Fréttablaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 8. febrúar 2012 | 3. tölublað | 8. árgangur
Svansmerkt
prentverk!
Rannsakar rætur
kreppunnar
➜ Jesper Rangvid fer fyrir rann-
sóknarnefnd um fjármálakreppuna
í Danmörku
➜ Segir mikilvægt að læra af því sem
aflaga hefur farið
➜ Býst ekki við álíka viðbrögðum og
við íslensku rannsóknarskýrslunni
Geta brotið upp fyrirtæki
Samkeppniseftirlitið (SE) hefur gefið út umræðu-
skjal þar sem fram koma drög að leiðbeiningum
um beitingu ákvæðis sem gerir því m.a. kleift að
skipta upp fyrirtækjum án þess að þau hafi fram-
ið samkeppnislagabrot. Heimildin var lögfest í
fyrra. Í skjalinu er því lýst hvernig SE hyggst
beita markaðsrannsóknum sem undanfara beit-
ingu ákvæðisins, en framkvæmd slíkra rann-
sókna er nýlunda í starfi þess. Markaðsrannsókn
er „hagfræðileg greining á samkeppni á tilteknum
markaði [...] Hún lýtur eftir atvikum m.a. að verð-
myndun vöru og þjónustu, kostnaðaruppbyggingu,
uppbyggingu markaðar, stærð hans og þróun, ný-
sköpun, tækniframförum, lagaumhverfi og öðru
regluverki, aðgangshindrunum, kostnaði fyrir við-
skiptavini að skipta um fyrirtæki, þátttöku opin-
berra og hálfopinberra aðila á markaðnum, lóð-
rétta og lárétta samþættingu fyrirtækja, fjölda
fyrirtækja og eignartengslum þeirra, markaðshlut-
deild, fjölda birgja, fjárhagslegri afkomu fyrir-
tækja og framlegð þeirra“.
SE óskar nú eftir sjónarmiðum markaðsaðila
sem gætu nýst við ákvörðun um fyrstu markaðs-
rannsókn. Á liðnum misserum hefur mestur hluti
ráðstöfunartíma SE farið í: Matvöru-/dagmark-
að, fjármálamarkað, fjarskiptamarkað og flutn-
ingsmarkað. Óskað er eftir sjónarmiðum fyrir 15.
mars.
- ÞSJ
Bjórmarkaðurinn fjölbreyttari
Bjórmenning á Íslandi hefur breyst talsvert á síð-
ustu árum ekki síst vegna tilkomu minni brugg-
húsa. Vöruúrval hefur aukist og framleiðend-
ur leggja nú mikla áherslu á fjölbreytni. Um þess-
ar mundir eru í kringum 50 ólíkar tegundir af
íslenskum bjór í boði í Vínbúðunum en voru ekki
nema helmingur þess fyrir ekki svo mörgum árum.
Fyrsta íslenska smábrugghúsið, Bruggsmiðjan,
hóf framleiðslu árið 2006 á Árskógssandi við Eyja-
fjörð. Síðan hafa fjögur smábrugghús bæst í hópinn
þótt eitt hafi síðan hætt starfsemi. Flest leggja litlu
brugghúsin áherslu á bragðmikla og sérstaka bjóra
auk árstíðabundinna bjóra.
- MÞL SÍÐA 4