Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 5vetrarhátíð ● BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR, TRYGGVA GÖTU 15. 19:00-24:00 Sýning á verkum Bjargar Eiríksdóttur í Artóteki. Brot úr sýningum Bjargar þar sem hún eltir innsæið. Á sýn- ingunni verða málverk, vídeó, textíll og svífandi skúlptúr. 20:30-21:00 Ljóðaslamm. Ljóðagjörningur ætlaður ungu fólki. Áherslan er lögð á flutn- ing ljóðsins t.d. með ör-leik- þætti, rappi, dansverki, söng eða uppistandi. 21:30-22:00 Kammerpönk og myrkar myndir. Hljómsveitin Malneirophrenia leikur kammerpönk á píanó, selló og bassa. Sveitin leikur undir gamalli þögulli kvikmynd. BÓKASAFN GARÐABÆJAR, GARÐATORGI 7. 20:00-20:30 Tónlistarflutningur. Anna María Björnsdóttir jazz- söngkona flytur eigin lög. Þjóðleg og jözzuð stemning. 20:45-21:15 Draugar, galdramenn og dulúðlegir staðir í Garðabæ. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur flytur áhuga- verðan fyrirlestur. 21:45-22.10 Draugasögulestur í Króki á Garðaholti. Leiklistarnemendur í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar leik- lesa draugasögu. Bærinn Krók- ur opinn og boðið upp á kaffi. Rútuferð frá Bókasafni Garða- bæjar kl. 21.30. HITT HÚSIÐ, PÓSTHÚS STRÆTI 35. 19:00-24:00 Ljósberar og draugagangur Í Tukthúsinu. ÞORIR ÞÚ varpar ljósi á aðbún- að fanga sem vistaðir voru í Tukthúsinu. Hljóð og ljós virkj- ar skilningarvit sýningargesta og færir þeim söguna á áþreif- anlegan hátt. 19:00-24:00 Raf-tónleikar. Í Upplýsingarmiðstöð Hins hússins verða tónleikar þar sem raftónlistarmenn í No Class, Mindfucker og Moogle galdra fram görótta tóna. 19:00-24:00 Óreglustikur í Gallerí Tukt. Sýning Arnljóts Sigurðssonar þar sem hann tekst á við mæl- ingu heimsins og afstæði sitt gagnvart umheiminum. GRAFÍKSAFN ÍSLANDS, TRYGGVAGÖTU 17, HAFN ARMEGIN. 19:00-24:00 Sýning. Sýning á verkum Jóhönnu Bogadóttur og Öldu Rose Cartwright en þær eru lista- menn Grafíkvina 2012. 19:00-24:00 Verkstæði: Magnað Myrkur. Myrkraverk – gestir vinna saman að innsetningu á sjálf- lýsandi silkiþrykkjum. Þar koma fyrir kynjaverur, galdra- rúnir og skrýtin hljóð. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, LAUGARNES TANGA 70. 19:00-24:00 Áfangar. Listasafn Sigurjóns opnar sýn- ingu með lykilverkum Sigur- jóns sem spanna 50 ára tíma- bil. Verkin marka upphaf að nýjum viðhorfum og straum- um í list Sigurjóns. 20:00-21:00 & 22:00- 23:00 Leiðsögn. Leiðsögn um sýninguna Áfangar, nokkur lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. LJÓSMYNDASAFN REYKJA VÍKUR, TRYGGVAGÖTU 15, 6.HÆÐ. 19:00-24:00 Myrkurhús (Camera Obscura). Komdu og fáðu innsýn inn í upphaf ljósmyndunar í orðsins fyllstu merkingu! 19:00-24:00 Hver er maðurinn? Hjálpaðu okkur að þekkja fólk- ið. Þekkirðu manneskjuna á myndinni? 21:00-22:00 Leiðsögn um sýninguna Bergmál. Leiðsögn Sigrúnar Sigurðar- dóttur menningarfræðings um sýninguna Bergmál / Echo eftir Charlottu Maríu Hauks- dóttur og Sonju Thomsen. MOLINN UNGMENNAHÚS, HÁBRAUT 2. 19:00-24:00 Götulistasýning og lifandi tónlist. Sölusýning á verkum ungra listamanna sem tóku þátt í götulistasmiðju Molans. Fjöl- breytt verk, stensl og spray. Tríóið Friends4ever og aðrir tónlistarmenn halda uppi dúndrandi stemningu. NÝLISTASAFNIÐ, SKÚLA GÖTU 28. 19:00-24:00 Teikn í Nýlistasafninu. Sýningin Teikn þar sem Myri- am Bat-Yosef og Jóhanna Krist- björg Sigurðardóttir umbreyta teiknum úr lífi sínu í sterkt og yfirskilvitlegt myndmál. SÍM HÚSIÐ, HAFNARSTRÆTI 16 19:00-24:00 Innsetning í SÍM húsinu. Erlendir myndlistamenn dvelja í gestavinnustofum SÍM og skapa listaverk beint inn í rými þeirra í Hafnarstrætinu út frá þemanu Magnað myrkur. Listamennirnir ræða við gesti. VÍKIN  SJÓMINJASAFNIÐ, GRANDAGARÐI 8. 19:00-24:00 Ratleikur Sjóminjasafnsins vígður. Finndu svörin á ferð þinni um sýningar safnsins. Þau sem ljúka leiknum fá hluta af fjár- sjóði Sæþórs sjóræningja! 19:00-22:00 Magnað myrkur himin- hvolfsins. Hvernig notuðu sægarpar fyrri tíma stjörnurnar sem leiðar- vísi? Stjörnuskoðunarfélagið fræðir gesti og býður gestum að skoða stjörnur í gegnum stjörnusjónauka. 19:00-23:00 Varðskipið Óðinn opnar aftur eftir vetrarlokun. Á varðskipinu taka kampakátir skipsverjar á móti gestum og gangandi. Kannski þeir lumi á draugasögum? 19:30-20:00 Hefur þú séð sæskrímsli? Þorvaldur Friðriksson segir frá kynjaskepnum sem fela sig í myrkri hafsins. Boðið upp á skrímslasmiðju þar sem hver og einn útfærir sitt eigið skrímsli. 20:30-21:00 Saga af sjónum. Skipsverjarnir Jón og Páll rabba um lífið í drungalegum lúkar úti á sjó, þá er bankað! Ólafur Egill Egilsson og Vigdís Hrefna Páls- dóttir leiklesa sjónvarpsleikrit eftir Hrafn Gunnlaugsson. 21:30-22:00 Rafpopphljómsveitin Samaris. Það verður sannkallað stuð á Bryggjunni þar sem sigurveg- arar Músíktilrauna 2011 Jó- fríður, Þórður Kári og Áslaug Rún spila. SÖGUSAFNIÐ PERLUNNI, ÖSKJUHLÍÐ. 19:00-24:00 Sprell í Sögusafninu. Víkingar sprella við gesti og gangandi. Í Sögusafninu má finna sögufrægar persónur úr Íslandssögunni. Þorir þú að mæta Agli? TÓNLISTARSAFN ÍSLANDS, HÁBRAUT 2. 20:00-21:00 Bíósýning í Tónlistarsafninu. Heimildarmynd um Svein- björn Sveinbjörnsson, fyrsta menntaða íslenska tónskáldið, sýnd á stóru tjaldi. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS, SUÐURGÖTU 41. 19:00-24:00 Nipi & Qaamqsoq Saga. Margmiðlunarinnsetn- ing grænlenska listamanns- ins Tura Ya Moya og hinn- ar dönsku Karenar Thastum, NIPI & QAAMQSOQ SAGA / mín saga. Listamennirnir flytja einnig verk með trommu- dansi, norrænum hljómum og eigin tónsmíðum kl. 21 & 23. 19:00-21:00 Gerðu þína eigin skyggnu. Gerum okkar eigin skyggn- ur og tökum þátt í innsetningu með þemað „rætur“ sem varpað verður á útvegg safnsins. Gest- urinn stígur inn í myndina og verður þannig hluti af verkinu. 22:00-22:30 Píanótónleikar. Píanóleikarinn Þórarinn Stefáns- son leikur fyrir gesti í Myndasal Þjóðminjasafnsins. ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS, LAUGAVEGI 162. 19:00-24:00 Verðlaunagetraun. Reyndu að skrifa og lesa gamla skrift. 19:00-21:00 Ættfræðihornið. Finndu forfeður í kirkjubókum með aðstoð sérfræðinga Þjóð- skjalasafns. 20:00-20:15 Dularfullt líkfundarmál á Austfjörðum. Gunnar Örn Hannesson heldur erindi um vélstjórann frá Aber- deen. 21:00-21:15 Dómar á galdraöld. Jón Torfason heldur erindi um embættisfærslu sýslumanna á 17. öld. 21:15-21:45 Orðspor fyrr og nú. Magnús Rafnsson sagnfræð- ingur heldur erindi um Þorleif sýslumann Kortsson og orð- spor hans fyrr og nú. 22:15-22:45 Tónlistaratriði. Hljómsveitin Ylja stígur á stokk. 23:00-23:15 Draugur í skjalasafni bisk- ups. Benedikt Eyþórsson flytur er- indi um einkennilega atburði í Garpsdal við Gilsfjörð á önd- verðri 19. öld. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  ÁSMUNDASAFN, SIGTÚNI. 19:00-19:30 Safnabeltið - Í leik og leið- sögn. Alma Dís Kristinsdóttir kynn- ir ýmis spennandi náms- verkfæri sem eykur upplif- un fjölskyldufólks á sýningum Listasafns Reykjavíkur. Einn- ig á Kjarvalsstöðum kl. 20 og Hafnarhúsi kl. 21. 23:00-24:00 Dansandi skúlptúrar. Nemendur Klassíska listdans- skólans túlka áhrif verka Ás- mundar Sveinssonar í dansi. 19:00-24:00 Hugsað í formum. Endurgerð af vinnustofu Ás- mundar þar sem ljósi er varp- að á vinnuaðstöðu hans í Sig- túninu. 19:00-24:00 Homage. Innsetning Magnúsar Árnason- ar í Kúlu Ásmundarsafns sem vísar í tilraun franska líffræð- ingsins Louis Pasteur. Magn- ús ræðir um verkið auk Guð- mundar Eggertssonar líffræð- ings kl. 21. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  KJARVALSSTAÐIR, FLÓKA GÖTU 5. 19:00-20:00 BYGGINGARLIST – LEIÐ- SÖGN um Kjarvalsstaði. 19:00-22:00 Prjónakaffi & peysuföt. Heimilisiðnaðarfélags Íslands býður upp á prjónakaffi og segir gestum frá á íslensku peysufötunum. 21:00-22:00 Tónleikar: Sundhetturnar. Kvenfélagshópur Harmon- ikkufélags Reykjavíkur tekur nokkur vel valin lög. 22:00-23:00 BYGGINGARLIST- Snøhetta & Kjarvalsstaðir. Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt leiðir gesti um sýninguna Snø- hetta og byggingu Kjarvalsstaða. 19:00-24:00 Draumlandið mitt í norðri. Karen Agnete Þórarinsson list- málari fylgdi íslenskum eigin- manni frá Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20. aldar. Hún hreifst af landi og þjóð og sýndi verk sín víða um land. Lista- smiðja fyrir fjölskyldur verður í tengslum við sýninguna. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  HAFNARHÚS, TRYGGVA GÖTU 17. 19:00-24:00 Magnað myrkur - Kristall- að ljós. Kristallað ljós stjórnast af tölvustýrðu forriti með tilliti til innri skynjunar heilans. Sam- vinnuverk Alexanders Zak- lynsky, AuxPan og Leós Stef- ánssonar. Kl. 23 flytur Auxpan raftónlistargjörning. 20:00-20:30 Nei! sagði litla skrímslið Áslaug Jónsdóttir les upp úr bókinni Nei! Sagði litla skrímslið þar sem fjallað er um vináttu, samskipti og kurteisi, og litla orðið Nei! sem stund- um þarf að beita af hörku. 19:00-24:00 Santiago Sierra. Róttæk og ögrandi verk sem hneyksla! HAFNARBORG MENNINGAR OG LISTAMIÐSTÖÐ HAFNAR FJARÐAR, STRANDGÖTU 34. 19:00-24:00 Myndvörpun á framhlið Hafnarborgar. Nýtt verk eftir kanadíska myndlistarmanninn og arki- tektinn Andrew Burgess. 19:00-24:00 Pétur Gautur í aksjón. Vinnustofa með listamannin- um Pétri Gaut í tengslum við sýninguna Kyrralíf. Auk þess verður sýningastjóraspjall með Þorbjörgu Gunnarsdóttir kl. 20. 19:00-24:00 Samsýning á videóverkum. Vídeóverk eftir Maríu Dal- berg, Björk Viggósdóttur, Ástu Ólafsdóttur og Doddu Maggý, Heklu Dögg Jónsdóttur, Monicu Frycovu og Línu Bjørn. 19:00-20:00 Hafnarborg í öllu sínu veldi. Fjölskylduleiðsögn með Auði Vésteinsdóttur um sýningar Hafnarborgar. 21:00-22:00 Pleacer. Harpa Björnsdóttir ræðir við gesti um verkin sín sem fjalla um hlutverk og stöðu lista- mannsins og skilaboðin sem hann ber umhverfi sínu. 21:00-24:00 Á bak við tjöldin. Gestir skyggnast bak við tjöldin í Hafnarborg og skoða geymslur safnsins í fylgd starfsmanna. 22:00-23:00 Ljúfir tónar í Hafnarborg. Sigríður Thorlacius og félagar flytja tónlist í Hafnarborg. LANDNÁMSSÝNINGIN REYKJAVÍK 871+2, AÐAL STRÆTI 16. 20:00, 21:00, 22:00, 23:00 Leiðsögná Landnáms- sýningunni. Hverjir voru helstu ljósgjaf- ar landsnámsins og hvaða að- ferðum var beitt í baráttunni við myrkrið í moldarkofanum? ÁRBÆJARSAFN, KISTUHYL 4. 19:00-24:00 Horfinn heimur í Árbæjar- safni. Boðið upp á leiðsögn þar sem gestum gefst kostur á að ganga inn í fortíðina og upp- lifa stemninguna á íslenskri kvöldvöku. Heimilisfólk kembir og húsbóndinn kveð- ur rímur. Balkandanshópur úr Kramhúsinu dansar í Ráðhúsinu á laugardaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.