Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 2
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR2 fyrir lok síðustu viku, hafa skilað inn gögnum. Að sögn Geirs Gunn- laugssonar landlæknis eru þau gögn þó „ekki fullkomin“. Hann er ekki sammála túlkun læknanna, sem telja að trúnað- ur milli læknis og sjúklings vegi þyngra en réttur landlæknisemb- ættisins til upplýsinga til að sinna eftirlitsskyldu sinni. „Við erum að vinna í því að grípa til aðgerða til að fá þessar upplýs- ingar og munum skilgreina ferlið mjög vel,“ segir hann. „Allar upp- lýsingar um heilbrigðisþjónustu á landinu eiga að vera aðgengileg- ar á hverjum tíma til að vita hvað fer fram í heilbrigðiskerfinu og það er fjöldi lækna sem styður okkur í þeirri afstöðu. Við munum fá niður- stöðu í þessu máli.“ Ekki náðist í Ottó Guðjónsson, formann Félags lýtalækna. sunna@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Velferðarráðherra mun beita sér fyrir lagabreyting- um til að krefja lýtalækna um að afhenda landlæknisembættinu upp- lýsingar, leysist málin ekki á næst- unni. Hópur lýtalækna neitar land- lækni enn um upplýsingar varðandi brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á sjúklingum sínum frá árinu 2000. Þeir hafa leitað með málið til Persónu verndar. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir afstöðu sína í málinu afar skýra. „Ef við ætlum að hafa eftirlit með því hvað fagfólk með lögvar- in starfsréttindi er að gera við lík- ama fólks, án þess að vera hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi og skilmálunum þar, þá virkar þetta kerfi aldrei,“ segir hann. „Það getur ekki verið svo að við megum vita minna um mannslíkamann heldur en bílana okkar ef fréttist af gall- aðri vöru. Við munum því skoða þetta mjög alvarlega og ef þar vant- ar lagastoð til að fylgja því eftir, þá þarf að skoða hvernig við getum breytt þeim lögum.“ Guðbjartur segir það alger- lega óhugsandi að heilbrigðisyfir- völd geti ekki gripið til tafarlausra aðgerða með fullum stuðningi lækna til að vernda íbúa landsins þegar mál eins og það í kringum PIP-púðana koma upp. „Því þetta eru ekki bara fyrir- tæki, þetta eru menn sem starfa undir læknaeiði og eru með rétt- indi umfram alla aðra til að sinna ákveðnum verkum,“ segir hann. „Það er eins gott að þeir standi undir því og ég treysti á að þeir muni gera það.“ Tveir lýtalæknar af þeim tólf sem landlæknir krafði um upplýsingar Guðrún Eva, varstu vakin með kossi í morgun? „Já, ég fékk koss á báðar kinnar.“ Guðrún Eva Mínervudóttir hlaut á mið- vikudag Íslensku bókmenntuverðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Allt með kossi vekur. Gráða & feta ostateningar henta vel í kartöflusalatið, á pítsuna, í sósuna, salatið, ofnréttinn og á smáréttabakkann. ms.is Gráða & feta ostateningar í olíu H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Þvinga á fram gögn um brjóstastækkanir Velferðarráðherra ætlar að beita sér fyrir lagabreytingum ef lýtalæknar af- henda ekki upplýsingar um brjóstastækkanir. Landlæknir undirbýr aðgerðir í málinu og undrast afstöðu lýtalækna, sem nú hafa leitað til Persónuverndar. Formaður Læknafélags Íslands, Þorbjörn Jónsson, segir hóp kvenna hafa hringt til lýtalæknanna og óskað eftir því að nafn þeirra birtist ekki á skrám landlæknis. „Það setur þá í ákveðna klemmu,“ segir Þorbjörn. „Þeir leituðu því til okkar og niðurstaðan var sú að við ætluðum að bíða eftir áliti Persónuverndar.“ Hann segir málið snúast um skráarhald og heimild landlæknis til að halda „brjóstastækk- unarskrá“ annars vegar, og trúnaðarskyldu lækna gagnvart sjúklingum hins vegar. „Það má segja að það bráðliggi ekkert á að gera einhverja brjóstastækkunar- skrá fyrir allar konur á Íslandi. Það er betra að þetta sé á traustum grunni reist.“ Í lögum um landlækni frá árinu 2007 eru tilteknar átta tegundir heilbrigðis- skráa sem embættinu er heimilt að skrá upplýsingar um sjúklinga án þeirra samþykkis, til dæmis fæðingaskrá, krabbameinsskrá, slysaskrá, samskiptaskrá sjálfstætt starfandi sérfræðinga og skrá um sykursýki. Bráðliggur ekki á brjóstastækkunarskrá DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt fangelsisdóm yfir Grétari Torfa Gunnarssyni, 31 árs, úr þremur árum í fjögur. Grétar nauðgaði konu sumarið 2010. Grétar þröngvaði konunni til munnmaka, samræðis og enda- þarmsmaka í heimahúsi en bar að það hefði verið með fullu sam- þykki hennar. Líkamlegir áverkar og andlegt ástand hennar þóttu hins vegar næg sönnun þess að svo hefði ekki verið. Hæstiréttur telur að með hlið- sjón af einbeittum brotavilja Grétars beri að þyngja refsinguna. Honum er eftir sem áður gert að greiða konunni 1,2 milljónir í miskabætur. - sh Fjögurra ára fangelsi: Þyngri dómur fyrir nauðgun SKÁK Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn í gær. Stórmeistarinn Friðrik Ólafsson var heiðraður í til- efni dagsins, en Friðrik átti einmitt 77 ára afmæli. Margs konar uppákomur tengdar skák voru um allt land í tilefni dags- ins, en meðal annars var athöfn á Bessastöðum þar sem Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Íslands, fór í ávarpi yfir afrek Friðriks og áhrif hans á skákíþróttina og þjóðina alla. Að lokinni ræðu forseta tefldi Friðrik við Nancy Davíðsdóttur Íslandsmeistara barna. Skákinni lyktaði með jafntefli. - þj Friðrik Ólafsson heiðraður: Jafnt hjá barna- meistaranum MEISTARAEINVÍGI Friðrik og Nancy Íslandsmeistari að tafli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÍLÍKONPÚÐI Formaður Læknafélagsins vill fá leiðbeiningar frá Persónuvernd um hvernig upplýsingarnar um brjóstastækkanir skuli meðhöndlaðar. FJÖLMIÐLAR Lífið, nýtt fylgirit Fréttablaðsins um lífs- stíl og dægurmál, kemur út í fyrsta sinn í dag í rit- stjórn Ellýjar Ármannsdóttur og Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur. „Við vorum búnar að ganga með þá hugmynd í mag- anum um nokkurt skeið að gera létt og skemmtilegt lífsstílsblað fyrir konur sem yrði laust við alla æsi- fréttamennsku,“ segir Kolbrún Pálína um nýja verk- efnið. „Við erum því afar ánægðar með að það sé orðið að veruleika.“ Ellý og Kolbrún búa að talsverðri reynslu af skrif- um um lífsstíl – Ellý hefur um hríð verið umsjónar- maður Lífsins á Vísi og Kolbrún Pálína ritstýrði Nýju lífi í rúmt ár þar til í fyrrasumar. Lífið mun koma út alla föstudaga og leysir af hólmi vikublaðið Föstudag. Í fyrsta tölublaðinu er meðal annars að finna viðtal við Manuelu Ósk Harðardóttur, sem er flutt til Íslands eftir að hafa staðið í ströngu í Bretlandi undanfarin fjögur ár. Þá má jafnframt lesa um skoðanir nokkurra þjóð- þekktra kvenna á því að þær hafi verið orðaðar við embætti forseta Íslands. Kolbrún Pálína segir að þær Ellý ætli að hafa jákvæðnina að leiðarljósi við ritstjórnina. „Í þessu blaði verða eingöngu jákvæðar og skemmtilegar fréttir af fólki, viðtöl við sterkar íslenskar konur úr öllum stéttum þjóðfélagsins og uppbyggileg umfjöllun um lífsstíl.“ - sh Lífið, nýtt vikublað um lífsstíl, fylgir Fréttablaðinu í fyrsta sinn í dag: Leggja áherslu á jákvæðar fréttir ÁNÆGÐIR RITSTJÓRAR Kolbrún og Ellý eru engir nýgræðingar í lífsstílsblaðamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Mennirnir þrír sem eru taldir af eftir sjóslys í Noregshafi í gær- dag þegar togarinn Hallgrím- ur SI-77 fórst eru Einar Gísli Gunnars- son, fæddur 1944, búsett- ur í Grafar- vogi. Hann lætur eftir sig eigin konu og fjóra r uppkomnar dætur og eitt barnabarn. Magnús Þ. Daníels- son, fæddur 1947, búsett- ur í Njarðvík. Hann lætur e f t i r s i g eigin konu, þrjú uppkom- in börn og fimm barna- börn. Gísli Garðarsson, fæddur 1949, búsettur í Keflavík. Hann lætur e f t i r s i g eiginkonu. Bæna- stundir vegna sjó - slyssins á miðvikudag verða haldnar í dag klukkan 18.00 í Grafarvogskirkju og í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Fórust í sjóslysi GÍSLI GARÐARSSON MAGNÚS Þ. DANÍELSSON EINAR G. GUNNARSSON SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsókna- stofnunin leggur til að leyfilegur hámarksafli á loðnuvertíðinni verði 765 þúsund tonn, að með- töldum þeim afla sem búið var að veiða þegar mælingar fóru fram. Um 590 þúsund tonn af loðnu munu falla til íslenskra útgerða. Útflutningsverðmætið er um 30 milljarðar króna, segir á heima- síðu LÍÚ. Í janúar hefur rannsóknaskip- ið Árni Friðriksson verið við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá sunnanverðum Austfjörðum, norður um og allt að Norðvesturmiðum. Fyrstu dagana komu jafnframt 11 veiði- skip að því að kanna útbreiðslu loðnunnar út af Austfjörðum og Norðurlandi. Útreikningar á stærð veiðistofnsins sýna að alls mældust 1.065 þúsund tonn af kynþroska loðnu í fyrri mæl- ingunni, en 1.020 þúsund tonn í þeirri síðari. Í ljósi gildandi aflareglu um að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar hefur Hafrann- sóknastofnunin nú lagt til að leyfilegur hámarksafli á vertíð- inni 2011/2012 verði ákveðinn 765 þúsund tonn, eins og áður sagði. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir fréttirnar afar ánægjulegar enda verði loðnuvertíðin í ár sú stærsta í um áratug og gefi góðar vonir um framhaldið. Hann segir þetta ekki síður mikilvægt fyrir lífríkið í hafinu vegna fæðuöflun- ar annarra nytjastofna. - shá Hafrannsóknastofnun leggur til 765 þúsund tonna hámarksafla í loðnu: Útlit fyrir stærstu loðnuvertíð í áratug Á NÖSUNUM Í VESTMANNAEYJAHÖFN Það styttist óðum í að loðnuvertíðin fari á fullt. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Jóhann til ríkisstjórnarinnar Blaðamaðurinn Jóhann Hauksson hefur verið ráðinn til forsætisráðu- neytisins sem upplýsingafulltrúi ríkis- stjórnarinnar. Hann er ráðinn sam- kvæmt lagaheimild með sama hætti og aðstoðarmenn ráðherra, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneytinu, og hefur þegar tekið til starfa. Jóhann er menntaður félagsfræðingur og hefur starfað við fjölmiðla frá 1986. STJÓRNMÁL SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.