Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 30
8. FEBRÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR6 ● vetrarhátíð
ÁRBÆJARLAUG, FYLKIS
VEGI 9.
20:00-21:00
Rokk og rólegheit í sundi.
Nemendur Tónlistarskóla Árbæj-
ar leika á hljóðfæri undir hand-
leiðslu Hafdísar Bjarnadóttur.
Fljótum með tónum Bachs og
mönnum okkur fimmhundruð
metrana með Metallica.
20:00-24:00
Ljósmyndasýning Pozytywni.
Hið Pólska ljósmyndafélag á Ís-
landi Pozytywni, sýnir verk sín
í Laugardalslaug og Árbæjar-
laug. Í verkinu birtist sýn þessa
á hóps á Ísland.
21:00-21:15
Seiðandi VatnsÆvintýri frá
DanceCenter RVK.
Fimleikar, lyftur, JazzFunk,
Street, Hip Hop og Modern í
anda gamalla sundlaugardansa
þar sem munstur verða gerð í
vatninu með tilheyrandi lyftum.
21:30-22:30
White signal.
Drífðu þig í dansgallann…
úps, sundskýluna, og komdu á
sundlaugarball. White Signal er
skipuð 14 til 16 ára tónlistarfólki
sem vann Jólalagakeppni Rásar
2, 2011.
23:00-24:00
DJ Proxy Figura.
Hinn fimmtán ára gamli DJ spil-
ar Progressive, House og Electro
fyrir sundlaugagesti, eins og
honum einum er lagið.
SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR,
BARÓNSSTÍG 45A.
20:00-24:00
Flæði
Sífelld hreyfing, form, hljóm-
ur og litaspil Lagarfljóts á mis-
munandi vegu. Ólöf Björk
Bragadóttir myndlistarmað-
ur vann verkið í samstarfi við
Sigurð Ingólfsson ljóðskáld.
20:00-24:00
Ljósmyndadagar - Synt í
gegnum tíðina.
Kafað í safnkost Ljósmynda-
safns Reykjavíkur í Sundhöll
Reykjavíkur. Sýndar verða ljós-
myndir af sundmenningu
þjóðarinnar fyrr og nú.
20:00-24:00
Sundboltar.
Komdu og leiktu þér með
sundbolta úr grjóti og timbri.
20:00-21:00
Listamannaspjall í heita
pottinum.
Hér verður rætt um aðra
möguleika í gerð sundbolta
en úr plasti og veittar leið-
beiningar um notkun og
meðferð þeirra.
21:00-23:00
Í undirdjúpunum.
Kafað í heim raftónlistar þar
sem Úlfur Eldjárn, Bára Gísla-
dóttir og Björn Pálmi Pálmason
nemendur tónsmíðadeildar
Listaháskóla Íslands flytja svítu
undir yfirborði vatnsins.
LAUGARDALSLAUG, SUND
LAUGAVEGI 30.
20:00-21:00
Mögnuð danssýning frá
Danslistaskóla JSB.
Hópur útskriftarnema sýna
dansverkin Verslunarferð eftir
Þórunni Ylfu, Hugarmein eftir
Unu Björg og Spagettí Vestra
eftir Katrínu Ingvadóttur.
20:00-21:30
KR Super Challenge.
Tryllt tónlist, sund og stórbrot-
inn ljósagangur! 8 hröðustu
sundmennirnir í hverjum ald-
ursflokki keppa með útsláttar-
fyrirkomulagi í 50 m flugsundi.
Allir fá happdrættismiða.
20:00-24:00
Ljósmyndasýning Pozy-
tywni.
Hið Pólska ljósmyndafélag á
Íslandi Pozytywni, sýnir verk
sín í Laugardalslaug og Ár-
bæjarlaug. Í verkinu birtist sýn
þessa á hóps á Ísland.
21:30-22:30
DJ Proxy Figura.
Hinn fimmtán ára gamli DJ
spilar Progressive, House og
Electro fyrir sundlaugagesti,
eins og honum einum er lagið.
22:30-22:45
Seiðandi VatnsÆvintýri frá
DanceCenter RVK.
Fimleikar, lyftur, JazzFunk,
Street, Hip Hop og Modern í
anda gamalla sundlaugardansa
þar sem munstur verða gerð í
vatninu með tilheyrandi liftum.
23:00-24:00
White signal.
Drífðu þig í dansgallann…
úps, sundskýluna, og komdu
á sundlaugarball. White Signal
er skipuð 14 til 16 ára tón-
listarfólki sem vann Jólalag-
keppni Rásar 2, 2011.
YLSTRÖND, NAUTHÓLSVÍK.
20:00-24:00
Huggulegheit á Ylströnd.
Notalegheit í heitapottinum.
Kyndlar lýsa upp ströndina,
vonandi með hjálp stjarna og
norðurljósa, verði veðurguð-
irnir í góðu skapi.
Sundlauganótt laugardaginn 11. febrúar frá 20 til 24
MENNINGARMIÐSTÖÐIN
GERÐUBERG OG FRÍSTUNDA
MIÐSTÖÐIN MIÐBERG
Laugardaginn 11.
febrúar kl. 13 - 17
LISTASMIÐJUR:
Töfrahljóðfæri álfanna
Í álfheimum hafa hljóðfærin
töframátt. Komdu og gerðu þín
eigin álfahljóðfæri. Smiðjustjóri:
Pamela De Sensi
Draumur í dós
Allir eiga sér drauma, en viss-
ir þú að hægt er að geyma
þá í dós? Útbúðu þína eigin
draumadós. Smiðjustjóri: Þórdís
Halla Sigmarsdóttir
Leikbrúðusmiðja álfanna
Snædrottningin hefur hneppt
skóginn í álög. Hjálpaðu
myrkraálfum að leysa vini sína
úr álögum og búðu til þína
eigin skuggabrúðu. Smiðju-
stjóri: Guðrún Vera Hjartar-
dóttir
Hrollvekjuhúsið
Þorir þú að koma og banka
upp á í hrollvekjuhúsinu og
láta ærsladrauga og aðrar
myrkraverur hræða úr þér líf-
tóruna? Smiðjustjóri: Jón Víðir
Jakobsson
Snædrottningar og kóngar
Ævintýralega fögur klæði
snædrottningarinnar og snæ-
kóngsins glitra í myrkrinu.
Gerðu þinn eigin búning í
búningasmiðju hjónanna.
Smiðjustjóri: Kristín Þóra Guð-
bjartsdóttir.
Seiðandi flamenco Minervu
Slepptu fram af þér beisl-
inu í spuna! Töfrar flamenco-
dansins og kraftur afrísku
trommunnar breytast í galdur.
Smiðjustjóri: Minerva Iglesias
Glitrandi kóngulóarspuni
Kóngulóarvefurinn er lista-
verk og náttúruundur. Þorir
þú að vera kónguló og spinna
þinn eigin vef úr endurskins-
þræði og perlum í rökkrinu?
Smiðjustjóri: Bjargey Ingólfs-
dóttir
Draugaveiðar
Tími drauganna er runn-
inn upp! Með töfrabrögð og
myndavél að vopni föngum við
draugana á ljósmynd. Smiðju-
stjóri: Verena Faisst
Meistari hugans
Vissir þú að hægt er að stjórna
tölvuleik með hugarorkunni
einni saman? Notum einbeit-
ingu hugans til að beygja skeið-
ar. Smiðjustjóri: Deepa Lyengar
Óskaloftbelgir
Óskabelgir flytja óskir, von og
gæfu til himins á ljósahátíðum
um víða veröld. Sendu þínar
heitustu óskir óskaloftbelgn-
um þínum. Smiðjustjóri: Björn
Finnsson
Stjörnuregn
Stjörnur sér maður best í
mögnuðu myrkri. Sjái maður
stjörnuhrap er hægt að óska
sér. Búum til okkar eigin óska-
stjörnu. Smiðjustjóri: Guð-
munda Óskarsdóttir
Klakastyttur
Í klakanum búa töfrar, séu
þeir leystir úr klakaböndum
verða til kristaltær listaverk.
Íslandsmeistari í klakaskurði
sker út ísdrottningu á torginu.
Smiðjustjóri: Ottó Magnússon
Möndlusnakk Dimmuborga
Árar rista möndlur yfir potti,
ofurfæðu hinna hugrökku.
Ilmurinn er lokkandi og árarn-
ir berja frá sér alla sem seilast
í góðgætið. Þorir þú? Smiðju-
stjóri: Ævar Örn Magnússon
Frostrósir og snjókristallar
Frost er á Fróni og þú getur
prófað að mála vetrarmyndir
á svell. Þegar pappír er lagður
á klakann þrykkist spennandi
mynd á blað. Smiðjustjóri: Óli
Róbert Hediddeche
LOKAHÁTÍÐ KL. 1617
Hátíð íss og myrkurs!
Heimsdegi barna lýkur á torg-
inu. Stelpurnar í listasmiðj-
unni Litrófi frumflytja hljóðverk-
ið Magnað myrkur. Snædrottn-
ingar og kóngar viðra klæði sín,
leikið verður á nýgerð álfahljóð-
fær og dansspor verða stigin.
Heimsdagur barna
VIÐEYJARSTOFA, VIÐEY.
21:00-22:30
For a Minor Reflection.
Eigðu notalega stund með
vinum og vandamönnum á
tónleikum með hljómsveitinni
For a Minor Reflection. Gestir
greiða tollgjald í ferju.
GLJÚFRASTEINN,
MOSFELLSDAL.
21:00-22:00
Stofutónleikar.
Hafdís Huld og gítarleikarinn Al-
isdair Wright frumflytja nýtt efni.
LEIKMINJASAFN ÍSLANDS Í
IÐNÓ, VONARSTRÆTI 3.
20:00 & 22:00
Leiftur úr leiklistarsögunni.
Gísli Rúnar Jónsson rifjar upp
með sínum hætti brosleg
atvik og litríka einstaklinga í
Iðnó fyrri ára.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ,
HVERFISGÖTU 15.
20:00-20:30
Vestfirskar myrkraverur –
upplestur.
Eins og önnur börn fyrr á
öldum ólst Jón Sigurðsson upp
við krassandi sögur af draugum
og drýslum. Sigurður Skúlason
leikari les upp frásagnir af vest-
firskum myrkraverum í þjóð-
sögum Jóns Árnasonar.
19:30-22:30
Skrímslasögur.
Leiðsagnarhandrit í boði fyrir
fjölskyldur um sýninguna
Handritin – saga handrita og
hlutverk um aldir, með sögum
af skrímslunum Fáfni og Mið-
garðsormi.
20:00-22:00
Vatnslistasmiðja: Vofur og
vættir.
Allir spreyta sig á að mála óg-
urlega ófreskju undir leiðsögn
Þóreyjar Mjallhvítar. Verðlaun
veitt fyrir ferlegustu forynjuna!
22:00-22:30
Myrkir músíkdagar – eftirmáli.
Tónleikar undir merkjum tón-
listarhátíðarinnar Myrkir mús-
íkdagar. Anna Jónsdóttir sópr-
ansöngkona, Sophie Schoonj-
ans hörpuleikari og Örnólfur
Kristjánsson sellóleikari.
21:00-21:30
Leiðsögn um sýninguna
Þúsund ár.
Halldór Björn Runólfsson verð-
ur með leiðsögn um sýn-
inguna sem sýnir úrval verka
eftir íslenska listamenn frá
lokum 19. aldar. Börn fá leið-
angur á blaði með náttúru-
þráðum sem rekja má um sýn-
inguna.
19:00-24:00
Spóinn.
Sýning á munnmáluðum
myndum eftir Eddu Heiðrúnu
Backman þar sem spóinn er
í aðalhlutverki. Fuglarnir eru
táknmynd frelsis og sjálfstæðis.
19:00-24:00
Þjóðin og náttúran.
Náttúrulífsmynd eftir Pál Stein-
grímsson. Sögupersónur mynd-
arinnar eru auk mannsins, íslenski
hundurinn, hesturinn, lundinn,
æðarfuglinn, gæsin og selurinn.
BORGARSKJALASAFN
REYKJAVÍKUR, TRYGGVA
GÖTU 15, 3.HÆÐ.
19:00-20:00
Miðbær Reykjavíkur – Alda-
spegill íslenskrar samtíðar.
Í kvikmyndinni er saga Reykja-
víkur rakin síðustu 100 árin og
sýnt hvernig miðbærinn hefur
verið vettvangur allra helstu
umbreytinga.
19:30 & 20:30
Fléttur, hnútar og pulsur.
Hársnyrtistofan Salahár leið-
beinir gestum með hvernig
flétta skuli hár á ýmsa skemmti-
lega vegu og kl. 20:30 má læra
að gera hnúta og pulsur í hár.
Síðhært fólk á öllum aldri sér-
staklega boðið velkomið.
20:00-21:00
Stuttmyndin Listaverk.
Myndin sýnir okkur listmálara
að mála mynd við Miklubraut.
Höfundur myndarinnar og
leikari er Kristberg Óskarsson.
21:30-22:00
Draugasögur í rökkrinu.
Árni Tryggvason, leikari og
fyrrverandi starfsmaður Borg-
arskjalasafns les upp nokkrar
draugasögur.
22:00-23:00
Tónlistaratriði.
Snorri Helgason og Hypno
leika fyrir gesti.
NORRÆNA HÚSIÐ, STURLU
GÖTU 1.
19:00-24:00
2 mínútur.
Regin Weihe Dalsgaard sýnir
myndir af grindhvaladrápi í
Færeyjum. Þema sýningarinn-
ar eru viðbrögð áhorfenda við
grindhvaladrápunum.
19:00-24:00
Veggir.
Samsýning sem tengir saman
tvær kynslóðir götulista-
manna. Listamennirnir færa
listsköpun sína inn í hefð-
bundið sýningarrými.
NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA
KÓPAVOGS, HAMRABORG 4.
19:00-24:00
Úr myrkum hafdjúpum
Kjaftagelgjur til sýnis við
skuggalegar aðstæður og
myndum brugðið á vegg úr
myrkum hafdjúpum.
Kyndlar munu lýsa upp Ylströndina í Nauthólsvík á Sundlauganótt.