Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 49
KYNNING − AUGLÝSING Háskólar27. JANÚAR 2012 FÖSTUDAGUR 11 MPM-nám er hagnýtt stjórnendanám sem hentar þeim sem vilja stýra flóknum og krefjandi verkefnum. MPM stendur fyrir Master of Project Management og hljóta nemendur alþjóðlega vottun í verkefnastjórn- un. Námið hófst í Háskóla Íslands árið 2005 en flutti til Háskólans í Reykjavík í sumar. „Námið er það sama en aðstaðan er betri og við telj- um námið eiga betur heima í HR þar sem skólinn er í góðum tengslum við íslenskt atvinnulíf og stuðlar að þróun þess með ýmsum hætti,“ segir Haukur Ingi Jónasson sem veitir náminu forstöðu ásamt Helga Þór Ingasyni. Haukur segir nemendur meðal annars öðlast færni sem ætti að koma að góðu gagni þegar kemur að því að skapa blómlegt at- vinnulíf. „MPM-námið ætti að vera sérstaklega gagnlegt nú þegar við stöndum frammi fyrir mikilli uppbyggingu í íslensku atvinnulífi. Í náminu er lögð áhersla á vönduð vinnubrögð, góða stjórnunarhætti og samfélagslega ábyrgð en allt eru þetta eftirsóknarverðir þættir.“ Haukur Ingi segir verkefnin sem fólk vinnur að af ýmsum toga. „Þau eiga það þó sameiginlegt að hafa upphaf, miðju og endi og það þarf að leiða þau til lykta. Það eru oft miklir hagsmunir í húfi og því nauðsyn að tryggja framvinduna og sjá til þess að hlutirnir séu gerðir þannig að tilætlaður árangur náist.“ Haukur segir að ekki þurfi að einskorða aðferðirnar við einstök verkefni heldur séu aðferðir verkefnastjórnun- ar í auknum mæli notaðar til að stýra heilu fyrirtækjunum og er verk- efnastjórnun til að mynda mikið notuð innan Evrópusambandsins. „Sömu aðferðir mætti að okkar mati í auknum mæli nota markvisst í íslensku atvinnulífi og í íslensku stjórnkerfi.“ Haukur Ingi og Helgi Þór hafa gefið út fjórar bækur sem kallast á við námið og eru notaðar sem ítarefni. „MPM-námið byggir talsvert á efni erlendra fyrirlesara sem kenna í náminu og viljum við gjarnan gera meira af því.“ Þeir félagar eru sömuleiðis að gefa út bók hjá bóka- útgáfunni Gower í Bretlandi sem heitir Project Ethics: The Critical Path to Development og verður hún kennsluefni í náminu framvegis. Haukur Ingi segir MPM-námið framarlega þegar kemur að nýjung- um og framþróun í faginu og eru þeir því oft fengnir til að kynna hug- myndir sínar víða um heim. Næsti viðkomustaður verður Alþjóða- samtök verkefnastjórnunarfélaga (IPMA) MbK / HÞI. Gerð hefur verið gæðaúttekt á náminu og kom það mjög vel út. „Þróunarvinnan held- ur stöðugt áfram og við erum um þessar mundir að gera úttekt á því hvernig námið skilar sér út í atvinnulífið. Niðurstöðurnar komum við til með að nýta við áframhaldandi þróun námsins.“ Mikilvæg tenging við atvinnulífið í HR Haukur Ingi Jónasson og Helgi Þór Ingason veita MPM-náminu forstöðu. MYND/ANTON Lokaverkefni Hildar fjallaði um siðferðilegar hliðar á verkefnastjórnun og birtist í Inter- national Journal of Project Management. Hildur Helgadóttir, inn-lagnastjóri á Landspítal-anum var í fyrsta hópn- um sem útskrifaðist úr MPM náminu. Hún segir námið hafa nýst sér afar vel í vinnu jafnt sem einkalífi. „Ég er hjúkrunar- fræðingur og starfaði áður sem hjúkrunarforstjóri í Kef lavík. Mér fannst námið hljóma spenn- andi en á þessum tíma var ekki hefð fyrir því að nota aðferðir verkefnastjórnunar í heilbrigð- iskerfinu. Við vorum tveir hjúkr- unarfræðingar í þessum hópi og fórum báðar að vinna á Land- spítalanum í framhaldinu. Nú held ég að við séum fimm til sex á spítalanum sem höfum lokið þessu námi,“ segir Hildur. Hún lauk náminu haustið 2007 og tók í framhaldinu við sem inn- lagnastjóri á Landspítalanum. „Þar datt ég inn í risastórt verk- efni sem var nýbúið að ýta úr vör. Það heitir skilvirkt f læði sjúk- linga og snýst í stuttu máli um ferðalag sjúklinga í gegnum spít- alann. Það var frábært fólk þarna fyrir og við nýttum aðferðir verk- efnastjórnar við að stýra því. Við náðum fínum árangri, stytt- um meðallegutíma, breyttum tugum rúma úr sólarhringsrúm- um í dagrúm og náðum að hag- ræða heilmikið án þess að skerða þjónustuna.“ Hildur segir námið ekki síður hafa nýst sér í einkalífi við að skipuleggja stóra sem smáa við- burði. „Námið snýst fyrst og fremst um það hvernig best er að skipuleggja sig þegar leysa þarf ákveðin verkefni. Þau hafa upphaf og endi og gengur þetta út á að ná sem bestum árangri, stand ast tímasetningar og fjár- hagsáætlanir, ná markmiðum sínum og gera það vel.“ Hildur segir endapunktinn þurfa að liggja fyrir en margir flaska á því. „Það eru allt of margir sem fara af stað með spennandi verkefni sem gufa svo upp í miðju kafi. Verk- efnastjórnun er ekki lögverndað starfsheiti, það er notað yfir allt mögulegt og ekki endilega á rétt- an hátt.“ Hildur segir fólk úr öllum geir- um sækja námið. „Inngönguskil- yrðið er háskólagráða og einhver starfsreynsla. Þarna var fólk úr bankageiranum, tæknigeiran- um og heilbrigðis- og lyfjageir- anum svo dæmi séu nefnd. Það er mikið lagt upp úr hópavinnu og fólk kynnist vel svo maður græð- ir heilmikið tengslanet í leiðinni,“ segir Hildur. Nemendur skila lokaverkefnum sínum í formi tímaritsgreinar og er Hildur ein þeirra sem hafa fengið grein sína birta í alþjóðlegu ritrýndu tíma- riti. „Verkefnið fjallar um siðferði- legar hliðar á verkefnastjórnun og birtist í International Journal of Project Management. Það hefur ekki verið skrifað mikið um þessi mál og þar sem verkefnastjórnun er tiltölulega ung fræðigrein er tekið vel á móti nýrri þekkingu.“ Nýtist vel í starfi MPM nám, sem Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri á Landspítalanum, lauk árið 2007, hefur hjálpað henni að ná árangri í starfi sem og einkalífi. Hrefna Haraldsdóttir starfar sem hópstjóri í skráningar-deild hjá Actavis. Hún lauk MPM námi árið 2009 og segir það hafa aukið atvinnumöguleika sína svo um munar. „Ég er með BS í líf- fræði og starfaði á rannsóknarstofu áður en ég fór í námið. Mig langaði í frekara nám en vildi opna starfs- möguleikana í stað þess að sér- hæfa mig frekar í líffræðinni. Ég rak augun í þetta nám og ákvað að slá til.“ Hrefna segir námið hafa víkk- að sjóndeildarhring sinn en fyrir var hún að eigin sögn föst í boxi raunvísindanna. „Hluti námsins er fræðilegur en stór hluti snýst um mannleg samskipti sem skiptir ekki síður máli enda erfitt að koma nokkru verkefni í framkvæmd án færni á því sviði.“ Hrefna segir námið vel skipulagt og fyrirlesar- ana frábæra. „Samnemendurn- ir voru ekki síðri. Þarna var mikið af hæfu og góðu fólki úr ólíkum at- vinnugeirum sem margir voru með áratuga reynslu. Ég fór í þetta frek- ar ung og lærði ekki síður mikið af þeim.“ Hrefna skilaði lokaverkefni í formi tímaritsgreinar. Greinin ber yfirskriftina Community referrals – Opportunities for improvements og var birt í Journal of Generic Me- dicine. „Efnistökin eru nokkuð sér- hæfð og tengjast núverandi starfi hjá Actavis en það var vissulega gaman að fá hana birta.“ Námið opnaði atvinnumöguleikana Hrefna Haraldsdóttir hópstjóri hjá Actavis fór í MPM-nám til að auka atvinnumöguleika sína. Hrefna fór í MPM-nám í stað þess að sérhæfa sig í líffræði sem hún tók til BS prófs. MYND/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.