Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 34
6 • LÍFIÐ 27. JANÚAR 2012 1. Þetta er góð tilfinning. Mér finnst vænt um þetta. Heyri þetta af og til. Finn fyrir hlýju en finnst þetta líka mjög fyndið. 2. Ég yrði forseti sem nyti mín í mannlegum samskiptum við fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins. Ég myndi njóta þess að heilsa upp á unga og gamla landsmenn, til sjáv- ar og sveita. Ég myndi vera í ess- inu mínu að kynnast nýjungum í atvinnulífinu, menntamálum, skóg- rækt og menningarlífinu. Ég myndi hvetja fólk áfram og hlusta á þjóð- ina. En þar sem þetta er nú líka lýs- ing á því að starfa í fjölmiðlum þá held ég að ég sé alveg á réttum stað núna. 3. Ég vona að næsti forseti verði góður einstaklingur með lífs- reynslu, tali nokkur tungumál, sé vel menntaður, standi vörð um ís- lenska menningu og tungu. Sé al- þýðlegur, jarðbundinn, hógvær, hlýr, glæsilegur, þekki vel inn á þing- störf og stjórnsýslu, kunni sig vel og sé sambland af Kristjáni Eldjárn og Vigdísi Finnbogadóttur. Slík- ur einstaklingur myndi vinna að málum sem yrðu til góðs fyrir nátt- úru landsins, menningu, jafnrétti kynjanna og jafnræði landsmanna. 4. Eina tenging mín við forsetaemb- ættið verður að ég mun nýta mér kosningaréttinn og kjósa góðan for- seta. Við eigum marga frambæri- lega einstaklinga sem passa í þetta embætti. Ég er alls ekki manneskj- an í embættið – en vil gjarnan fá að taka viðtal við næsta forseta Ís- lands. 1. Það er góð tilfinning. 2. Góður forseti, vonandi. 3. Forsetinn á að vera leiðtogi sem stuðlar að því með ráðum og dáð að hugarfar góðvildar, hjálpsemi og virðingar leysi af hólmi græðgi, eigingirni og hroka. Hann á að vera nálægur fólkinu í landinu, vinna með því, setja gott fordæmi og hvetja menn áfram til góðra verka. Þannig gætum við virkjað forseta- embættið til mikils gagns fyrir Ís- land á öllum sviðum þjóðlífsins og einnig út fyrir landsteinana. 4. Já. 1. Það er svo sannarlega elsku- legt af fólki að nefna nafnið mitt í sömu andrá og val á þjóðarleiðtoga er rætt. Ég nota auðvitað tækifærið og þakka ykkur traustið, kæru vin- konur og vinir. Þið eruð alveg hreint ótrúleg og mér er heiður gerr. 2. Konan mín segir að ég yrði bæði gleyminn og óstundvís forseti en ágæt að öðru leyti. Sjálf trúi ég að starf mitt með börnum í yfir þrjátíu ár hafi kennt mér að ná til fólks í tali, samskiptum, ræðu og riti og það er nákvæmlega grundvallarstarf leið- toga. Ná til fólks eða að snerta hjörtu annarra, eins og ég hef nefnt þetta fyrirbæri, gefur samhljóm sem fær fólk til að vera samferða, bæði í leiðtogahlutverk og fylgjenda- hópi. Þessi samhljómur er ástríða mín í lífinu. Þannig myndi ég án efa tala, boða, hvetja og kenna í von um að ná samhljómi sem flestra yfir Frónið, samhljómi um sam- komulag og sættir. Svo yrðu upp- eldi og menntun, mannréttindi og jafnrétti leiðarstefin mín enda líður mér stundum eins og ég hafi sungið sama sönginn í áratugi, rétt eins og Soffía frænka sem kunni bara einn söng – en lögin okkar beggja eru náttúrulega sígild. 3. Ætli það væri ekki að draga embættið út úr pólitískum átök- um og ágreiningi. Þar með er ég ekki að segja að síðustu ár núver- andi forseta hafi verið á villigöt- um – þjóðin þarf bara núna frið og samstöðu um óbrotgjarnari sann- indi eins og gömul og góð gildi og þjóðarmenningu Íslands. Samtímis myndi ég vilja sjá Bessastaði opna sem mest fyrir landsmenn, bæði gesti og gangandi sem vilja skoða staðinn. Jafnframt vildi ég sjá for- setann aðgengilegan og sýnilegan alls staðar í þjóðlífinu. Ekki aðeins í lista- og menningarlífinu, heldur líka í skólum, á vinnustöðum, til sjáv- ar og til sveita, um allt land. Svo verða börn og ungmenni að fá sér- stakan sess í hefðum og siðum Bessastaða. Þau eiga að vera tákn embættisins, framtíðin sem þjóðin sameinast um. Hamingjan sanna, er þetta ekki að verða eins og fram- boðsræða. 4. Ég er ekki á flæðiskeri stödd at- vinnulega, er í afskaplega skemmti- legu starfi sem forseti Hjallastefn- unnar og þar er miklu meira en nóg að gera. Svo er ég heldur ekki viss um að íslenska þjóðin sé besti og gleðiríkasti vinnuveitandinn, sem er í boði um þessar mundir. Þann- ig að … 1. Ég hef ekki fylgst mikið með vangaveltum um forsetaframboð þar sem ég hef verið mikið erlendis að undanförnu og verið í smá fjöl- miðlafríi. En ef einhver hefur tilnefnt mig í þetta starf þykir mér vænt um það. Það eru mikil meðmæli. 2. Góð spurning. 3. Það er ýmislegt sem hægt væri að gera í þessu embætti. Sannarlega hægt að láta gott af sér leiða og mjög margt sem mætt i breyta t i l h ins betra. 4. Nei það er svo margt spenn- andi fram undan hjá mér sem ég væri engan veginn tilbúin til þess að fórna. Og svo vantar mig alveg ástríðuna fyrir þessu embætti. Sú ástríða þarf að vera fyrir hendi. Þessar voru einnig tilnefndar Herdís Þorgeirsdóttir stjórnmála- fræðingur. Linda Pétursdóttir, eigandi Bað- hússins Steinunn Ólína leikkona Ragna Árnadóttir lögfræðingur Kristín Ingólfsdóttir prófessor Gerður Kristný Guðjónsdóttir rithöf- undur Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona 1. Auðvitað met ég mikils og þykir vænt um að vera nefnd í þessu samhengi en verð um leið að játa að þetta kemur mér á óvart. Ég hef aldrei gengið með forsetaembættið í maganum. Ég er þakklát fyrir ótrú- lega mörg gefandi og skemmtileg samtöl við gott fólk sem gefur sig á tal við mig vegna þessa. 2. Það væri mjög stór ákvörðun að fara í framboð en ég er frekar prívat manneskja og tilhugsunin um að verða opinber persóna er blend- in. Spurningar um hverju ég myndi breyta eða hvernig ég yrði í þessu embætti eru því alls ótímabærar. 3. Ég get fullyrt að ég er ósköp venjuleg og látlaus manneskja og að í kringum mig yrði ekkert glys eða prjál í þessu embætti frekar en öðrum verkefnum sem ég hef tekið að mér. 4. Nokkrum hef ég lofað að hug- leiða málið alvarlega. FLOTTAR Í FORSETANN Forsetakosningar eru á næsta leiti eins og allir vita og hafa hinar ýmsu kannanir og kosningar verið framkvæmdar af því tilefni. Ýmsar áhugaverðar konur úr ólíkum stéttum þjóðfélagsins hafa verið orðaðar við embættið. Lífið tók nokkrar þeirra tali sem tilnefndar voru í forsetakosningu Vísis og forvitnaðist um hvort þær tækju tilnefningunni alvarlega eður ei. Sigríður Arnardóttir, fjölmiðlakona VILL TAKA VIÐTAL VIÐ NÆSTA FORSETA Valgerður Matthíasdóttir fjölmiðlakona ÁSTRÍÐAN FYRIR FORSETAEMBÆTTINU EKKI FYRIR HENDI 1. Hvernig er tilfinningin að vera tilnefnd? 2. Hvernig forseti heldurðu að þú yrðir? 3. Hverju myndirðu helst vilja breyta sem forseti? 4. Geturðu raunverulega hugsað þér að verða forseti Íslands? Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar LOFAR AÐ HUGLEIÐA MÁLIÐ Margrét Pála Ólafsdóttir, forseti Hjallastefnunnar ÞJÓÐIN ÞARF FRIÐ Elín Hirst, rithöfundur FORSETINN Á AÐ VERA NÁLÆGUR FÓLKINU Í LANDINU ÚTSALAN Í FULLUM GANGI 50% afsláttur af skarti, töskum og öðrum fylgihlutum 10% afsláttur af aðhaldsfatnaði og öðrum standard vörum 50 –70% afsláttur af öllum fatnaði SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 8, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.