Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 25
www.vetrarhatid.is
Rafmögnuð náttúra er
yfirskrift opnunaratriðis
Vetrarhátíðar í Reykjavík í ár.
Höfundurinn að atriðinu er
arkitektinn Marcos Zotes en
tillaga hans vann samkeppni
Höfuðborgarstofu og
Orkusölunnar.
Marcos Zotes býr og starfar í New
York en hefur sterk tengsl til Ís-
lands. Hann kom hingað fyrst
fyrir tíu árum, á íslenska konu og
saman eiga þau einn dreng. Fjöl-
skyldan bjó á Íslandi í nokkur ár
áður en hún flutti til New York.
Þau koma reglulega í heimsókn
en Marcos kennir einnig kúrsa
við Listaháskóla Íslands.
„Ísland heillar mig á svo marg-
an hátt, ekki bara fyrir einstaka
náttúru heldur líka fyrir lýðræðis-
legt samfélag og kúltúr,“ segir
Marcos. Beðinn um að lýsa því
sem gestir Vetrarhátíðarinnar
eiga von á á fimmtudaginn segist
hann ætla að fá fólk til að horfa á
hversdagslegt umhverfi sitt með
öðrum augum.
„Rafmögnuð náttúra er stað-
bundin innsetning sem tekur yfir
yfirborð Hallgrímskirkju. Mark-
miðið er að umbreyta yfirbragði
þessa þekkta kennileitis í kraft-
mikla sjónræna upplifun,“ útskýr-
ir Marcos og heldur áfram.
„Við höfum kortlagt allt yfir-
borð kirkjunnar á myndband og
unnið 15 mínútna langt mynd-
bandsverk sem verður endur-
varpað á veggina til að falla ná-
kvæmlega aftur að arkitektúrn-
um. Í arkitektúr kirkjunnar eru
einnig skírskotanir til náttúrunn-
ar og því fannst mér tilvalið að
vinna með tilbúna náttúru og láta
höfuðskepnurnar fjórar, vatn, eld,
jörð og loft, lifna við gegnum ljós
og hreyfingu. Hluti myndbands-
ins inniheldur einnig upptök-
ur frá geimskipi NASA, SDO af
sólargangi dagana rétt fyrir há-
tíðina. Þá verður einnig upptök-
um frá New York varpað á veggi
kirkjunnar í þeim tilgangi að ögra
rúmskynjun áhorfandans,“ segir
Marcos.
Eftir opnunina munu gestir geta
leikið sér með myndvarpið á kirkj-
una út Vetrarhátíðina, milli klukk-
an 8 og 12 á kvöldin. „Við munum
í raun breyta Hallgrímskirkju í
verkfæri fyrir fólkið og gerum
áhorfandann að hluta verksins.“
Marcos segist hafa stokkið á
tækifærið þegar hann sá sam-
keppnina auglýsta, til að hrinda í
framkvæmd rannsóknum sínum á
sjálfræði og félagslegri víxlverk-
un í borgarsamfélagi. Hann hóaði
því saman hópi listamanna, arki-
tekta og tónlistarmanna, bæði í
Reykjavík og í New York, til að
vinna með sér og segir sérþekk-
ingu hvers og eins hafa skilað sér
beint inn í verkið.
„Ég nefni sérstaklega Chris
Jordan, listamann í New York.
Hann mun verða með mér á opn-
uninni í Reykjavík enda skipti
hans framlag sköpum í verkinu,“
segir Marcos. „Ég er einfaldlega
heillaður af því að leita nýrra leiða
til að hafa áhrif á gerð borga. Ég
held að borgin sé til staðar fyrir
fólkið og að við getum endurbætt
almenningssvæði og borgar formið
á þann veg að nýtingin verði meiri
og önnur en upphaflega var ætlast
til. Ætlun mín með verkinu Raf-
mögnuð náttúra er að gera einmitt
það. Með því að kollvarpa hinni
kyrrstæðu og tímalausu ímynd
Hallgrímskirkju breytist hún um
stundar sakir í gagnvirka upp-
lifun sem fólk getur tekið þátt í.
Takmarkið er að fólk horfi á sitt
daglega umhverfi með allt öðrum
augum.“
Rafmögnuð náttúra
Marcos Zotes arkitekt hannaði opnunaratriði Vetrarhátíðar í ár og heitir það Rafmögnuð náttúra.
●LJÓÐASLAMM Í BORG
ARBÓKASAFNINU Ljóða-
slammið svokallaða verður hald-
ið nú í fjórða sinn. Þar flytur fólk
á aldrinum 14 til 20 ára ljóð með
einhvers konar leikrænu ívafi og
er framsetningin oftar en ekki
jafnmikið mál og ljóðið sjálft.
Ljóðaslammið fer fram á sviði
á fyrstu hæð Borgarbókasafns-
ins í Tryggvagötu. Þónokkur
hópur hefur þegar skráð sig
og eiga gestir Vetrarhátíðar
von á skemmtilegri upplifun.
Þátttakendur nálgast slammið
á mismunandi hátt, allt frá því
að lesa upp ljóðin í hljóðnema,
rappa, setja upp leikþætti eða
mæta með heila hljómsveit.
● VITI VIÐ TJÖRNINA
Ragnheiður Harpa Leifsdótt-
ir verður með ljósainnsetningu í
kirkjuturni Fríkirkjunnar fimmtu-
daginn 9. febrúar frá kl. 20.30 til
24. Verkið ber heitið Pharos og
vísar til fyrsta vitans sem byggð-
ur var á tímum Rómaveldis.
Ragnheiður Harpa hefur
heillast af turnum enda finnst
henni þeir ævintýralegir og
dularfullir. „Frá hafinu veita vitar
skipum von í óveðri, en um
leið standa þeir einsamlir og
einangraðir. Í sögubókum bíður
prinsessan eftir prinsinum til að
bjarga þeim.“ Innsetning mun
lýsa í þrjá sólarhringa. Ljósa-
meistari verksins er Jóhann
Bjarni Pálmason.