Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 4
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR4 ALÞINGI Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, segir engar forsendur hafa breyst í málinu gegn Geir H. Haarde sem styðji afturköllun ákæru á hendur honum. Það sé hins vegar Alþingis að taka þá ákvörðun og ef það, sem ákæru- aðili, hafi skipt um skoðun í mál- inu, hafi vissulega orðið veigamikil breyting. Sigríður sat fyrir svörum á opnum fundi stjórnkerfis- og eftir- litsnefndar í gær ásamt Helga Magnúsi Gunnarssyni aðstoðar- saksóknara. Sigríður sagði skýrt í þeirra huga að engar forsendur hafi breyst í málinu. „Í þingsályktunartillögunni er talað um að að það hafi verið vísað frá einhverjum höfuðákærulið- um. Við erum ekki sammála því að þannig sé staðan. Málið hefur ekkert breyst í sjálfu sér út af því. Og það að þetta kosti einhverja peninga eða tefji Hæsta- rétt, það eru ekki efnisrök í málinu heldur. Og að það hafi bara verið einn ákærður, en ekki fjórir eða þrír eða hvernig menn vildu hafa það, var ekki brot á jafnræðisregl- unni. Það er búið að fjalla um það í dómi Landsdóms og það var svo sem vitað fyrirfram. Þetta ger- ist nú í sakamálum þegar tekin er ákvörðun um að ákæra einn en ekki annan, hvernig sem mönnum líður svo með það.“ Helgi Magnús tók undir að engar efnislegar forsendur hefðu breyst. Ef ákærandinn efaðist hins vegar um að ákæran væri rétt væru það vissulega breyttar forsendur. Saksóknararnir lögðu þó áherslu SETIÐ FYRIR SVÖRUM Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari sátu fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd Alþingis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Engin efnisleg rök fyrir afturköllun Saksóknari Alþingis segir ekkert hafa komið fram efnislega sem styðji afturköll- un ákæru á hendur Geir H. Haarde. Alþingi hafi hins vegar vald til að hætta við ákæru. Mikilvægt sé að fá ákvörðun sem fyrst. Vitnaleiðslur hefjast í mars. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt tvo Malasíubúa í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að reyna að svíkja út rándýr Rolex-úr á fölsuð greiðslukort. Sex mánuðir refs- ingarinnar eru skilorðsbundnir. Tvímenningarnir framvísuðu haganlega fölsuðum greiðslukort- um á eigin nafni í verslun Franks Michelsen við Laugaveg í desemb- er síðastliðnum og freistuðu þess að kaupa með þeim tvö úr fyrir rúmar 2,2 milljónir. Posinn gaf til kynna að um vákort væri að ræða og lögregla var kölluð til. - sh Tveir Malasíubúar dæmdir: Hugðust svíkja út tvö Rolex-úr NOREGUR Sífellt fleiri Danir leita nú vinnu í Noregi. Samkvæmt upp- lýsingum frá danska sendiráðinu í Ósló eru 50 til 60 þúsund Danir við störf í Noregi. Launin þar eru hærri en í Danmörku og skattarnir lægri. Atvinnuleysi í Danmörku er nú 6 prósent en 2,4 í Noregi. Þótt fjöldi Dana starfi í Noregi eru Svíarnir fleiri. Pólverjar eru næstflestir, að því er segir á vef Aftenposten. Í fyrra fengu 80.700 Svíar skatt- kort í Noregi, 70.800 Pólverjar, 25.500 Litháar og 22 þúsund Danir. - ibs Danir streyma til Noregs: Hærri laun og lægri skattar LÖGREGLA Nokkuð ber á því að ökumenn hirði ekki um að skafa af bílrúðum áður en lagt er af stað að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Bent er á að 5.000 króna sekt liggi við, en ökumenn leggi með þessu sjálfa sig og aðra vegfar- endur í hættu með takmörkuðu útsýni. „Lögreglan hefur haft afskipti af mörgum ökumönnum fyrir áðurnefndar sakir í gegnum árin,“ segir á vefnum. - óká Illa skafnir bílar vekja eftirtekt: Sektað ef ekki sér út fyrir snjó Undirgöng fyrir hjólastíg Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar vill að gerð verði göng undir Reykjaveg skammt frá gatnamótunum við Suðurlandsbraut til að bæta öryggi hjólreiðamanna. Segir hann leiðina um Suðurlandsbraut og Laugaveg á milli Hlemms og Sæbrautar eina fjölförnustu hjólaleið borgarinnar. SAMÖNGUR á að Alþingi færi með ákæruvald- ið og gæti hvenær sem er dregið ákæruna til baka. Þau sögðust ekki sammála túlkunum á aðra lund, svo sem frá Ólafi Jóhannessyni, enda ættu þær sér enga stoð í lögum. Sigríður sagði mikilvægt að fá á hreint hvaða örlög tillaga Bjarna fær sem fyrst, en vitnaleiðslur eru fyrirhugaðar 5. mars. Mjög óþægilegt væri að halda saksókn áfram meðan óvissa ríkti um hvort ákæra yrði afturkölluð. Erfitt væri um vik með að hnika vitnaleiðslum í svo yfirgripsmiklu máli. kolbeinn@frettabladid.is Saksóknararnir lögðu áherslu á að um venjulegt sakamál væri að ræða. Það væru ekki rök í málinu að sakborningi væri fyrir bestu að fá að svara fyrir mál sitt. Slíkt ætti ekki við í sakamálum. Sigríður sagði þá sem sitja undir ákæru eiga rétt á skjótri og gegnsærri málsmeðferð. Helgi Magnús sagði að í grunninn snerist málið um meint brot einstak- lings. Ekki mætti missa sjónar á því að um manneskju væri að ræða sem sætti ákæru sem þyrfti að meðhöndla eins og lögin segja til um. Er venjulegt sakamál VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 5° 0° 0° 4° 5° 0° 0° 20° 8° 18° 12° 24° -1° 9° 17° -1°Á MORGUN Fremur hægur vindur, hvessir annað kvöld. SUNNUDAGUR 8-15 m/s -2 0 -1 -4 -4 0 0 5 2 1 -5 7 11 10 16 8 5 4 6 6 8 9 6 6 3 4 3 2 2 1 0 0 BLAUT HELGI S- og V-til. Hvessir fyrst SV- og V-til í dag en nokkuð bjart NA-til fyrripart dags. Fremur hæg- ur vindur á morgun en hvessir annað- kvöld með úrkomu S- og V-til. Strekk- ingur á sunnudag og kólnar lítillega aftur. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Geir H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráðherra, segist ekki hafa haft heimild í lögum til að grípa inn í starfsemi bank- anna með það að augnamiði að minnka starfsemi þeirra. Þá hafi stærð bankakerfisins heyrt stjórnarfarslega undir annan ráðherra. Þetta kemur fram í greinar gerð verjanda Geirs. Þar er öllum ákæruliðum Alþingis hafnað og þess krafist að Geir verði sýknaður og allur málskostnaður, þar með talin þóknun til verjanda og útlagður kostnaður, auk virðisaukaskatts, verði greiddur úr ríkissjóði. Greinargerðin er ítarleg, tæpar 90 síður. Krafist er sýknu á ákær- unni í heild þar sem refsiheimildir sem hún byggist á séu svo óljósar og matskenndar að þær brjóti gegn meginreglu stjórnarskrárinnar um skýrleika refsiheimilda. Þá segir að án tillits til þess að skýrar lagaheimildir hafi skort til þess að stuðla að minnkun banka- kerfisins segir að ósannað sé að það hafi verið hægt. Veigamikil rök mæli gegn því að sala eigna eða flutningur úr landi hafi verið raunhæf á þeim tíma. - kóp Verjandi Geirs krefst sýknu vegna óljósra og matskenndra refsiheimilda: Ekki heimild til að minnka bankana GEIR H. HAARDE Í greinargerð sem verjandi forsætisráðherrans fyrrverandi vann er öllum ákæruliðum hafnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ENDURGREIÐA SKILVÍSUM 33 þúsund viðskiptavinir Arion banka eiga von á endurgreiðslu frá bankanum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÁRMÁL Arion banki mun í dag endurgreiða um 33 þúsund „skil- vísum lánþegum“ vegna afborg- ana af lánum á síðasta ári. Aðallega er um að ræða afslátt vegna íbúðalána þar sem endur- greiðsla er miðuð við tvo gjald- daga síðasta árs, eða um 16,7%, en einnig er gert ráð fyrir 30% afslætti af vaxtagreiðslum yfir- dráttarlána. Meðalgreiðslur vegna íbúðalánanna eru um 125 þúsund á hvern viðskiptavin, en um 13 þús- und vegna yfirdráttarlána. Kostn- aður vegna þessa er áætlaður um 2,5 milljarðar. Í tilkynningu frá bankanum segir að yfirtöku á lánasafni þrotabús Kaupþings sé nýlokið, auk þess sem átaki bankans gagnvart viðskipta- vinum í skuldavanda sé að ljúka. - þj Skilvísir lánþegar fá til baka: 33 þúsund viðskiptavinir fá endurgreitt GENGIÐ 26.01.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,1523 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,34 122,92 192,11 193,05 161,01 161,91 21,655 21,781 21,001 21,125 18,140 18,246 1,5769 1,5861 189,19 190,31 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins fer fram föstudaginn 27. janúar í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Dagskrá: 20:00: Húsið opnað, pönnukökur og kaffi. 20:40: Dagskrá hefst: Ræðumaður kvöldsins verður Haraldur Leifsson. Tónlistin verður að vanda í höndum heimamanna og veislu stjórinn er sjálfur tónlistarmaðurinn, bóksalinn og fyrrum vara bæjarfulltrúinn Kristján Freyr Halldórsson. 22:30: Dansleikur. Miðaverð: 2500 Miðasala við innganginn og í Iðnó í síma 562 9700. Ísfirðingafélagið. Ranglega var farið með föðurnafn Marteins Þórssonar í myndatexta á forsíðu blaðsins í gær. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Ekki var rétt farið með nöfn þeirra sem sátu í dómnefnd Íslensku bók- menntaverðlaunanna í blaðinu í gær. Í nefndinni sátu Árni Matthíasson, Þorgerður Einarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.