Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 18
18 27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR
Samkvæmt reglum á EES svæðinu er opinberum aðilum
óheimilt að semja við fyrirtæki
sem hafa verið sakfelld fyrir þátt-
töku í skipulögðum brotasamtök-
um. Engu að síður fór hún hljótt
fréttin sem birtist undir jólin
að RARIK hefði samið um stórt
hitaveituverkefni við erlent fyrir-
tæki sem hlotið hefur sekt fyrir
gróft samkeppnisbrot. Með samn-
ingnum fer úr landi verkefni sem
munar um í núverandi atvinnu-
ástandi og verkefni sem hefði
skilað töluverðum skatttekjum í
opinbera sjóði. Útboð þetta hefði
gjarnan mátt fá ítarlegri umfjöll-
un í fréttum.
Markaðurinn á meginlandi
Evrópu fyrir rör og efni til fjar-
varmaveitna á sér nokkra sér-
stöðu í samkeppnisrétti Evrópu-
sambandsins. Í október 1998 var
skýrt frá því að samkeppnis-
yfirvöld (European Commission)
hefðu sektað tíu fyrirtæki um
samtals 92,2 milljónir ECU fyrir
að starfrækja leynilegt samstarf
(cartel) sem gekk út á að skipta
markaði, ná samkomulagi milli
þátttakenda um verð á lagnaefni
og skipta á milli sín hver aðila í
samsærinu ætti að vera sigur-
stranglegastur í tilteknum útboð-
um á rörum til fjarvarmaveitna.
Í samstarfinu fólust einnig til-
raunir til þess að knésetja keppi-
naut, þ.e. fyrirtækið Powerpipe í
Svíþjóð, sem vildi ekki taka þátt
í samráðinu. Voru því greiddar
skaðabætur sem námu a.m.k. 50
milljónum sænskra króna en aðil-
ar samsærisins fengu háar sektir.
Svissneska fyrirtækið ABB
Asea Brown Boveri Ltd., en aðal-
verksmiðja þess er í Danmörku,
var í forsvari fyrir hópnum enda
langstærst á markaðnum. Það
hlaut sekt sem nam 70 milljónum
ECU (ISK 11,2 milljarðar) en það
næsta í röðinni, Løgstør Rør A/S í
Danmörku hlaut sekt sem nam 8,9
milljónum ECU (ISK 1,4 milljarð-
ar). ECU, Evrópumyntin, er for-
veri evrunnar.
Í ágúst 2007 tók gildi hér á
landi reglugerð um innkaup stofn-
ana sem annast vatnsveitu, orku-
veitu, flutning og fjarskipti (nr.
755/2007). Í 3. gr. hennar segir að
nánar skilgreindir opinberir aðil-
ar og fyrirtæki skuli „útiloka frá
gerð opinbers samnings sérhvern
þátttakanda eða bjóðanda, sem
hefur verið sakfelldur með endan-
legum dómi“ m.a fyrir „þátttöku
í skipulögðum brotasamtökum“.
Þessi forsaga rifjaðist upp fyrir
mér þegar sagt var frá því að
RARIK hefði ákveðið að taka til-
boði frá Løgstør Rør A/S upp á 465
milljónir ISK. Tilboðið var fyrir
Hitaveitu Blönduóss og hitaveitu
á Skagaströnd og í nærliggjandi
dreifbýli. Í ljósi framanritaðs og
forsögunnar vekur það nokkra
undrun að RARIK, opinbert fyr-
irtæki, skuli velja röraframleið-
anda með þessa forsögu til verks-
ins. Íslenska ríkið hefur af því
umtalsverða skattalega hagsmuni
að innlendir aðilar sinni fram-
leiðslunni og skatttekjur af vinnu
og útgjöldum allra þeirra sem að
verkinu koma renni í opinbera
sjóði. Á tímum atvinnuleysis væri
í grannlöndum okkar leitað leiða
við undirbúning og framkvæmd
verks sem þessa til þess að þar-
lendir aðilar hefðu forskot í sam-
keppninni.
Það var þess vegna með nokk-
urri forvitni að ég kynnti mér
útboðsgögn til þess að kanna
hvort sjá mætti þess merki að
ætlunin hefði verið að færa inn-
lendum aðilum verkið á silfur-
fati. Niðurstaðan var þveröfug.
Ef eitthvað er má fremur segja
að útboðið sé skrifað með hags-
muni erlendra bjóðenda að leiðar-
ljósi. Hér bendi ég á að allt lagna-
efnið á að afhendast í einu lagi
ekki seinna en 1. júní 2012 sem
gerir erlendum aðila sennilega
kleift að fá leiguskip til flutnings
á lagnaefninu. Þá er reiknað með
að varan verði staðgreidd af kaup-
anda innan þriggja vikna eftir
afhendingardag.
Þetta eru stífir greiðsluskil-
málar. Þegar tveggja ára fram-
kvæmdatími er hafður í huga er
RARIK að taka á sig vexti á fram-
kvæmdatíma vegna fjárbindingar
í lagnaefni sem eru langt umfram
þann verðmun sem fólst í boði
lægstu bjóðenda. Munurinn á til-
boðum var 7% en til samanburð-
ar eru kjörvextir Íslandsbanka
með 1% álagi nú 7%. Loks má
nefna að áskilið var að boð aðila
væri í evrum sem leysir marga
erlenda aðila undan gengisáhættu
en færir hana til kaupandans,
RARIK. Innlendur framleiðandi
tekur einnig gengisáhættu vegna
innlends kostnaðar. Ef evran
braggast, þó ekki sé nema í það
horf sem var í lok síðasta sumars,
hefur samningsfjárhæðin hækkað
um 4%.
Með þessu er ég ekki að segja
að útboðið hafi verið skrifað
fyrir erlenda aðila. Það vakti hins
vegar undrun mína að sá aðili,
sem er ráðgjafi kaupanda, mun
aldrei hafa heimsótt eina inn-
lenda aðilann sem kom til greina,
þ.e. Set ehf. á Selfossi, til þess að
kynna sér starfsemi hans. Set er
eitt af leiðandi fyrirtækjum í Evr-
ópu í sinni grein. Ég hef oft heim-
sótt fyrirtækið með erlendum sér-
fræðingum á sviði lagnamála og
hafa þeir lokið upp miklu lofsorði
á starfsemi þess.
Þá er í útboðsgögnum að finna
nokkuð sérstæðar villur. Þar er
vísað til laga sem eru ekki leng-
ur í gildi. Einnig er vísað til DIN
staðla í útboðslýsingu en þeir
staðlar hafa vikið fyrir nýrri EN
stöðlum.
Þetta er hins vegar nokkuð,
sem þeir, sem hafa verið lengi í
viðskiptum, kippa sér ekki mikið
upp við enda eru úreltar lýsingar í
útboðum algengari en ætla mætti.
Á löngum viðskiptaferli hef ég
séð mikið af óvönduðum útboðs-
lýsingum. Fullkomin aðferða-
fræði við opinber innkaup
almennt verður seint fundin. Ef
engar reglur gilda má stórlega
mismuna aðilum. Reynslan hefur
þó kennt mér að útboð sé ekki
gefin leið til þess að allt sé uppi
á borðinu og gegnsæi og heiðar-
leiki ríki í ferlinu. Þar með er ekki
sagt að svo hafi ekki verið í þessu
tilviki.
RARIK semur við samsærismenn
Sú hryggilega ákvörðun velferð-arráðherra að loka St. Jósefs-
spítalanum í Hafnarfirði 1. des.
sl. hefur valdið miklum vonbrigð-
um, reiði og sorg. Að svipta hátt
í 27 þúsund íbúa Hafnarfjarðar
öllum aðgangi að sjúkrahúsi bæj-
arins, sem veitt hafði bæjarbú-
um og mörgum öðrum í rúm 85 ár
ómetanlega hjúkrunar- og sjúkra-
þjónustu er hið alvarlegasta mál
og að mínu mati ekki hægt fyrir
stjórnvöld að réttlæta. Að leggja
niður alla hjúkrunarþjónustu á
St. Jósefsspítala er stjórnvöldum
til „ævarandi skammar“ eins og
stendur í ályktun, sem Öldrunar-
samtökin Höfn gerðu 8. des. sl. en
með lokun spítalans hefur „Hafn-
arfjörður verið niðurlægður“ eins
og segir í sömu ályktun.
Ennfremur er með lokun spít-
alans niðurlægð minning St. Jós-
efssystra, sem byggðu spítalann
1926 og seldu ríkissjóði og Hafn-
arfjarðarbæ fyrir lágt verð árið
1987 á þeim forsendum, „að spít-
alinn yrði rekinn áfram með svip-
uðu sniði og verið hafði“ eins og
skráðar heimildir vitna um. Að
leggja niður alla starfsemi spítal-
ans eru því svik við St. Jósefssyst-
ur og einnig svik við fyrirheit vel-
ferðarráðherrans frá 31. jan. 2011
um áframhald þeirrar starfsemi,
sem síðast var á spítalanum og nú
hefur verið hætt.
Hagsmunir sjúklinga
ekki í forgangi
Á sama tíma og ríkisstjórnin til-
kynnti afmælisgjöf til Háskóla
Íslands kr. 1,5 milljarðar og síðar
var samþykkt á Alþingi að veita
stjórnmálaflokkunum styrki um
kr. 300 milljónir og útvegað við-
bótarframlag til tónlistarhúss-
ins Hörpu kr. 730 milljónir voru
felldar á Alþingi tillögur um að
falla frá niðurskurði í heilbrigðis-
málum. Þannig eru ársstyrkir til
stjórnmálaflokkanna miklu hærri
en hefði kostað að halda áfram
á þessu ári þeirri starfsemi St.
Jósefsspítalans, sem lauk 1. des.
sl. Aðeins sex þingmenn greiddu
atkvæði gegn þeim óþarfa að
styrkja pólitíska starfsemi með
fé skattgreiðenda og vildu frem-
ur verja því til heilbrigðismála.
– Eins og ráða má af framan-
greindum samanburði verður ekki
annað séð en að hagsmunir sjúk-
linga njóti ekki forgangs hjá ríkis-
valdinu.
Lækningatæki og annar bún-
aður, sem velunnarar St. Jósefs-
spítala höfðu gefið spítalanum
voru flutt nauðungarflutningi til
Landsspítalans í Reykjavík án
samþykkis gefenda og Hafnar-
fjarðarbæjar, sem á 15% eignar-
hlut í spítalanum. Þá var það fyrst
í fréttum sjónvarps, sem bæjar-
stjórinn í Hafnarfirði fékk vitn-
eskju um það, að velferðarráð-
herra hefði tekið ákvörðun um
lokun spítalans. Þannig var yfir-
gangur stjórnvalda við lokun spít-
alans með ólíkindum. Með lokun
St. Jósefsspítala er Hafnarfjörður
ennfremur látinn sæta hörðustu
aðgerðum í hinum almenna niður-
skurði til heilbrigðismála. Það er
óþolandi og spyrja má: Hvers eiga
Hafnfirðingar að gjalda?
Vafasamur sparnaður
veldur meira tjóni
Lokun St. Jósefsspítala veld-
ur margvíslegu tjóni, beint og
óbeint, og er ógn við þá velferð,
sem lög um heilbrigðisþjónustu
boða. Þannig er ekki lengur opið
það hlýja og rómaða athvarf, sem
St. Jósefsspítali hafði verið sjúk-
lingum til frekari bata og endur-
hæfingar eftir útskrift af öðrum
sjúkrahúsum. Þegar á allt er litið
er það skoðun mín og ótal fleiri,
að lokun spítalans valdi meira
tjóni en sá vafasami sparnaður í
krónum talið, sem stjórnvöld telja
sig ná með því að hætta allri starf-
semi St. Jósefsspítala.
Hér með er enn á ný skorað á
velviljaða þingmenn að taka mál
St. Jósefsspítalans upp á Alþingi
og berjast til sigurs fyrir því, að
þar verði a.m.k. komið á fót hið
allra fyrsta brýnustu hjúkrunar-
og sjúkraþjónustu. Það hlýtur að
vera krafa flestra Hafnfirðinga
og henni verður að fylgja fast eftir.
Lokun St. Jósefsspítala
niðurlægir Hafnarfjörð
Undanfarna daga hefur umræða um kadmíum í áburði, díoxín
í matvælum, iðnaðarsalt og brjós-
tapúða snúist að mestu um ábyrgð
yfirvalda og eftirlitsstofnana
þeirra sem eiga að gæta hagsmuna
neytenda. Minna hefur verið rætt
um ábyrgð framleiðanda vöru eða
þjónustu gagnvart neytendum.
Það er nú einu sinni þannig, að
sá sem býr til vöru eða þjónustu
ber alla ábyrgð á að varan sé eins
og til er ætlast (e. fit for purpose)
og standist kröfur kaupandans.
Til þess verður framleiðandinn
að nota rétta uppskrift eða vöru-
lýsingu, hráefni og önnur aðföng,
þjálfað starfsfólk, o.s.frv. Þetta er
stundum kallað „gæðastjórnun“.
Ekki er nokkur leið að varpa
þessari ábyrgð allri eða að hluta
á birgja framleiðandans, hvort
sem þeir eru sjálfir framleið-
endur, innflytjendur eða heild-
salar. Því síður er hægt að varpa
þessari ábyrgð á yfirvöld og opin-
berar stofnanir, nema þegar „hið
opinbera“ er sjálft framleiðandi
vöru eða þjónustu (skólar, sjúkra-
hús, o.s.frv.). Gera verður grein-
armun á opinberu eftirliti með að
lögum og reglugerðum sé fram-
fylgt og gæðaeftirliti við fram-
leiðslu á vöru eða þjónustu.
Að tryggja gæði vöru er eðlileg-
ur hluti af framleiðsluferlinu, og
betra er að stjórna ferlinu þann-
ig að tryggt sé að varan standist
kröfur frekar en að reyna að stað-
festa það eftir á með sýnatökum
og prófunum. Þeir sem hafa kynnt
sér tölfræði og líkindareikninga
kringum sýnatökur, prófanir og
gæðamat vita að aldrei er hægt að
segja með fullri vissu að öll fram-
leiðslan sé í lagi þó það sýni sem
prófað var sé í lagi. Það er t.d. ekki
hægt að fullyrða að allir kjúkling-
ar í tiltekinni slátrun séu ómeng-
aðir af salmonellu þó þau sýni sem
prófuð voru séu í lagi. Kjúkling-
arnir sem sýnin voru tekin úr eru
í lagi og ákveðnar tölfræðilegar
líkur eru þá á að allir hinir séu líka
í lagi. Opinberar eftirlitsstofnanir
geta augljóslega ekki verið með í
framleiðslu á öllum vörum. Eftirlit
þeirra verður að byggjast á sýna-
tökum og mati með þeirri óvissu
sem því fylgir. Og kostnaði.
Eftirlit með loftgæðum, neyslu-
vatni, frárennsli, umhverfismeng-
un og þess háttar á augljóslega
að vera á hendi opinberra eftir-
litsstofnana og á kostnað skatt-
greiðenda. Þetta snertir okkur öll
– samfélagið. Þessar upplýsingar
ættu að vera aðgengilegar, t.d. á
vefsíðum, enda safnað til að gæta
öryggis almennings. Kostnaður
við gæðastjórnun við framleiðslu á
vörum og þjónustu á hins vegar að
vera hluti af kostnaði vörunnar og
á kostnað kaupandans. Hugsanlegt
er að þeir sem aldrei borða kjúk-
ling kæri sig ekkert um að greiða
fyrir gæðaprófanir á honum með
opinberu eftirliti.
En það er önnur leið til að
tryggja að neytendur fái rétta
vöru og þjónustu. Þetta er leið
gæðastjórnunar, eða bara „góð
stjórnun“. Gæðastjórnun er ein-
faldlega það að stjórnendur
þeirra fyrirtækja sem selja vöru
eða þjónustu taka fulla ábyrgð
á því sem fyrirtæki þeirra skil-
ar til neytenda. Það gera þeir
með því að vera þátttakendur í
öllu sem fram fer innan fyrir-
tækisins … ekki bara í fjármála-
deildinni. Framkvæmdastjórinn
ber ábyrgð á því fólki sem hann
treystir fyrir ákveðnum verkum
og ábyrgð; að búa til gott kaffi,
stjórna vélasamstæðu eða prófa
sýni á rannsóknarstofu. Lykilhug-
tök í nútímagæðastjórnun eru t.d.:
Ábyrgð stjórnenda, rýni stjórn-
enda, áhættugreining, skráning,
samvinna við birgja, samvinna
við neytendur, sjálfsmat og stöð-
ugar úrbætur. Birgjar mega selja
iðnaðarsalt til matvælafyrirtækja,
en sá sem er ábyrgur fyrir mat-
vælafyrirtækinu á að tryggja að
iðnaðarsalt sé bara notað til að
salta bílaplanið en ekki í matvör-
una sem verið er að framleiða. Á
sama hátt má sútunarverksmiðj-
an kaupa iðnaðarsalt og nota við
að súta skinn. Sé það ekki ætlað í
þorramatinn.
Það gefur auga leið að nauðsyn-
legu eftirliti sé best fyrir komið „á
staðnum“ í formi framleiðslueftir-
lits og gæðaprófana. Þar við bæt-
ast innri úttektir og sjálfsmat til
að sannreyna að öll ferli séu rétt
og til að finna tækifæri til úrbóta.
Þetta er kallað eftirlit fyrsta
aðila. Þá koma samningar við
birgja og úttektir ef ástæða þykir,
t.d. með tilliti til áhættugreining-
ar. Þetta er eftirlit annars aðila. Ef
ég væri að kaupa brjóstapúða til
að setja í konur mundi ég t.d. íhuga
þetta. Eftirlit þriðja aðila er svo
allt ytra eftirlit af hálfu opinberra
stofnana, t.d. vegna framleiðslu-
eða starfsleyfis, og af hálfu við-
skiptavina – óski þeir þess. Því
betur sem fyrirtæki sinna eftirliti
fyrsta og annars aðila því minni
er vinna og kostnaður þriðja aðila
við það eftirlit sem nauðsynlegt er.
Eftirlit – eftirlit!
Heilbrigðismál
Árni Gunnlaugsson
lögmaður
Viðskipti
Árni Árnason
framkvæmdastjóri hjá
ÁRVÍK hf.
Eftirlit
Jón Bergsson
lyfjafræðingur, vottaður
úttektarstjóri og ráðgjafi
Hugsanlegt er að
þeir sem aldrei
borða kjúkling kæri sig
ekkert um að greiða fyrir
gæðaprófanir á honum
með opinberu eftirliti.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele þvottavélar og þurrkarar