Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 66
27. janúar 2012 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is Iceland Express deild karla KR-Snæfell 93-94 (53-42) KR: Joshua Brown 23, Robert Ferguson 17 (14 frák.), Finnur Atli Magnusson 16, Dejan Sencanski 14, Hreggviður Magnússon 11, Martin Hermannsson 7, Ólafur Már Ægisson 3, Skarphéðinn Freyr Ingason 2. Snæfell: Quincy Hankins-Cole 27, Jón Ólafur Jónsson 22 (9 frák./5 stoðs.), Marquis Hall 17, Hafþór Ingi Gunnarsson 9, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6, Sveinn Arnar Davidsson 6, Ólafur Torfason 4, Óskar Hjartarson 3. Haukar-Njarðvík 75-85 (40-40) Haukar: Christopher Smith 29 (19 frák./6 varin), Hayward Fain 17 (7 frák./7 stoðs.), Emil Barja 8, Marel Örn Guðlaugsson 6, Helgi Björn Einarsson 6, Davíð Hermannsson 5, Alik Joseph-Pauline 4. Njarðvík: Cameron Echols 26 (20 frák.), Travis Holmes 24, Ólafur Helgi Jónsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Elvar Már Friðriksson 6 (9 stoðs.), Maciej Baginski 5, Rúnar Ingi Erlingsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 1, Páll Kristinsson 1. Þór Þorlákshöfn-ÍR 88-76 (49-46) Þór Þorlákshöfn: Blagoj Janev 27, Darri Hilmars-son 19, Matthew Hairston 16 (16 frák.), Darrin Govens 12, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 3, Emil Karel Einarsson 2, Þorsteinn Már Ragnarsson 1. ÍR: Nemanja Sovic 19, James Bartolotta 15, Hjalti Friðriksson 12 (12 frák.), Þorvaldur Hauksson 8, Ellert Arnarson 7, Kristinn Jónasson 7 Níels Dungal 4, Eiríkur Önundars. 2, Húni Húnfjörð 2. ÚRSLIT Í GÆR HANDBOLTI Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikur- inn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. HK og Fram munu eigast við í hinni viðureigninni. Í kvenna- flokki fékk Valur, sem sló út bikar meistara Fram í gær, heima- leik gegn Stjörnunni og þá heim- sækja FH-stúlkur ÍBV út í Eyjar. Haukar og FH hafa þegar mæst tvisvar á þessu tímabili og hafa Haukamenn unnið báða leiki með fimm marka mun en þar á meðal var úrslitaleikur liðanna í deildar- bikarnum sem fram fór í Strand- götu í Hafnarfirði. Undanúrslitaleikir karla eiga að fara fram 12. eða 13. febrúar sem þýðir að Hafnarfjarðarliðin gætu mæst tvisvar á þremur dögum. Deildarleikur liðanna fer fram á sama stað 9. febrúar. - óój Dregið í Eimskipsbikarnum: Tveir Hafnar- fjarðarslagir á þremur dögum ÁTÖK Úr leik FH og Hauka. KÖRFUBOLTI Tindastóll byrjaði tímabilið ekki vel og stjórnar- menn körfuknattleiksdeildar- innar urðu síðan að hafa snör handtök þegar þjálfarinn Borce Ilievski hætti með liðið eftir þrjú töp í fyrstu þremur leikjunum. Tindastóll hafði hins vegar heppnina með sér þegar félagið datt niður á Bárð Eyþórsson, ferskan eftir góðan tíma á sjónum og tilbúinn í slaginn á ný. Bárð- ur hafði ekki þjálfað síðan hann hætti með Fjölni vorið 2010 en var fljótur að rífa Stólana upp og nú eru þeir orðnir eitt heitasta liðið í karlakörfunni. „Ég byrjaði ekkert að vinna hérna þó að það hafi síðan gerst fljótlega,“ segir Bárður en fjórir fyrstu leikirnir töpuðust þar af tveir þeirra á móti tveimur heit- ustu liðum deildarinnar. Tinda- stóll vann fyrsta leikinn á móti Val 10. nóvember og síðan þá hefur liðið varla tapað leik. Tinda- stóll sló Njarðvík út úr átta liða úrslitum bikarsins á sunnudags- kvöldið sem var tíundi sigurinn í síðustu tólf leikjum. Allir vissu hvað bjó í liðinu „Ég held að allir hafi vitað að það bjó mikið í þessu liði og þess vegna tók ég þetta að mér,“ sagði Bárður og hann mun fylgjast vel með í dag þegar dregið verður í undanúrslit bikarsins. „Þegar þú ert kominn svona langt þá skiptir ekki alltaf máli hvar þú spilar en það er aldrei verra að fá heima- leik,“ segir Bárður og Tindastóll gæti dregist á móti Keflvíking- um sem mæta í Síkið í Iceland Express-deildinni í kvöld. Í pott- inum eru líka KR og KFÍ. „Ég finn mig mjög vel á Krókn- um og finnst mjög gott að vera hérna.Þeim finnst greinilega ágætt að h afa mig því þeir eru að spila svona vel. Það var fínt að hvíla sig aðeins á þjálfuninni. Ég fór á sjóinn á meðan, á frysti- togara, og mér fannst það mjög góður tími. Ég er enn þá í góðu sambandi við strákana á Hrafni Sveinbjarnarsyni,“ segir Bárð- ur sem segist hafa þurft að taka þessa pásu út af persónulegum ástæðum. „Maður er vonandi alltaf að læra allt sitt líf og maður er aldrei fullnuma í þessum fræðum. Ég veit ekki hvort ég kem eitthvað öðruvísi að þessu. Ætli maður horfi ekki bara öðruvísi á lífið.“ Bárður telur að strákarnir hans geti gert enn betur. „Mér finnst að við eigum helling inni og við erum ekki búnir að toppa. Við erum ekkert að spila neinn glimrandi bolta þó svo að við skorum nógu mikið. Okkur finnst við eiga nóg inni og það heldur okkur á jörð- inni. Það er mikill metnaður í strákunum og þeir mæta á hverja einustu æfingu til þess að leggja sig fram. Þar er slegist og allt sem því fylgir, til þess að halda uppi góðri æfingu,“ segir Bárður. „Við erum alltaf að vinna í okkar hlutum á hverjum degi. Varnarleikurinn okkar hefur styrkst leik frá leik og mistökun- um okkar þar fækkar alltaf. Það er ekkert nýtt hjá mér að vera með sterkan varnarleik en það tekur misfljótt að koma honum á,“ segir Bárður sem hrósar þó strákunum fyrir að taka vel í hans varnarboðskap. Snýst um strákana sjálfa „Þetta eru bara það góðir strákar að þetta er einmitt það sem þeir eiga að vera að gera, að vinna. Það er það sem ég upplifi og þetta gengi kemur mér ekkert á óvart. Ég held að ég hafi ekki verið að gera nein kraftaverk hérna og þetta snýst aðallega um þá sjálfa. Kannski hefur manni tekist að snúa við hugarfarinu og koma einhverjum aga í spilamennsk- una. Þetta eru gríðarlega reyndir strákar og það er hungur í þeim. Það verður gaman að sjá hvernig þetta þróast en gengið er allavega gott núna,“ segir Bárður kátur. ooj@frettabladid.is Enginn kraftaverkamaður Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins. KANN VEL VIÐ SIG Á KRÓKNUM Bárður Eyþórsson hefur náð frábærum árangri með Tindastólsliðið á þessu tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/XXXX Gengi Tindastóls í öllum keppnum eftir mánuðum Október 0 prósent sigurhlutfall 0 sigrar í 6 leikjum Nóvember 57 prósent 4 sigrar í 7 leikjum Desember 100 prósent 3 sigrar í 3 leikjum Janúar 80 prósent 4 sigrar í 5 leikjum UNDANÚRSLITIN fara fram í dag og dagurinn byrjar klukkan 14.15 á leik Slóvena og Makedóníumanna um fimmta sætið sem gefur jafnframt öruggt sæti í umspil Ólympíuleikanna. Fyrri undanúrslitaleikurinn er á milli Dana og Spánverja (kl. 16.45) en seinni undanúrslitaleikurinn er síðan á milli Króata og Serba og hefst hann klukkan 19.15. Það er búist við miklum látum í seinni leiknum endar er ekki falleg saga á milli Króatíu og Serbíu. EM í handbolta 2012 FÓTBOLTI Knattspyrnusambönd Íslands og Frakklands hafa samið um vináttulandsleik á milli þjóðanna sem fer fram á Stade du Hainut-vellinum í Valenciennes 27. maí næstkomandi. Þessi leikur er hluti af lokaundirbúningi Frakka fyrir úrslitakeppni EM sem hefst 8. júní. Frakkar leika þar í riðli með Englandi, Svíþjóð og Úkraínu og byrja gegn Rooney- lausum Englendingum 11. júní. Þetta verður þriðji leikurinn undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck en liðið spilar við Japan 24. febrúar og Svartfjallaland 29. febrúar. - óój Frakkar mæta Íslandi 27.maí: Spila við Ísland rétt fyrir EM VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 | STOD2.IS | VERSLANIR VODAFONE | VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 SPURNINGABOMBAN SNÝR AFTUR Á STÖÐ 2 Í KVÖLD KL. 20.15 „Frábær Spurningabomba“ FRÉTTABLAÐIÐ „...fæ mig ekki til að sleppa þeim“ MORGUNBLAÐIÐ „Logi hittir beint í mark“ FRÉTTATÍMINN KÖRFUBOLTI Snæfellingar unnu sætan sigur á KR-ingum í Vestur- bænum í gærkvöld 94-93. Sigur- inn var sérstaklega kærkominn eftir dramatískan leik liðanna í bikarnum fyrr í vikunni þar sem KR-ingar höfðu sigur eftir tví- framlengdan leik. „Leikurinn á mánudaginn var hrikalega svekkjandi og við vorum alveg ákveðnir að borga fyrir það,“ sagði Jón Ólafur Jónsson sem átti frábæran leik í liði gestanna. KR-ingar leiddu með ellefu stigum í hálfleik en Snæfelling- ar mættu ákveðnir til leiks í síð- ari hálfleik og tryggðu sér eins stigs sigur. „Við ákváðum að spila vörnina af miklu meiri krafti í síðari hálfleik. Pressa þá stífar og láta þá hafa fyrir hlutunum,“ sagði Jón Ólafur. -ktd KR tapaði í fyrsta sinn á árinu: Sætur sigur Snæfellinga JÓN ÓLAFUR JÓNSSON Lék vel með Snæfelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.