Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 22
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur frá deginum í dag og fram á mánudag. Þátttakendur fylgjast þá með garði í einn klukkutíma einhvern þessara daga, skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og skrá niðurstöður á þar til gert eyðublað og senda til Fuglaverndar. Nánari upplýsingar eru á www.fuglavernd.is Andrea Helgadóttir er ein af níu götulistamönnum sem opna sam- sýningu í Norræna húsinu á morg- un. Sýningin, sem ber heitið Vägg- ar, tengir saman tvær kynslóðir götulistamanna og á að endur- spegla þverskurðinn af því sem hefur verið að gerjast í listinni síðustu árin. „Þetta verður mjög forvitnilegt enda óvenjulegt að sýna grafflist í svona formlegum sýningarsal,“ segir Andrea sem er ein af upp- hafsmönnum götulistar á Íslandi og ein af fáum stelpum sem leggja stund á þessa list. „Ég byrjaði að graffa ellefu, tólf ára gömul, og þá aðallega til að herma eftir eldri bróður mínum,“ segir Andrea glaðlega. Hún fór þó að mestu leyti löglegu leiðina að listsköpun- inni. „Ég og vinur minn fengum leyfi til að gera graffverk á skóla- lóðinni og fengum meira að segja leyfi úr myndmenntatíma til að dúlla í því,“ segir hún en í fram- haldinu fengu þau fleiri verkefni frá öðrum skólum. Þótt hún seg- ist gera lítið af því að mála ólög- lega játar hún þó fúslega að hún reyni að finna sér veggi sem vel þoli að láta flikka upp á sig. „Það er skemmtilegt að finna staði sem eru í niðurníðslu og fegra þá enda yfirleitt fáir sem hafa á móti því,“ segir hún og bætir við að hún merki sér iðulega verkin. Andrea hefur lært myndlist frá unga aldri. „Ég var alltaf í teikni- námi þegar ég var lítil, fór síðan á myndlistarbraut í FB og lærði loks teiknimyndagerð,“ upplýsir hún en hennar helsti áhugi liggur í því að vinna með persónur og karaktera. En er ekki leiðinlegt að sjá verk sín hverfa undir málningu og í niður rif? „Stundum, en það sem gerir graffið að spennandi list- formi er að það er eins og lífið sjálft, maður fær að upplifa stuttar stundir og reynir að njóta þeirra,“ segir hún hugsi og bendir á að götulist sé svolítið eins og illgresi. „Margt illgresi er fallegt en samt illa séð af mörgum.“ Andrea segist oftast fá jákvæð ummæli frá gangandi vegfarend- um sem sjái hana við iðju sína. „Sérstaklega voru margir ánægð- ir með okkur götulistamenn þegar við vorum að mála í undirgöngun- um í Hlíðunum. Þeir sem fóru þar um voru ánægðir að fá list í stað krass, krots og gubbulyktar,“ segir Andrea en þeir sem hafa áhuga á að kynna sér list hennar geta kíkt á grænu skrímslin á Hjartatorginu við Hverfisgötu eða stórt verk við enda Vesturgötu. Í Norræna húsinu mun Andrea sýna smámyndir málaðar á hjóla- brettaplötur. Sýningin opnar á morgun klukkan 18 með lifandi listviðburði, tónlist og léttum veit- ingum. Ásamt Andreu munu eftir- farandi listamenn taka þátt: Björn Árnason, Margeir Dire Sigurðar- son, Orri, Ólafur Guðmundsson, Skúli Árnason, Þorsteinn Davíðs- son, Örn Tönsberg og Gebes sem er einn af fremstu graffitimálur- um Danmerkur. solveig@frettabladid.is Götulistin eins og illgresi Níu götulistamenn færa listsköpun sína frá veggjum götunnar inn í Norræna húsið um helgina. Andrea Helgadóttir er ein af upphafsmönnum götulistar á Íslandi og ein af fáum stelpum sem stunda listina. Andrea Helgadóttir götulistamaður við eitt af verka sinna sem prýðir vegg í Reykjavík. Á samsýningu nokkurra götulistamanna í Norræna húsinu mun hún sýna smámyndir sem hún hefur málað á hjólabrettaplötur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg. ÚTSALAN heldur áfram og núna er 50%-70% afsláttur af öllum vörum Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457 alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Það sem gerir graffið að spennandi listformi er að það er eins og lífið sjálft, maður fær að upplifa stuttar stundir og reynir að njóta þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.