Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 48

Fréttablaðið - 27.01.2012, Page 48
KYNNING − AUGLÝSINGHáskólar FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 201210 Verkfræði og tæknifræði eru mjög skapandi sérfræði-greinar. Þær byggja á því að hagnýta þekkingu á náttúru- lögmálunum. Nemendur í tækni- greinum tileinka sér staðgóðan grunn í raunvísindum, öðlast þekkingu á því hvernig heim- urinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,“ segir Guðrún Sævarsdóttir, deildarfor- seti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Hún segir fólk oft hafa takmarkaða mynd af því hvað tæknigreinar bjóði upp á, margir sjái verkfræðinga fyrir sér í köflóttri skyrtu að teikna brýr. „Það er þó aðeins hluti tækni- fólks sem gerir það, margir eru í rekstri eða vinna að tækniþróun, búa til tæknilegar lausnir og tæki sem við notum í umhverfi okkar og gera okkur lífið auðveldara,“ árétt- ar hún. Guðrún vitnar í Theodore von Kármán: „Raunvísindamað- urinn leitast við að skilja heiminn eins og hann er á meðan verkfræð- ingurinn skapar nýjan veruleika.“ Margar greinar í boði Á Íslandi er nær helmingur starf- andi verkfræðinga byggingaverk- fræðingar. Guðrún segir það skýr- ast af því að uppbygging á Íslandi hafi verið mikil og hröð undan- farna áratugi. „Í samfélögum með þróaðra atvinnulíf er hlutfallið annað og mun meira af verkfræð- ingum af öðru tagi,“ segir hún og nefnir sem dæmi rafmagns-, véla- hátækni- og heilbrigðisverkfræði. „Þessir hópar verða mun meira áberandi innan verkfræðistéttar- innar á næstu árum,“ spáir hún. „Einnig eru mörg tækifæri fyrir rekstrarverkfræðinga og fjármála- verkfræðinga, en þeir eru sérhæfð- ir í greiningu og skipulagningu flókinna kerfa.“ Greinilegur vöxtur hefur verið í ásókn nemenda í vél- og orku- tæknifræði og rafmagnstækni- fræði, enda mörg starfstækifæri. Námsbraut í iðnaðartæknifræði var endurreist við deildina að frumkvæði aðila atvinnulífsins og hefur farið vel af stað, og reikna má með að aðsókn að byggingatækni- fræði fari brátt að taka við sér, en hún minnkaði töluvert í kjölfar hrunsins.“ Við Háskólann í Reykjavík eru kenndar fimm greinar í verkfræði og fjórar í tæknifræði og er aðsókn- in mjög góð. „Það er mikil eftir- spurn eftir öllu tæknimenntuðu fólki á Íslandi,“ segir Guðrún og telur ekki aðeins faglegu mennt- unina skila sér. „Eitt það verðmæt- asta sem nemendur fá úr náminu eru vinnubrögð. Hér læra þeir kerf- isbundin og góð vinnubrögð sem skila árangri í hvaða viðfangs- efni sem þeim er beitt og nýtast hvar sem er á vinnumarkaðnum,“ segir hún og bætir við að fólk með tæknibakgrunn skapi sér einnig sín eigin störf. „Þetta er nýsköpun- armenntun og í raun grundvöllur þess að samfélagið geti búið til ný tækifæri, störf og vörur án þess að þau tengist sérstökum náttúruauð- lindum.“ Frá hugmynd til framkvæmdar Háskólinn í Reykjavík hefur ný- lega gengið í CDIO sem eru al- þjóðleg samtök háskóla sem kenna tæknigreinar. Skamm- stöfunin stendur fyrir Conceive – Design – Implement – Ope- rate sem útleggst á íslensku: Frá hugmynd og hönnun yfir í fram- kvæmd og rekstur. „Þetta er hug- myndafræði sem við höfum fylgt undanfarin ár. Hún gengur út á að fagleg undirstöðuþekking sé best kennd í verkfræðilegu eða tæknifræðilegu samhengi. Við veitum þannig nemendum tæki- færi til að prófa fræðin á hagnýt viðfangsefni þannig að þeir geti rekið sig á og gert mistök innan veggja skólans og komi því betur undirbúnir í störf úti í atvinnulíf- inu,“ útskýrir Guðrún. CDIO-samtökin fóru af stað upp úr aldamótunum síðustu en þau voru stofnuð af háskólunum MIT, Chalmers, KTH og Lingköp- ing. „Þar höfðu menn lent í því að bakhjarlar skólanna úr atvinnu- lífinu kvörtuðu undan nýútskrif- uðum verkfræðingum, að þótt þeir kynnu fræðin frá bóklegu hliðinni þá skorti hagnýta færni,“ segir Guðrún en samtökin vaxa ört og í dag eru 72 skólar í CDIO. Hluti af hugmyndafræði CDIO gengur einnig út á að þjálfa aðra eiginleika en þá fagtengdu. „Mannlegir þættir eru mikilvæg- ir þegar komið er út í atvinnulíf- ið. Því fá nemendur tækifæri til að vinna í hópum og þjálfa þann- ig samskiptahæfni,“ segir Guð- rún og áréttar að margir verk- og tæknifræðingar endi síðar í stjórnunarstörfum og því séu mannlegu eiginleikarnir mjög mikilvægir. Geta skapað nýjan veruleika Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býður verkfræðinám í fimm greinum og tæknifræðinám í fjórum greinum. Lögð er áhersla á að veita nemendum sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða fagþekkingu. Nemendur öðlast þekkingu á því hvernig heimurinn virkar og nýta sér það svo til að búa til eitthvað nýtt,” segir Guðrún. MYND/STEFÁN HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ER FYRSTI ÍSLENSKI SKÓLINN TIL AÐ HLJÓTA ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNINGU Á VIÐSKIPTANÁMI ALÞJÓÐLEGA VIÐURKENNT MBA-NÁM Í HJARTA REYKJAVÍKUR Kynntu þér námið á www.ru.is/mba Umsóknarfrestur fyrir haustönn 2012 er til 2. júní 2012 Háskólinn í Reykjavík er í hópi 186 háskóla sem hlýtur AMBA viðurkenninguna, en meðal annarra sem hafa fengið hana eru IESE í Barcelona, CBS í Danmörku, IMD í Sviss, London Business School og Oxford háskóli. Hvað er AMBA? AMBA viðurkenninguna veita samtökin Association of MBA‘s (AMBA), ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum. www.mbaworld.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.