Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 29

Fréttablaðið - 08.02.2012, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 5vetrarhátíð ● BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR, TRYGGVA GÖTU 15. 19:00-24:00 Sýning á verkum Bjargar Eiríksdóttur í Artóteki. Brot úr sýningum Bjargar þar sem hún eltir innsæið. Á sýn- ingunni verða málverk, vídeó, textíll og svífandi skúlptúr. 20:30-21:00 Ljóðaslamm. Ljóðagjörningur ætlaður ungu fólki. Áherslan er lögð á flutn- ing ljóðsins t.d. með ör-leik- þætti, rappi, dansverki, söng eða uppistandi. 21:30-22:00 Kammerpönk og myrkar myndir. Hljómsveitin Malneirophrenia leikur kammerpönk á píanó, selló og bassa. Sveitin leikur undir gamalli þögulli kvikmynd. BÓKASAFN GARÐABÆJAR, GARÐATORGI 7. 20:00-20:30 Tónlistarflutningur. Anna María Björnsdóttir jazz- söngkona flytur eigin lög. Þjóðleg og jözzuð stemning. 20:45-21:15 Draugar, galdramenn og dulúðlegir staðir í Garðabæ. Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur flytur áhuga- verðan fyrirlestur. 21:45-22.10 Draugasögulestur í Króki á Garðaholti. Leiklistarnemendur í Fjöl- brautaskóla Garðabæjar leik- lesa draugasögu. Bærinn Krók- ur opinn og boðið upp á kaffi. Rútuferð frá Bókasafni Garða- bæjar kl. 21.30. HITT HÚSIÐ, PÓSTHÚS STRÆTI 35. 19:00-24:00 Ljósberar og draugagangur Í Tukthúsinu. ÞORIR ÞÚ varpar ljósi á aðbún- að fanga sem vistaðir voru í Tukthúsinu. Hljóð og ljós virkj- ar skilningarvit sýningargesta og færir þeim söguna á áþreif- anlegan hátt. 19:00-24:00 Raf-tónleikar. Í Upplýsingarmiðstöð Hins hússins verða tónleikar þar sem raftónlistarmenn í No Class, Mindfucker og Moogle galdra fram görótta tóna. 19:00-24:00 Óreglustikur í Gallerí Tukt. Sýning Arnljóts Sigurðssonar þar sem hann tekst á við mæl- ingu heimsins og afstæði sitt gagnvart umheiminum. GRAFÍKSAFN ÍSLANDS, TRYGGVAGÖTU 17, HAFN ARMEGIN. 19:00-24:00 Sýning. Sýning á verkum Jóhönnu Bogadóttur og Öldu Rose Cartwright en þær eru lista- menn Grafíkvina 2012. 19:00-24:00 Verkstæði: Magnað Myrkur. Myrkraverk – gestir vinna saman að innsetningu á sjálf- lýsandi silkiþrykkjum. Þar koma fyrir kynjaverur, galdra- rúnir og skrýtin hljóð. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, LAUGARNES TANGA 70. 19:00-24:00 Áfangar. Listasafn Sigurjóns opnar sýn- ingu með lykilverkum Sigur- jóns sem spanna 50 ára tíma- bil. Verkin marka upphaf að nýjum viðhorfum og straum- um í list Sigurjóns. 20:00-21:00 & 22:00- 23:00 Leiðsögn. Leiðsögn um sýninguna Áfangar, nokkur lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. LJÓSMYNDASAFN REYKJA VÍKUR, TRYGGVAGÖTU 15, 6.HÆÐ. 19:00-24:00 Myrkurhús (Camera Obscura). Komdu og fáðu innsýn inn í upphaf ljósmyndunar í orðsins fyllstu merkingu! 19:00-24:00 Hver er maðurinn? Hjálpaðu okkur að þekkja fólk- ið. Þekkirðu manneskjuna á myndinni? 21:00-22:00 Leiðsögn um sýninguna Bergmál. Leiðsögn Sigrúnar Sigurðar- dóttur menningarfræðings um sýninguna Bergmál / Echo eftir Charlottu Maríu Hauks- dóttur og Sonju Thomsen. MOLINN UNGMENNAHÚS, HÁBRAUT 2. 19:00-24:00 Götulistasýning og lifandi tónlist. Sölusýning á verkum ungra listamanna sem tóku þátt í götulistasmiðju Molans. Fjöl- breytt verk, stensl og spray. Tríóið Friends4ever og aðrir tónlistarmenn halda uppi dúndrandi stemningu. NÝLISTASAFNIÐ, SKÚLA GÖTU 28. 19:00-24:00 Teikn í Nýlistasafninu. Sýningin Teikn þar sem Myri- am Bat-Yosef og Jóhanna Krist- björg Sigurðardóttir umbreyta teiknum úr lífi sínu í sterkt og yfirskilvitlegt myndmál. SÍM HÚSIÐ, HAFNARSTRÆTI 16 19:00-24:00 Innsetning í SÍM húsinu. Erlendir myndlistamenn dvelja í gestavinnustofum SÍM og skapa listaverk beint inn í rými þeirra í Hafnarstrætinu út frá þemanu Magnað myrkur. Listamennirnir ræða við gesti. VÍKIN  SJÓMINJASAFNIÐ, GRANDAGARÐI 8. 19:00-24:00 Ratleikur Sjóminjasafnsins vígður. Finndu svörin á ferð þinni um sýningar safnsins. Þau sem ljúka leiknum fá hluta af fjár- sjóði Sæþórs sjóræningja! 19:00-22:00 Magnað myrkur himin- hvolfsins. Hvernig notuðu sægarpar fyrri tíma stjörnurnar sem leiðar- vísi? Stjörnuskoðunarfélagið fræðir gesti og býður gestum að skoða stjörnur í gegnum stjörnusjónauka. 19:00-23:00 Varðskipið Óðinn opnar aftur eftir vetrarlokun. Á varðskipinu taka kampakátir skipsverjar á móti gestum og gangandi. Kannski þeir lumi á draugasögum? 19:30-20:00 Hefur þú séð sæskrímsli? Þorvaldur Friðriksson segir frá kynjaskepnum sem fela sig í myrkri hafsins. Boðið upp á skrímslasmiðju þar sem hver og einn útfærir sitt eigið skrímsli. 20:30-21:00 Saga af sjónum. Skipsverjarnir Jón og Páll rabba um lífið í drungalegum lúkar úti á sjó, þá er bankað! Ólafur Egill Egilsson og Vigdís Hrefna Páls- dóttir leiklesa sjónvarpsleikrit eftir Hrafn Gunnlaugsson. 21:30-22:00 Rafpopphljómsveitin Samaris. Það verður sannkallað stuð á Bryggjunni þar sem sigurveg- arar Músíktilrauna 2011 Jó- fríður, Þórður Kári og Áslaug Rún spila. SÖGUSAFNIÐ PERLUNNI, ÖSKJUHLÍÐ. 19:00-24:00 Sprell í Sögusafninu. Víkingar sprella við gesti og gangandi. Í Sögusafninu má finna sögufrægar persónur úr Íslandssögunni. Þorir þú að mæta Agli? TÓNLISTARSAFN ÍSLANDS, HÁBRAUT 2. 20:00-21:00 Bíósýning í Tónlistarsafninu. Heimildarmynd um Svein- björn Sveinbjörnsson, fyrsta menntaða íslenska tónskáldið, sýnd á stóru tjaldi. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS, SUÐURGÖTU 41. 19:00-24:00 Nipi & Qaamqsoq Saga. Margmiðlunarinnsetn- ing grænlenska listamanns- ins Tura Ya Moya og hinn- ar dönsku Karenar Thastum, NIPI & QAAMQSOQ SAGA / mín saga. Listamennirnir flytja einnig verk með trommu- dansi, norrænum hljómum og eigin tónsmíðum kl. 21 & 23. 19:00-21:00 Gerðu þína eigin skyggnu. Gerum okkar eigin skyggn- ur og tökum þátt í innsetningu með þemað „rætur“ sem varpað verður á útvegg safnsins. Gest- urinn stígur inn í myndina og verður þannig hluti af verkinu. 22:00-22:30 Píanótónleikar. Píanóleikarinn Þórarinn Stefáns- son leikur fyrir gesti í Myndasal Þjóðminjasafnsins. ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS, LAUGAVEGI 162. 19:00-24:00 Verðlaunagetraun. Reyndu að skrifa og lesa gamla skrift. 19:00-21:00 Ættfræðihornið. Finndu forfeður í kirkjubókum með aðstoð sérfræðinga Þjóð- skjalasafns. 20:00-20:15 Dularfullt líkfundarmál á Austfjörðum. Gunnar Örn Hannesson heldur erindi um vélstjórann frá Aber- deen. 21:00-21:15 Dómar á galdraöld. Jón Torfason heldur erindi um embættisfærslu sýslumanna á 17. öld. 21:15-21:45 Orðspor fyrr og nú. Magnús Rafnsson sagnfræð- ingur heldur erindi um Þorleif sýslumann Kortsson og orð- spor hans fyrr og nú. 22:15-22:45 Tónlistaratriði. Hljómsveitin Ylja stígur á stokk. 23:00-23:15 Draugur í skjalasafni bisk- ups. Benedikt Eyþórsson flytur er- indi um einkennilega atburði í Garpsdal við Gilsfjörð á önd- verðri 19. öld. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  ÁSMUNDASAFN, SIGTÚNI. 19:00-19:30 Safnabeltið - Í leik og leið- sögn. Alma Dís Kristinsdóttir kynn- ir ýmis spennandi náms- verkfæri sem eykur upplif- un fjölskyldufólks á sýningum Listasafns Reykjavíkur. Einn- ig á Kjarvalsstöðum kl. 20 og Hafnarhúsi kl. 21. 23:00-24:00 Dansandi skúlptúrar. Nemendur Klassíska listdans- skólans túlka áhrif verka Ás- mundar Sveinssonar í dansi. 19:00-24:00 Hugsað í formum. Endurgerð af vinnustofu Ás- mundar þar sem ljósi er varp- að á vinnuaðstöðu hans í Sig- túninu. 19:00-24:00 Homage. Innsetning Magnúsar Árnason- ar í Kúlu Ásmundarsafns sem vísar í tilraun franska líffræð- ingsins Louis Pasteur. Magn- ús ræðir um verkið auk Guð- mundar Eggertssonar líffræð- ings kl. 21. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  KJARVALSSTAÐIR, FLÓKA GÖTU 5. 19:00-20:00 BYGGINGARLIST – LEIÐ- SÖGN um Kjarvalsstaði. 19:00-22:00 Prjónakaffi & peysuföt. Heimilisiðnaðarfélags Íslands býður upp á prjónakaffi og segir gestum frá á íslensku peysufötunum. 21:00-22:00 Tónleikar: Sundhetturnar. Kvenfélagshópur Harmon- ikkufélags Reykjavíkur tekur nokkur vel valin lög. 22:00-23:00 BYGGINGARLIST- Snøhetta & Kjarvalsstaðir. Hugrún Þorsteinsdóttir arkitekt leiðir gesti um sýninguna Snø- hetta og byggingu Kjarvalsstaða. 19:00-24:00 Draumlandið mitt í norðri. Karen Agnete Þórarinsson list- málari fylgdi íslenskum eigin- manni frá Kaupmannahöfn á fyrri hluta 20. aldar. Hún hreifst af landi og þjóð og sýndi verk sín víða um land. Lista- smiðja fyrir fjölskyldur verður í tengslum við sýninguna. LISTASAFN REYKJAVÍKUR  HAFNARHÚS, TRYGGVA GÖTU 17. 19:00-24:00 Magnað myrkur - Kristall- að ljós. Kristallað ljós stjórnast af tölvustýrðu forriti með tilliti til innri skynjunar heilans. Sam- vinnuverk Alexanders Zak- lynsky, AuxPan og Leós Stef- ánssonar. Kl. 23 flytur Auxpan raftónlistargjörning. 20:00-20:30 Nei! sagði litla skrímslið Áslaug Jónsdóttir les upp úr bókinni Nei! Sagði litla skrímslið þar sem fjallað er um vináttu, samskipti og kurteisi, og litla orðið Nei! sem stund- um þarf að beita af hörku. 19:00-24:00 Santiago Sierra. Róttæk og ögrandi verk sem hneyksla! HAFNARBORG MENNINGAR OG LISTAMIÐSTÖÐ HAFNAR FJARÐAR, STRANDGÖTU 34. 19:00-24:00 Myndvörpun á framhlið Hafnarborgar. Nýtt verk eftir kanadíska myndlistarmanninn og arki- tektinn Andrew Burgess. 19:00-24:00 Pétur Gautur í aksjón. Vinnustofa með listamannin- um Pétri Gaut í tengslum við sýninguna Kyrralíf. Auk þess verður sýningastjóraspjall með Þorbjörgu Gunnarsdóttir kl. 20. 19:00-24:00 Samsýning á videóverkum. Vídeóverk eftir Maríu Dal- berg, Björk Viggósdóttur, Ástu Ólafsdóttur og Doddu Maggý, Heklu Dögg Jónsdóttur, Monicu Frycovu og Línu Bjørn. 19:00-20:00 Hafnarborg í öllu sínu veldi. Fjölskylduleiðsögn með Auði Vésteinsdóttur um sýningar Hafnarborgar. 21:00-22:00 Pleacer. Harpa Björnsdóttir ræðir við gesti um verkin sín sem fjalla um hlutverk og stöðu lista- mannsins og skilaboðin sem hann ber umhverfi sínu. 21:00-24:00 Á bak við tjöldin. Gestir skyggnast bak við tjöldin í Hafnarborg og skoða geymslur safnsins í fylgd starfsmanna. 22:00-23:00 Ljúfir tónar í Hafnarborg. Sigríður Thorlacius og félagar flytja tónlist í Hafnarborg. LANDNÁMSSÝNINGIN REYKJAVÍK 871+2, AÐAL STRÆTI 16. 20:00, 21:00, 22:00, 23:00 Leiðsögná Landnáms- sýningunni. Hverjir voru helstu ljósgjaf- ar landsnámsins og hvaða að- ferðum var beitt í baráttunni við myrkrið í moldarkofanum? ÁRBÆJARSAFN, KISTUHYL 4. 19:00-24:00 Horfinn heimur í Árbæjar- safni. Boðið upp á leiðsögn þar sem gestum gefst kostur á að ganga inn í fortíðina og upp- lifa stemninguna á íslenskri kvöldvöku. Heimilisfólk kembir og húsbóndinn kveð- ur rímur. Balkandanshópur úr Kramhúsinu dansar í Ráðhúsinu á laugardaginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.