef ég því ekki getað tekið
afstöðu til hugsanlegra röksemda
að baki.
Loks hefur Landsdómur hafnað
kröfu um frávísun.
Sami aðili kæri og meti sekt eða
sýknu!
Lagarök eru þó ekki aðalatriðið –
heldur þetta:
Ekkert réttarríki lætur sömu
aðila ákveða refsikæru og meta
réttmæti hennar.
Mörg ríki hafa svipaðan hátt á og
við höfum haft frá upphafi þingræð-
is, þ.e. að lagaleg ráðherraábyrgð sé
ákveðin af sérstökum aðila en ekki
almennum dómstólum. Um tvær
meginleiðir má lesa í lengri útgáfu
greinarinnar á visir.is.
Þó að frumkvæði að ráðherra-
ábyrgð sé enn í höndum Alþingis
fer ákvörðun þingsins einnig í bága
við tvær meginréttarbætur á síðari
hluta 20. aldar, 1961 og 1990; annars
vegar að ákæruvaldið var fært úr
höndum stjórnmálamanna og hins
vegar að ekki skuli sami aðili rann-
saka, ákæra og dæma. Stjórnlaga-
ráð samþykkti einróma 50 árum
síðar að aðgreina ákæruvaldið enn
betur frá stjórnmálunum.
Pólitískur kviðdómur yfir fyrrum
félaga?
Erfitt var fyrir alþingismenn haust-
ið 2010 að ákveða kæru á hendur
félaga sínum fyrir athafnarleysi í
aðdraganda hrunsins. Enn erfiðara
væri að meta í raun sekt hans.
Vissulega þekkjast kviðdómar
í mörgum ríkjum þar sem jafn-
ingjar (e. peers) dæma um sekt
ákærða; þingmenn eru einmitt
félagar ákærða fyrir Landsdómi.
Sá munur er þó á að kviðdómur við
Austurvöll myndi aðeins starfa einu
sinni en ekki í sakamálum almennt.
Því verður ekki trúað að þingmenn
ætli sér að leika hlutverk pólitísks
kviðdóms sem meti sök ákærða – án
þess að hlýða beint á vitni, kynna
sér sönnunargögn saksóknara og
málflutning hans, svo og verjanda,
eins og hefðbundið er í réttarríki.
Allir alþingismenn voru auk þess
kosnir eftir að atvik málsins gerð-
ust en allir dómarar Landsdóms
voru valdir löngu áður.
Eitt lagaskilyrði þess að falla
megi frá saksókn er „að almanna-
hagsmunir krefjist ekki málshöfð-
unar“. Varla mun geðþótti ráða.
Léleg rannsókn sakamáls leiðir til
sýknu og ekki er venja að skilyrða
saksókn því að aðrir séu jafnframt
ákærðir.
Hér vil ég ekki hafa uppi getgát-
ur um efnislega niðurstöðu Lands-
dóms en eitt skýrasta ákæruatriðið
er vanræksla á að fylgja skýru boði
17. gr. stjórnarskrárinnar að skylt
sé að halda ríkisstjórnarfundi „um
mikilvæg stjórnarmálefni“.
Dómsmorð
Nú stefnir í það sem andstæðingar
landsdómsmáls hafa haldið fram:
pólitísk réttarhöld.
Dómsmorð þýðir að ranglega
er staðið að því að ná fram niður-
stöðu um sekt sakbornings; ég tel
að samþykkt Alþingis fari í bága
við stjórnarskrána og stefni í átt að
sýknu án dóms og laga eða dóms-
morði yfir réttlætinu og almenningi
á Íslandi.
Lengri útgáfu þessarar greinar
má lesa á visir.is.
Sýkna án dóms og laga
Lýður Árnason læknir ritar grein í Fréttablaðið 22. janú-
ar sl. undir spurnarfyrirsögninni
hvort nýr Landspítali sé fyrir þjóð-
ina eða lækna. Hann spyr um þörf
fyrir nýjan Landspítala.
Á meðfylgjandi súluriti sést
fjöldi landsmanna í hverjum ald-
ursflokki 2011 og áætlaður fjöldi
árið 2025 samkvæmt mannfjölda-
spá Hagstofunnar. Takið eftir mik-
illi fjölgun landsmanna sem eru
60 ára og eldri. Einnig er fellt inn
línurit sem sýnir þörf á þjónustu
Landspítala árin 2011 og áætl-
aða þörf 2025 eftir aldurshópum.
Helstu notendur sjúkrahúsþjón-
ustu er sá aldurshópur sem fjölg-
ar mest. Fyrirhyggju þarf að hafa
áður en þessi holskefla er risin að
fullu. Af þessu má ráða að þörf-
in er raunveruleg nú þegar. Heil-
brigðiskerfið þarf m.a. að byggja
á öflugri heilsugæslu, svæðis-
sjúkrahúsum og háskólasjúkra-
húsi. Hvert og eitt þessara þjón-
ustustiga þarf að virka eins og
nútíminn krefst og þekking og
tækni leyfa.
Framfarir á sviði heilbrigðis-
þjónustu hafa á síðustu árum og
áratugum verið með ólíkindum og
virðist hraði framfaranna sívax-
andi. Á það rætur fyrst og fremst
í aukinni sérhæfingu heilbrigðis-
starfsmanna og nýrri og sérhæfðri
rannsóknartækni. Þessi þróun er
alþjóðleg og verður ekki snúið
við. Tæknin krefst sérhannaðs
umhverfis og samstarfs sérhæfðra
starfsmanna. Dagar einyrkjastarf-
semi á sjúkrahúsum eru liðnir og
í raun í allri heilbrigðisþjónustu
sem einkennist æ meir af teym-
isvinnu. Svar þróaðra ríkja við
þessu er sameining sjúkrastofn-
ana í stærri einingar. Síst af öllu
höfum við efni á að nýta ekki sér-
þekkingu heilbrigðisstarfsmanna
eins og kostur er með því að sam-
eina sérhæfðustu heilbrigðisþjón-
ustu Landspítala á einn stað.
Vaxandi þekking á sambandi
meðferðarárangurs og hönnunar
sjúkrahúsa er einnig hluti framfar-
anna. Staðlar um sjúkrahúsbygg-
ingar breytast hröðum skrefum í
samræmi við það, m. a. kröfur um
loftræstingu. Lofthæð og burðar-
þol allra húsa Landspítala kemur
í veg fyrir að nýjustu tækni verði
við komið. Af sömu ástæðum er
nú verið að úrelda og rífa stórar
og að því er virðist stæðilegar
sjúkrahúsbyggingar víða um lönd
svo sem Karolinska sjúkrahúsið í
Stokkhólmi og St. Olafs sjúkrahús-
ið í Þrándheimi svo nærtæk dæmi
séu tekin. Eldri húsum Landspít-
ala er ekki hægt að breyta svo
þau mæti kröfum nútímans, hvað
þá framtíðar. Stækkun Landspít-
ala er afleiðing samfélagslegra
breytinga sem felast í öldrun þjóð-
arinnar annars vegar og hraðfara
faglegri þróun hins vegar. Það er
miklu líklegra að martröðin sem
greinarhöfundurinn sér fyrir sér
sem afleiðingu af sýn forsvars-
manna spítalans um bætt húsnæði
muni frekar snúast um afleiðingar
þess að ekki hafi verið brugðist við
þessum þáttum í tæka tíð.
Fullvíst má telja að Lýði Árna-
syni sé annt um velferð sjúklinga
þessa lands. Honum er því vel-
komið að koma á Landspítala og
kynna sér aðstöðu sjúklinga og
starfsmanna og núverandi áform
um lausn vandans.
Nýr Landspítali fyrir þjóðina
Ef heiðríkt er og
himinn klár
Trúmál
Þórir Jökull
Þorsteinsson
prestur
Landsdómur
Gísli Tryggvason
lögfræðingur
Nýr Landspítali
Jóhannes M.
Gunnarsson
læknisfræðilegur
verkefnisstjóri Nýs
Landspítala
Björn Zoëga
forstjóri Landspítala
Aldursdreifing og innlagnir á Landspítala 2011 og 2005
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80-89 90-99 100 +
Mannfjöldi 2011
Mannfjöldi 2025
Legudagar 2011
Legudagar2025
Aldursbil
AF NETINU
Réttur forseta til að leggja frumvörp fyrir Alþingi
Það er dæmi um þá sérstæðu stöðu sem er komin upp varðandi forsetaembætt-
ið að hin mjög svo virku Hagsmunasamtök heimilanna leggi til að Ólafur Ragnar
Grímsson grípi til aðgerða varðandi skuldir heimilanna í landinu.
Samtökin halda því fram að forsetinn hafi tæki til að gera þetta – umfram það
væntanlega að halda ræðu og hvetja til að eitthvað sé gert í málunum.
Þá væri forsetinn einungis að beita áhrifavaldi sínu – reyndar þannig að varla eru
fordæmi fyrir. Þetta myndu teljast inngrip inn í stjórnmálin – það má minna á að
það vakti mikla reiði snemma í forsetatíð Ólafs Ragnars þegar hann tjáði sig um
vegi á Vestfjörðum.
En nei, mér sýnist að Hagsmunasamtökin vilji að forsetinn gangi lengra – hafi
þau pælt í því er væntanlega horft til 25. greinar stjórnarskrárinnar þar sem segir:
„Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra
samþykkta.“
Þetta ákvæði hefur verið alveg ónotað og varla neinum dottið í hug að það
yrði virkjað. Lítil umræða hefur farið fram um það, enda myndu forsetar varla
vera spenntir fyrir að leggja fram umdeild frumvörp sem síðan yrðu felld í
þinginu. Miðað við stjórnskipunarhefðir er líklegt að þorri þingheims myndi
bregðast ókvæða við slíkum inngripum.
http://silfuregils.eyjan.is
Egill Helgason