Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 17

Fréttablaðið - 27.01.2012, Side 17
FÖSTUDAGUR 27. janúar 2012 17 Í 15. gr. svokallaðs búnaðar-lagasamnings sem gerður er á grundvelli laga nr. 70/1998 er kveðið á um að Bændasam- tök Íslands skuli halda aðskild- um fjármunum sem til sam- takanna renna úr ríkissjóði og öðrum fjárreiðum sínum. Þá er í sömu grein kveðið á um að Bændasamtökin skuli afhenda sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytinu endurskoðaðan ársreikning sinn. Samþykktir Bændasamtakanna kveða einnig á um að fjárhagur starfsemi sem rekin er í umboði ríkissjóðs og á hans kostnað skuli aðskilinn frá annarri starfsemi Bændasam- takanna. Ég hef nú, eftir talsverða eft- irgangsmuni, fengið aðgang að rekstrarreikningshluta árs- reiknings Bændasamtakanna fyrir nokkur undangengin ár. Reikningarnir bera ekki með sér að virtur sé sá skýri aðskiln- aður ríkissjóðstekna og ríkis- sjóðsverkefna á einn veg, ráð- gjafarþjónustu á annan veg og almennri félagsstarfsemi Bændasamtakanna á þriðja veg sem áskilinn er í samningi og samþykktum. Reikningarnir bera með sér að velta Bændasamtakanna sé um 600 milljónir króna á ári. Félagsgjöld aðildarfélaganna eru heilar 250 þúsund krónur(!), aug- lýsingatekjur og áskriftargjöld Bændablaðsins um 45 milljónir, útseld skýrsluvélaþjónusta um 11 milljónir og hugbúnaðarsala um 30 milljónir. Beinar greiðslur úr ríkissjóði til Bændasamtakanna virðast nálægt 350 milljónum króna árlega. Ekki verður álykt- að með því að skoða ársreikn- inginn hversu háar greiðslur Bændasamtökin fá frá ríkissjóði fyrir verktöku af ýmsu tagi. Framsetning ársreikningsins er því með þeim hætti að ekki er hægt að útiloka að greiðslurnar nemi allt að 400-500 milljónum króna á ári. Ráðgjafaþjónusta Bænda- samtakanna virðist niðurgreidd um ríflega 100 milljónir króna. Skýrsluvéla- og forritunarþjón- usta virðist rekin með 70 millj- óna króna halla. Hluti þeirrar ráðgjafar sem samtökin veita er hefðbundin rekstrarráðgjöf sem aðrir rekstraraðilar en bændur þurfa að kaupa fullu verði af endurskoðunarstofum eða öðrum sérhæfðum aðilum. Önnur fyr- irtæki en þau sem rekin eru af bændum þurfa að greiða forrit- un og tölvuvinnslu fullu verði. Það er fyllsta ástæða til að velta fyrir sér hvort það sé skynsam- leg ráðstöfun skattpeninga að nota þá til að veita bændum hefð- bundna rekstrarráðgjöf og til að skrifa bókhaldsforrit. Reyndar má spyrja hvort slík ráðstöfun stangist ekki á við ákvæði sam- keppnislaga. Athygli vekur að Útgáfu- og kynningarsvið, sem m.a. sér um útgáfu Bændablaðsins, er rekið með 30-50 milljón króna halla árlega. Ljóst er að sá halli er ekki greiddur af aðildarsam- tökum Bændasamtakanna, frek- ar en annar halli af einstökum starfssviðum. 250 þúsund króna árlegt framlag aðildarsam- takanna dugar ekki einu sinni til að dekka hallann af rekstri kaffistofunnar sem virðist 6-7 milljónir króna á ári. Sú spurn- ing vaknar hvort Bændablaðið, sem dreift er víða um land og er þekkt af nokkuð eintóna, sumir segja sérlundaðri ritstjórnar- stefnu, sé í raun kostað af skatt- greiðendum. Þá má og spyrja, með hliðsjón af lélegri rekstrarafkomu svo- kallaðra búreikningsbúa, hvort ekki sé hægt að bæta rekstrar- ráðgjöf sem bændur fá. Verður það ekki að nokkru leyti að skrif- ast á reikning ráðgjafanna að meðalsauðfjárbú á landinu nær því ekki að skapa tekjur til að greiða bændum og öðru starfs- liði laun eða standa undir vaxta- greiðslum? Á ráðgjöfin ekki einhverja sök í því að skattgreið- endur greiða öll laun og allan fjármagnskostnað meðalsauð- fjárbúsins? Þarf ekki að taka slíka ráðgjöf til endurskoðunar? Er ekki kominn tími til þess að fá erlenda úttektaraðila til að gera úttekt á gæðum þeirrar þjónustu og þeirri ráðgjöf sem Bænda- samtökin veita? Ekkert verður fullyrt með vissu um eignastöðu Bænda- samtakanna nema hafa aðgang að efnahagsreikningshluta árs- reiknings. En sú staðreynd að hreinar fjármunatekjur sam- takanna eru allt að 150 milljónir króna bendir til þess að hreinar eignir Bændasamtakanna séu af stærðargráðunni 1 til 3 millj- arðar króna. Hvorki rekstur Bændablaðsins á undangengnum áratugum, né aðildarfélagafram- lögin eru af þeirri stærðargráðu að hafa byggt upp eiginfjárstöðu í milljarðaklassanum. Löggjafinn gerir eðlilega strangar kröfur til meðferðar ríkisstofnana á skattfé. Fjár- sýsla ríkisins, fjármálaráðu- neyti og Ríkisendurskoðun margmeta hvort tiltekin ráðstöf- un fjármuna sé réttmæt. Sé rík- isstofnun ofhaldin í fé er henni ekki heimilt að byggja upp eigið fé eða ráðstafa fé til óskyldrar starfsemi, heldur er henni skylt að senda fjármunina aftur til ríkisféhirðis. Megnið af umsvif- um Bændasamtakanna er í raun umsýsla með skattfé. Samtök- in þurfa þó ekki að hlíta þeim ströngu reglum um réttmætt tilefni útgjalda sem ríkisstofn- anir þurfa að gera. Ríkisstofnun myndi t.d. ekki komast upp með að gefa út vikurit um hugðarefni og hagsmunamál forstjóra stofn- unarinnar. Hvað þá að prenta í risaupplagi og dreifa í sveitir og kaupstaði auk sundstaða og versl- anamiðstöðva höfuðborgarinnar. Búnaðarlagasamningur Bændasamtakanna og ríkis- stjórnarinnar er á skjön við eðli- lega stjórnsýslu og eðlilegt eftir- lit með ráðstöfun ríkissjóðstekna. Bændasamtökin eru í raun ríki við hlið ríkisins sem virðast geta ráðstafað skatttekjum eftirlits- lítið og án þess að virða ákvæði samninga og eigin samþykkta um framsetningu ársreiknings. Reglur eru til að fara eftir, ekki til að brjóta, þó annað megi sjálf- sagt álykta út frá málum kennd- um við iðnaðarsalt og kadmíum- blandaðan áburð. Megnið af umsvifum Bændasam- takanna er í raun umsýsla með skattfé. Samtökin þurfa þó ekki að hlíta þeim ströngu reglum um réttmætt tilefni útgjalda sem ríkisstofnanir þurfa að gera. Ímyndum okkur skóframleið-anda sem rekur nokkrar versl- anir í litlu landi. Skóframleið- andinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutn- ingskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira. Það er ekkert að því að menn verðleggi framleiðslu sína eins og þeim sýnist. En fáum dytti í hug að lögin ættu ekki einungis að verja fræðilegan rétt skósalans til mishárrar verðlagningar, heldur ættu lögin beinlínis að tryggja grundvöll hennar. Og að þetta mætti verða á kostnað almennra mannréttinda. Ef tvær búðir í nálægum bæjum selja eins skó á mjög ólíku verði mun fólkið keyra á milli og kaupa skóna þar sem þeir eru ódýrari. Eðlileg viðbrögð markaðar við þessu væru einfaldlega að selja skóna jafndýrt alls staðar. Í net- umræðunni erum við hins vegar komnir á stað sem svipar til þess að verið væri að setja upp skóeft- irlitsstöðvar á mörkum sveitar- félaga, og leitað væri í bílum til að sjá hvort nokkur væri að kaupa skó í búðum fjarri lögheim- ili sínu. Kæmi slíkur grunur upp væru menn klæddir úr skónum á staðnum og sendir berfættir heim, öðrum til varnaðar. Netið er ekki eins og vega- kerfi milli bæja. Netið er bær. Þetta geta þeir jafnan sextugu þingmenn heimsins sem oftast setja lög um netið trauðla skilið. Það virðist almennt sem þekk- ing stjórnmálamanna á netinu og hagsmunum almennings af því sé annaðhvort af skornum skammti eða einungis komin frá hagsmuna- aðilum. Ísland er hér engin undan- tekning. Af lestri frumvarpa til höfundarréttarlaga má sjá að und- antekningarlítið eru menn eins og Eiríkur Tómasson, fyrrum fram- kvæmdastjóri STEFs, fengnir sem helstu ráðgjafar stjórnvalda í þessum málum. Án þess að ætla að lasta þann mæta mann þá geta allir dæmt um hvort heppilegt sé að hagsmunaaðilar hafi mjög ríka aðkomu að samningu laga sem varða þá sjálfa. Lítið bendir til að þetta sé að breytast. Nú má lesa á heima- síðu mennta- og menningar- málaráðuneytis að til standi að endurskoða höfundarlög. Það er orðað með þeim hætti að „Stjórn- völd og rétthafar“ ætli að „taka höndum saman“ og efla „virðingu fyrir höfundarrétti“. Það hljómar skelfilega. Virðingu ávinna menn sér. Á meðan til staðar er alþjóðlegt net einkarekinna tollsvæða með tónlist og kvikmyndir er kannski eðlilegt að virðing manna fyrir höfundarrétti sé eftir því. Þessum málum er alltaf reynt að stilla upp sem „þjófnaði“ eða „sjóræn- ingjastarfsemi“ þrátt fyrir að umrætt efni er í mörgum tilfellum ófáanlegt á skikkanlegan máta. Fjölmargir sjónvarpsþættir sem aðgengilegir eru, án endurgjalds, í Bandaríkjunum eru alls kostar ófáanlegir á Íslandi. Tónlistar- verslanir eins og iTunes eru lok- aðar Íslendingum þrátt fyrir fjór- frelsi EES-samningsins. Ástæða? Litið er á iTunes sem útvarps- stöð. Jú, það má vera að iTunes sé útvarpsstöð, í hugum sömu manna sem halda því blákalt fram að það að hlaða niður lagi sé í engu frá- brugðið vopnuðu bílaráni. Nú stendur yfir staðfestingar- ferli á skelfilegum alþjóðlegum samningi, ACTA, þar sem vest- ræn ríki lofa hvert öðru að beita eigin þegna mannréttindabrotum, skylda einkaaðila til að fylgjast með netnotkun fólks og loka á net- aðgang grunaðra manna án dóms- úrskurða. Samningurinn var sam- inn af hagsmunaaðilum bak við luktar dyr. Ísland er ekki aðili að honum og ætti aldrei að verða. En hættan er auðvitað sú að stjórn- völd skrifi undir hann eða innleiði allar meinsemdir hans, með vísan í „alþjóðlega þróun“. Það er reynt er að hólfa netið niður og beita öllum ráðum til að þau hólf haldi. Það er vissu- lega alþjóðleg þróun en þeirri þróun þarf að snúa við. Stefna íslenskra stjórnvalda ætti að vera að tryggja að íslenskir neytendur hefðu sama aðgang að öllu efni á netinu og bandarískir, eða aðrir, neytendur. Reykvíkingur og New-York- búi eru íbúar sama netþorpsins og eiga að hafa sama aðgang að gæðum þess. Ekki eins og að stela bíl Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Bændasamtökin: ríki utan ríkisins? Landbúnaður þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Námskeið fyrir aðstandendur (20 ára og eldri) Ætlað þeim sem eiga fjölskyldumeðlim sem er að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð. Námskeið sem byggist á fræðslu og umræðum. Hefst: miðvikudaginn 1. feb. kl. 19.30-21.30, 7 skipti. Námskeið fyrir börn 7, 8 og 9 ára Ætlað þeim sem eiga fjölskyldumeðlim með krabbamein. Uppbyggjandi námskeið fyrir börn. Unnið með traust, sjálfsmynd og samskipti í geg- num leiki og gefandi verkefni. Hefst fimmtudaginn 2. feb. kl. 16.30-18.00, 10 skipti. Karlmenn og krabbamein - fræðslufundir Uppbyggjandi fræðsla með mismunandi fyrirlesurum, maki eða náinn aðstandandi er velkominn með í fyrsta tímann. Kynningarfundur 6. feb. kl. 17.30. Hefst mánudaginn 13 feb. kl. 17.30-19.00, 10 skipti. NÝ NÁMSKEIÐ Upplýsingar á www.ljosid.is Skráning í síma 561 3770 Langholtsvegi 43 Sími 561 3770 ljosid@ljosid.org www.ljosid.is Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur Í LJÓSINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.