Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 25
www.vetrarhatid.is Rafmögnuð náttúra er yfirskrift opnunaratriðis Vetrarhátíðar í Reykjavík í ár. Höfundurinn að atriðinu er arkitektinn Marcos Zotes en tillaga hans vann samkeppni Höfuðborgarstofu og Orkusölunnar. Marcos Zotes býr og starfar í New York en hefur sterk tengsl til Ís- lands. Hann kom hingað fyrst fyrir tíu árum, á íslenska konu og saman eiga þau einn dreng. Fjöl- skyldan bjó á Íslandi í nokkur ár áður en hún flutti til New York. Þau koma reglulega í heimsókn en Marcos kennir einnig kúrsa við Listaháskóla Íslands. „Ísland heillar mig á svo marg- an hátt, ekki bara fyrir einstaka náttúru heldur líka fyrir lýðræðis- legt samfélag og kúltúr,“ segir Marcos. Beðinn um að lýsa því sem gestir Vetrarhátíðarinnar eiga von á á fimmtudaginn segist hann ætla að fá fólk til að horfa á hversdagslegt umhverfi sitt með öðrum augum. „Rafmögnuð náttúra er stað- bundin innsetning sem tekur yfir yfirborð Hallgrímskirkju. Mark- miðið er að umbreyta yfirbragði þessa þekkta kennileitis í kraft- mikla sjónræna upplifun,“ útskýr- ir Marcos og heldur áfram. „Við höfum kortlagt allt yfir- borð kirkjunnar á myndband og unnið 15 mínútna langt mynd- bandsverk sem verður endur- varpað á veggina til að falla ná- kvæmlega aftur að arkitektúrn- um. Í arkitektúr kirkjunnar eru einnig skírskotanir til náttúrunn- ar og því fannst mér tilvalið að vinna með tilbúna náttúru og láta höfuðskepnurnar fjórar, vatn, eld, jörð og loft, lifna við gegnum ljós og hreyfingu. Hluti myndbands- ins inniheldur einnig upptök- ur frá geimskipi NASA, SDO af sólargangi dagana rétt fyrir há- tíðina. Þá verður einnig upptök- um frá New York varpað á veggi kirkjunnar í þeim tilgangi að ögra rúmskynjun áhorfandans,“ segir Marcos. Eftir opnunina munu gestir geta leikið sér með myndvarpið á kirkj- una út Vetrarhátíðina, milli klukk- an 8 og 12 á kvöldin. „Við munum í raun breyta Hallgrímskirkju í verkfæri fyrir fólkið og gerum áhorfandann að hluta verksins.“ Marcos segist hafa stokkið á tækifærið þegar hann sá sam- keppnina auglýsta, til að hrinda í framkvæmd rannsóknum sínum á sjálfræði og félagslegri víxlverk- un í borgarsamfélagi. Hann hóaði því saman hópi listamanna, arki- tekta og tónlistarmanna, bæði í Reykjavík og í New York, til að vinna með sér og segir sérþekk- ingu hvers og eins hafa skilað sér beint inn í verkið. „Ég nefni sérstaklega Chris Jordan, listamann í New York. Hann mun verða með mér á opn- uninni í Reykjavík enda skipti hans framlag sköpum í verkinu,“ segir Marcos. „Ég er einfaldlega heillaður af því að leita nýrra leiða til að hafa áhrif á gerð borga. Ég held að borgin sé til staðar fyrir fólkið og að við getum endurbætt almenningssvæði og borgar formið á þann veg að nýtingin verði meiri og önnur en upphaflega var ætlast til. Ætlun mín með verkinu Raf- mögnuð náttúra er að gera einmitt það. Með því að kollvarpa hinni kyrrstæðu og tímalausu ímynd Hallgrímskirkju breytist hún um stundar sakir í gagnvirka upp- lifun sem fólk getur tekið þátt í. Takmarkið er að fólk horfi á sitt daglega umhverfi með allt öðrum augum.“ Rafmögnuð náttúra Marcos Zotes arkitekt hannaði opnunaratriði Vetrarhátíðar í ár og heitir það Rafmögnuð náttúra. ●LJÓÐASLAMM Í BORG ARBÓKASAFNINU Ljóða- slammið svokallaða verður hald- ið nú í fjórða sinn. Þar flytur fólk á aldrinum 14 til 20 ára ljóð með einhvers konar leikrænu ívafi og er framsetningin oftar en ekki jafnmikið mál og ljóðið sjálft. Ljóðaslammið fer fram á sviði á fyrstu hæð Borgarbókasafns- ins í Tryggvagötu. Þónokkur hópur hefur þegar skráð sig og eiga gestir Vetrarhátíðar von á skemmtilegri upplifun. Þátttakendur nálgast slammið á mismunandi hátt, allt frá því að lesa upp ljóðin í hljóðnema, rappa, setja upp leikþætti eða mæta með heila hljómsveit. ● VITI VIÐ TJÖRNINA Ragnheiður Harpa Leifsdótt- ir verður með ljósainnsetningu í kirkjuturni Fríkirkjunnar fimmtu- daginn 9. febrúar frá kl. 20.30 til 24. Verkið ber heitið Pharos og vísar til fyrsta vitans sem byggð- ur var á tímum Rómaveldis. Ragnheiður Harpa hefur heillast af turnum enda finnst henni þeir ævintýralegir og dularfullir. „Frá hafinu veita vitar skipum von í óveðri, en um leið standa þeir einsamlir og einangraðir. Í sögubókum bíður prinsessan eftir prinsinum til að bjarga þeim.“ Innsetning mun lýsa í þrjá sólarhringa. Ljósa- meistari verksins er Jóhann Bjarni Pálmason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.