Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 6
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR6 „Ísland stóð svo sannarlega undir nafni þegar það tók á móti okkur,“ segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sem lenti í hrakn- ingum ásamt fleiri þingmönnum við komuna til landsins í fyrra- kvöld. Með Siv í för voru Álfheiður Ingadóttir, Bjarni Benediktsson, Helgi Hjörvar, Jón Gunnarsson og Lúðvík Geirsson. Auk þeirra voru síðan nokkrir starfsmenn þingsins í föruneytinu sem var að skila sér heim frá Ósló að lokn- um fundum hjá Norðurlandaráði. Þingmaðurinn Höskuldur Þór- hallsson kom einnig til landsins í fyrrakvöld annars staðar frá. Siv segir hópinn hafa verið fastan í flugrútunni hér og þar í og við Keflavík áður en leikurinn barst aftur upp í Leifsstöð eftir um tvo klukkutíma. Jón Gunnars- son hafi þó verið fljótur í gegn um flugstöðina og náð að fara Reykjanesbrautina á eigin bíl rétt í þann mund sem veginum var lokað. „Við gátum brotist upp í flug- stöð aftur og þar hófst bið. Sumir komu sér síðan á hótel í Keflavík eða til vina og vandamanna,“ segir Siv sem eins og Álfheiður Ingadóttir og Bjarni Benedikts- son gisti á Hótel Keflavík. Siv segir að þótt mannskapur- inn hafi tekið öllu af æðruleysi hafi sumir ferðamennirnir ekki vitað hvaðan á þá stóð veðrið. „Einn hélt víst að hann væri að koma til Reykjavíkur þegar við vorum að koma upp í flugstöð aftur,“ segir Siv sem hrósar bíl- stjóra rútunnar fyrir mikla færni í blindhríð og ófærð. Lúðvík Geirsson segir að það hafi einmitt verið umhyggjusam- ur rútubílstjóri Kynnisferða sem bauð farþegunum sínum að láta fara þokkalega um sig í heitri rút- unni í stað þess að hírast í flug- stöðinni. Hann og Helgi Hjörvar ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis hafi náð að dotta þar til morguns. Hann furðar sig hversu lítill viðbúnaður sé vegna tilviks eins og þessa þegar fjöldi manna verður innlyksa í flugstöðinni. Fólk þar hafi þó fengið vatn og teppi um miðja nótt. „Mér þótti sárt og aumt að horfa upp á þetta gagnvart mörgu fólki sem var með börn og gat litla björg sér veitt. Fólk lá bara á beru steingólfinu út um alla flug- stöð. Ég kvarta ekki en nóttin var erfið hjá mörgum,“ segir Lúðvík Geirsson. gar@frettabladid.is Einn hélt víst að hann væri að koma til Reykjavíkur þegar við vorum að koma upp í flugstöð aftur. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Tilkynning um framboðsfrest til stjórnarkjörs Samkvæmt 32. gr. laga Félags íslenskra rafvirkja skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og trúnaðarráðs. Með hliðsjón að framansögðu tilkynnist hér með að framboðsfrestur hefur verið ákveðinn til kl. 12.00 þriðjudaginn 28. febrúar 2012 og ber að skila tillögum ásamt meðmælendum fyrir þann tíma á skrifstofu félagsins. Hverjum framboðslista skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 179 fullgildra félagsmanna Reykjavík 27. janúar 2012. Stjórn Félags íslenskra rafvirkja Allt á kafi í snjó Sólarhrings- úrkoma við Bolungavík var 64 sentímetrar í gærmorgun. 64cm Varmahlíð Húnavallaskóli og leikskólinn Vallaból Laugarbakki Ísafjörður Sólgarður Álftanes Kerhólsskóli Hofsós Flateyri Borðeyri Bolungarvík Selfoss Flóaskóli Borgarfjörður Hólmavík ? Óvissustig vegna snjóflóða ! Hættustig vegna snjóflóða Víða ófært Snjóflóðahætta Maður veittist að björgunarsveitar- manni í Reykjanesbæ í gærmorgun. Maðurinn var ósáttur við að fá ekki að fara brautina áleiðis til Reykjavíkur þegar snjóplógur lagði í hann. Lög- reglan hafði metið það sem svo að flugrúta og fleiri bifreiðar sem þurftu að komast til höfuðborgarinnar fengju að fara í kjölfar snjóplógs en aðrir þyrftu að bíða. Björgunarsveitarmaður- inn flúði inn í bíl og læsti að sér. Þá barði maðurinn í rúðu bílsins og kallað var á lögregluna. Ógnaði björgunar- sveitarmanni Yfir hundrað manns unnu að snjóhreinsun og hálkuvörnum í Reykjavík í gær á 66 tækjum. Unnið var allt frá því klukkan fjögur í gærmorgun. Allar stofnleiðir og helstu umferðargötur voru því orðnar færar seinni partinn í gær og þá var unnið að því að hreinsa íbúagötur í öllum hverfum fram á kvöld. Þegar símaveri borgarinnar lokaði í gær höfðu 560 ábendingar verið skráðar yfir daginn. Flestar vörðuðu snjóruðning í tiltekinni götu eða bílastæði, nokkrar ábendingar lutu að bílastæðum við fjölbýlishús, en slíkt er í verkahring húsfélaga og íbúa. Hundrað manns í snjóhreinsun Hættuástandi vegna snjóflóða á Ísafirði og Hnífsdal var aflýst um hádegisbil í gær. Lögreglan á Ísafirði hafði samband við íbúa á þeim svæðum sem höfðu verið rýmd á miðvikudag og þeim leyft að fara heim. Veðurstofan lýsti þó enn yfir óvissustigi á norðanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi. Maður tilkynnti bílstuld til lögreglunnar í Reykjavík á miðvikudagsmorgun. Um var að ræða fólksbíl sem hafði horfið af bílastæði við fjölbýlishús í Breiðholti og boðaði maðurinn komu sína á lögreglustöð vegna málsins. Stuttu síðar hafði maðurinn aftur samband við lögreglu og afboðaði komu sína, því bíllinn var fundinn. Í tilkynningu frá lögreglu segir að bíllinn hafi þá staðið óhreyfður á áðurnefndu bílastæði. Hins vegar hafði snjóað svo mikið að mað- urinn hafði einfaldlega ekki fundið bílinn fyrst í stað og því álitið að honum hefði verið stolið. Horfinn í snjó ÞINGMENN Í LEIFSSTÖÐ Eftir tveggja klukkutíma ferð um illfærar slóðir sneri flugrútan aftur með farþega sína í Leifsstöð. Þingmenn- irnir Helgi Hjörvar, Álfheiður Ingadóttir og Lúðvík Geirsson spá í spilin ásamt tveimur starfsmönnum Alþingis. MYND/SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ÚTLITIÐ SVART Öngþveiti blasti við út um framrúðuna á flugrútunni. Þingmenn gistu í flugrútu Hópur þingmanna á leið til landsins í fyrrakvöld komst ekki heim vegna ófærðar. Eftir hrakninga sváfu tveir þeirra í flugrútunni en aðrir gistu í Keflavík. Margir hírðust við illan leik á steingólfinu í Leifsstöð. Kennsla féll niður á þessum stöðum í gær vegna veðurs og ófærðar. INNLYKSA Það þyrfti ansi hraustan mann með skóflu til að moka sig út úr þessum aðstæðum á heimavistinni á Laugarvatni. MYND/ HANNES Þ. ÖFJÖRÐ „Við fundum útganginn upp úr hádegi og komumst þá út um glugga á gömlu hliðarherbergi,“ segir Ægir Freyr Hallgrímsson, nemandi við Menntaskólann á Laugarvatni, sem snjóaði bók- staflega inni á heimavistinni í gær. Á meðfylgjandi mynd má sjá að snjórinn lokaði útidyrunum gjörsamlega og það sama gilti um önnur hús í götunni. Vegna þess var skólahaldi í mennta- skólanum frestað fram yfir hádegi í gær, að því er fram kemur á vef skólans. - sh Nemendur ML lokaðir inni: „Fundum út- ganginn upp úr hádegi“ Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.