Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 32
4 • LÍFIÐ 27. JANÚAR 2012 Íslenska handboltalandsliðið hefur staðið sig vel á Evrópumótinu í Serbíu þar sem á ýmsu hefur gengið hjá strákunum okkar. Karen, Hanna Borg og Hanna Steina lýstu fyrir Lífinu hvernig þeim líður þegar strákarnir taka slaginn fyrir Íslands hönd. „Það fer svolítið eftir gæðunum á hótelnetinu,“ segir Hanna Steina spurð hvernig samskiptum hennar og Ingimundar fer fram þegar hann er staddur erlendis í keppnisferðum. „Stundum er bara ekki hægt að ná sambandi netleiðina og þá hringjumst við á, en yfir- leitt reynum við nú að vera í bandi gegnum Skype netsamskiptaforritið. Það er reyndar svolítið misjafnt hvar ég er stödd en ef leikirnir eru ótrúlega spenn- andi þá líður mér nú best einni, því ég er tæplega húsum hæf því ég tek leikina svo gríðarlega inn í sálina,” útskýrir hún einlæg og segir: „Ég gæti létti- lega fengið alvarlega greiningu hjá geðlækni ef hann fylgdist með mér á þessum mómentum.” „En oftast horfi ég nú samt með fjölskyldu og vinum, og reyni að halda ró minni eins og ég mögu- lega get.” REYNIR AÐ HALDA RÓ SINNI HANNA STEINA ARNARDÓTTIR STARF: Lögfræðingur ALDUR: 26 ára HJÚSKAPARSTAÐA: Í sambúð með Ingimundi „Didda“ Ingi- mundarsyni í 4 ár „Ég er yfirleitt einhvers staðar með fjölskyldunni minni, heima hjá foreldrum mínum eða bræðrum,“ svarar Hanna Borg spurð hvort hún fylgist með Ásgeiri hægri skyttu spila á HM. „Ég er alltaf glöð, stolt og ánægð fyrir hans hönd þegar ég sé hann inná því þá veit ég að hann er ánægðastur. Þegar hann skorar fæ ég góða gæsa- húð og brosi út að eyrum en þegar skotið geigar kemur smá sviti í lófana sem kreppast saman. Best af öllu er samt tilfinningin þegar maður sér strák- ana fagna eftir sigurleiki. Þeir eru svo góðir vinir og gleðin þeirra er svo einlæg. Þá eru nokkur gleðitár alveg í lagi. Við sendum mikið tölvupósta og reyn- um að heyrast á Skype-netsamskiptaforritinu sirka annan hvern dag. Þá tölum við yfirleitt um eitthvað allt annað en handbolta, ótrúlegt en satt,“ segir Hanna um samskipti hennar og Ásgeirs þegar hann er staddur erlendis. „Þetta getur verið hálfgert sjó- HÁLFGERT SJÓMANNSKONULÍF HANNA BORG JÓNSDÓTTIR STARF: Lögfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu ALDUR: 26 ára HJÚSKAPARSTAÐA: Nýtrúlofuð – í sambúð með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í 8 ár mannskonulíf oft á tíðum og ef ekki væri fyrir lands- liðið væru öll jólafrí, páskafrí og sumarfrí töluvert lengri. En maður reynir að pæla ekki mikið í því. Ás- geir nýtur þessa og finnst þetta gaman og svo fylgir þessu alveg dásamlegur félagsskapur. Strákarnir eru yndislegir og konurnar þeirra ennþá betri,“ segir Hanna. „Þetta er sannur heiður fyrir Ásgeir í hvert skipti sem hann er valinn og maður fyllist stolti í hvert sinn. Svo er líka ekkert leiðinlegt að vita að öll stórfjölskyldan og vinir manns eru stolt og ánægð með eiginmannsefnið manns,“ segir hún að lokum. „Ég byrja alltaf að stressast upp í þjóðsöngnum en stressið fer fljótt því það er alltaf jafn skemmtilegt að horfa þegar leikurinn er byrjað- ur, „segir Karen Einarsdóttir eiginkona Björgvins markmanns spurð hvernig henni líður þegar hann spilar með landsliðinu. „Ef ég er ekki stödd á mótinu sjálfu er ég eiginlega alltaf heima með mömmu og pabba á Ís- landi að horfa,“ segir hún. Tala saman í gegnum Skype „Við notum Skype mjög mikið nema eins og til dæmis núna í upphafi þegar netið var mjög lélegt á hót- elinu hjá þeim. Þá var það bara GSM-síminn en núna er netsambandið betra. Ég held að Nova hafi grætt ansi mikið á okkur þenn- an mánuðinn. En Skype bjargar manni alveg þegar þeir eru lengi í burtu. Kostirnir eru kannski þeir hvað það er rosalega skemmtilegt að horfa á þá og fara á stórmótin og einnig er æðis- legt að vera hluti af svona skemmtilegum hóp og þá er ég að tala um strákana og konurnar þeirra.“ „Ég veit nú ekki með gallana, mér dettur ekkert sérstakt í hug. Kannski það hversu mörg ferðalögin eru. Þegar það kemur frí frá félagsliðum þá tekur landsliðið við þannig að það er lítið um frí,“ segir Karen spurð um kosti og galla sem fylgja handbolta- landsliðinu. STRESSAST UPP Í ÞJÓÐSÖNGNUM KAREN EINARSDÓTTIR STARF: Leggur stund á félagsráðgjöf ALDUR: 23 ára HJÚSKAPARSTAÐA: Gift Björgvini Páli Gústafssyni MYND/LALLISIG MYND/ÚR EINKASAFNI M Y N D /Ú R E IN K A S A F N I Hvernig líður þér að sjá manninn þinn berjast á vellinum fyrir Íslands hönd? „Fyrst og fremst er ég virkilega stolt af honum og finnst ótrúlega gaman að sjá hann tæta þessa bergrisa í hinum liðunum í sig. Sérstaklega finnst mér það gaman í ljósi þess að ég er einungis hársbreidd frá því að snúa hann niður sjálf – án gríns! Kostirnir eru fyrst og fremst hvað það er gaman að fá að taka aðeins þátt í þessu ár- lega stórmótahæpi á Íslandi og fá að fylgjast með hvað gengur á utan vallar sem innan. Það birtir allavegana smá upp janúarmánuðinn fyrir mér. Lentir í Serbíu 2 tímar í rútu, kvöldmatur, fundur og heyri svo í þér ástin mín Love you! Síðasta SMS frá Björgvini: Sakna þín ennþá meira en áðan … Síðasta SMS frá Ásgeiri: ég er online, skype-aðu mig í drasl beibí Síðasta SMS frá Didda: KONJAK er ný grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd. KONJAK inniheldur náttúrulegar trefjar, (glucomannan) sem eru unnar úr konjak plöntunni sem vex í Asíu. Þegar KONJAK er notað samhliða léttu mataræði má auka þyngdartap um allt að 60%. Það þýðir að fyrir hvert kíló sem þú missir af eigin rammleik getur þú með hjálp KONJAK misst allt að 1,6 kg. Glucomannan eru fyrsta náttúrulega efnið sem sérfræðingar Matvælaöryggisstofnunar Evrópu hafa viðurkennt að raunverulega hjálpi við þyngdartap. Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum búnar að þær geta dregið til sín 2-300 falda þyngd sína af vatni. Þegar töflurnar leysast upp í maga myndast því massi sem fyllir upp í magann og flýtir fyrir seddu tilfinningu. Frekari upplýsingar VIÐUR- KENNT AF EFSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.