Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 50
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
HERMANN HREIÐARSSON mun ekki spila neitt með sínu nýja liði, Coventry, næstu vikurnar
þar sem hann þarf að fara í aðgerð vegna axlarmeiðsla. Þetta kom fram í viðtali við Hermann á Rás 2.
Hermann var búinn að spila tvo leiki með Coventry áður en hann meiddist.
Mér stóð til boða
að vera áfram hjá
Emsdetten en fjölskyldan
ákvað að flytja heim. Það er
því ekki á stefnuskránni að
flytja aftur út.
PATREKUR JÓHANNESSON
LANDSLIÐSÞJÁLFARI AUSTURRÍKIS
HANDBOLTI Patrekur Jóhannesson
tók í haust við starfi landsliðsþjálf-
ara Austurríkis og kom liðinu yfir
sína fyrstu hindrun á leið á HM í
handbolta sem fer fram á Spáni á
næsta ári. Hann segir starfið gott
og metnaðinn mikinn hjá austur-
ríska landsliðinu.
Patrekur er ekki fyrsti Íslend-
ingurinn sem sinnir þessu starfi
en Dagur Sigurðsson gerði það
með góðum árangri frá 2008 til
2010. Hann náði níunda sæti á EM
þar í landi árið 2010 og kom svo
liðinu á HM í Svíþjóð áður en hann
lét af störfum.
Patrekur tók við af Svíanum
Magnus Andersson sem átti ekki
jafn góðu gengi að fagna. En for-
ráðamenn austurríska landsliðs-
ins ætla sér að festa liðið í sessi
á alþjóðlegum vettvangi. Austur-
ríki fór nokkuð létt í gegnum riðil
sinn í forkeppninni í síðasta mán-
uði og spilaði þar gegn Ísrael og
Bretlandi.
Unnið sjö af níu leikjum
„Fyrsta markmiðið var að kom-
ast í gegnum þennan riðil og gerð-
um við það nokkuð sannfærandi,“
segir Patrekur. „Erfiðasti leikur-
inn var útileikurinn í Ísrael en við
unnum þann leik með níu mörkum.
Ég er því mjög sáttur við þessa
byrjun. Alls höfum við spilað níu
leiki og þar af unnið sjö.“
Patrekur hefur verið óhrædd-
ur við að tefla fram ungum og
óreyndum leikmönnum og stefnir
að því að byggja upp sterkt lið til
frambúðar. „Ég hef verið að gefa
ungum leikmönnum stærra hlut-
verk og er það nauðsynlegt. Það
hafa nokkrir lykilmenn gengið
úr skaftinu á síðustu árum og því
hefur þurft að endurnýja liðið að
stóru leyti. Það hefur gengið mjög
vel og við erum ánægðir með
þeirra framgöngu,“ segir hann.
„Ég er líka með eldri leikmenn
sem þekkja þetta allt og þetta er
því ágæt blanda.“
Sinnir starfinu frá Íslandi
Patrekur þekkir vel til í Þýska-
landi þar sem hann spilaði lengi
og fyrir skömmu þjálfaði hann lið
Emsdetten í B-deildinni. Hann var
þó fluttur til Íslands þegar hann
tók við starfinu og er enn búsettur
hér á landi.
„Ég þekkti ekki mikið til austur-
rísku deildarinnar og var nokkuð
duglegur að fara út fyrstu mán-
uðina. Ég hef svo góðan aðgang
að leikjum í gegnum
netið og verið nokk-
ur upplýstur um
gang mála í deild-
inni,“ segir Patrekur.
Handboltaíþróttin hefur
tekið nokkurn kipp eftir
að Evrópumeistaramót-
ið var haldið þar í landi og
segir Patrekur það augljóst að
það sé uppgangur þar um þessar
mundir. „Það er mjög vel haldið
utan um landsliðið og umgjörð-
in um liðið afar fagmannleg. Ég
er með mjög öflugt starfsteymi í
kringum liðið sem sér um að leik-
menn séu vel þjálfaðir.“
Patrekur starfaði áður sem
íþróttafulltrúi Garðabæjar en
fékk ekki leyfi til að sinna þjálf-
arastarfinu samhliða því. Hann
ákvað því að hætta og leitar sér
nú að starfi sem hann getur sinnt
með. Hann segist þó ekki vera að
sækjast eftir því að komast í þjálf-
un hjá félagsliði í Evrópu.
„Mér stóð til boða að vera áfram
hjá Emsdetten en við í fjölskyld-
unni ákváðum að flytja heim. Það
er því ekki á stefnuskránni að
flytja aftur út í bráð. Það berast
svo sem fyrirspurnir reglulega
frá öðrum liðum en ég er mjög
ánægður þar sem ég er og spenn-
andi tímar fram undan í Austur-
ríki.“ eirikur@frettabladid.is
Spennandi verkefni í Austurríki
Patrekur Jóhannesson er einn fjölda íslenskra handboltaþjálfara sem eru að gera það gott í evrópska bolt-
anum. Patrekur er landsliðsþjálfari karlaliðs Austurríkis sem ætlar að festa sig í sessi á næstu misserum.
PATREKUR Þjálfaði Stjörnuna hér á landi áður en hann hélt utan til Þýskalands. Hann er nú kominn aftur heim en þjálfar nú
austurríska landsliðið. NORDIC PHOTOS/GETTY
Austurríki dróst gegn Makedóníu í umspilinu fyrir HM
á Spáni en leikirnir fara fram í byrjun júní. „Þetta verða
auðvitað erfiðir leikir en það skipti í raun engu hvaða
lið við hefðum fengið – þau voru öll sterk sem stóðu
okkur til boða,“ sagði Patrekur Jóhannesson.
Makedónía sló í gegn á EM í Serbíu og endaði
í fimmta sæti. Stórskyttan Kiril Lazarov varð
markahæsti leikmaður mótsins og bætti um leið
markamet Ólafs Stefánssonar frá EM 2002.
„En við stefnum auðvitað á að fara áfram
eins og öll lið. Annars væru þau ekki að
standa í þessari baráttu. Þetta er bara
verkefni sem við fáum að takast
á við og ég er ánægður með
það,“ bætir Patrekur við.
Erfitt verkefni gegn Makedóníu
FÓTBOLTI Um fátt annað var rætt
í gær en hvort Luis Suarez, leik-
maður Liverpool, hefði sparkað
viljandi í magann á Scott Parker,
leikmanni Tottenham, í leik lið-
anna á mánudag.
Suarez var að snúa aftur úr
níu leikja leikbanni og var aðeins
búinn að vera inni á vellinum í
fimm mínútur þegar hann þrum-
aði í magann á Parker sem lá óvíg-
ur eftir. Sitt sýndist hverjum um
atvikið.
„Ef dómarinn sá sparkið frá
Suarez og gefur honum spjald
fyrir, þá hefði það átt að vera
rautt,“ skrifaði Rooney á Twitter-
síðu sína og Gary Neville, sérfræð-
ingur Sky Sports, var einnig á því
að Suarez hefði átti að fá rauða
spjaldið en dómarinn lét gult duga.
Kenny Dalglish, stjóri Liver-
pool, hélt þó uppi vörnum fyrir
sinn mann og sagði hann ekki hafa
séð Parker. Stjórinn lét síðan hafa
eftir sér að það hefði aldrei átt að
dæma Suarez í bann fyrir kyn-
þáttafordóma í garð Patrice Evra,
leikmanns Man. Utd.
Liverpool mætir Man. Utd um
næstu helgi og má búast við því að
þá verði heitt í kolunum.
- hbg
Mörgum þótti Luis Suarez, leikmaður Liverpool, sleppa vel með gult spjald:
Sparkaði Suarez viljandi í Parker?
SÁRT Suarez stumrar hér yfir Parker sem liggur sárþjáður eftir að hafa fengið fast
spark í magann frá Suarez. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Samkvæmt heimildum
fréttavefs BBC ætlar John Terry
að halda áfram að gefa kost á sér
í enska landsliðið þó svo að hann
verði ekki áfram fyrirliði.
Á föstudaginn ákvað stjórn
enska knattspyrnusambandsins
að Terry gæti ekki gegnt hlut-
verki fyrirliða á meðan réttar-
höld um meint kynþáttaníð hans
gagnvart Anton Ferdinand eru í
gangi.
Það þýðir að Terry verður ekki
fyrirliði Englands á EM í sumar
þar sem réttarhöldunum hefur
verið frestað þar til í júlí.
Fabio Capello landsliðsþjálf-
ari er ekki ánægður með ákvörð-
un stjórnarinnar og styður sinn
mann. - esá
John Terry:
Ekki hættur
í landsliðinu
JOHN TERRY Einn umdeildasti knatt-
spyrnumaður Englands.
NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Patrice Evra segir það
merkilegt hversu vel Manchester
United hefur tekist að glíma við
þau meiðslavandræði sem hafa
verið að hrjá liðið á tímabilinu.
Sérstaklega hafa varnarmenn
United verið duglegir við lenda í
hinum ýmsu vandræðum. Þar ber
hæst fyrirliðann Nemanja Vidic
sem verður frá allt tímabilið eftir
að hafa slitið krossband í desemb-
er.
Þar að auki hafa þeir Rio Ferd-
inand, Phil Jones, Chris Small-
ing og Rafael skipst á að vera á
meiðslalista liðsins hverju sinni
þannig að Alex Ferguson, stjóri
liðsins, hefur varla getað stillt upp
sömu varnarlínunni tvo leiki í röð.
„Það er ótrúlegt hversu margir
leikmenn hafa verið meiddir hjá
okkur,“ sagði Evra sem hefur
verið fyrirliði í fjarveru Vidic.
- esá
Patrice Evra um meiðslin:
Erum ótrúlega
óheppnir
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR
ENSKI BOLTINN
STÆRRI EN ALLT