Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 26

Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 26
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 2012 MBA-námið við Háskóla Íslands er tveggja ára metnaðarfullt og starfs- miðað meistaranám fyrir stjórn- endur í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum en námið er skipulagt meðfram starfi. Vegur Jóns Ólafs Halldórssonar í MBA-námið við Háskóla Íslands var ansi langur. „Ég er menntaður véltæknifræð- ingur frá Tækniskólanum í Kaup- mannahöfn, útskrifaðist þaðan árið 1987 og kom þá heim og fór út á vinnumarkaðinn. Ég hóf störf hjá OLÍS fyrir sautján árum og hef verið framkvæmdastjóri sölusviðs félagsins síðastliðin 15 ár.“ Jón Ólafur segir að þegar líða hafi tekið á starfsferilinn hafi hann farið að finna til löngunar til að mennta sig meira en með stofnun fjölskyldu og verandi í stjórnunarstöðu hafi ekki verið hæg heimatökin. „Ég ákvað hins vegar árið 2006 að fara í nám við IESE (Univer- sity of Navarra), Business School í Barcelona og lauk þaðan AMP- diploma 2007. Námið var keyrt í fjórum lotum yfir árið og og tekur á margan hátt það besta úr MBA-náminu við skólann. Það sem þetta gerði hins vegar var að kynda undir áhuga mínum á MBA-námi,“ segir hann og hlær. Hann segir að konan hans hafi ákveðið að fara í framhaldsnám við HÍ árið 2010 og hvatti hún hann í framhaldinu að skoða möguleikana á MBA-námi. „Ég skoðaði bæði námið í HR og HÍ en mér hentaði HÍ betur. Mér leist mjög vel á kennarahópinn og eins að það var kennt á íslensku en í mínu fyrra námi í Barcelona var ég búin að prófa að læra á er- lendum tungumálum. Markmið námsins er að auðvelda nem- endum að skilja betur forsendur á sviði rekstrar og stjórnunar og taka á móti verkefnum framtíð- arinnar. Einnig er markmiðið að efla frumkvæði, færni og forystu- eiginleika.“ Jón Ólafur segist hafa mjög góða reynslu af náminu. „Ég var ánægð- ur með kennsluna á margan hátt, kennararnir eru vel menntaðir og sinna kennslunni faglega, það komu reyndir stjórnendur með gestafyrirlestra inn í námið og eins fórum við í fjölmargar fyrir- tækjaheimsóknir. Reynsluheim- ur nemenda, sem er mismunandi, gerir kennsluna einnig skemmti- lega þar sem allir hafa eitthvað fram að færa sem aðrir geta lært af. Vissulega væri eitt og annað sem mætti slípa til en í heildina var þetta frábært.“ Hann segir að þótt hann sé enn í sama starfinu þá hafi námið endurnýjað hann sjálfan. „Ég er ferskari, ég hef eflst sem persóna, ég get notað hugmyndir úr nám- inu í mínu starfi til að takast á við krefjandi verkefni auk þess sem tengslanet mitt er stærra. Einnig er það ómetanlegt að eignast alla þá góðu vini sem samnemendur mínir eru.“ Efldist í MBA námi í HÍ MBA-námið við Háskóla Íslands efldi Jón Ólaf Halldórssson sem persónu, hjálpaði honum að takast á við krefjandi verkefni í stjórnunarstörfum og stækkaði tengslanet hans. „Ég er ferskari, ég hef eflst sem persóna, ég get notað hugmyndir úr náminu í mínu starfi til að takast á við krefjandi verkefni auk þess sem tengslanet mitt er stærra,“ segir Jón Ólafur um MBA-námið við Háskóla Íslands. MYND/PJETUR Opið fyrir umsóknir www.mba.is MBA-námið við Háskóla Íslands er hagnýtt nám sem miðar að því að efla frumkvæði, færni og forystueiginleika MBA-námið í Háskóla Íslands er: · tækifæri fyrir þig til að efla persónulega færni á sviði rekstrar og stjórnunar · sérstaklega miðað að íslensku atvinnulífi · nám með alþjóðlegum blæ þar sem horft er á Ísland í alþjóðasamhengi · tveggja ára metnaðarfullt og starfsmiðað meistaranám fyrir stjórnendur · skipulagt samhliða starfi, kennt er á föstudögum og laugardögum aðra hvora helgi Skoraðu á þig og taktu skrefið! MBA-nám við Háskóla Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.