Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 36
8. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými – fyrir alla muni Ráðgjöf Hönnun Sérsmíði Þjónusta Afmælis- tilboð á hillum -20% Frábærar lausnir fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki 75 ÁR A 15% nýársafsláttur á hillum Geymslu- og lagerhillur Skjalaskápar á hjólum Starfsmanna- og munaskápar Verslunarinnréttingar Gínur og fataslár Lagerskúffur og bakkar Eldtraustir skápar Brautarholti 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 – rymi@rymi.is – www.rymi.is VIÐTAL Þorgils Jónsson thorgils@frettabladid.is Danski hagfræðingurinn Jesper Rangvid var staddur hér á landi ný- verið þar sem hann var gestapró- fessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Rangvid, sem er pró- fessor við Viðskiptaháskóla Kaup- mannahafnar, var nýverið skipað- ur formaður yfir rannsóknarnefnd sem mun freista þess að skýra hvort, og þá með hvaða hætti, inn- lendir áhrifaþættir höfðu áhrif á yfirstandandi erfiðleika fjámála- lífsins þar í landi. Þó að ástandið í Danmörku sé langt í frá eins alvarlegt eða víð- tækt eins og verið hefur hér á Ís- landi, hafa fjármálastofnanir átt í miklum erfiðleikum. Eins og stend- ur hafa ellefu bankar orðið gjald- þrota frá hruninu haustið 2008. Rannsóknarnefndin nýskip- aða hefur það yfirlýsta hlutverk að greina innlenda og erlenda or- sakaþætti í dönsku fjármálakrepp- unni, hvort ráðgjöf bankastofnana til viðskiptavina sinna hafi haft magnandi áhrif á erfiðleikana sem lagst hafi á einstaklinga og fyrir- tæki, og loks leggja til aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Nefndin á að skila niðurstöðum sínum áður en árið er á enda liðið. Hvernig er ástandið í dönsku efnahagslífi nú, rúmum þremur árum eftir að alþjóðafjármála- kreppan skall á? „Það fer að miklu leyti eftir því hvað miðað er við. Í samanburði við Svíþjóð og Noreg, sem við Danir berum okkur jafnan saman við, erum við sannarlega verr á vegi stödd. Við erum enda að kljást við atvinnuleysi, lítinn hagvöxt, verð- fall á húsnæðismarkaði og halla- rekstur í ríkisfjármálum. Í samanburði við löndin sunn- ar í álfunni, til dæmis Spán, Ít- alíu, Frakkland, Belgíu og Bret- land, erum við hins vegar í mun betri stöðu. Ástandið er vissulega ekki frá- bært, en við erum heldur ekki að horfa upp á neinar hörmungar í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Hver eru þá mest aðkallandi vandamálin? „Fyrst og fremst verður að skapa vöxt, en það er tvennt sem stend- ur því fyrir þrifum. Í fyrsta lagi eru dönsk heimili afar skuldsett, en það er afleiðing húsnæðisbólunn- ar, sem var alvarlegri hjá okkur en til dæmis í Noregi. Fasteignaverð hefur fallið á meðan skuldirnar hækka og nú er svo komið að með- alskuldir heimilanna í Danmörku eru þær hæstu í öllum heimi, að mér skilst, þó að danska ríkið sé ekki mjög skuldsett. Skuldir heim- ilanna verða hins vegar til þess að fólk hefur minna á milli hand- anna og það kemur niður á neyslu almennings. Þar fyrir utan erum við enn að kljást við það að atvinnulífið er ekki nógu samkeppnisfært miðað við önnur lönd, en það hafði að vísu þegar gerst fyrir kreppu með stór- hækkuðum launum á danska vinnu- markaðnum. Af þeim sökum hugsa fyrirtæki sig tvisvar um þegar þau velta því fyrir sér hvort eigi að hefja starfsemi í Danmörku frek- ar en í Póllandi eða Þýskalandi, til dæmis, þar sem kostnaðurinn er þriðjungi lægri.“ Hvernig mun rannsóknarnefndin starfa og hvað verður gert við nið- urstöður hennar? „Við verðum sex sjálfstæðir fulltrúar í nefndinni, fjórir fræði- menn, fyrrum seðlabankastjóri og fyrrum bankastjóri Nordea-bank- ans. Svo verða fimm fulltrúar frá ráðuneytunum, fjármálaeftirlitinu og seðlabankanum, auk aðstoðar- fólks. Við munum ekki vera með opinberar yfirheyrslur eins og sums staðar hefur tíðkast, heldur munum við aðallega greina gögn sem við öflum okkur. Við munum svo komast að ákveðinni niður- stöðu og leggja til leiðir til úrbóta, sem stjórnmálamenn munu svo taka afstöðu til.“ Er eitthvað sérstakt sem bend- ir til þess að innlendir þættir hafi haft áhrif á stöðuna? „Sú staðreynd að á annan tug danskra banka hefur orðið gjald- þrota á síðustu árum á meðan enginn banki í Noregi eða Svíþjóð hefur orðið gjaldþrota, gefur ýmis- legt í skyn. Mest liggur þó á því að fá úr því skorið hvort eitthvað sem gert var innanlands hafi gert ástandið verra en ella. Ef svo reyn- ist munum við í framtíðinni geta hagað okkar málum þannig að við getum komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“ Stendur til að nota niðurstöður rannsóknarinnar sem grundvöll til saksóknar ef grunur leikur á að lög- brot hafi verið framin? „Ég er ekki viss um það. Í rann- sókninni sem var gerð á Íslandi var ýmsum steinum velt og margt kom í ljós. þar á meðal upplýsingar sem hægt var að nota sem sönnun- argögn til að rannsaka glæpamál. Í Danmörku hefur hins vegar hvert gjaldþrot banka og gjörðir stjórn- enda þeirra þegar verið rannsak- að. Okkar niðurstöðum og tillög- um um úrbætur verður því frekar beint til stjórnmálastéttarinnar en ákæruvalds eða dómstóla.“ Íslenska rannsóknarnefndin hafði mjög víðtækt hlutverk. Verður ykkar rannsókn eins umfangsmikil? „Já, ég held það. Við förum kannski ekki svo náið ofan í hvern einstakan banka eins og gert var á Íslandi, en við viljum skoða um- hverfi og bakgrunn kreppunnar mjög ítarlega og þá spilar allt inni í, þar á meðal gerðir stjórnmála- manna í afreglun markaða og um- fjöllun fjölmiðla, til dæmis um fast- eignamarkaðinn.“ Hefur þú kynnt þér íslensku skýrsluna og er viðbúið að ykkar skýrsla muni hafa eins mikil áhrif? „Ég hef kynnt mér íslensku skýrsluna að því leyti sem ég get og þar var margt mjög vel gert, en ég býst ekki við því að okkar skýrsla verði eins áhrifarík. Það helgast einna helst af því hvað nefndin er stofnuð seint. Síðasta ríkisstjórn vildi ekki þessa rannsókn, þar sem Greina orsakir til að læra af þeim Dönsk stjórnvöld hafa skipað rannsóknarnefnd til að greina orsakir fjármálakreppunnar þar í landi. Alls hafa ellefu bankar orðið gjaldþrota í Dan- mörku síðustu misserin, en formanni nefndarinnar, hagfræðingnum Jesper Rangvid, þykir það benda til þess að innlendir þættir hafi átt hlut í máli. Jesper Rangvid hefur vanið komur sínar til Íslands sem gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Hann er meðal fremstu álitsgjafa danskra fjölmiðla í efnahagsmálum og þekkir vel til aðstæðna hér landi. Spurður um sína sýn á ástandið hér á landi, segir hann að staðan sé mun skárri en hann hafði óttast. „Þið hafið staðið ykkur umtalsvert betur en ég óttaðist á sínum tíma eftir að allir stóru bankarnir ykkar urðu gjaldþrota. Þó að atvinnuleysi sé enn hátt, ríkisfjármálin séu erfið og gjaldeyrishöft séu til staðar er útlitið nokkuð jákvætt miðað við mörg önnur ríki sem fóru illa út úr kreppunni. Atvinnuleysi er að dragast saman og hagvöxtur er kominn í gang. Þið lukuð samstarfi við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn á tilsettum tíma og þó að það sé ekki bara sólskin í kortunum eru hér miklir möguleikar, sérstaklega með aukinni samkeppnishæfni atvinnu- lífsins. Þið njótið nú góðs af því að geta brugðist við í gengismálum, sem er kostur sem Grikkjum stendur til dæmis ekki til boða, og þó að þið hafið tekið á ykkur þungan skell getið þið nú horft fram á veginn.“ „GETIÐ NÚ HORFT FRAM Á VEGINN.“ RANNSAKAR ORSAKIR KREPPUNNAR Hagfræðiprófessorinn Jesper Rangvid fer fyrir rannsóknarnefnd um orsakir fjármálakreppunnar í Danmörku. Hann segir mikilvægt að skera úr um að hvaða leyti megi rekja orsakir kreppunnar til innlendra þátta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA talið var að flest hefði þegar komið fram og meginorsakirnar væri að finna utan Danmerkur. Síðan eru stjórnarskipti síðasta haust og nýja stjórnin ákveður að ráðast í þetta verkefni. Á tímanum sem síðan er liðinn hefur mjög margt komið í ljós og margt áunnist og því er ekki við því að búast að okkar niður- staða muni hafa eins mikil áhrif.“ Hvernig metur þú horfur dansks efnahagslífs næstu árin? „Eins og ég sagði áður, erum við í vandræðum, en ekki sambæri- legum við lönd eins og Spán, Grikk- land og Ítalíu. Það verður líklega ekki hraður vöxtur í Danmörku næstu árin, en við munum ekki þurfa að kollvarpa okkar samfélagi eins og hefur þurft víða í Evrópu, þar sem aðhaldsaðgerðir og niður- skurður gengur afar nærri fólki. Markaðirnir hafa trú á stöðugleika í Danmörku sem sést á því að við erum að fá lægri vexti á skulda- bréf en Þýskaland, meira að segja. Þess vegna held ég að við getum horft fram á nokkuð stöðugan bata í dönsku efnahagslífi þó að hann verði hægur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.