Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 12
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR12 S krautlegu Evrópumóti í handknattleik er lokið hjá íslenska landsliðinu og líkt og svo oft áður skiptust á skin og skúrir hjá strákun- um okkar. Liðið varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrir mót þegar ljóst varð að þeir Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson myndu ekki taka þátt. Svo meiðast Alexander Petersson og Ingimundur Ingimund- arson. Þetta eru allt lykilmenn og ekki mörg lið sem myndu höndla það að missa svo stóra bita úr sínu liði. Ef mið er tekið af þessum áföllum þá er árangur strákanna okkar í Serb- íu magnaður og þeir komu ansi mörg- um á óvart með vasklegum leik. Það hefði ekki mikið þurft að falla með þeim til þess að liðið hefði farið enn lengra og jafnvel blandað sér í slag- inn um undanúrslitasæti. „Ef ég geri upp mótið þá er ég auð- vitað svekktur að hafa ekki kom- ist með nein stig í milliriðilinn. Mér fannst við vera með mjög góða stöðu. Burtséð frá því þá hefði ég viljað fá vörn og markvörslu fyrr í gang hjá okkur. Það fellir okkur að þessu sinni,“ segir Guðmundur þegar hann er beðinn um að greina hvað vantaði upp á. Hann tók þá ákvörðun að senda Hreiðar Levý Guðmundsson mark- vörð heim á kostnað nýliðans Arons Rafns Eðvarðssonar og menn spyrja sig að því hvort landsliðsferli Hreið- ars sé lokið? „Það var erfið ákvörðun fyrir mig að senda Hreiðar heim því hann hefur oft bjargað okkur í erfiðum stöðum. Ég mun aldrei gleyma leikn- um sem hann átti gegn Svíum þegar við tryggðum okkur inn á Ólympíu- leikana árið 2008. Þar átti hann stór- kostlegan leik og hann hefur átt fleiri góðar innkomur og við gleymum þeim ekki,“ sagði Guðmundur sem fagnar samkeppni um markvarðastöðurnar. „Ég met stöðuna þannig í dag að við eigum þrjá frábæra markverði og það er mjög jákvætt. Það er gott að hafa getað bætt Aroni við og fínt að það sé samkeppni. Hreiðar verður að sjálf- sögðu áfram í myndinni og landsliðs- ferli hans er ekkert lokið.“ Lítið vantaði upp á Þónokkrir nýliðar fengu tækifæri í Serbíu og nýttu allir sín tækifæri vel. Er breiddin í íslenska landsliðinu að aukast? „Já, hún er að aukast að vissu leyti. Við eigum auðvitað menn inni. Það má ekki gleyma því að við vorum án Alex- anders Petersson allan milliriðilinn. Við vorum líka án eins besta varnar- manns liðsins, eins besta hraðaupp- hlaupsmannsins og eins besta sóknar- mannsins. Við náum samt mjög fínum úrslitum og mér finnst margt jákvætt við það sem við vorum að gera á þessu móti,“ segir þjálfarinn en ekki vantaði mikið upp á að liðið færi enn lengra á þessu móti. „Ef markvarslan hefði verið betri í riðlinum þá hefðum við farið mjög langt í þessum milliriðli. Ég trúi því staðfast- lega. Við töpum fyrir Króötum með tveim mörkum og leiðum í 56 mínútur. Ein varsla í hvorum hálfleiknum hefði getað riðið baggamuninn. Svona lítið vantaði upp á og ef við hefðum feng- ið markvörslu í Slóvenaleiknum hefði staðan orðið önnur. Þarna sitjum við eftir með sárt ennið. Varnarleikurinn var ekki eins góður og við viljum hafa hann en hann fór batnandi.“ Það var afar áhugavert hversu vel sóknarleikurinn gekk á mótinu í ljósi þess að hvorki Ólafur Stefánsson né Snorri Steinn Guðjónsson voru með liðinu. Þeir hafa borið uppi sóknarleik landsliðsins að mestu leyti á undanförn- um árum. „Landsliðið hefur ekki í langan tíma spilað eins góðan sóknarleik heilt yfir og á þessu móti. Það er frábært. Það hefur margt háð liðinu en ég get ekki annað en klappað strákunum á bakið,“ segir Guðmundur en það leynir sér ekki að hann er stoltur af strákunum sínum. „Leikmenn eru að nýta sinn frítíma til að spila á stórmótum. Það er ekki sjálfgefið og þess vegna er ég svo þakk- látur. Mér finnst líka að þjóðin eigi að vera þakklát leikmönnunum sínum sem eru að fórna sér. Þeir gera þetta líka ótrúlega faglega þessir strákar og eru atvinnumenn fram í fingurgóma. Það gerir það líka þess virði að standa í þessu. Menn skulu líka ekki gleyma því að það er ekki sjálfgefið að þetta haldi áfram svona endalaust,“ segir Guð- mundur en hann er á meðal þeirra sem finnst dapurlegt hversu lítið er stutt við bakið á íslenska landsliðinu sem hefur borið hróður Íslands víða á síð- ustu árum. Þjóðin vill árangur „Menn verða að átta sig á því að ef þeir vilja eiga gott landslið þá þarf að fjárfesta í því. Allt annað er ekki mögulegt. Það er meira og minna allt undir á hverju móti. Það liggur stund- um nánast þannig að ef við komumst ekki inn á næsta stórmót þá þurfi að loka HSÍ. Það liggur við að þetta sé þannig og hefur stundum verið. Íslenska þjóðin vill árangur og er oft stolt af þessu liði. Menn verða líka að fara að gera upp við sig hvort þeir vilji virkilega eiga svona heimsklassalið eða ætla menn bara að slá sér á brjóst á mannamót- um þegar landsliðið hefur staðið sig vel? Ég vil sjá meiri fjárfestingu inn í þetta lið ef menn á annað borð vilja eiga það,“ segir Guðmundur en strák- arnir okkar fá aldrei neinar greiðslur fyrir þátttöku sína með landsliðinu. Föstudagsviðtaliðföstuda gur Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari Það þarf að fjárfesta í landsliðinu Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var nokkuð ánægður með leik íslenska landsliðsins á EM í Serbíu. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Guðmundi í Novi Sad og ræddi við hann um álagið sem fylgir því að þjálfa eitt af stóru liðunum í handboltanum í Þýskalandi, Evrópumótið, framtíðina, fjárveitingar til landsliðsins og hvort það þurfi að fækka stórmótum. Guðmundur tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. Alfreð hætti með liðið af því að álagið við að vera með félagslið og landslið var honum ofviða. Guðmundur er í nákvæmlega sömu stöðu því hann þjálfar eitt af stórliðum Þýskalands, Rhein-Neckar Löwen. Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir Ólympíuleikana næsta sumar. Mun Guðmundur halda áfram með liðið eftir það eða hætta? „Ég er ekkert farinn að hugsa um það. Ég er að einbeita mér að því að hjálpa til eins og ég get og vinna mína vinnu. Ég gef alla þá orku sem ég á fyrir landsliðið. Því verður þó ekki neitað þetta er gríðarlegt álag og orkan er ekki endalaus. Ég geri mér grein fyrir því. Ég skil vel ákvörðun Alfreðs á sínum tíma,“ sagði Guðmundur, en hann nýtur þess þó að vera landsliðsþjálfari. „Ég hef haft gríðarlega gaman af því að starfa með þessum strákum. Okkur hefur auðvitað gengið vel. Á meðan ég sé liðið vera á réttri leið og að þróast þá hef ég gaman af því að starfa sem landsliðsþjálfari. Hversu lengi það gengur er erfitt að segja.“ Mikið álag að vera í tveimur störfum Mér finnst líka að þjóðin eigi að vera þakklát leik- mönnunum sínum sem eru að fórna sér. Þeir gera þetta líka ótrúlega fag- lega þessir strákar og eru atvinnu- menn fram í fingurgóma. Landsliðsmenn annarra þjóða skilja það ekki og hafa margoft sagt við þá að þeir myndu ekki nenna þessu ef þeir fengju ekki almennilega greitt. Þarf að fækka stórmótum „Það er ómæld og endalaus vinna sem þessir strákar leggja á sig og þeir eiga ekkert nema hrós skilið fyrir það. Þeir eiga alla mína virðingu fyrir það sem þeir leggja á sig þessir drengir. Mér finnst þeir alveg frábærir.“ Það kom margt á óvart á þessu EM. Meðal annars að liðin sem léku til úrslita á HM fyrir ári – Frakkland og Danmörk – fóru stigalaus í milliriðli. Eins fór hjá íslenska liðinu. Mikil umræða hefur verið um álag handboltamanna á síðustu árum. Það er að minnsta kosti eitt stórmót á ári ofan í erfiðar deildarkeppnir um allan heim og þetta mikla álag virðist vera að bíta sum liðin í afturendann. „Það háir okkur meira en mörg- um liðum því við erum ekki með eins marga háklassaleikmenn og þessi sterkustu lið. Við erum hægt og sígandi að reyna að nálgast þau en höfum ekki sömu breiddina og bestu liðin í dag. Við lentum svo í því núna að þurfa að fylla stór skörð og mér fannst við gera það mjög vel. Álagið er auðvitað gríð- arlegt á öllum þessum leikmönnum. Mér persónulega finnst að það þurfi að fækka þessum stórmótum og hafa lengra á milli þeirra. Ég myndi vilja sjá að minnsta kosti þrjú ár á milli HM því þetta er rosalegt álag.“ LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu í handbolta síðustu fjögur ár með frábærum árangri. Samningur hans við HSÍ rennur út næsta sumar en Guðmundur segist ekki vera farinn að hugsa út í framhaldið með landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.