Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.01.2012, Blaðsíða 48
KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 201210 Verkfræði og tæknifræði eru mjög skapandi sérfræði-greinar. Þær byggja á því að hagnýta þekkingu á náttúru- lögmálunum. Nemendur í tækni- greinum tileinka sér staðgóðan grunn í raunvísindum, öðlast þekkingu á því hvernig heim- urinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,“ segir Guðrún Sævarsdóttir, deildarfor- seti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún segir fólk oft hafa takmarkaða mynd af því hvað tæknigreinar bjóði upp á, margir sjái verkfræðinga fyrir sér í köflóttri skyrtu að teikna brýr. „Það er þó aðeins hluti tækni- fólks sem gerir það, margir eru í rekstri eða vinna að tækniþróun, búa til tæknilegar lausnir og tæki sem við notum í umhverfi okkar og gera okkur lífið auðveldara,“ árétt- ar hún. Guðrún vitnar í Theodore von Kármán: „Raunvísindamað- urinn leitast við að skilja heiminn eins og hann er á meðan verkfræð- ingurinn skapar nýjan veruleika.“ Margar greinar í boði Á Íslandi er nær helmingur starf- andi verkfræðinga byggingaverk- fræðingar. Guðrún segir það skýr- ast af því að uppbygging á Íslandi hafi verið mikil og hröð undan- farna áratugi. „Í samfélögum með þróaðra atvinnulíf er hlutfallið annað og mun meira af verkfræð- ingum af öðru tagi,“ segir hún og nefnir sem dæmi rafmagns-, véla- hátækni- og heilbrigðisverkfræði. „Þessir hópar verða mun meira áberandi innan verkfræðistéttar- innar á næstu árum,“ spáir hún. „Einnig eru mörg tækifæri fyrir rekstrarverkfræðinga og fjármála- verkfræðinga, en þeir eru sérhæfð- ir í greiningu og skipulagningu flókinna kerfa.“ Greinilegur vöxtur hefur verið í ásókn nemenda í vél- og orku- tæknifræði og rafmagnstækni- fræði, enda mörg starfstækifæri. Námsbraut í iðnaðartæknifræði var endurreist við deildina að frumkvæði aðila atvinnulífsins og hefur farið vel af stað, og reikna má með að aðsókn að byggingatækni- fræði fari brátt að taka við sér, en hún minnkaði töluvert í kjölfar hrunsins.“ Við Háskólann í Reykjavík eru kenndar fimm greinar í verkfræði og fjórar í tæknifræði og er aðsókn- in mjög góð. „Það er mikil eftir- spurn eftir öllu tæknimenntuðu fólki á Íslandi,“ segir Guðrún og telur ekki aðeins faglegu mennt- unina skila sér. „Eitt það verðmæt- asta sem nemendur fá úr náminu eru vinnubrögð. Hér læra þeir kerf- isbundin og góð vinnubrögð sem skila árangri í hvaða viðfangs- efni sem þeim er beitt og nýtast hvar sem er á vinnumarkaðnum,“ segir hún og bætir við að fólk með tæknibakgrunn skapi sér einnig sín eigin störf. „Þetta er nýsköpun- armenntun og í raun grundvöllur þess að samfélagið geti búið til ný tækifæri, störf og vörur án þess að þau tengist sérstökum náttúruauð- lindum.“ Frá hugmynd til framkvæmdar Háskólinn í Reykjavík hefur ný- lega gengið í CDIO sem eru al- þjóðleg samtök háskóla sem kenna tæknigreinar. Skamm- stöfunin stendur fyrir Conceive – Design – Implement – Ope- rate sem útleggst á íslensku: Frá hugmynd og hönnun yfir í fram- kvæmd og rekstur. „Þetta er hug- myndafræði sem við höfum fylgt undanfarin ár. Hún gengur út á að fagleg undirstöðuþekking sé best kennd í verkfræðilegu eða tæknifræðilegu samhengi. Við veitum þannig nemendum tæki- færi til að prófa fræðin á hagnýt viðfangsefni þannig að þeir geti rekið sig á og gert mistök innan veggja skólans og komi því betur undirbúnir í störf úti í atvinnulíf- inu,“ útskýrir Guðrún. CDIO-samtökin fóru af stað upp úr aldamótunum síðustu en þau voru stofnuð af háskólunum MIT, Chalmers, KTH og Lingköp- ing. „Þar höfðu menn lent í því að bakhjarlar skólanna úr atvinnu- lífinu kvörtuðu undan nýútskrif- uðum verkfræðingum, að þótt þeir kynnu fræðin frá bóklegu hliðinni þá skorti hagnýta færni,“ segir Guðrún en samtökin vaxa ört og í dag eru 72 skólar í CDIO. Hluti af hugmyndafræði CDIO gengur einnig út á að þjálfa aðra eiginleika en þá fagtengdu. „Mannlegir þættir eru mikilvæg- ir þegar komið er út í atvinnulíf- ið. Því fá nemendur tækifæri til að vinna í hópum og þjálfa þann- ig samskiptahæfni,“ segir Guð- rún og áréttar að margir verk- og tæknifræðingar endi síðar í stjórnunarstörfum og því séu mannlegu eiginleikarnir mjög mikilvægir. Geta skapað nýjan veruleika Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður verkfræðinám í fimm greinum og tæknifræðinám í fjórum greinum. Lögð er áhersla á að veita nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu. Nemendur öðlast þekkingu á því hvernig heimurinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,” segir Guðrún. MYND/STEFÁN HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ER FYRSTI ÍSLENSKI SKÓLINN TIL AÐ HLJÓTA ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Á VIÐSKIPTANÁMI ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNT MBA-NÁM Í HJARTA REYKJAVÍKUR Kynntu þér námið á www.ru.is/mba Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2012 er til 2. júní 2012 Háskólinn í Reykjavík er í hópi 186 háskóla sem hlýtur AMBA viðurkenninguna, en meðal annarra sem hafa fengið hana eru IESE í Barcelona, CBS í Danmörku, IMD í Sviss, London Business School og Oxford háskóli. Hvað er AMBA? AMBA viðurkenninguna veita samtökin Association of MBA‘s (AMBA), ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum. www.mbaworld.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.