Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 54
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR34 BESTI BITINN Í BÆNUM MENNINGARSTARF Í KÓPAVOGI Menningar- og þróunarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar. Umsóknum skal skila fyrir 14. febrúar Umsóknareyðublöð fást á vef Kópavogsbæjar eða í þjónustuveri bæjarins, Fannborg 2. Umsóknum skal skilað til: Lista- og menningarsjóður, Fannborg 2, 200 Kópavogur. Allar nánari upplýsingar á kopavogur.is „Mér finnst austurlenskur matur mjög góður. Ég hendi mér oft inn á Nings og fæ mér eitthvað gott. Ég fæ mér öndina ef ég vil gera vel við mig.“ Sigurður Hlöðversson útvarpsmaður. „Þessi mynd hefur snert ein- hverja taug hjá honum,“ segir skopmyndateiknarinn og uppi- standarinn Hugleikur Dagsson. Leikstjórinn og framleiðand- inn Judd Apatow fagnaði 44 ára afmælinu sínu í desember á síð- asta ári. Apatow er mikill aðdá- andi Hugleiks og fékk eina af myndum hans í afmælisgjöf frá starfsfólki sínu. „Skrifstofan hans Judds Apa- tow hafði samband við mig. Starfsfólkið hans ætlaði að gefa honum flotta gjöf og athugaði hvort ég ætti einhverjar mynd- ir,“ segir Hugleikur. Íslenska útgáfa myndarinnar, sem var í sérstöku uppáhaldi hjá Apatow, er í eigu tónlistarmannsins Árna Vilhjálmssonar úr hljómsveitinni FM Belfast, þannig að Hugleikur teiknaði nýja útgáfu af myndinni og sendi til Kaliforníu. „Ég fékk þau skilaboð að þetta væri besta afmælisgjöf allra tíma,“ segir hann. Judd Apatow er einn allra far- sælasti framleiðandi, handritshöf- undur og leikstjóri Hollywood um þessar mundir. Hann er maðurinn á bak við gamanmyndir á borð við The 40 Year Old Virgin, Knocked Up, Pineapple Express ásamt því að hafa framleitt myndir á borð við Bridesmaids og Get Him to the Greek. Apatow birti teikningar Hug- leiks í bókinni I Found This Funny, sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Þar er Hugleik- ur á meðal snillinga á borð við Steve Martin, Jon Stewart, Adam Sandler og Ernest Hemingway sem eiga efni í bókinni. Hversu mikið rukkaðirðu fyrir myndina? „Ég rukkaði bara hefðbundinn prís,“ segir Hugleikur, en bætir við að starfsfólk Apatow hafi að auki sent honum pakka með DVD- myndum framleiðslufyrirtækis- ins. Í pakkanum var einnig sér- stök viðhafnarútgáfa þáttanna HUGLEIKUR DAGSSON: STARFSFÓLK JUDDS APATOW VILDI FLOTTA GJÖF MYND HUGLEIKS BESTA AFMÆLISGJÖF ALLRA TÍMA „Þetta þurfa að vera einstaklingar sem eru til- búnir að opinbera sig og fara í smá sjálfskoðun í leiðinni,“ segir Hildur Margrétardóttir fram- leiðandi, sem leitar nú að ungu fólki til að taka þátt íslenskum raunveruleikaþáttum. Þættirnir eru þó ekki eins og raunveru- leikaþættir á borð við Keeping Up with the Kardashians, Big Brother og Survivor því markmið þessara þátta er að varpa ljósi á veru- leika íslenskra ungmenna í dag. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar voru sambærilegir þættir sýndir á vefmiðli dagblaðsins Politiken. „Þetta verða raunveruleikaþættir en án tilbúins veruleika eins og flestir þættir sem eru í gangi í dag. Eins konar dagbók. Verkefnið mæltist vel fyrir og þótti gefa góða innsýn inn í líf unga fólksins í Danmörku. Það jókst bæði skilningur og samkennd hjá áhorfandanum,“ segir Hildur sem framleiðir þættina ásamt Herberti Svein- björnssyni fyrir Edison Lifandi ljósmyndir. Hildur og Herbert leita nú að tveimur stúlk- um og tveimur strákum á aldrinum 18-25 sem vilja fá myndavél í hendurnar og skuldbinda sig til að festa líf sitt á filmu í tíu vikur. Áætlað er að gera þetta á svipuðum tíma á hinum Norður- löndunum og því verður hægt að bera saman vefþættina. „Við áætlum að tökur hefjist í mars og stefnum á að birta einn þátt í viku um hvern einstakling. Við leitum nú að heppilegum vef- miðli til að birta þættina á,“ segir Hildur og viðurkennir að þeir sem sækja um verða að vera tilbúnir að opna sig um líf sitt. Hægt er að senda umsóknir á póstfangið doxwiseisland@ gmail.com en einnig er hægt að fræðast meira um verkefnið á Facebook-síðu Doxwise. - áp Leita að ungu fólki í raunveruleikaþátt LEITA AÐ UNGU OPNU FÓLKI Hildur Margrétardóttir og Herbert Sveinbjörnsson framleiða íslenska raunveru- leikaþætti og leita að stúlkum og strákum á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er stærsti tískuviðburð- inn á Íslandi og ætti að vera eft- irsóknarvert fyrir fyrirsætur að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Arnar Gauti Sverris son, framkvæmdastjóri Elite á Íslandi, en hann leitar nú að 40 fyrirsæt- um, stúlkum og strákum, til að ganga tískupallana á Reykjavík Fashion Festival í ár. Arnar Gauti ætlar að halda prufur í húsakynnum Elite Fas- hion Academy að Ármúla 21 á morgun milli klukkan 17-19. Ásta Kristjánsdóttir og Ellen Lofts- dóttir verða einnig viðstaddar prufurnar og saman ætla þau að finna rétta fólkið. Stúlkur og strákar sem eru yfir 172 cm á hæð og í góðu líkamlegu formi eru því eindregið hvött til að mæta. „Við ætlum að taka þetta skref- inu lengra í ár og gerum miklar kröfur til einstaklinganna sem verða fyrirsætur á hátíðinni. Það getur skipt sköpum fyrir gæði sýningarinnar að fyrirsæturnar séu góðar.“ Arnar Gauti hefur fengið til liðs við sig dansarann og dans- höfundinn Cameron Corbett sem ætlar að æfa göngulagið hjá fyr- irsætunum. „Göngulagið á sýn- ingum skiptir miklu máli og hjá Cameron fá fyrirsæturnar bestu leiðsögnina. Hann verður með æfingabúðir fram að hátíðinni og verða fyrirsæturnar því vel í stakk búnar að ganga tískupall- ana á hápunkti íslenska tískuiðn- aðarins,“ segir Arnar Gauti og lofar skemmtilegu ævintýri fyrir þær fyrirsætur sem verða valdar til að sýna á RFF. - áp Fyrirsæturnar fara í göngubúðir TIL JUDD APATOW Judd Apatow, einn farsælasti framleiðandi Holly- wood um þessar mundir, fékk þessa mynd Hugleiks í afmælisgjöf frá starfsfólki sínu. Freaks and Geeks, sem Apatow framleiddi rétt fyrir aldamót. „Ég hef alltaf viljað eiga það á DVD og á núna flottan pakka,“ segir Hug- leikur. En veistu hvar myndin hangir? „Ég hef ekki hugmynd. Ætli hún sé ekki uppi á vegg á skrifstofunni hans.“ atlifannar@frettabladid.is GERIR MIKLAR KRÖFUR Arnar Gauti Sverrisson leita að fyrirsætum til að sýna fyrir Reykjavik Fashion Festival sem fer fram í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.