Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 6
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 LÖGREGLUMÁL Ögmund- ur Jónasson innanrík- isráðherra mun funda með ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum í Reykjavík í næstu viku vegna sprengjutilræðis- ins nærri Stjórnarráðinu. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna máls- ins en nú er liðin meira en vika síðan atvikið átti sér stað. Ögmundur vildi ekki tjá sig efnislega um málið fyrr en fund- urinn er afstaðinn, en verið er að skoða hvers vegna það tók lögreglu um tvo klukkutíma að bregðast við þegar hringt var og tilkynnt um sprengjuna. Lögreglan hefur lýst eftir þéttvöxnum, þung- lamalegum manni á miðjum aldri vegna máls- ins. Talið er að hann hafi verið á svæðinu þegar sprengjan sprakk. Mað- urinn náðist á öryggis- myndavél og var klæddur í víðar, bláar gallabuxur, dökka úlpu og hettupeysu. Vitni sá til mannsins þar sem hann hljóp upp í hvítan bíl af gerð- inni Renault Kangoo og keyrði í burtu. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru 759 slíkir bílar skráðir hér á landi. - sv DÓMSMÁL Það er einsdæmi að höfð- að sé meiðyrðamál á hendur manni sem vill leiðrétta allt sem hefur verið missagt, og ljóst að annað en meidd æra liggur að baki meið- yrðamáli sem Jón Ásgeir Jóhann- esson hefur höfðað á hendur Birni Bjarnasyni, segir Jón Magnússon, verjandi Björns. Meiðyrðamálið var höfðað vegna rangfærslna í bók Björns, Rosabaugur yfir Íslandi. Í bók- inni var meðal annars ranglega sagt að Jón Ásgeir hefði verið sak- felldur fyrir fjárdrátt í Baugsmál- inu, þegar hið rétta er að hann var sakfelldur fyrir meiri háttar bók- haldsbrot. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Björn leiðrétti rangfærslurn- ar í annarri prentun bókarinnar, í aðsendri grein í Morgunblaðinu og á vef sínum, og bað Jón Ásgeir afsökunar á ummælunum, sagði Jón Magnússon í dómsal í gær. „Þetta er eitt sérkennilegasta meiðyrðamál sem höfðað hefur verið á Íslandi,“ sagði Jón. Hann sagði augljóst að enginn ásetning- ur hafi verið hjá Birni að meiða æru Jóns Ásgeirs og erfitt að sjá hverju meiðyrðamál eigi að skila. Jón sagði að ekki þyrfti að gera annað en að lesa bókina í heild sinni til að sjá að rétt sé farið með allt sem máli skipti. Málið sé til- raun til að koma höggi á Björn, og hafi ekkert með æru að gera. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, sagði vart hægt að deila um að með því að fullyrða að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt en ekki bókhaldsbrot hafi æra hans verið meidd. Þrátt fyrir að Björn hafi leit- ast við að leiðrétta rangfærslurn- ar gerði hann það aðeins að hluta, sagði Gestur. Í annarri prentun bókarinnar segi enn að Jón Ásgeir Aðalefni fundarins verður umfjöllun um skýrslu úttektarnefndar um starfsemi lífeyrissjóðanna, sem kynnt var sl. föstudag. Forráðamenn Sameinaða lífeyrissjóðsins fara yfir umfjöllun um sjóðinn í skýrslunni og svara fyrirspurnum fundarmanna. Hægt verður að fylgjast með fundinum á heimasíðu sjóðsins, lifeyrir.is, og hefst útsending kl. 17.30. Borgartúni 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is Sjóðfélagafundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2012 kl. 17.30 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Sjóðfélagafundur E N N E M M / S ÍA / N M 50 38 3 HEILBRIGÐISMÁL Þær konur sem láta fjarlægja PIP púða úr brjóstum sínum á Landspítalanum munu ekki geta fengið aðra púða í sömu aðgerð. Ástæða þess er að brottnámsaðgerð- in felur í sér nauðsynlega heilbrigð- isþjónustu en ísetning nýrra púða telst fegrunaraðgerð. Einnig hefur sérfræðinefnd á vegum ESB komist að þeirri nið- urstöðu að bólguviðbrögð í líkama kvenna sem eru með leka PIP-púða séu meiri en hjá þeim sem eru með vottað sílíkon, sem gerir brottnám erfiðara. Þær konur hér á landi sem vilja fá nýjar fyllingar greiða því sjálfar allan kostnað sem af því hlýst. Áætlaður kostnaður vegna brottnámsaðgerðanna er á bilinu 90 til 150 milljónir króna. Allar aðgerðir vegna brottnáms brjóstapúðanna samkvæmt boði stjórnvalda verða gerðar á Land- spítalanum. Samkomulag er milli spítalans og ráðuneytisins um að þær annist einungis læknar sem eru í fullu starfi á sjúkrahúsinu og ekki með sjálfstæðan stofurekstur. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að bjóða öllum sjúkratryggðum konum með PIP fyllingar að láta fjarlægja þær. - sv Enginn lýtalæknir á Landspítalanum með sjálfstæðan stofurekstur mun annast konur með PIP púða: Fá ekki nýja sílíkonpúða í sömu aðgerð Vísindanefnd Evrópusambandsins gaf út skýrslu í síðustu viku um öryggi PIP brjóstapúða. Helstu niðurstöður hennar eru: Brottnám PIP púða flóknara en annarra FYRIR DÓMI Gestur Jónsson afhenti Jóni Finnbjörnssyni dómara gögn áður en málflutningur lögmanna í meiðyrðamálinu hófst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Segir ærumissi ekki skýra meiðyrðamál Meiðyrðamál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni er tilraun til að koma höggi á Björn að mati verjanda hans. Alvarleg ærumeiðing að segja Jón Ásgeir dæmdan fyrir fjárdrátt en ekki bókhaldsbrot segir lögmaður hans. Jón Ásgeir krafðist þess að eftirfarandi ummæli, auk annarra, yrðu dæmd dauð og ómerk: Rangfærslur í bók GÍFURLEGUR VIÐBÚNAÐUR Sérsveit lög- reglunnar sendi sérfræðing og vélmenni á staðinn til að meðhöndla sprengjuna og setja hana af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÖGMUNDUR JÓNASSON Enn hefur enginn verið handtekinn vegna sprengjutilræðis í miðbænum: Ráðherra fundar um sprengju MIKLAR SKEMMDIR Ár hafa flætt yfir bakka sína í Búlgaríu. NORDICPHOTOS/AFP BÚLGARÍA, AP Mikil flóð hafa verið í Búlgaríu og Grikklandi síðustu daga. Tugir húsa eru komnir á kaf í báðum löndunum. Í Búlgaríu var lýst yfir þjóðar- sorg eftir að stífla brast með þeim afleiðingum að átta manns fórust. Almannavarnastofnun Búlgar- íu sagði auk þess hættu á að tvær aðrar stíflur bresti vegna mikilla flóða í ám og fljótum landsins. Norðar í álfunni halda vetr- arhörkurnar áfram með miklu frosti. - gb Flóð í Evrópu: Tugir húsa eru komnir á kaf GRUNDARFJÖRÐUR Íbúar Grundar- fjarðar þurfa ekki lengur að ótt- ast að hætt verði að bera út póst í bænum vegna skorts á bréfber- um. Eftir mikla leit hefur Póst- inum tekist að ráða bréfbera til starfa í bænum. Fram kemur í tilkynningu frá Póstinum að nýi starfsmaðurinn hafi komið til starfa fyrir helgi. Hann flutti frá Reykjavík til að byrja í starfinu, og leitar nú að húsnæði í bænum. Fyrir var einn bréfberi í hálfu starfi, en enn er leitað að auka- manni til að dreifa pósti á álags- punktum. - bj Tókst að ráða nýjan bréfbera: Grundfirðingar fá áfram póst ■ „Var frávísun 19. liðar, þar sem Jón Ásgeir var borinn sökum, einnig felld úr gildi.“ ■ „Var Jón Ásgeir því dæmdur fyrir fjárdrátt og í 3 mánaða skilorðs- bundið fangelsi.“ hafi verið sakaður um fjárdrátt í ákærulið þar sem hann hafi ekki verið ákærður, og sakfelldur fyrir þann ákærulið. „Þessi ummæli sem krafist er ómerkingar á eru röng og meið- andi, og fela í sér aðdróttanir,“ sagði Gestur í dómsal í gær. Um það breyti afsökunarbeiðni í skötu- líki engu, enda verði ærumeiðing ekki refsilaus þó að gerandinn iðr- ist. Gestur sagði að horfa verði til þess að Björn sé löglærður maður og hafi starfað sem dómsmálaráð- herra stærstan hluta þess tíma sem Baugsmálið var rekið hjá lög- reglu og fyrir dómstólum. Til þess verði að líta við ákvörðun refsingu. Jón Ásgeir krefst einnar millj- ónar króna í miskabætur af Birni og 300 þúsunda að auki til að kosta birtingu dómsins. brjann@frettabladid.is ■ Efnasamsetning iðnaðarsílíkons- ins í púðunum er mjög breytileg. ■ Talið er að hylki PIP púðanna leki fyrr en annarra brjóstapúða. ■ Við leka frá PIP brjóstapúða er staðfest að bólgusvörun er meiri en hjá öðrum púðum sem gerir brottnám þeirra erfiðara. ■ Vegna bólgunnar og áhrifa hennar á líkamann telja hérlendir sérfræðingar að minni líkindi séu til þess að mögulegt sé að setja inn nýja púða samhliða brott- námi gamalla púða. ■ Brottnám heilla brjóstapúða er einfaldara en brottnám lekra. Vilja Vaðlaheiðagöng Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gær samhljóða bókun um að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist hið fyrsta. „Gerð ganganna er mikilvæg samgöngubót fyrir alla þá sem ferðast um Norðurland, eykur umferðaröryggi og eflir atvinnu- líf. Bæjarstjórn minnir á að aðrar samgöngubætur á samgönguáætlun munu ekki líða fyrir framkvæmd Vaðlaheiðarganga né heldur önnur brýn verkefni,“ segir meðal annars í bókuninni. AKUREYRI Eiga björgunarsveitirnar að taka gjald fyrir aðstoð við al- menning vegna ófærðar? JÁ 58,1% NEI 41,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að ný stjórnmálaöfl muni njóta mikils fylgis í næstu alþingiskosningum? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.