Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 18
8. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Nurmann Jónsson síðast til heimilis að Austurbrún 6, lést á Landakoti 1. febrúar sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. febrúar kl. 13.00. Ellen Birgisdóttir Linda Björk Birgisdóttir Íris Ösp Birgisdóttir Kristján Rafnsson Axel Jón Fjeldsteð Birgisson Sólveig Anna Eyjólfsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, Skúli Einarsson lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni sunnudagsins 5. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 13. febrúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- deild LSH Kópavogi. Ingifríður R. Skúladóttir Guðmundur Örn Guðbjartsson Árni Einar Skúlason Ann-Sofie Bertholdsson Einar Jón Skúlason Hansen Ann Hansen Tómas Freyr Skúlason og barnabörn. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR „Það hafa ekki verið neinir aular sem komu Samtökum um kvennaathvarf á koppinn því stofnfundur var haldinn í byrjun júní 1982 og athvarfið var opnað í byrjun desember. Á þessu hálfa ári eign- uðust samtökin hús, komu því í stand og fengu fólk til að standa vaktina. Fyrsta konan flutti inn á opnunardaginn,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins, sem er þrjátíu ára á þessu ári. Allar götur síðan hefur það veitt konum og börn- um þeirra skjól þegar dvöl á heimil- um þeirra hefur verið óbærileg vegna ofbeldis. Á sjöunda þúsund gesta hafa dvalið í athvarfinu til lengri eða skemmri tíma og að auki hefur mikill fjöldi kvenna þegið ráðgjöf og stuðnings- viðtöl, tekið þátt í sjálfshjálparhópum og leitað stuðnings og upplýsinga í neyðar- síma athvarfsins. Spurð hvort hugmyndin um kvenna- athvarf hafi mætt andstöðu í sam- félaginu svarar Sigþrúður: „Ekki beint. Það voru ekki allir jafn vissir um að konur mundu nota sér þessa þjónustu en ég held að enginn hafi beitt sér gegn henni. Einhverjir karlar mættu á stofn- fundinn en eftir því sem ég kemst næst hvíldi málið á kvennahreyfingunni og konum með reynslu og þekkingu úr starfi sem höfðu séð afleiðingar ofbeld- is. Greinilega algerum kjarnakonum. Ég er akkúrat á leiðinni á fund með einni þeirra og ef ég er að segja þér einhverja vitleysu skal ég hringja í þig og leiðrétta hana!“ Fjögur svefnherbergi eru í húsinu sem Kvennaathvarfið er í núna, einnig stofa og fundarherbergi sem oft þarf að breyta í svefnherbergi. „Athvarfið er aldrei fullt, samkvæmt skilgreiningu, en er samt stundum fullt. Á talsvert löngu tímabili í haust voru 19-21 manneskja í húsinu. Þá var mjög þröngt.“ Sigþrúður leggur áherslu á að um neyðarathvarf sé að ræða. „Konur hafa dvalið hér allt frá einum degi upp í hálft ár. Það síðarnefnda er undantekning- artilfelli. Heimatilbúin þumalfingurs- regla segir að engin ætti að dvelja hér lengur en fjórar vikur. Þá viljum við að einhver sé búinn að grípa inn í. Spurð hvað taki við þegar athvarfinu sleppir segir Sigþrúður sumar konur snúa aftur heim, aðrar fari til foreldra eða vina og eigi þar tímabundið úrræði en flestar fái nýtt húsnæði sem þær hafi kannski fengið aðstoð hjá Félagsþjónustunni til að verða sér úti um. „Draumur okkar er sá að komast í stærra húsnæði á afmælisárinu því þetta er alltof lítið,“ tekur Sigþrúður fram en sér hún eitthvað hilla undir það? „Nei, eiginlega ekki en við eigum þetta hús sem er yndislegt og vissulega dýr- mæt eign, það er bara ekki nógu stórt. Við ætlum í fjársöfnun með vorinu, það er eitt þeirra verkefna sem unnið verð- ur að á afmælisárinu. Planið er sem sagt að halda málefnum athvarfsins á lofti og eignast peninga en ekki síður að efna til funda um ofbeldi í nánum sam- böndum, eðli þess, birtingarmyndir og afleiðingar.“ gun@frettabladid.is SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR: STÝRIR KVENNAATHVARFI Á 30 ÁRA AFMÆLI Draumurinn er að komast í stærra húsnæði á afmælisári FRAMKVÆMDASTÝRA KVENNAATHVARFSINS „Heimatilbúin þumalfingursregla er að engin ætti að dvelja hér lengur en fjórar vikur,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Nasdaq kauphöllin tók til starfa þennan dag árið 1971. Hún er önnur af tveimur af helstu kauphöllum Bandaríkjanna.( Hin er New York Stock Exchange NYSE). Nasdaq, er skammstöfun fyrir National Association of Securities Dealers Automatic Quotation og þar fara fleiri viðskipti fram en í nokkrum öðrum kauphöllum í Bandaríkjunum en kaup- hallir eru, sem kunnugt er, vettvangur þar sem kaupendur og seljendur verð- bréfa eiga viðskipti. Lengst af komu kaupendur og selj- endur hlutabréfa, ásamt milliliðum, saman á einum stað og áttu viðskipti upp á gamla mátann, augliti til auglitis en nú er yfirleitt skipst á tilboðum með rafrænum hætti. Nasdaq varð fyrsta kauphöllin til að taka upp rafræn viðskipti. ÞETTA GERÐIST: 8. FEBRÚAR 1971 Nasdaq-kauphöllin opnuð HALLDÓR KILJAN LAXNESS, nóbelsskáld lést þennan dag árið 1998 „Eh, það er nú svo margt sem getur verið líkt mér.“ (svar við spurningu Svavars Gestssonar menntamálaráðherra um hvort skáldinu þætti styttan lík honum.) 1925 Læknir í Salem í Massachusettes í Bandaríkjunum lýsir því yfir að þrjár táningsstúlkur séu andsetnar af djöflinum og markaði þannig upphaf galdaofsókna í þorpinu. 1924 Nevada verður fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka mann af lífi með gasi. 1925 Tveir togarar farast á Halamiðum, Leifur heppni og Robertson, og með þeim 68 menn. Einnig ferst vélbátur með sex mönnum og fimm manns verða úti. 1935 Enskur togari strandar við Svalvogahamra á milli Dýra- fjarðar og Arnarfjarðar og 14 manna áhöfn hans ferst. 1974 Concorde-þota lendir í Keflavík. 1980 Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen tekur við völdum. 1980 Kvikmyndin Veiðiferðin er frumsýnd í Reykjavík og á Akureyri. Leikstjóri er Arndrés Indriðason. 1984 Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Sarajevó. 1989 Boeing 707 þota ferst á Asóreyjum. 144 farast. 2002 Opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna er haldin í Salt Lake City. 2005 Ísrael og Palestína samþykkja vopnahlé. Merkisatburðir AFMÆLI JÓNATAN GARÐARSSON fjölmiðlamað- ur er fimmtíu og sjö ára. ARNBJÖRG HLÍF VALS- DÓTTIR leikkona er þrjátíu og sex ára. JÓHANN HJARTARSON skákmeistari er fjörutíu og níu ára. SVALA BJÖRG- VINSDÓTTIR söngkona er þrjátíu og fimm ára. NICK NOLTE leikari er sjötíu og eins árs. ÁSLAUG DÓRA EYJÓLFSDÓTTIR menn- ingarmálasér- fræðingur er fjörutíu og sjö ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.