Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 23
HÁSKÓLAR FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 Kynningarblað Frumkvöðlastarf Alþjóðlegt nám Samkeppnishæfni Fjölbreyttir möguleikar Öðruvísi nám Forskot í atvinnulífinu HJÁLPARHÖND ÚT Í ATVINNULÍFIÐ Háskólinn í Reykjavík er eini háskóli landsins sem býður núverandi og fyrr- verandi nemendum sínum upp á atvinnuþjónustu. „Markmið Atvinnuþjónustunnar er að aðstoða nem- endur skólans við innkomu á vinnumarkaðinn, aðstoða þá við gerð góðrar ferilskrár og hjálpa þeim í gegnum atvinnuviðtöl,“ útskýrir Gréta Matthíasdóttir, ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu HR sem einnig þjónustar fyrirtæki við að nálgast hæft starfsfólk í gegnum atvinnuauglýsingar. „Atvinnuþjónustan endurspeglar markaðinn og er mikilvæg fyrir nemendur. Fyrirtækjum þykir eftirsóknar- vert að sækja þekkingu og reynslu úr hópi útskrifaðra nemenda og störfin sem bjóðast eru oft sérfræðistörf sem tengjast viðskiptafræði, lögfræði, tölvunarfræði og tækni- og verkfræði,“ upplýsir Gréta. Í næstu viku verða haldnir Framadagar í HR í samstarfi við AIESEC, þar sem 36 fyrirtæki kynna nemendum starfsemi sína. „Framadagar eru mikilvægir því þótt fólk sé komið í háskóla veit það ekki endilega hvernig mannauður er í fyrirtækjum eða hvaða menntunar er krafist. Spennandi fyrirlestrar eru í boði, eins og um ferilskrárgerð, samn- ingatækni í launaviðtölum og mikilvægi góðrar sjálfsmyndar þegar komið er sjálfum sér á framfæri. Á sama tíma komast nemendur í tæri við framtíðar- störf og sín draumafyrirtæki, og fyrirtækin í snertingu við nemendur.“ Framadagar verða 1. febrúar í Sólinni í HR og eru opnir öllum háskólanemum landsins. Dagskrá stendur frá klukkan 11 til 16, og endar með spurninga- keppni milli kennara HR og HÍ, undir stjórn Helgu Brögu Jónsdóttur leikkonu. Gréta Matthías- dóttir er ráðgjafi hjá Atvinnuþjónustu Háskólans í Reykjavík. MYND/STEFÁN FRAMTÍÐARMARKMIÐUM NÁÐ „Val á námi er val á framtíð og lífsstíl. Því er mikilvægt að starfa við það sem maður hefur köllun til og nýta eldinn sem býr innra með manni gagnvart vinnunni,“ segir Sigríður Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður Stúdentaþjónustu HR. Hún segir sjálfsagt að leita til náms- og starfsráðgjafa við upphaf náms því sjálfsþekking sé grunnur að farsælu náms- og starfsvali. „Framtíðarstarf þarf að henta bæði áhuga og hæfni einstaklingsins. Við bjóðum nemendum að taka áhugasviðspróf sem sýnir hvar áhugi þeirra liggur gagnvart starfsgreinum,“ segir Sigríður Hulda. „Við hjálpum nemendum að ná framtíðarmarkmiðum sínum og skipuleggja sig í námi, en sérstaða okkar eru meðal annars þverfagleg námskeið fyrir nemendur um samvinnu, leiðir til að ná afburðaárangri og vinna undir álagi, stjórnun, hamingju og fleira.“ Námsráðgjöf HR er með opna viðtals- tíma fyrir núverandi og fyrrverandi nemendur HR og alla framhaldsskóla- nema. Opið er alla daga nema föstudaga. Nánari upplýsingar á www.hr.is. Sigríður Hulda Jónsdóttir, for- stöðumaður Stúd- entaþjónustu HR. MYND/ANTON Trylltur áhugi minn á borgum ýtti mér út í að nýta skipti-námið við HR og ég mæli óhikað með þessu ævintýri við aðra nemendur,“ segir Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi sem er nýlentur á fósturjörðinni eftir að hafa lokið einnar annar skipti- námi við Kwantlen Polytechnic University í Vancouver í Kanada. „Ég var svo heppinn að fara utan til náms með tveimur bestu vinum mínum,“ segir Friðrik. „Við komum til Kanada um hásum- ar og höfðum nokkrar vikur til að skoða okkur um, en síðan tók við önnur og ekki síðri upplifun sem var að búa í Vancouver sem heimamaður og sækja þar ein- stakan háskóla í yndislegri borg þar sem andrúmsloftið er eins af- slappað og skemmtilegt og gerist, og stutt er í fallega náttúru, á skíði og ströndina,“ segir Friðrik sem heillaðist af fögru landi og þjóð. „Kanadamenn eru ákaf lega vinalegir og okkur leið aldrei eins og útlendingum. Skólinn var sam- bærilegur við HR en minni og með afmarkaðar bekkjarstærðir sem ég kunni afskaplega vel. Þá undrað- ist ég oft hversu kennslan var stór- kostleg, sem og uppbygging náms- ins. Þessi lífsreynsla reyndist því ekki bara ævintýrið að komast til útlanda heldur líka að sækja af- burða góða menntun og þurfa ekki að fórna henni með því að fara á spennandi stað,“ segir Friðrik sem fékk námið vestra metið í HR. „Það sem stendur upp úr er að þurfa að spjara sig uppa á eigin spýtur og kynnast öðru samfélagi, en ekki síst að eignast dýrmæta vináttu heimamanna og annarra skiptinema sem eflaust helst ævi- langt.“ Guðlaug Matthildur Jakobsdótt- ir hjá Alþjóðaskrifstofu HR segir skólann hafa um 170 samninga við háskóla í flestum heimsálfum. „Nemendur HR borga skóla- gjöld sín hér en hafa kost á eins til tveggja anna námi við skóla er- lendis, þar sem skólagjöld eru tölu- vert hærri. Þannig veitum við nem- endum færi á námi erlendis, sem annars gæti verið býsna dýrt,“ út- skýrir Guðlaug, en á síðasta ári sendi HR yfir 90 íslenska nemend- ur utan til skiptináms og tók á móti um 150 erlendum skiptinemum til Íslands. „HR leggur mikla áherslu á að nemendur öðlist alþjóðlega færni, eins og tungumálakunn- áttu og menningarlæsi. Skipti- nám erlendis eykur víðsýni og gildi námsins. Reynslan er góð og nemendur koma sáttir og ánægð- ir til baka. Skiptinámið lítur vel út á ferilskránni og eykur án efa samkeppnishæfi einstaklingsins á vinnumarkaði. Það sem situr eftir eru vinabönd úti um allan heim og ævintýrið sjálft – skipti- námsdvölin. Því þegar nemendur stíga út fyrir þægindarammann bíða þeirra töfrar og draumar sem rætast.“ Draumar sem rætast Nám við Háskólann í Reykjavík felur í sér óvænt ævintýr og upplifanir fyrir nemendur sem velja skiptinám við erlenda háskóla sem hluta af háskólanámi sínu. Friðrik Már Jónsson tölvunarfræðinemi segir hafa komið sér á óvart hversu auðvelt er að fara út í skiptinám og hvetur háskólanema til að skoða vel þennan möguleika innan HR. MYND/HAG Háskólinn í Reykjavík er öflugur háskóli í nánum tengslum við atvinnulífið. „Við einbeitum okkur að þeim fagsviðum sem liggja til grundvallar atvinnu- lífinu, en kjarnasvið HR eru tækni, viðskipti og lög. Þar hefur háskólinn byggt upp framúrskarandi nám og öflugt rannsóknar- og nýsköpunarstarf,“ segir Ari Kristinn Jónsson, rektor HR. „Í dag er HR öflugastur íslenskra háskóla á þessum sviðum. Við útskrifum tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi, helming þeirra sem klára viðskipta- menntun og þriðjung þeirra sem ljúka laganámi. Háskólinn í Reykja- vík er enn fremur öflugastur í rannsóknum á þessum kjarnasviðum.“ Ari Kristinn segir HR leggja áherslu á virk tengsl við atvinnulíf- ið. „Við fáum sérfræðinga úr atvinnulífinu til að koma að kennslu og sækjum raunhæf verkefni sem nemendur vinna í samstarfi við fyrir- tæki og stofnanir. Þannig er tryggt að hinn sterki fræðilegi grunnur sem nemendur fá í náminu sé vel tengdur við viðfangsefnin sem tekist er á við í atvinnulífi nútímans. Áhrif þessa sjást skýrt í því hversu eftir- sóttir útskrifaðir nemendur HR eru í atvinnulífinu.“ „Við hrærumst í alþjóðlegu umhverfi. Nauðsynlegt er að nemendur fái tækifæri til að afla sér tengsla, reynslu og samskiptafærni sem nýt- ist þeim í þessu umhverfi. Áhersla er því lögð á að erlendir kennarar séu hluti af náminu á Íslandi og að nemendur hafi tækifæri til að fara í skiptinám erlendis,“ segir Ari Kristinn. „Umfram allt er HR persónulegur háskóli þar sem nemendur fá góða þjónustu, eru í virkum samskiptum við kennara og fá framúr- skarandi námsaðstöðu.“ Útskrifaðir nemendur úr Háskólanum í Reykjavík eru eftirsóttir Ari Kristinn Jónsson KYNNTU ÞÉR MÖGULEIKANA Opið fyrir umsóknir frá 15. febrúar www.hr.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.