Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 8. febrúar 2012 15 Nú liggja fyrir tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá íslenska lýðveld- isins sem er grundvallarlöggjöf samfélagsins og er mikil þörf á því að ræða þær á Alþingi og ekki síður meðal þjóðarinnar. Skipun stjórn- lagaráðs var söguleg eins og menn muna, eftir kosningu sem dæmd var ógild af Hæstarétti, en ráðið hefur starfað og skilað af sér ítarlegum tillögum um nýja stjórnarskrá sem fela í sér miklar breytingar frá þeirri sem nú gildir. Ljóst er að áhersla var lögð á það í stjórnlagaráði að ná saman um tillögur, og endanleg niðurstaða er málamiðlun milli mismunandi sjónarmiða sem vissulega voru fyrir hendi innan ráðsins. Stjórn- lagaráðið vann mikla vinnu við þetta verk – ekki síst í ljósi þess að því var ætlaður mjög skamm- ur tími til þess að ná niðurstöðu. Það plagg sem nú liggur fyrir er ekki hafið yfir gagnrýni fremur en önnur mannanna verk. Nú er nauðsyn að tillögurnar fái vandaða og yfirvegaða umfjöllun, þá er mjög áríðandi að líta til lengri tíma og reyna eftir föngum að gera sér ljósa grein fyrir áhrifum þeirra á sam- félagsþróunina til frambúðar. Í umfjölluninni er einnig nauðsynlegt að tryggja að ný stjórnarskrá verði skýr og gefi ekki tilefni til deilna um lög- fræðileg túlkunarefni. Niðurstaðan verði síðan lögð í dóm þjóðarinnar. Nauðsyn ber til að skapa Alþingi svigrúm til þess að vinna þetta verk að sínum hluta og kynna málið með skipulegum hætti í þjóðfélaginu öllu. Framsóknarmenn samþykktu tillögu um stjórnlagaþing á flokksþingi árið 2009. Það var í kjölfar þess að dægurmálin urðu til þess að vinna endurskoðunarnefndar um stjórnarskrána strandaði. Ekki síst í ljósi þess ber að leggja sér- staka áherslu á að láta ekki persónur, stjórn- máladeilur dagsins eða þær hremmingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum síðustu árin yfirskyggja alla sýn til framtíðar. Hins vegar skal hér bent á nokkur grundvallaratriði sem þarfnast úrlausnar og Framsóknarflokkurinn hefur lagt áherslu á: ■ Að eignarhald Íslendinga á auðlindum sínum verði tryggt í stjórnarskrá. ■ Að valdsvið og hlutverk forseta Íslands verði skilgreint með óumdeildum hætti. ■ Að þrígreining ríkisvaldsins verði styrkt. Ráð- herrar sitji ekki á Alþingi með atkvæðisrétti samhliða ráðherradómi og ráðning hæstarétt- ardómara verði aðskilin frá framkvæmdar- valdinu. ■ Að auðlindaákvæði komi inn í stjórnarskrána. ■ Að stjórnarskráin sé grundvöllur mannrétt- inda og lýðræðis. ■ Að um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu gildi skýrar reglur sem festar eru í löggjöf. Skipulag fiskveiða hefur verið heitt deilumál í samfélaginu um árabil. Við framsóknarmenn leggjum áherslu á að auðlindir sjávar eru sam- eign þjóðarinnar og nauðsyn er að fá sátt um veiðiréttinn og gjaldtöku fyrir hann. Auðlinda- ákvæði þarf að mynda grunn fyrir slíka sátt, þótt útfærslan sé í löggjöf. Hér er stiklað á stóru. Stjórnarskráin þarf að vera skýrt plagg um grundvallaratriði sam- félagsskipunarinnar. Hún á ekki að innihalda orðmargar stefnuyfirlýsingar. Nú er nauðsyn að fram fari góð og gagnleg umræða í framhaldi af því starfi sem unnið hefur verið á vettvangi stjórnlagaráðs. Stjórnarskráin þarf að vera skýrt plagg um grundvallar- atriði samfélagsskipunarinnar. Hún á ekki að innihalda orðmargar stefnu- yfirlýsingar. Liðlega 400 íslenskar konur fengu brjóstafyllingar frá franska framleiðandanaum Poly Implant Protèse (hér eftir nefnt PIP púðar) á árunum 2000-2010, langflestar hjá sama lækninum. Frönsku PIP púðarnir fengu CE-vottun og töldust því hæfir til notkunar í lækningaskyni á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Framleiðandinn stundaði kerfis- bundin vörusvik með því að nota við framleiðslu sína iðnaðarsílí- kon í stað læknisfræðilegs sílí- kons. Um árabil komust eftirlits- stofnanir Evrópusambandsins ekki að þessum svikum. Það var því ómögulegt fyrir notendur púðanna, hvort heldur lækna eða heilbrigðisstofnanir, að varast þessi svik. Málið er nú rannsak- að sem sakamál og framleiðandi púðanna situr í varðhaldi. Mikil umræða hefur spunnist undanfarið um PIP brjóstapúða, viðbrögð yfirvalda og ráðlegg- ingar Læknafélags Íslands til hóps félagsmanna vegna máls- ins. Þung orð hafa verið látin falla og í umræðunni hefur borið á misskilningi og rangfærslum. Ástæða er til að vekja athygli á því að iðulega er blandað saman tveimur málum. Annars vegar snýst málið um úrræði stjórn- valda fyrir konur sem fengið hafa PIP brjóstapúða, hins vegar um ósk landlæknis um að halda per- sónugreinanlega skrá yfir allar konur sem farið hafa í brjósta- stækkun á Íslandi frá árinu 2000. Á fyrra málinu er aðkallandi að finna góða lausn sem konurnar geta sætt sig við, hið síðara getur varla talist brýnt. Lýtalæknum barst bréf frá landlækni í byrjun ársins þar sem óskað var eftir skrá með kennitölum allra kvenna sem gengist hafa undir brjósta- stækkunaraðgerðir hjá þeim frá árinu 2000. Hópur kvenna hafði samband við lýtalækna og lagði blátt bann við því að nöfn þeirra kæmu fram á slíkri skrá. Læknar hafa ríka trúnaðar- og þagnar- skyldu gagnvart sjúklingum og setti krafa kvennanna um nafn- leynd þá í verulegan vanda. Þess vegna óskuðu lýtalæknar eftir aðstoð frá Læknafélagi Íslands. Eftir nákvæma skoðun er það niðurstaða Læknafélags Íslands að óvíst sé að landlækni sé heim- ilt að gera persónugreinanlega brjóstastækkunarskrá eins og að er stefnt. Þetta var rætt á fundi Læknafélagsins með land- lækni og var ákveðið að leita til Per sónuverndar sem er endan- legur úrskurðaraðili í málum sem þessum. Mál þetta snýst ekki um að læknar vilji ekki af annar- legum hvötum láta upplýsingar af hendi, heldur snýst það um trúnað lækna gagnvart sjúkling- um og að læknar fari eftir lögum og reglum um persónuvernd sjúklinga. Læknar hafa engan persónulegan ávinning af því að afhenda ekki landlækni þau gögn sem til umræðu hafa verið. Lýta- læknar hafa boðið fram aðstoð sína til þess að greiða úr PIP málinu á sem bestan hátt fyrir konurnar. Það kom skýrt fram á fundi lækna með velferðarnefnd Alþingis fyrir skömmu. Lýtalækn- irinn sem framkvæmdi flestar PIP aðgerðirnar hafði milligöngu um að senda boðsbréf velferðar- ráðuneytisins til þeirra kvenna sem fengið höfðu PIP púða. Margt hefur verið rætt og ritað um brjóstastækkunarmálið, sumt af hófsemi og skynsemi en margt hefur verið á misskilningi byggt eða átt rætur að rekja til hreinn- ar fáfræði. Umræða hefur verið um hugsanlega skaðsemi sílí- konsins í PIP púðunum og var því m.a. haldið fram á tímabili að sílíkonið væri krabbameins- valdandi. Þær fréttir voru síðar dregnar tilbaka. Rannsóknir eru nú í gangi erlendis á hugsanlegri skaðsemi púðanna. Nánari upp- lýsingar um PIP púða má finna á heimasíðu landlæknisembætt- isins (http://www.landlaeknir. is/Pages/1055?NewsID=2335). Það er mikilvægt að halda allri umræðu um þetta mál á skyn- samlegum nótum til að magna ekki áhyggjur kvenna með PIP brjóstafyllingar. Vanda verður alla málsmeðferð og hraða henni um leið eftir föngum. Ein alvarlegasta rangfærslan sem sett hefur verið fram er sú að Læknafélag Íslands tefji fyrir því að konur með PIP púða fái úrlausn sinna mála. Ekkert er fjær sanni. Sú töf sem varð á því að konum með PIP púða væri boðin ómskoðun af brjóstum stafaði af ágreiningi heilbrigðis- yfirvalda og Krabbameinsfélags Íslands um greiðslur fyrir þess- ar skoðanir. Þetta hefur vel- ferðarráðherra staðfest, m.a. í umræðum á Alþingi. Þessi drátt- ur tengist hvorki Læknafélagi Íslands né lýtalæknum. Enda hefur það komið fram að lang- flestar konur með PIP púða fengu sent bréf velferðarráðuneytisins strax og yfirvöld höfðu samið um þessar greiðslur. Það er dapurlegt að PIP málið, sem erfitt var að varast fyrir lækna og eftirlitsaðila, sé notað til árása á lækna og sam- tök þeirra og til að tortryggja alla einkarekna heilbrigðisþjón- ustu hér á landi. Gæði og árang- ur íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna áratugi er meðal þess sem best gerist í Evrópu, eins og getið er um í skýrslu ráð- gjafarfyritækisins Boston Con- sulting Group sem nýlega var unnin fyrir velferðarráðuneytið. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að útgjöld til heilbrigðismála hafi verið hófleg. Ekki má gleyma því að hinn góði árangur sem náðst hefur í íslenskum heilbrigðis- málum undanfarna áratugi hefur orðið til í kerfi sem er blanda af opinberum rekstri og einkarek- inni starfsemi. Er einhver ástæða til að breyta því? PIP brjóstapúðamálið – um staðreyndir og villandi málflutning Endurskoðun stjórnarskrárinnar Ný stjórnarskrá Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknarflokksins Heilbrigðismál Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Íslands AF NETINU Ekki þó ég hefði reynt Ég er nú – eins og ég þreytist seint á að taka fram – ekki mjög reikningsglöggur maður, og bókhald leikur ekki í höndunum á mér. En ég get þó fullyrt að ef einhver hefði haft vit á því að skipa mig yfir lífeyrissjóðina, þá hefði mér ekki tekist að tapa 479 milljörðum á tveimur árum. Ekki einu sinni þó ég hefði reynt. Það er þó huggun harmi gegn, er það ekki, að þeir sem töpuðu öllum þessum peningum hafa vafalítið tapað minna af sínum lífeyri en við aumur pöpullinn. http://blog.eyjan.is/illugi Illugi Jökulsson Hvað er samfélagsábyrgð fyrirtækja? Morgunverðarfundur Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. febrúar kl. 8.30–10.00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (þingsal 3). Dagskrá: 8. 1 5 – 8.30 Skráning og morgunverðarhlaðborð. 8.30 – 9.00 Samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hræsni eða heilindi? Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. 9.00 – 9.1 5 Síminn og samfélagsábyrgð. Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu. 9.1 5 – 9.30 Samfélagsábyrgð Landsvirkjunar og áskoranir við innleiðingu. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. 9.30 – 9.45 Siðræn neysla – hin hliðin á sama peningi. Brynhildur Pétursdóttir, ritstjóri Neytendablaðsins. 9.45 – 10.00 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara. Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, stýrir fundi. Þátttökugjald er 2.500 kr. og er morgunverður innifalinn. Aðildarfélagar og háskólanemar greiða 1.500 kr. Skráning er á festa@ru.is. SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA FESTA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.